NT - 10.01.1985, Blaðsíða 19

NT - 10.01.1985, Blaðsíða 19
ÚtBönd Grikkland: Mesta skipasvindl í sögu siglinganna Piraeus-Reuter ■ Grískur dómstóll tók fyrir í gær mál 25 manna sem hafa verið ásakaðir fyrir mesta skipa- svindl í sögu siglinganna. Mennirnir eru ásakaðir urn að hafa sökkt risaolíuflutningaskipi eftir að hafa selt farm þess til Suður-Afríku. Átján hinna ákærðu eru Efnahags- bandalagið aðhlátursefni Brussel-Rculer ■ Pennock lávarður, formaður iðnaðarsam- bands EBE, segir að Efna- hagsbandalagið sé næstum því orðið „aðhlátursefni heimsins vegna þess hvernig hægt er að kaupa okkur tii andstöðu hverja við aðra“ eins og hann orðaði það. Hann hvatti til meiri einingar f EBE og afnáms allra viðskiptatakmarkana innan bandalagsins til þess að það geti orðið sameig- inlegur markaður í raun. Pennock sagði að EBE- ríkjunum hefði mistekist að koma fram sem einn sameinaður aðili í við- skiptum við Japani, Bandaríkjamenn og Com- ekon, sem er efnahags- bandalag sósíalískra ríkja. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem Pennock hélt fyrr í þessari viku áður en hann fór á fund Jacques Delors, hins nýja forseta stjórnar EBE. Pennock gagnrýndi einnig seinagang stjórnar EBE við að staðfesta hvort ný samvinnufyrirtæki, sem aðilar í hinum ýmsu Iönd- um bandalagsins stæðu að, væru í samræmi við settar reglur. Hann átaldi einnig nokkra kaupsýsiumenn í Evrópu fyrir óheilindi. Þeir segðust trúa á frjálsan markað og frjálsa verslun á fundum en þegar til kastanna kæmi ynnu þeir að því að vernda eigin athafnasvið með tak- mörkunum. Grikkir en sjö eru af ýmsum þjóðernum. Þeim er gefið að sök að hafa siglt olíuskipinu Salem, sent er 92.228 tonn að þyngd, til Durban í Suður-Afr- íku án vitundar Shell-olíufélags- ins sem átti 180.000 tonn af olíu sem skipið flutti. Eftir að hafa selt Suður-Afr- íkumönnum olíuna sigldi áhöfn- in skipinu út á rúmsjó þar sem það sökk út af ströndum Sene- gals 17. janúar 1980. í ákæru- skjalinu, þar sem meint brot mannanna eru talin upp, segir að þeir hafi komið fyrir sprengi- efni í skipinu og sökkt því. Stjórnvöld í Suður-Afríku eru sögð hafa greitt 44 milljónir dollara fyrir olíuna í gegnum svissneskan banka og að auki var skipið tryggt fyrir 24 milljón- ir dollara og olían fyrir 56 milljónir dollara. Eigandi skipsins, Fredrick Soudan, sem er Bandaríkja- maður fæddur í Líbanon, er meðal þeirra sem hafa verið ákærðir um aðild að þessu skipasvindli. ■ Stúdentar í Equador hafa efnt til mikilla mótmæla í Equador til stuðnings allsherjarverkfallinu þar. Einn stúdent lést og 300 manns voru handtckin daginn áður en verkfallið hófst. Allsherjarverkfall í Equador - stúdent lést - 300 handteknir ■ Einn stúdent lést og þrjú- hundruð manns voru handtekin í átökum við lögreglu á mánu- dag. Tveggja daga allsherjar- verkfall hófst í gær í Equador. Handtökurnar áttu sér stað er lögregla í brynvörðum bílum réðst til atlögu við stúdenta sem höfðu reist götuvígi í borgum Equador. Stúdentar liafa staðið fyrir öflugum mótmælum síðan á mánudag til stuðnings allsherj- arverkfallinu. Verkalýðshreyf- ingin í Equador hefur boðað