NT - 10.01.1985, Blaðsíða 11

NT - 10.01.1985, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 10. janúar 1985 11 Sýnt í tvo heimana ■ Leikfélag Reykja- víkur: AGNES - BARN GUÐS eftir John Pielmeier. Þýð- andi: Úlfur Hjörvar. Leikmynd og búning- ar: Steinþór Sigurðs- son. Leikstjóri: Þór- hildur Þorleifsdóttir. Svona á leikhús að vera! Að taka til meðferðar verk sem snerta við djúpiægum viðfangs- efnum, gædd innri sálfræðilegri spennu, en jafnframt með hag- anlegri fléttu sem heldur áhorf- anda við efnið. Þessum kostum er Agnes - barn Guðs gædd, og sýning Leikfélags Reykjavíkur á þessu verki er því fagnaðar- efni, og að flestu leyti vel að henni staðið. Höfundur verksins er Banda- ríkjamaður, menntaður við ka- þólskan háskóla. Eins og rakið hefur verið í fjölmiðlum gerist leikritið í klaustri, fjallar um rannsókn geðlæknis á Agnesi, ungri nunnu sem alið hefur barn sem síðan finnst myrt í rusla- körfu. Meginefnið er átök milli læknisins sem er kona og abba- dísarinnar um þetta barn Guðs, Agnesi. Smám saman tekst að upplýsa atvik sem lágu til fæð- ingar barnsins og dauða, en verr gengur að komast fyrir um getn- að þess. Annars er ekki vert að rekja efnið frekar. Spurningin sem upp er borin í leiknum er nánast sú hvort saga Agnesar sé geðveikitilfelli eða kraftaverk. og þá er raunar enn eftir spurning: hvað er kraftaverk? Við getum látið hið svokall- aða raunsæi liggja á milli hluta. hvort það er yfirleitt hugsanlegt að nokkurt barn verði alið upp í slíkri fáfræði sem Agnes, eða þá að „geðveiki" hennar sé trú- verðug. Ef Anges er sjúkdóms- tilfelli er það auðvitað ekkert Ágnes og Martha geðlæknir, leiknar af Guðrúnu S. Gísladóttur og Sigríði Hagalín. T ■ Alþýðuleikhúsið: AWORD IN THE STARGA- ZERS EYE. Gestaleikur frá Bretlandi. Sýnt á Kjarvalsstöð- um. Fengur er að því að fá hing- að góða erlenda leikflokka. Hér er raunar ekki flokkur á ■ Nigel Watson bregður sér í margra kvikinda líki á Kjarvals- stöðum. „Orð í auga“ á Kjarvalsstöðum ferð heldur aðeins einn maður, Nigel Watson, sem fer með atriði unnin upp úr fornind- verskum sögum sem skráðar voru á sanskrít fyrir nærri tvö þúsund árum. Þetta efni er endursagt á mjög nútímalega ensku að því er heyra mátti. Panchatantra heitir hinn ind- verski sagnabálkur á frummáli. - Fimmdægra í þýðingu Sörens Sörensonar (ekki Sörensen eins og í leikskrá stendur). Þetta eru tíu atriði, leikin í einni rennu, og segja frá dr. Bidpai sem fer og heimsækir Damschelim konung og lendir i dyflissu. í sýningunni eru margar sögur og leikarinn bregður sér í margra kvikinda líki, er óhætt að segja, því að við sögu koma veggjalús og fló, auk annars. Nigel Watson er góður fag- maður og fór með þetta allt af snerpu og lipurð. Hreyfing er mikil á leikaranum, hlaup, stökk, kollhnísar: „svitalyktar- leikhús" myndi Þorsteinn Ö. Stephensen kalla það, sbr. það sem sagt var í afmælisgrein um hann á dögunum. Það var nokkuð langt að horfa á einn leikara í hálfa aðra klukku- stund leika listir sínar, en mörg atriðanna einkar skemmtileg. Nigel Watson mun hafa búið um skeið á íslandi og brá enda fyrir sig býsna góðri íslensku öðru hverju í sýningunni. Theatre Taliesin heitir leik- flokkur sá sem að sýningunni stendur og hefur aðsetur í Cardiff í Wales. Stuart Cox heitir leikstjórinn og hann hef- ur samið handrit ásamt leikar- anum og Ramsay Wood. Stefna leikhússins mun vera að bjóða upp á vönduð leikverk og þó alþýðleg. Sýningar byggja á því sem kallast víst spuni, og mátti hér sjá sýni- dæmi hans. Og hér kemur við sögu táknrænn innblástur „sem segja má að tengist ímynd og frægð Taliesin sem skálds og galdrakarls, spámanns og sögumanns," segja aðstand- endur sýningarinnar. Gott hjá Alþýðuleikhúsinu að bjóða upp á þetta. Leikið er í Kjar- valssal sem fljótt á litið virðist ekki vel til leiks fallinn en dugði Nigel Watson ágætlega. Sýningar verða 9.