NT - 10.01.1985, Blaðsíða 10

NT - 10.01.1985, Blaðsíða 10
 Fimmtudagur 10. janúar 1985 10 j LlL It/linraírag Hjónaminning: GuðrúnJónsdóttirog Fædd 29. sept. 1902 Dáin 21. júlí 1984 Óskar Guðlaugsson Fæddur 5. ágúst, 1909 Dáinn 20. nóv. 1984 Er ét> stóð vió kistu Guðrún- ar systur minnar, opnaði ég Nýjatestamentið mitt og kom þá niður á !3. kapltulann í 1. Korintubréfinu, sem kallaður hefur verið Kærleikans kupí- tuli. Mér hefur alltaf fundist yfir- skriftin yfir lífi Guörúnar vcra kærleikur. Hún var fyllt af kærleika Jesú Krists og allt hennar líf bar þess vott. Hún var duglcg að taka á bænadæl- unni, til þcss aö dæla blessun yfir vini og vandamcnn. Já, yfir land okkar og þjóð. Hún bað um blessun yfir alla, scm hún komst í sncrtingu viö. Ég þakka Guði af öllu hjarta fyrir kærlcika hcnnar og allt hennar líf og starf, scm varð mér svo mikils viröi, og til ómctanlcgr- ar blessunar. En nú er hún komin lieim til síns himneska Frelsara, sem hún þcgar á æskuárum gaf hjarta sitt heilsteypt til fylgdar og þjónustu. Og hún fylgdi honum ætíö síöan. Hún vissi að það er cini gæfuvegurinn að fylgja Drottni Jesú, Honum, sent kcypti okkur með sínu heilaga blóði, og hefur rist okkur á lófa sína og innritað okkur í Lífsins bók hjá sér. Hann gaf Guðrúnu aö smakka á náð sinni í Hcilögum Anda. Drottinn gaf licnni mikil verð- mæti andlegog líkamleg. Hún vildi líka leggjii allt sitt í hans hcilögu sterku hendur. Hún starfaði mikið viö sunnudaga- skóla. Fyrst í K.F.LJ.M. og síðar í Hvítasunnusöfnuðin- um. Og í Mjóuhlíö 16 byrjáði luin á litlum sunnudagaskóla sem luin starfaði viö í nokkur ár. Einnig haföi hún þar al- ntennar samkomur á sunnu- dagskvöldunt í nokkur ár. 1‘ar til heiláa licnnar tók að bila svo að hún varð að leggja þær niður vegna vanheilsu. Guð gefi okkur öllum náð að vera ávaxtarík í verki Drottins. Guð gefi okkur ollum náð að vinna fyrir Jesú meðan dagurinner. Vökumogbiðjum að Drottinr. brynji okkur í krafti trúar og Heilags Anda. Guðrún var elst 8 systkina. Hún var gift Óskari Guðlaugs- syni frá Siglufirði. sent nú lifir konu sína. Nær mitt lífsstarfer endttð til míns föðurlnnds cg fer þii mér fyrst hin hjarta morgunstjarna skín. Jesú himneska náðarandlit auga mitt þá sér. Hann í elsku sinni hrosir Ijúft til min. Ég mun sjá hann. Ég mun sjá hann. Ó. hve sæll við hans hlið dvcl ég þar. Ég mun sjá hann. ég mun sjá liann. Ég mun sjá hann er þyrnikransinn har. Fanný Crosby Elsku Gunna systir mín. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Nú er hún friði skírð í örmum Jesú. Guði sé lof fyrir vonina um endurfundina heima á himnum. Anna G. Jónsdóttir Far þú í friði, friður Guðs þig hlessi, hafðu þökk fyrir ullt og ullt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarlmoss þú liljótu skalt. (V. Briem.) Trúaðir traustir vinir eru besta náðargjöfin á lífsleið- inni, þess hef ég notið í ríkum mæli frá fjölskyldunni scm eitt sinn bjó við fátækt á Gilsfjarð- arbrekku. Þar sannaðist að óhætt er að hlýða oröum frels- arans. „Leitiö fyrst Guösríkis og hans réttlætis, þá mun allt annað veitast yður