verkfallið til að mótmæla sér- stökum aðhaldsaðgerðum ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert slíkar aðhaldsaðgerð- ir að skilyrði fyrir frekari lánum til landa rómönsku Ameríku. Aðhaldsaðgerðirnar koma harðast niður á launafólki og fátæklingum og hafa skapað mikinn óróa í löndum álfunnar. Fimmtudagur 10. janúar 1985 19 ■ Kim Dae-Jung (t.v.) og Kim Young-Sam. Þeir eru báðir miklir andstæðingar stjórnar Chun Doo Hwans í Suður-Kóreu og stjórnvöld telja þá svo hættulega að þau hafa bannað þeim að skipta sér af stjórnmálum. Sudur-Kórea: 150 lögreglumenn passa einn stjórnarandstæðing regluþjónar hring um heimili hans og stöðvuöu alla umferð svo að hann varð að sitja heima. Þetta er annar dagurinn í röð sem Kim er meinað að fara að heiman. í fyrradag stöðvuðu 150 lögregluþjónar líka alla um- ferð í kringum heimili hans í þrjár klukkustundir til að koma í veg fyrir að hann gæti sótt kosningafund í Seoul. Nú er verið að undirbúa al- mennar þingkosningar í Suður- Kóreu sem eiga að fara fram í næsta mánuði. En stjórn Chun Doo Hwans hefur takmarkað mjög starfsemi stjórnarand- stæðinga þótt sumum stjórnar- andstöðuflokkum hafi verið gef- ið leyfi til að bjóða fram. Mörgum Jeiðtogum stjórnar- andstæðinga hefur samt verið bannað að skipta sér af stjórn- málum. Þannig hefur Kim Yo- ung-Sam verið bannað að taka þátt í stjórnmálastarfsemi fram til ársins 1988 og var lögreglu- verðinum við heimili hans í gær og í fyrradag ætlað að hindra að hann bryti það bann. Kim Dae-Jung, sem nú dvelst í útlegð í Bandaríkjunum, hefur einnig verið bannað að taka þátt í kóreskum stjórnmálum. Hann segist ætla að snúa aftur heim til Seoul á næstu vikum þótt hann eigi á hættu að vera settur í fangelsi þar sem hann var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir nokkrum árum. Kim Dae-Jung tókst að losna úr fangelsinu árið 1982 vegna slæmrar heilsu þótt hann hefði þá aðeins afplánað tvö og hálft ár. Kim Dae-Jung og Kim Yo- ung-Sam hafa gert með sér bandalag gegn stjórn Chun Doo Hwans. Þeir krefjast afsagnar hans, breytinga á kosningalög- um og ritfrelsis. Seoul-Reuler ■ Suðurkóreski stjórnarand- stæðingurinn Kim Young-Sam er því sem næst í stofufangelsi á heimili sínu í Seoul. Þegar hann ætlaði að bregða sér á stjórn- málafund í gær slógu 150 lög- Skæru- liðar hand- teknir Colombo-Reuler ■ Sexskæruliðarfélluog 20 voru handteknir í árás öryggissveita á leynibæki- stöð tamilskra skæruliða í Norður-Jaffna fylki á Sri Lanka í gær. Að sögn yfirvalda fund- ust vélbyssur, rifflar og handsprengjur í bækistöð skæruliðanna. Fjölmiðlum á Sri Lanka hefur verið bannað að skýra frá aðgerðum gegn skæruliðum nema um væri að ræða opinberar tilkynn- ingar stjórnvalda þar að lútandi. Þetta gildir þó ekki um erlenda frétta- menn. Embættismaður í upplýsingaráðuneytinu segir að þetta sé gert til að koma í veg fyrir að slíkar fréttir verði til að aðstoða skæruliða í baráttunni gegn öryggissveitum stjórnarinnar. VERTU AHYGGJIIAUS Sparibók með sérvöxtum aðlagast verðtryggingu. Sama gildir um 18 mánaða sparireikninga. BIJNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.