NT - 10.01.1985, Blaðsíða 5

NT - 10.01.1985, Blaðsíða 5
 Wi' Fimmtudagur 10. janúar 1985 5 LlL Fréttir Grunnskólinn á Eskifirði: 011 kennsla á ný undir einu þaki! Á tímabili var kennslan dreifð á fimm staði - \ 'x., v C' ■ ^ *' .~** ~**^ 3"" ~ -V. ..t, ___2Jt.>.„.^jfec&__________....... , .. Grunnskólinn á Eskifírði og íþróttahúsið. ■ Eskfírsk æska hefur kvatt gamla skólahúsnæðið sitt með látlausri athöfn og í gær hófst kennsla í nýja grunnskólahús- inu samkvæmt stundaskrá. Öll starfsemi grunnskólans er þar ineð komin undir eitt þak en þegar verst lét var kennt á 5 mismunandi stöðum í bænum. Gólfflötur nýju byggingar- innar er um 500 nr. hún er á þrcnr hæðum en nú cr tekinn í notkun annar áfangi hennar. Efsta hæðin er enn ekki að fullu frágengin en hluti hennar mun verða tekinn í notkun í mars fyrir bókasafn. í samtali við NT sagði Jón Ingi Einarsson skólastjóri að aðstaða nemenda, jafnt sem kennara, stórbatni við tilkomu hins nýja áfanga og nefndi hann sem dæmi að kennarar fengju allir sérstök vinnuher- bergi. Sagði Jón húsnæðisað- stöðu grunnskólans verða mjög góða er síðasta áfanga hússins yrði iokiö. Nenrendur grunnskólans eru nú um 200 og hefur sú tala haldist nokkuð jöfn síðustu árin. Hins vegar Sagði hann að það væri spurning hvað gerðist, með tilkomu verk- smiðjunnar á Reyðarfirði. en þá mætti búast við töluverðri aukningu nemenda. Framkvæmdir viö grunn- skólahúsið hófust árið 1974 en fyrsti áfangi, aðstaða fyrir handmennta- og heimilis- fræðakennslu. var tekinn í notkun árið 1982. Gamla skólahúsnæðið, sem byggt var 1910, hefur þjónað skólamálum Eskfirðinga dyggilega og er því hlutverki ekki lokið, því þar verður tónlistarskólinn nú til húsa, ásamt byggðasögunefnd og fé- lagsmálaráði. Seyðisfjörður: Vilja fella aflamarkið ■ Smábátaeigendur á Seyðislirði vilja fella niður atlamark á smábáta undir 10 smálestum. Þetta kemur fram í áskorun sem samþykkt vár á aöalfundi Félags smábáta- eigenda á Seyðisfirði 31. desember s.l. og send var sjávarútvegsráöherra. Telja þeir að kvótakerfið stefni útgerð þeirra 20-30 smá- báta sem gerðir eru út þar á sumrin og haustin í tvísýnu og bjóði heirn kapphlaupi þeirra á milli um aflann á hverju tíma- bili. Þessi mynd er af hverfa- erjum í Breiðholti. Ofbeldi í skólum ■ Ofbeldi í skólum - orsakir og lausnir verður efni almenns borgarafund- ar sem Samtök áhugafólks um uppejdis- og mennta- mál - SÁUM - efna til, mánudag 14. janúar í Kennslumiðstöðinni að Laugavegi 166 kl. 20.30. Hope Knútsen, iðju- þjálfi, flytur framsögu- erindi og síðan verða pall- borðsumræður. Markmið SÁUM er að vekja athygli á og umræð- ur um mennta- og uppeldis- mál. Formaður samtakanna er Guðrún H. Soderholm, kennari. Meðallaun í íslenskum fyrirtækjum 1983: Hetjur hafsins með tvö- föld laun landkrabba 26 með lekanda ■ Eins og áður voru kvcf, hálsbólga og lungnakvef vinsælustu umgangspestir Reykvíkinga í nóvember- mánuði síðastliðnum, eða 760 tilfelli scm komu til læknis. lðrakvef og niður- gangurhrjáðu 130. Þákomu upp 36 tilfelli lungnabólgu, 54 fengu þvagrásarbólgu og 26 lekanda. Influensa hrjáði 16 borgarbúa og 15 lcituðu sér lækninga vegna háls- bólgu. 12 fcngu flatlús og 3 kláða. Aðrir kvillar voru fátíðari. NT-mynd: Árni Bjama Kísilmálmverksmiðjan borgaði hæstu laun í landi ■ Hæstu meðallaun hjá íslensku íyrirtæki 1983 voru 874 þús. krónur hjá Hrönn h.f. á ísafirði, seni gerir út Guðbjörgu ÍS-46, samkvæmt könnun ritsins Frjálsrar verslunar á stærstu fyrirtækjum á íslandi og launagreiðsl- um þeirra til starfsmanna sinna. En þar er miðað við slysatryggðar vinnuvikur sem deilt er í heildar launa- greiðslur fyrirtækjanna. Útgerðarfyrirtækin - sérstaklega skuttogarafyrirtækin - bera þessu tilliti. Auk Hrannar eru 6 önnur fyrirtæki sem borgað hafa yfir 700 þús. króna meðalárslaun 1983: Skagstrendingur h.f. (Arnar og Örvar), Baldur h.f. í Bolungarvík, Gunnvörh.f. ísa- firði, Útgerðarfélag Flateyrar h.f.,Hólmadrangur h.f. og Mið- fell h.f. Hnífsdal (Páll Pálsson). Á lista yfir 50 útgerðarfyrirtæki voru aðeins 10 þar sem meðal- laun höfðu farið niður fyrir 400 þús. krónur, lang flest á Suður- nesjum. Svo merkilega vill til að aðeins kísilmálmvinnslan á Reyðarfirði sýnist hafa náð því að borga starfsmönnum sínum höfuð og herðar yfir önnur í yfir 600 þús. krónur ef útgerð- arfyrirtæki eru frátalin. Til samanburðar á launum má geta þess að innan við einn tugur af þeim mörg hundruð fyrirtækjum sem upp eru talin hafa borgað meðallaun yfir 400 þús. krónur árið 1983, auk nokkurra verktakafyrirtækja. Hjá ÍSAL voru meðallaun t.d. 386 þús. krónur. Lang algengustu meðallaun þetta ár virðast vera á bilinu 200 og upp í 350 þús. krónur, en einnig verulega niður fyrir það í ýmsum iðnaði, t.d. 173 þús. hjá Nóa, Hreini og Síríus h.f. í voru þettaár275 þús.,.cn Moggi Reykjavík. Að lokum má geta °g Dagblaðið gátu borgaö sínu þess að sömu heimildir herma fólki um 330 þús. krónur að að meðallaun á Tímanum gamla jafnaði sama ár. ■ Óvenjulegt janúarveður. Ignis — janúartilboð 10% staðgreiðsluafsláttur. Kæliskápar — eldavélar — frystiskápar þvottavélar — frystikistur — eldhúsviftur. IGNIS Rafiðjan s.f. Ármúla 8, sími 91*19294.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.