NT - 10.01.1985, Blaðsíða 3

NT - 10.01.1985, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. janúar 1985 3 Einar Jóhannesson og Philip Jenkins: Leika saman á þrennum tónleikum um helgina og í Wigmore Hall í næsta mánuði Undirmenn á skipaflotanum: Verkfalls- boðun heimiluð ■ Ákvörðun um boðin vinnu- stöðvunar hefur enn ekki verið tekin hjá undirmönnuni á far- skipum og fiskiskipum, en þeir hafa heimilað hana í allsherjar- atkvæðagreiðslu. Talningu at- kvæða lauk í fyrrakvöld og af I3l farmanni, sem greiddi at- kvæði, voru l24fylgjandiboðun vinnustöðvunar, 5 voru á móti og 2 seðlar voru auðir og ógildir. Af 106 undirmönnum á fiskiskipum sögðu 95 já, l() nei og l seðill var auður. Fundur með undirmönnum á farskipum verður haldinn hjá sáttasemjara í dag og á rnorgun með fiskimönnum. Fundur, sem haldinn var á mánudag( var árangurslaus. ■ Nú um helgina munu þeir Philip Jenkins píanóleikari og Einar Jóhannesson klarinettu- leikari leika saman á þrennum tónleikum. Þeir fyrstu verða í Njarðvíkurkirkju annað kvöld kl. 20.30. Á laugardaginn leika þeir í Menningarmiðstöðinn við Gerðuberg kl. 17.00 og loks í Norræna húsinu kl. 17.00 á sunnudaginn. Þann 4. febrúar leika þeir síðan sama prógramm í YVigmore Hall í London. Á efnisskránni verða verk eftir Carl Nielsen, Saint-Saéns, Þorkel Jóhannesson, Arthur Honegger, Alan Hovannes og Johannes Brahms. Verk Þorkels, Rek er svo nýtt af nálinni að blekið er varla þornað á nótnablöðunum og er þar að sjálfsögðu um frumflutn- ing að ræða. Verk Carls Niel- sens hefur aldrei verið flutt áður á íslandi og er raunar stutt síðan það tók að hljóma í eyrum nútímamanna. Þetta er æskuverk danska tónskáldsins, samið 1881 og hefur legið ára- tugum saman á Konunglega danska bókasafninu, eða allt þar til fyrir fjórum árum að það var uppgötvað á nýjan leik. Þá Einar og Jenkins þarf vart I að kynna fyrir íslenskum tón- leikagestum, en þeir hafa oft leikið saman, ýmist tveir eða með fleiri kammermúsíköntum. Jenkins var um árabil kennari á Akureyri og hefur oft leikið hérlendis, á einleikstónleikum, með Sinfóníuhljómsveitinni og á kammertónleikum. Skemmst er að minnast þess er hann og Guðný Guðmundsdóttir léku ■ Einar og Jenkins á æfingu. Þeir hafa greinilega ánægju af því sem þeir eru að fást við. NT-mynd: Arni Bjama allar sónötur Beethovens fyrir fiðlu og píanó á tónleikaröð í Reykjavík. Jenkins er nú próf- essor við Royal Academy of Music í London. Einar Jóhannesson er fyrsti kiarinettisti Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og hefur haldið fjölda tónleika bæði hérlendis og erlendis, einn eða með öðrum, enda í fremstu röð sem hljóðfæraleikari og hafa mörg tónskáld samið verk sérstaklega fyrir hann. Arnarflug: Yfirflugstjór- inn segir upp - ætlar í eigin flugrekstur ■ Arngrímur Jóhannsson yfirfiugstjóri hjá Arnarflugi hefur sagt starfi sínu lausu og mun hann hætta hjá fyrirtæk- inu í apríl. Arngrímur er eigandi að flugfélaginu Air Arctic, ásamt Einar Fredriksen, en eins og NT skýrði frá í gær, fengu þeir flugrekstrarleyfi sitt endurnýjað á nránudag. Air Arctic hefur tekið á leigu Boeing þotu og framleigt hana til belgísks flugfélags. Leigusamningurinn rennur út 15. mars og í samtali við NT í gær sagði Arngrímur, að ekkert væri ákveðið unt áframhaldandi leigu vélar- innar. Ef af því yrði, myndi félagið reyna að koma at- vinnulausum íslenskum flug- mönnum í loftið á ný. Arngrímur Jóhannsson var einn af