að auki," og svo fór, því öll hafa systkin- in eignast veraldlcg gæði að auki. Aldrci hefi ég þekkt meiri gcstrisni en hjá Guörúnu sáluöu og hennar fólki, sem fólk naut um lengri og skcmmri tíma. Þar með var ég þegar maðurinn minn lá banaleguna. Pcgar clsta dóttir ntín fór fyrst suður í vist og til að ganga í kvöldskóla KFUM, þá var hún þar nokkurn tíma, þar til áö þau gátu útvcgað henni gott hcimili, þá skrifar hún mér: „Ég er hér cins og hjá góðunt foreldrum." Fyrstu árin í Reykjavík voru auðvitað crfið, oft lítið húsrúm en hjartarúmið þcim mun stærra. Þess naut ég cinu sinni á Óöinsgötunni þcgar ég kom suður, og svo aftur með þeim á Hraungerðismóti í tjaldinu hjá sex cða sjö manns, það cru óglcymanlegar sælustundir í endurminningum mínum. En nú vík égað fyrstu kynn- um okkar. Á sólbjörtum sumardegi kom Jón Thcódórs- son mcð tvær elstu dætur sínar frá Broddanesi, ég lield þau liafi veriö í skcmmtifcrö. Ég varð hrifin .af þessu fólki, hér var gáfað lifandi, trúað fólk. Hér var kominn ferðamaður. Af viðtali við þau undraðist ég hvað stúlkurnar voru kunnug- ar Biblíunni. Um pabba þeirra hafði ég heyrt. Þessu fólki vildi ég kynnast. Á síðasta vctrardag kom ég heim úr liósmóðurstörfum framan frá Gili. Égfékk lánaða stúlku frá Krossárbökkunt scm fór auövitað heim daginn eftir. Húslestrar hcldust þá, en frá því kæra efni var hugur minn eins og kallaður og eins og við mig væri sagt: Notaðu nú ferð- ina til þess að láta fréttast að Gilsfjarðarbrekku að nú sé hrognkclsaveiöi hér, ef ferð kynni að falla. Oft hafði það komið sér vel. Eftir illa lesinn „Lesturinn", meðan fólkið drakk hádegiskaffiö skrifað ég örfá orð til Guörúnar á Gils- fjarðarbrckku: Nú getur pabbi þinn fengið hrognkelsi og komdu mcð honum. Glcöitil- hlökkun fyllti ntig. Ég held að ekki meira en tveir dagar liafi liðið þar til feðginin komu bæði. Hann settist inn til tengdamóður minnar, ég held að hún hafi því þekkt hann frá barnæsku. Hún kom til mín strax og sagði: „Nú held ég að sé oröið þröngt í búi hjá hon- um Jóni mínum því liann sagði að sjaldan hefði það orðið svo, en þá kom þessi blessuð Guðs sending, bréfið frá henni Stein- unni." Þetta er alveg orðrétt. Sannarlega þakkaði ég Guði og þó ekki gæfi á sjó daginn eftir þá fór hesturinn ekki tómuraftur. En þakklætiðsem við nutum alla tíð frá fjölskyld- unni var mér meiri vcrðmæti en smámunirnir héðan. Guð- rún blessuð bauó okkur að hjálpa til að hreinsa túnið þeg- ar að því kæmi. Vorið var kalt og enginn byrjaður að hreinsa fyrir hvítasunnu, þegar þeir atburöir gerðust að fullorðin kona frá næsta bæ datt af hestbaki hér út með sjónum, hún var aö koma frá fermingu að Kollafjarðarnesi, komst ekki til meðvitundar og dó hér cftir fjóra sólarhringa. Dóttir hennar og ég skiptumst á að vaka yfir henni. Auðvitað kont Karl læknirsamdægursog slys- ið varö. Ég gekk þá með mitt fjórða barn, sem fæddist 14. ágúst. Ég haföi fcngið graftar- kýli sem læknirinn lcit á og sagði að ég yröi að koma til sín eftir nokkra daga. Daginn scm maðurinn rninn var að flytja lík konunnar héðan sagði hann við mig: Nú kemur mótorbátur að Broddanesi og þú verður að komast mcð honum til Ilólrna- víkur. Mundi verður að reiða þig að Broddanesi. Þá var Itann unglingspiltur hjá okkur, náfrændi minn, og fóstursonur mömmu. Nýlega er hann fyrir aldur fram dáinn af slysförum. Guð blessi minningu hans. Nú var ekki gott í cfni með afkom- una heima. Vorið var kalt og enginn farinn að hreinsa tún. En þá kom blcssuð guðssend- ingin til mín alvegástundinni. Feöginin frá Gilsfjarðar- brekku, þcssi yndislcga stúlka sent tók að sér heimilið eins og best mátti verða með þessum blcssuöum liðléttingum sem fyrir voru. Líka hreinsaði hún allt túnið nteð þcssu liði. Ótrú- legt afrek á ekki lengri tíma, mig ntinnir að það væri vika. Ég var kominn að mínum verkum, árin liöu og vinirnir á Gilsfjarðarbrekku fluttust suður. en vináttuband hé'st með indælu andríku bréfunum systranna. Stærsta vinamerkið var þcgar Guörún, Margrét og Anna (sú eina af þeim þremur sem nú lifir) komu í hcimsókn til mín með Ólaf kristniboða, sem ég var búin að sjá á kristilcga mótinu í Hraun- gerði. Frá öðru móti þaðan hafði Guörún sáluga skrifað mér um stórmerkan atburð og sent mér myndir. Bréf og myndir geymast. Ógleyman- legar sælustundir voru að fá þcssa góðu gesti. Frá barnæsku elskaði ég kristniboð og þráði að styrkja það, og með lcstri í kristniboösblaöinu Bjarma fylgdist ég með öllu þar að lútandi. Það var ekki ónýtt að eignast vináttu þeirra hjóna Ólafs og Herborgar. Oft minntist hann á það síðar aö frá þessari ferð ætti hann góðar endurminningar. Dýrmætar eru mér minningar þessara þriggja daga, og litli hvammur- inn hér í túnaklettunum, þar var ofurlítil andagtstund. Sungið, beðið við fætur Jesú og lesið úr Jóhannesarguð- spjalli 15. kap. Ólafur kenndi unglingunum vers á kínversku. Fyrir nokkr- um árum mundi Hermann Sig- tryggsson á Akureyri það. í þessari ferð talaði Ólafur í Óspakseyrarkirkju viö ntessu. Guði séu þakkir fyrir alla dygga þjóna, þá sem fara út í kristilegt starf og þá fórnfúsu heima sent vilja hlýða síðasta boðorði Frelsarans: „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisvein- um." Ekkert höfum við með okk- ur héðan. Ég geynti vinar- kveðju með versi sent blessuð Magga mín færði mér á Land- spítalann daginn áður en ég var skorin upp með góðum árangri í júlí 1953. Guörún átti eftir að standa við hlið mér með alla þá alúð og aðstoð sem hún átti til, við burtför fyrr- greindra ástvina rninna. Drott- inn launi henni allt í eilífðinni fyrir mig. Bréf systranna beggja eru mér dýrmæt. Þegar Magga lá banaleguna í ágúst 1966, skrifaði hún méroft. Þar er yndislegt trúarvers, og hún segir: Er þctta ekki trú og fullvissa? 