NT - 10.01.1985, Blaðsíða 22

NT - 10.01.1985, Blaðsíða 22
Enskir punktar: ■ Úr hlaupinu fræga á ÓL. Budd er fremst og Decker sú rauðklædda við hlið hennar. Ljósa hárið fyrir aftan Budd er í eigu Puica, sigurvegarans. _____________________________Fimmtudagur 10. janúar 1985 22 íþróttir Umsjón: SamúelÖrnErlingsson (Ábm.), ÞórmundurBergsson, Gylfi Þorkelsson. ■ Eder: Á í vandræðum. Frjálsar íþróttir: Decker og Puica - í sama hlaupinu á móti í Bandaríkjunum 9. febrúar Ólympíumeistarinn í 3000 in hlaupi kvenna, Maricica Pu- ica frá Rúmeníu mun taka þátt í bandarísku boðsmóti sem fram fer í East Kutherford, New Jersey þann 9 febrúar. Ekki þar fyrir að það sé svo merkilcgt en það sem merkilegt er við þetta mót er að Mary Decker, hlaupastjarnan handa- ríska, mun taka þátt í þessu móti líka. I*ær kempur munu því mæt- ast á hlaupabrautinni í ISOOm hlaupinu á mótinu og er það í fyrsta sinn síðan á ÓL sem þessar stúlkur keppa við hvor aðra. Eins og menn rámar í þá var það 3000m hlaupið á OL sem olli hvað mestu umtali. Þar rákust saman Decker og Zola Budd með þeim afleiðing- um að Decker féll úr keppni og Puica náði að sigra í hlaupinu. Þá verður einnig ineð, í hlaupinu í East Rutherford, Nadyezhda Raldugina frá So- vét en hún átti besta tímann í 1500m hlaupi utanhúss á síð- asta ári. Eru nú margir farnir að spá því að heimsmet falli þann 9 febrúar. ungi hjá Portsmouth, er kom- inn undir smásjárnar hjá stóru liðunum. Alan Ball vill gera allt til að halda í strákinn - en hver má við pcningavaldinu? Chile-búar í vandræðum ■ Knattspyrnuyfirvöld í Chíle leita nú dauða- leit að nýjum þjálfara fyrir knattspyrnulandslið sitt. Nú eru aðeins tæpir tveir mán- uðir þar til Chile-búar spila sinn fyrsta leik í undan- keppninni fyrir heimsmeist- arakeppninna í Mexíkó 1986. Vicente Cantatore, Arg- entínumaður sem var þjálf- ari landsliðsins, sagðist ekki geta haldið áfram með liðið með þeim skilmálum sem knattspyrnusambandið setti honum. Cantatore hefurnáð góðum árangri með félags- liðið Cobreloa og var boðinn áframhaldandi samningur með landsliðið. Sá samning- ur var til stutts tíma og ekki ýkja háar greiðslur í boði, Hann hafnaði þessum samn- ing og eru Chilemenn nú þjálfaralausir. Mikill upplausn hefur átt sér stað í knattspyrnumálum í Chíle eftir að fyrrum forseti knattspyrnusambandsins var rekinn frá. Hann var fundinn sekur um að hafa stundað fjárdrátt. Nýr formaður, Mig- uel Nasur, hefur ásamt ríkis- stjórn landsins reynt að finna einhverja lausn á vandamál- um sem knattspyrnuíþrótt- in á við að etja í Chíle. Chile-búar eru í riðli með Ecuador og Uruguay í und- ankeppni heimsmeistara- keppninnar. um Neil Webb hjá Portsmouth - Ball hækkar verðið ... Varnarmaðurinn Paul Ramsey hjá Leicester setti um daginn nýtt met sem landsliðs- maður fyrir N-íra. Hann hefur spilað fjóra landsleiki og verið sigurvegari í þeim öllum. Þó ótrúlegt sé þá hefur engum öðrum landsliðsmanni hjá N- írum tekist að sigra í sínum fyrstu fjórum landsleikjum... . ..Mick Channon hjá Norwich skoraði um daginn heldur óvenjulegt „hat-trick“ þegar veðhlaupahestur sem hann á sigraði í þremur hlaupum í röð. Hesturinn, Jamesmead, á nú möguleika á að keppa á Chelt- enham-veðreiðunum - einkon- ar Wembleykeppni veðreið- anna... . . .Svo mikið varð Tony Parks, varamarkverði Tottenham um er Gary Stcvens skoraði mark í UEFA-keppninni í móti Bo- hemians frá Prag að hann stökk á fætur til að fagna. Hann hefði betur setið kyrr því hann rak bakið uppí þakið á vara- mannabekkum og var frá keppni næstu tvær vikurnar... ...Alan Ball, framkvæmda- stjóri Portsmouth, er staðráð- inn í að halda í einn sinn besta leikmann, Neil Webb, sem spil- að hefur með landsliðinu undir 21 árs. Stóru liðin Tottenham, Man Utd. og Arsenal ásamt Liverpool, eru farin