NT - 20.01.1985, Blaðsíða 16
■ Síðastliðinn laugardag
hirtist hér í blaðinu grcin eftir
undirritaðan um íþróttaafrek
og íþróttafréttamenn með hug-
leiðingum um kjör íþrótta-
manns ársins 1984. í þessari
grein, sent her birtist er fjallað
um framkvæmd kjörsins og þá
afstöðu, sent fjölmiðlar virðast
liafa til íþrótta.
Fljótt á litið er svo að sjá að
flestir fjölmiðlar telji íþróttir
málaflokk, sern standi skör
lægra en almennar fréttir. Al-
mennt viróast fjölmiðlar líta
svo á að íþróttir séu einkamál
íþróttafréttamannsins og litlu
máli skipti hvort efnistök h;ms
séu í samræmi við aðra um-
fjöllun fjölmiðilsins.
Leynd er slæm
Kjör íþróttamanns ársins á
íslandi fer fram í leynilegri
atkvæðagreiðslu. Iþrótta-
frcttaritararnir raöa þeim
íþróttamönnum, scnt þeir
greiða atkvæði í röö. Sá, sem
efstur cr á blaði fær 10 stig. Sá,
sent kemur í öðru sæti fær 9
stig og svo framvegis. Einungis
tíu atkvæði frá hverjum
frdttamanni. Sá íþróttamaður,
sem fær flest atkvæði saman-
lagt, er síöan kjörinn íþrótta-
maður ársins.
Hin leynilega kosning skap-
ar visst faglegt ábyrgðarleysi
hjá þeim. sem kýs. Hún ýtir
undir að fréttamaðurinn fari
frekar eftir tilfinningu en rök-
studdri cinkunnagjöf. Einnig
er þessi lcynd slænt gagnvart
almenningi, sem á þess ekki
kost að hcyra þær röksemdir.
sem liggja að baki kjöri á
ákvcðnum manni.
Þá er alkunna að í leynileg-
um atkvæðagreiðslum geta
menn beitt ýmsum leiðinda-
brögðum. Þannig er unnt að
veita ntanni stuöning á tvo
vegu. í fyrsta lagi með því að
færa liann ofar á lista og í ööru
lagi með því aö færa hclsta
keppinaut hans eins neðarlega
og kostur er. Þessi brögð eru
meðal annars kunn úr prófkjör-
um stjórnmálaflokka.
Hinn almenni borgári veit
að þessir möguleikar eru fyrir
hendi í leynilegum kosningum.
Ef kjörið gefur óvæntar niður-
stöður virkar leyndin því á
þann veg að gcra sjálfa kosn-
inguna tortryggilega og þá að-
ila einnig, sem greiða atkvæði
í þessu lokaða kjöri.
Með þessum orðum er að
sjálfsögðu alls ckki verið að
gefa til kynna að brögðum sé
beitt við kjör íþróttamanns
/
Sunnudagur 20.janúar 1985 16
Ásgeir og Bjarni, hvor þeirra er betur að heiðrinunt kominn?
Þá kemur það almennum
borgara í landinu, sent fylgst
hefur með fréttamati ríkis-
fjölntiðlanna á nýliðnu ári, á
óvart þegar því er haldið fram
að talið sé að hvorugur þeirra
hafi sett Ólympíuverðlauna-
hafann í efsta sæti í kjöri
íþróttamanns ársins 1984.
Honunt veröur ósjálfrátt
hugsað til fréttaflutnings út-
varps og sjónvarps frá þeint
atburöi þegar Bjarni Friöriks-
son vann Olympíusilfrið.
Hann minnist þess að mennta-
málaráðherra landsins tók á
FUSK EÐA FAGMENNSKA?
ársins á Islandi. Einungis er
bent á þá hættu, sem þessu
lokaöa fornti fylgir.
Opið kjör -
meiri kröfur
Meö opnu kjöri íþrótta-
manns ársins væri allri tor-
tryggni eytt. Þegar um opið
kjör er að ræða leggur hver
fjölmiöill fyrir sig fram kjör á
þeim tíu íþróttamönnum. sem
hann telur besta. Jafnframt
væri listi fjölmiðilsins hans op-
inbcra kjör.