stofnendum Arn- arflugs árið 1976 og hefur verið yfirflugstjóri þess frá upphafi. Hann á jafnframt sæti í stjórn Arnarflugs og hin síðari ár hefur hann setið þar senr fulltrúi starfsfólks. Yfirmenn á farskipum ieggja fram kröfur: Launabil- ið verði aukið ■ Yfirmcnn á farskipum lögðu fram kröfur sínar á fundi með Vinnuveitenda- sambandi íslands í gær- morgun. Kröfugerð yfir- mannanna hljóðar upp á hliðstæðar kauphækkanir og fengust í samkomulagi ASÍ og VSÍ, auk þess sem farið er fram á, að launa- bilið á milli yfir- og undirmanna verði lagfært, en yfirmönnum finnst það vera orðið of lítið. Næsti fundur í deilunni hefur verið ákveðinn á þriðjudaginn kemur. Umsóknarfrestur um verkamannabústaði runninn út: Um fjórir um- sækjendur um hverja íbúð ■ Nokkuð á áttunda hundrað umsóknir bárust um íbúðir í verkamannabústöðum á þessu ári, en umsóknarfresti lauk s.l. föstudag hjá stjórn verkamannabústaða í Reykjavík, að sögn Ríkarðs Steinbergs- sonar, forstöðumanns stofnunarinnar. I þessum umsækjendahópi sagði hann meðtalda þá á að giska 60-70 umsækjend- ur sem áætla má að fái skipti á íbúðum innan kerfisins. Niðurfelling leyfisgjalds á bensíni ■ Matthías Á. Mathiesen, viðskipta- ráðherra, heimilaði í gær niðurfellingu 0,1% leyfisgjalds vegna innflutnings á bensíni, gasolíu og svartolíu. Fellur þar með niður einn kostnaðarliður við verð- lagningu á olíum og bensíni. Gjald þetta nam samtals 4,6 milljónum króna á umræddum vörum á s.l. ári. Til úthlutunar á árinu eru tæplega 70 nýjar íbúðir sem verið hafa í byggingu á Ártúnsholti og í kringum 100 íbúðir sem koma í endursölu á ári, eða alls um 170 íbúðir. Umsækjendur um þær eru um 640-650 manns, eða allt að 4 um hverja íbúð sem von er um að komi til úthlutunar í ár, umfram skiptiíbúðirnar fyrrnefndu. Að umsækjendur eru þó ekki enn fleiri skýrist sjálfsagt af því að barnlaust ungt fólk veit að það á afar litla eða nær enga möguleika á að fá úthlutað, að sögn Ríkarðs, og mun því ekki leggja á sig þá fyrirhöfn - útvegun ýmisskonar pappíra - sem umsókn fylgir. Fram kom hjá Ríkarði, að nýju íbúð- irnar í Ártúnsholti eru heldur stórar íbúðir. Mikill hluti nýrra umsókna er hins vegar venjulega um litlu íbúðirnar, þann- ig að ekki er ólíklegt að töluvert verði um það að nýju íbúðirnar fari í endurúthlut- un til fólks í minni íbúðunum sem hefur nú orðið stærri fjölskyldu á framfæri en þegar það fékk litlu íbúðirnar upphaf- lega. Með slíku móti er liægt að uppfylla óskir fleiri umsækjenda. Þeir sem æskja eftir íbúðaskiptum verða enn að uppfylla þau tekjutakmörk sem gilda við úthlutun verkamannabústaða. AUGLfölNG UM INNLAUSNARVERD VERÐTRVGGÐRA SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR 1NNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ** 10.000 GKR.SKÍRTEINI 1972 - 1.fl. 1973-2. fl. 1975- 1.fl. 1975- 2. fl. 1976 — 1. fl. 1976- 2. fl. 1977 — 1. fl. 1978 — 1. fl. 1979 — 1. fl. 25.01.1985- 25.01.1986 25.01. 1985 - 25.01. 1986 10.01.1985- 10.01. 1986 25.01.1985- 25.01.1986 10.03.1985- 10.03.1986 25.01. 1985- 25.01.1986 25.03.1985- 25.03.1986 25.03.1985- 25.03.1986 25.02. 1985- 25.02.1986 kr. 16.676,90 kr. 9.181,68 kr. 4.986,70 kr. 3.762,65 kr. 3.584,19 kr. 2.816,67 kr. 2.628,89 kr. 1.782,39 kr. 1.178,59 * Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframtframmi upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1985 SEÐLABANKI ISLANDS

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.