NT - 20.01.1985, Síða 3
Við notuöum að sjálfsögðu
tækifærið og óskuðum Kristjáni til
hamingju rneð þessa viðurkenningu
og fengum hann til að scgja okkur
örlítið frá þcssum bókum.
„Ég hef sérstaklega gaman að vinna
fyrir börn. þau eru bæði þakklát en
jafnframt kröfuharðir lesendur og
gagnrýnendur. Bækurnarvoru unnar
í náinni samvinnu við þau Stefán
Aðalsteinsson og Sigrúnu
Einarsdóttur sem bæði eru
sérfræðingar á sínu sviði. Paö hefur
verið tilfinnanlegur skortur á
vönduðum bókum fyrir börn hér á
landi og það að þessar bækur hafa
orðið fyrir valinu á þessar sýningar er
fyrst og fremst viðurkenningá því að
við höfum verið að stefna í rétta átt.
Útgáfa barnabóka er þó langt frá því
að vera auðveld og það er varla hægt
að segja að slíkt borgi sig
fjárhagslega. Við teljum aðþað þurfi
að breyta viðhorfi foreldra til
barnabóka því að til þeirra þarf
sérstaklega að vanda. Á
undanförnum árum hefur mikið verið
flutt inn af fjölþjóðlegum bókum fyrir
börn sem eru einfaldlega langt frá því
að vera nógu góðar. Þessu þurfum við
að breyta."
Kristján Ingi hefur fengist við
Ijósmyndun í rúmlegatíuárogtekið
myndir bæði fyrir blöð og tímarit auk
þess scm hann er höfundur þriggja
ljósmyndabóka.
Þær myndir sem hér gefur að líta
eru örlítið sýnishorn úr bókunum
tveimur sem valdar hafa verið til að
fara á flakk og verða að teljast ágætir
fulltrúar bókaeyjunnar.
JÁÞ
Sunnudagur 20.janúar 1985 3
|[i:i.<;\kbi\i>
Umsjónarmenn Helgar-
blaðs:
Atli Magnússon,
Birgir Guðmundsson
og
Jón Arsæll Þórðarson
Atli Magnússon, einn af um-
sjónarmönnum Helgar-
blaðsins, var nýlega á ferð
um Sovétríkin. A blaðsíðum
8 og 9 fáum við að fylgjast
með Atla að baki járntjalds-
ins.
Það hefur verið sagt að
geösjúkdómar væru erfið-
ustu kvillar sem hrjá mann-
skepnuna. Blm. Helgar-
blaðs ræðir við fjórar konur
sem allar starfa að geð-
hjúkrun.
Sérsveit lögreglunnar sem
stundum ernefnd „Víkinga-
sveitin" er harðsnúnasti
kjarni lögreglunnar. Þjálfun
sveitarinnar er feiknalega
ströng ekki síst vegna hins
sálræna álags. Við ræðum
meðal annars við Arnór
Sigurjónsson sem borið
hefur hitann og þungann af
skipulagningu sérsveitar-
innar.
Tarsan, Páll geðlæknir,
Lagakrókur og krossgátan
er allt á sínum stað auk
þess sem við kíkjum inn í
Kramhúsið og kynnumst
því nýjasta og heitasta úr
heimi danslistarinnar.
Forsíðumynd: Sérsveit
lögreglunnar í axjón
bllnir rslO'l;
4 Ur w IS ,
Hugmyn
samkeppni
fönaðarbankans
IMttmertd
mtttákn
Mikil gróska er nú í starfsemi Iðnaðarbankans.
Bankinn hefur vaxið ört undanfarin ár, enda lagt
kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt
betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfir víðtæk
endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, að
búa hann enn betur undir það markmið,.að vera
nútíma banki, sem veitir góða þjónustu. Liður í þess-
ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem
bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum:
a) Um nýtt merki, skrift og einkennislit, eða liti fyrir
bankann.
b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og
kynningargögnum bankans.
Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags
íslenskra auglýsingateiknara og er öllum opin.
Veitt verða ein verðlaun fyrir bestu tillögurnar.
a) Fyrir merki, skrift og einkennislit kr. 120.000.00
b) Fyrirtákn kr. 40.000.00
Tillögur um merki skulu vera 10-15 cm í þvermál, í
svörtum lit, á pappírsstærð DIN A-4. Einkenna skal
tillögurnar með kjörorði, en nafn höfundar og
heimilisfang fylgi með í Iokuðu ógagnsæju umslagi.
Þátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina
tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni
fylgja sér umslag með nafni höfundar.
Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli
B. Björnsson, teiknari FÍT., Rafn Hafnfjörð, prent-
smiðjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FÍT. og
Valur Valsson, bankastjóri.
Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður
keppenda er Jónína Michaelsdóttir, Iðnaðarbankan-
um við Lækjargötu. Pátttakendur geta snúið sér til
hennar og fengið frekari upplýsingar um samkeppn-
ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580.
Skilafrestur tillagna var til 15. janúar 1985 en hefur
nú verið framlengdur til 15. febrúar 1985. Skal skila
tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu Iðnaðar-
bankans merktum:
Iðnaðarbankinn
Hugmy ndasam ke ppn i
b/t Jónínu Michaelsdóttur
Lækjargötu 12
101 Reykjavík.
Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánað-
ar frá skiladegi.
Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur-
sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun
höfundar. Iðnaðarbankinn áskilur sér einkarétt á
notkun þeirra tillagna sem dómnefnd velur. Jafn-
framt áskilur bankinn sér rétt til að kaupa hvaða
tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT.
Iðnaðarbankinn