Ekki er sjáanlegt að þetta
fyrirkomulag ætti að vera
íþróttafréttariturum fjötur um
fót því sumir þeirra hafa þegar
tekiö upp einkunnargjafir til
íþróttamanna í vissum grein-
um og rneta frammistöðu
þeirra þannig tölulega.
Mtiöur, sem vill kalfa sig
fagmann í einhverri grein,
verður ætíö að vera undir það
búinn að vera dæmdur af verk-
um sínum. Tij þess að það sé
hægt veröa þau að vera kunn
þcim, sem hyggst leggja á þau
mat.
Kosning íþróttamanns árs-
ins á íslandi er eitt af þeim
verkum, sem íþróttafréttarit-
arar inna af hendi í sínu starfi.
Samkvæmt þcirra eigin
ákvörðun er hér unt opinberan
titil að ræða enda eru niður-
stöður tilkynntar með viðhöfn
og verðlaun afhent opinber-
lega.
Af því að hér er um opinber-
an atburð að ræða má draga þá
ályktun að á vissan liátt sé
starfsheiður stéttarjnnar lagð-
ur að veði í þessu kjöri.
Því miður virðast æði fáir
taka hugtökin „starfsheiður"
eða „faglegar kröfur" alvar-
lega þegar umfjöllun um
íþróttir á í hlut.
Sumir af fjömiðlum okkar
virðast leyfa íþróttafréttaritur-
um sínum að „ganga sjálfala"
hvað, sem stefnu fjölmiðlanna
í almennum fréttaflutningi
líður.
Þetta er til dæmis um að
íþróttaskrif séu Iteldur talin til
léttmetis en þess efnis, sem
gera þarf kröfur til.
Hver er stefnan?
Miöað við þær spurnir, sern
höfundur þessarar greinar hef-
ur haft af atkvæðagreiðslunni í
ár eru nokkur atriði, sem vekja
sérstaka athygli. Þegar almenn
stefna ákveðinna fjölmiöla í
fréttaflutningi og efnistökum
er athuguð annars vegar og
skoðun íþróttafréttamannsins
hins vegar virðist vanta talsvert
upp á að samræmis gæti.
Þannig mætti til dæmis ætla
að sá fjölmiðill, sem kennir sig
viö sósíalisma og kjarabaráttu
alþýðuheimilanna, og cr auk
þess mjög þjóðernissinnaður í
skrifum sínum, hefði tekið
áhugamann í íþróttum.sem
styrktur er til Ólýntpíufararog
vinnur þar til verölauna fram
yfir atvinnumann í íþróttum.
sent sjaldan keppir fyrir hönd
lands síns. Samkvæmt því sent
undirrituðum er tjáð er þessu
á annan veg farið.
Einnig' hefði hinn almenni
lesandi dagblaðs, sent opinber-
lega sæmir ákveðinn mann titl-
inum „Maður ársins á íslandi
1984“, talið sjálfgefið að það
teldi Itann einnig (þróttamann
ársins í landinu það árið. Er
nokkur furða þó lesandinn
verði undrandi þegar honum
er tjáð að svo sé í raun ekki?
móti Ólympíufulltrúum suður
á Keflavíkurflugvelli sérstak-
lega vegna afreks þessa eina
manns á leiknum.
Þá leiðir hinn almenni borg-
ari einnig hugann aö því að
forseti (slands, sem er virtasti
og dáðasti borgari þessa lands,
hélt sérstakt boð til að heiðra
Ólympíufarana. Upp í hugann
koma myndir af „bronsmann-
inum" við hlið forsetans.
Er nokkur furða þó hin
dæmigerði íslendingur, sem er
mjög stoltur af þjóðerni sínu,
undrist það að síðan kjósi
íþróttafréttamenn ríkisfjöl-
miðlanna t'rekar atvinnumann
í íþróttum, sem svo til aldrei
keppir núorðið undir þjóðfán-
anum, fyrir íþróttamann ársins
á íslandi.