0 jú. Ég fæ ekki fullþakkað Guöi þann kær- leika sent ég naut frá þessum systrum. Gcstrisni Guðrúnar var einstök. Þó ég að nútíma hætti kæmi stundum svo seint í hcimsókn að hún kæmi á náttkjólnum til dyra, var bros á vör og orðið sern mér er kærara en veislur. Velkomin. Nú hafa þær fengið að heyra: „Gakk inn til fagnaðar herra þíns." Þetta hefi ég skrifað vegna löngunar ntinnar til að votta á ævikvöldinu hvaö mikil náð er að eiga Jesú að einkavin í hverri þraut, og hvað vinátta þessara systra var mér mikils virði á löngu lífsleiðinni. Lofið Drottin allar þjóðir, vegsami hann allir lýðir. Blessuð sé minning þessara systra. Steinunn Guömundsdóttir. Óskar Guðlaugsson Drottinn er minn liirðir. mig mun ekkert hresta. Á grænum grundum lætur Hann mig hvílast. leiðir mig að vötnum, þar scm ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafn vel þótt ég fari um dimman dal. óttast ég ekkert illt. því að þú ert hjá mér. Sproti þinn og stafur. Iiugga mig. Þú hýrð mér horð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt ineð olíu, hikar minn er harmafullur. Já gæfa og náð fylgja mér alla mína ævidaga. og í húsi Drottins hý ég langa ævi. (Ðavíðss. 23) Þessi sálmur var vitnisburð- ur Óskars. Hann elskaði þenn- an sálm, hann vissi og fann, að það er algjört öryggi að vera í hjörð Hirðisins góða. Hann mætti Jesú sem frelsara sínum og eignaðist frið fyrir Jesú blóð og hann var fús að segja öðrum frá hve gott er aö eiga Jesú að vini. Þau hjónin, Guðrún Jóns- dóttir og Óskar Guðlaugsson höfðu um tíma santkomur í Mjóuhlíð 16 og vitnuðu um náð Drottins Jesú. Það voru oft blessunarríkar stundir sem ekki gleymast. Margar yndis- legar stundir, áttum við á hcimili þeirra. Þar ríkti gest- risni og hjálpscmi og gott var að mæta brosandi andlitum sem af innileik og kærleika buðu mann velkominn, og oft sagði Óskar: „Ég bið alltaf fyrir þér." Það er ómetanlegt að eiga systkin scm alltaf bera mann á bænavörunum ti! Jesú, og styrkja mann með Guðs orði. Þau elskuðu Guös orð, lásu það og hvöttu alla til hins sama. Þitt orð er Guð vort erfðafé, þann arf vér hestan fengum. Oss lýðnum veit til lofsþað sé. að Ijós við þess. vér gengum. Það hreystir hug í neyð. Það huggar sál í deyð. Lát hörn vor eftir oss það erfa blessað hnoss. Ó gefþað glatist engum. Það var stuttur tími milli þeirra hjónanna. því hinn 21. júlí síðastliðinn andaðist Guðrún eftir mikil veikindi. Þau gengu með Guði, og nú eru þau heima hjá Jesú og bíða upprisudagsins. Jesús sagði:Ég er upprisan og lífið; Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sá, sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja. Jóh. 11.25-26 Blessuö sé minning þcirra. Tengdasystur. Lausnarinn góði ég legg þér í hönd líf mitt og sál og titrandi önd. Aleinn þú þekkir andvörpin mín. öruggt ég treystiá fyrirheit þín. Þú hefir verið Ijós mitt og líf, lifandi frelsari, styrkurog hlíf. í þér ég hvíli í öruggri trú. Allt sem ég þarfnast minn Jesú. ert þú Þú hcfur horið hrot mín og synd. hlóð þitt er hjarta míns svölunarlind. Unaður sá er Orðið þitt gaf er nú sú lindin er teyga ég af. Orðin þín hljóma: Ég er þín sól, Ég veiti í gleði og þrautunum skjól. Öllum til hjálpar armur minn nær. ekkert úr hendi mér slitið þig fær. Sálm. 84.12, Sálm. 91.9.-32.7, Jesaja 59.1, Jóh. 10.27.-28. M. Th. Jónsd. BLAÐBERA VANTAR HJARÐARHAGI ÆGISÍÐA KVISTHAGI FORNHAGI HOFSVALLAGATA FELLSMÚLI GRENSÁSVEGUR EINNIG VANTAR BLAÐBERA Á BIÐLISTA í ÖLL HVERFI

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.