-13 janúar. Gunnar Slefánsson. NT-mynd: Ámi Bjarnu efni í skáldskap. En verkið verður skáldskapur af því að höfundurinn er nógu vitur og kunnáttusamur til að skilja þetta mál eftir opið.’Agnes - barn Guðs verður skáldleg mynd af manneskju andspænis Guði sínum, og mannlegri samkennd, kærleika milli manna. Þetta tvennt er samofið í hinum trúarlega þætti verksins sem leikst á við þá vísinda- hyggju sem geðlæknirinn túlkar. Ljós vísindanna reynir að ná til lcyndra afkima sálar- innar, kemst þangað auðvitað aldrei, en nógu langt til að svipta manninn voninni sem í barni Guðs er fólgin. Martha geðlæknir er miðlandi verksins og við sjáum atvikin með hennar augum. Hún er uppgjafa kaþólikki, trúir á vís- indi sín og litur á þaö sem hlutverk sitt að bjarga Agnesi út úr þeim sjúka hugarheimi sem klaustrið vill bjóða henni. Viðfangsefninu slær inn, Agnes verður Mörthu það barn sem hún eignaðist aldrei sjálf, vekur sál hennar og líkama til nýrrar virkni. Agnes er líka barn abba- dísarinnar sem raunar er frænka hennar, kemur þeirri konu í stað barnanna sem snúið hafa baki við henni þegar hún lokaði sig inni í klaustrinu. Abbadísin reynir að verja þann heim sem innan klausturmúranna á sér staðfestu, trúnaðarsambandið við Guð. Leikurinn fjallar um átök milli tvenns konar lífsskilnings sem auðvitað þarf ekki að vera andstæður. Átökin fara ekki einungis fram á milli abbadísar- innar og læknisins, heldur innra með þeim hvorri um sig. Þær eru báðar merktar sárri reynslu, og hið saklausa barn Ágnes verður báðum að tákni þeirrar hugsjónar sem hinn illi heimur vill tortíma. Ágreiningurinn stendur aðeins um það hvort heill Agnesar sé fólgin í því að loka sig inni í trúnaðarsamband- inu við Guð, eða læra að horfast í augu við veröldina fyrir utan, hinn vanhelga heim. Þessar konur sjá báðar í tvo heimana, en barnið sem þær vilja lifa fyrir hlýtur að farast. Mér virðist Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstjóri og leikend- urmr, svo og aðrir sem að sýning- unni standa, hafa lagt mikla rækt við viðfangsefnið. Hin ytri umgjörð er stílhreint verk eins og af Steinþóri Sigurðssyni má vænta. Kaþólskir trúarsiðir sem fyrir koma eru látlaust og smekklega sýndir. Söngur Agnesar, úr kaþósku messunni, gegnir verulegu hlutverki í framvindu leiksins, við hann aðstoðaði Guðbjörg Thor- oddsen, en umsjón með tónlist- arflutningi hafði Hjálmar Helgi I Ragnarsson. Sigríöur Hagalín leikur Mörthu af góðum næmleik, ör- ugglega. Spennivídd var tæpast nægileg í leik Guðrúnar Ás- mundsdóttur. Henni læturjafn- an vel aö leika á hina blíðari strengi, en miður að sýna hörku Móður Mirjam þegar hún verst ásókn geðlæknisins. Undir hlutverki Agnesar er þó mest komið, og Guðrún S. Gísladóttir vinnur þar góðan sigur. Þetta er afar erfitt hlutverk, raunar bæði andlega og líkamlega, því hér þarf hvort tveggja til, að leiða í ljós hið ósnortna sakleysi, barnslegan þokka Agnesar - og veita ávæn- ing af ógæfu hennar og kvöl. Guðrún vex af glímunni við þetta viðfangsefni. Þá er ekki annað eftir en hvetja þá til að fara í Iðnó sent gjarnan vilja sjá verk sem lýsa undir yfirborðið og verða hug- stæð löngu eftir að tjaldið fellur. Þetta leikrit er þeirrar gerðar. Gunnar Stefánsson. Kaupendur NT í Keflavík og Njarðvík Vinsamlega athugið að nýir umboðs- menn hafa tekið við störfum. Keflavík Guðríður A. Waage, Austurbraut 1 sími, 2883 Ingibjörg Einarsdóttir, Suðurgötu 37, sími 4390 YtrhNjarðvík Kristinn Ingimundarson, Hafnargötu 72, sími 3826.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.