Þegar þvf er síðan haldið
fram að fulltrúi ríkisfjölntiðils
hafi sett Ólyntpíumanninn í
þriðja sæti neitar maður hrein-
lega að trúa því. Getur það
verið?
Einkaklúbbur -
ekkií ár
Vel má vera að í meðalári
þegar íþróttaatburðir snerta
fólk í landinu lítið, skipti ekki
miklu hver sé kjörinn íþrótta-
maður ársins. Þegar sérstakir
atburðir gerast. sent höfða til
fólks langt út vfir raðir hins
almenna íþróttaunnanda, er
gullið tækifæri fyrir þá, sent
fjalla um íþróttir til þess að
vinna þeim gagn með jákvæðri
umfjöllun. Fólk fær þá innsýn
í gildi íþrótta og fleiri fá áhuga
á að iðka þær.
Ef hins vegar tekst til eins og
gerðist við kjör íþróttamanns
ársins 1984 þegar gengið var
fram hjá þeint íþróttamanni,
sent flestir landsmenn töldu
fremstan, virkar kjörið neik-
vætt.
Einmitt í ár var tækifæri til
að útnefna mann til íþrótta-
manns ársins, sem höfðaði til
hins alntenna borgara í land-
inu. Var það ekki einmitt vegna
afreks Viíhjálms Einarssonar
á Ólympíuleikunum 1956 að
íþróttafréttamenn stofnuðu til
þessa kjörs og þessa titils til að
heiðra mesta afreksmann okk-
ar í íþróttum og jafnframt
að vinna að framgangi þeirra?
A bak við allt íþróttastarf
hvort, sent unt er að ræða
fréttamennsku eða keppni,
verður að vera yfirveguð víð-
sýn stefna. Hún verður að
vinna að framgangi íþrótta á
breiðum grundvelli á faglegan
hátt.
íþróttastarf í landinu er af-
skaplegu háð þeirri umfjöllun,
sem fjölmiðlarnir veita. Ef
fjölmiðiarnir líta hins vega á
íþróttir, sem annars flokks
málaflokk og gefa frcttaritur-
um lausan tauminn til að haga
sínum vinnubrögðum eftir eig-
in hugdettum er hætta á því að
umfjöllun unt íþróttirnar falli í
algjöra lákúru.
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur,
fyrrv. form. KKÍ.
Ég kann ekkert
og get ekkert
■ Heiðraði Páll, þakkir
skaltu hafa fyrir ágæt svör
þín en ég geri mér grein fyrir
því að það hlýtur að vera
erfitt oft á tíðum að svara
fólki sem sendir þér vanda-
mál sin í pósti ef svo má að
orði komast.
Ég á við minnimáttar-
kenndir að stríða og ég held
að svohafi verið allt frá barn-
æsku. Það var mikil óreiða á
heimili mínu þegar ég var
barn en einhvern veginn
héngu nú foreldrar minir
samt saman þar til dauðinn
skildi þau í sundur. Faðir
minn lifði móður mína en
hann er nú fallinn frá og ég
á tvö systkini á lífi sem bæði
eru eldri en ég. Ég varreynd-
ar yngstur og það þótti held
ég aldrei mikið til mín koma.
Ég þótti seinn . til og átti
alltaf erfitt með að læra en
hinum eldri gekk mun betur
og urðu sum hverlangskóla-
fólk. Þetta fór einhvern veg-
inn allt saman öfugt í mig og
það greip míg kergja og ég
vildi ekki læra nokkurn
skapaðan hlut. Síðan þegar
ég fór að vinna fyrir mér þá
var ekki um auðugan garð
að gresja og ég var líka
óheppinn og hefur alltaf
gengið illa að hanga lengi í
sömu vinnunni. Ég stend nú
á fertugu og þegar ég lít yfir
farinn veg þá finnst mér
einhvern veginn að líf mitt
hafi ekki verið tilneins. Ég er
hálf misheppnað eintak ef
svo má að orði komast. Ég er
samt ekki að biðja um neina
vorkunn en einhvern veginn
finnst mér þetta nú svona.