að renna hýru auga til Webb. Njósnarar frá þessum félögum hafa verið á Fratton Park að undanförnu til að skoða piltinn. Ball hefur því ákveðið að hækka á honum verðið og eru nú sett á Webb, 500 þúsund pund.. ...Ef svo vildi til að Robert Walters yrði einhvern tíma at- vinnumaður í knattspyrnu þá yrði nokkuð erfitt að ná af honum knettinum. Robert þessi sem er frændi Mark Walt- ers hjá Aston Villa setti nýlega nýtt heimset í að halda fót- knetti á lofti. Hann hélt boltan- um frá jörðu í 13 klukkustundir og 2 mínútur í alls 70 þúsund skipti - hreint ótrúlegt... ...Fyrrum þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu, Ally MacLeod er maður spaugsam- ur. Hann er nú við stjórnvölinn j hjá Airdrie og er liann mætti í viðtal við stjórnarformann liðsins, lan Ferguson, þá grín- aðist hann svolítið. Ferguson sem er 72 ára sagði við Ally, „Ég vil að þú gerir eitthvað fyrir Airdrie áður en ég dey“. Ally svaraði að bragði: „Þú gef- ur mér ekki mikinn tíma. . Enska bikarkeppnin: Rannsókn ■ Enska knattspyrnus- ambandið hefur ákveðið að láta fara fram rann- sókn á atviki sem átti sér stað í leik Burton Albion og Leicester á Baseball Ground í Derby í þriðju umferð ensku bikar- keppninnar. Atvikið var með þeim hætti að þegar staðan í leiknum var 1-1 þá var kastað spítu í höfuðið á markverði Burton. Burton tapaði svo leiknum 1-6. Rannsóknin mun fara fram á föstudaginn og ef ástæða þykir mun leikur- in verða spilaður aftur. Kaunas vann ■ Sovéska körfuknatt- leiksliðið Zhalgiris Kaun- as sigraði spænska liðið Cai Zaragoza í undanúrs- litum Evrópukeppni bikarhafa í körfuknatt- leik í fyrrakvöld. Leikn- um lauk 95-90 en staðan í hléi var 48-46 fyrir Spán- verjana. Frjálsar íþróttir: Quinon ekki með - á heimsmeistaramótinu inni ■ Franski ÓlympíiK- meistarinn í stangarstökki Perre Ouinon mun ekki geta keppt á heimsmeist- aramótinu innanhúss sem fram fer í París síðar í þessum mánuði vegna meiðsla í hné. Keppni Quinon við Serg- ei Bubka frá Sovétríkjun- um átti að vera einn af hápunktum leikana en nú er Ijóst að ekkert verður af þeirri keppni. Bubka keppti ekki á ÓL vegna fjarveru Sovétmanna og voru menn því farnir að bíða þessa móts með til- hlökkun, Eins og NT skýrði frá í gær þá verða fleiri stjörnur fjarverandi á þessu móti, m.a. Carl Lewis, Mary Decker og fl. STORLIÐIN NJOSNA | ÍHSÚTTiR Knattspyrnupunktar: Blindir markverðir - ný aðferð í Brasilíu ■ Zenith sigraði í sovésku deildarkeppninni í knatt- spyrnu. Liðið sigraði Kharkov í úrslitaleik 4-1.. .FAS frá Santa Ana sigraði í deildinni í El Salvador, í úrslitaleik vann lið- ið sigur á Aguila 2-0...Þá sigr- aði Guarani í Paraguay í fyrsta sinn síðan 1969-liðið sigraði Olimpia í úrslitaleik 4-2... ■ Allt er farið að snúast við í þessum heim. Eftir að hafa fylgst með leikmönnum frá Bretlandi og Evrópu fara í stríðum straumum til Banda- ríkjanna til að spila knatt- spyrnu þá hefur straumurinn byrjað að stefna í hina áttina. Karlsruher í v-þýsku búndes- lígunni varð fyrsta liðið til að skrifa undir samning við leik- mann frá Bandaríkjunum. Sá heitir Peter Scouras og kom frá San Diego... ■ Basilískir knattspymuþjálf- arar hafanútekiðuppáþvívið þjálfun á markvörðumað láta binda fyrir augun á þeim til að gera þá viðbragðsfljótari. „Þetta virkar" segir Paulo Vitor þjálfari Fluminense sem fyrstur reyndi þessa aðferð... ■ Brassin Eder sem gerði það gott í síðustu heimsmeistara- keppni með brasilíska landslið- inu á nú yfir höfði sér fangelsis- vist fyrir að hóta útvarpsfrétta- manni öllu illu í símtali eftir að fréttamaðurinn hafði talað um persónuleg málefni Eders. Þetta er þó ekkert því knatt- spyrnukappinn Hasan Gomali frá Sómalíu situr nú í lífstíðar- fangelsi fyrir kókaín-smygl...

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.