Ég get ekki neitað því að ég
hafði á tíma hærri hugmynd-
ir um líf mitt en nú er orðið
og ég hélt alltaf innst inni að
einn góðan veðurdag mundi
ég detta í lukkupottinn.
Hann hef ég þó ekki séð enn
og sjálfsagt er það sjálfum
mér að kenna. Sumir eru þó
heppnari en aðrir, það mikið
hef ég séð. Stundum langar
mig mest að hætta í þessari
vinnu sem ég stunda fara að
leita mér að einhverju öðru
en svo fer ég að hugsa að
það sé bara að byrja upp á
ríýtt og ég hef svo oft verið í
þeim sporum. Minnimáttar-
kenndir mínar lýsa sér í því
aðmér finnst ég ekkert geta,
kunna né vilja. Ég vantreysti
sjálfum mér til alls og það
gengur ekkert upp hjá mér.
Er einhver von til að svona
lagað lagist að sjálfu sér eða
hvernig er hægt að taka
svona mann eins og mig í
gegn?
Lilli.
Þú vanmetur
sjálfan þig
og hæfileika þína
Kæri Lilli
■ Þakka þér bréfið sem mér
þótti vænt um að fá þar sem
mér finnst þú á vissan hátt
koma fram sem einskonar
talsmaður fyrir svo marga,
sem finnst þeir hafa orðið
undir í lífsbaráttunni. Mér
finnst bréf þitt góð áminning
um að á meðan stór hluti
þjóðarinnar leggur sig í líma
við að safna fé handa hungr-
uðum og sveltandi í öðrum
heimsálfum er til fólk hér á
íslandi sem líður illa. Því
miður verð ég að segja að
mín reynsla bendir til þess
að æ fleiri íslendingar eigi
við fjárhagsleg vandamál að
stríða og margir eigi varla til
hnífs og skeiðar. Sumir eiga
fyrir við geðræn vandamál
að stríða og margir kikna
undan fjárhagslegum byrð-
um og „fara á taugum". Því
miður er oft auðveldara að
sjá flísina í auga bróður síns
en bjálkann í sínu eigin
auga. Við íslendingar höfum
lengi verið stoltir af okkur
sjálfum, talið okkur greind-
ustu og gáfuðustu þjóð í
heimi og grobbað af að hér
kunni allir að lesa og skrifa
og allir hafi það gott fjár-
hagslega. Á námsárum mín-
um trúði ég þessu. Eftir að
ég hóf kennslu jafnframt
námi og vann sem sumar-
maður í lögreglunni í Reykja-
vík varð ég áþreifanlega var
við að lífið hér á íslandi var
mörgum kannski ekki eins
auðvelt eins og ég hafði
haldið. Eftir að hafa starfað
erlendis og komið heim aftur
fannst mér ég sjá hlutina í
dálitlu öðru ljósi en áður. Því
miður finnst mér við hér á
íslandi hafa allmikla til-
hneigingu til að sjá vanda-
mál annarra í öðru ljósi en
okkar eigin vandamál. Við
fárumst yfir vandamálum í
Víetnam, Biafra eða Eþíópíu
en gleymum því á meðan að
hér er gamalt fólk sem býr
við sult og seyru og hefur
hvergi góðan samastað.
Hópur unglinga sem neytir
eiturlyfja stækkar óðum og
virðast ýmsir, því miður loka
augunum fyrir því og í þriðja
lagi eru þeir margir sem eiga
við geðræn vandamál að
stríða sem gleymast í „kerf-
inu“. Við íslendingar höfum
átt það tii að falla í stafi yfir
gáfum og greind og gleyma
því að þeir hæfileikar eru
ekki nógir ef þeir eru ekkert
nýttir.
Þú sjálfur segist hafa átt
við minnimáttarkennd að
stríða frá barnæsku og segir
að mikil óreiða hafi verið á
heimili þínu, þegar þú varst
barn. Greinilegt er að ýmis
vandamál hafa verið á heim-
ili þínu í æsku þinni og þú
segist halda að þú hafir
aldrei verið háttskrifaður í
þinni fjölskyldu. Ef barn eða
unglingur fær ekki nægileg-
an stuðning,blíðu og vænt-
umþykju í æsku er ekkert
óalgengt að þeir hinir sömu
hafi átt í erfiðleikum með
lærdóm af því að þeir hafa
átt erfitt með að einbeita sér
og hafa þá ekki getað nýtt sér
meðfæddar gáfur sem
skyldi.
Viðbrögð þessara einstakl-
inga sem í þessum vanda-
málum lenda eru mjög mis-
munandi og blandast þá oft
saman erfðir og heimilisað-
stæður. Fer eftir ýmsu hvort
erfiðast er að vera yngstur,
elstur eða einhversstaðar í
miðjunni í barnahópi. Af
bréfi þínu finnst mér ég lesa
að það hafi verið erfitt fyrir
þig að vera yngstur og
kannski hefur þú á margan
hátt orðið útundan í þinni
fjölskyldu. Þú segir sjálfur
að þú hafir verið seinn til, en
oft er erfitt að berjast við
systkini sem hafa fengið
meiri athygli og aðstoð for-
eldra. Fyllast þá ýmsir van-
máttarkennd, svartsýni og
finnst þeir ekkert geta og
margir reyna þá að
ná athygli á annan hátt og
stundum óheppilegan, þeim
sjálfum og umhverfi sínu. Þú
segir sjálfur í bréfi þínu að
þetta hafi einhvern veginn
farið allt saman öfugt í þig
og það hafi endað með því
að þú háfir ekki viljað læra
nokkurn skapaðan hlut.
Þessi afstaða þín til lærdóms
virðist hafa lokað á ýmsa
möguleika, í bili allavega, til
þess að þú getir nýtt þínar
gáfur og greind. Bréf þitt
virðist benda til þess að þú
hafir ekki orðið útundan þeg-
ar greindinni eða gáfunum
var útdeilt, en að mínum
dómi finnst mér þú fullmikið
setja ábyrgðina á lífi þínu
yfir á aðra. Þú segir að þú
hafir verið óheppinn, þú sért
að bíða eftir að detta í lukku-
pottinn og þér hafi alltaf
gengið illa að „hanga“ í
sömu vinnunni.
Eftir að hafa lesið bréfið
get ég ekki að því gert að ég
fæ það á tilfinninguna að þú •
vanmetir sjálfan þig og þína
hæfileika. Þú segist sjálfur
hafa verið óheppinn, og ég
fæ það á tilfinninguna að þér
finnist allt vonlaust en samt
sem áður hafir þú haft mjög
háar hugmyndir um hvað þú
gætir. S.l. ár hefur marga
rekið á fjörur mínar sem hafa
lýst lífi sínu svipað og þú.
Þegar að er gáð kemur í ljós
að þeir hafa bæði ágætar
gáfur og greind en hvorugt
hefur nýst þeim. Þú segist
sjálfur vera misheppná'ð ein-
tak sem stendur á fertugu.
Að mínum dómi er það lítill
aldur og margir af þeim sem
ég hef fengið til meðferðar
hafa einmitt verið á þeim
vegamótum sem mér finnst
þú standa nú. Þú segist áður
hafa haft hærri hugmyndir
um líf þitt og sért alltaf við
að detta í lukkupottinn.
Sumir detta kannski í þann
pott en flestir þurfa að vinna
ansi mikið til þess.
Mikilvægt er að maður geri
sér raunhæfar hugmyndir
um hversu miklu maður get-
ur áorkað í lífinu, gera raun-
hæft mat á hæfileikum og
getu. Þetta reynist sumum
erfitt og er þá hægt að leita
aðstoðar til sálfræðinga og
geðlækna ef þetta gengur
ekki of vel.
Með bestu kveðjum.
þinn Páll Eiríksson
Páll Eiríksson geðlæknir
svarar spurningum lesenda