NT - 28.01.1985, Síða 7
■ Schönbrunnhollin í Vínarborg var höluðsetur keisaradæmisins um langt skeið.
Habsborgarar í miklum
metum í Ungverjaiandi
Nítjánda öldin blómatími
þjóðarinnar hvað sem kommarnir segja
■ Franz Josef var þjöðhöfðingi
austurrísk-ungverska keisara-
dæmisins og í hans tíð naut Ung-
verjaland heimastjörnar og réði
víðlendu ríki.
■ Harðlínukommúnistum í
Ungverjalandi stendur ekki á
sama þcssa dagana, því einhver
óskýranleg bylgja fortíðar-
dýrkunar er að ganga yfir
landið. Þessi upphafning á for-
tíðinni felst cinkum í því að
almenningur virðist telja nítj-
ándu öldina hafa verið gullöld
í sögu Ungverjalands, sem þá
laut veldi Habsborgarkeisar-
anna. Á valdaskeiði Frans-Jós-
efs keisara, 1848-1916. naut
Ungverjaland heimastjórnar
og réð þá miklum hluta Austur-
Evrópu. Yfirvöld hat'a óopin-
berlega lagt blessun sína yfir
þetta viðhörf nú nýverið þegar
kommúnistatímaritið Magyar
Ifusag birti viðtal við virtan
sagnfræðing. Peter Hanak. I
viðtalinu gagnrýndi sagnfræð-
ingurinn hina hefðbundnu
skoðun kommúnista að keis-
araveldi Habsborgaranna hafi
einkennst af kúgun. Á sama
tíma og Ungverjaland metur
keisaratímabilið á æ jákvæðari
hátt, þá er Habsborgarkeisur-
unum lýst sem harðstjórum og
kúgurum í skólum og opinber-
um sagnfræðiritum annarra
austantjaldsríkja. Ummæli
sagnfræðingsins Hanaks i þá
átt að Habsborgaraveldið hafi
einkennst af þjóðernislegri ein-
ingu og viðgangi mismunandi
menningar undir einni stjórn
hefur snert viðkvæma strengi í
hjörtum margra Ungverja. sem
eru áhyggjufullir vegna sam-
landa sinna er mynda stóra
minnihlutahópa Ungvcrja í
Rúmeníu og Tckkósióvakíu.
Ungverjar hafa í vaxandi mæli
fengið fregnir af „menningar-
legri útrýmingu" í Transylvan-
íu. sem nú lýtur stjórn Rúmen-
íu. en Transylvanía cr tíðum
talin vagga ungverskrar
menningar.
Fregnir berast um aö Ung-
verjar í Rúmcníu scu neyddir
til að taka upp rúmcnsk nöfn
og cnnfremur að ungverskur
skáldskapur sé mcira og minna
drepinn niður. Rúmenar halda
því hins vegar fram að ung-
verski minnihlutinn njóti mun
betri meðíerðar en þeir sjálfir
hafi notið þegar Habsborgar-
arnir réðu Transylvaníu og
munu því vart fagna þessari
endurreisn á ungversku þjóö-
ernisstolti.
Á s.l. ári var gefinn út
aragrúi bóka um Ungverjaland
nítjándualdarinnar og bóka-
verslanir cru fullar af bókum
um sögufrægur byggingar og
menningarviðburði þeirra daga
þegar Búdapest var keisaraleg
borg. Ópcruhöllin í Búdapest.
sem er táknræn fyrir þetta
tímabil. var nýlega opnuð aftur
eftir mikla endurreisn og hefur
það orðið til að beina athygli
Ungverja enn frekar aö fortíö
sinni. Styttur og brýr. er bera
nöfn keisaraynja Austurríska-
Ungverska keisaraveldisins, og
árleg skrýöing varðmanna í
cinkennisbúninga keisaratíma-
bilsins leggja sitt af miirkum til
að Ungverjargleymi ekki kcis-
aralegri arflcifð sinni. Fátt er
meira táknrænt fyrir þcssa upp-
vakningu en sýning ungverska
þjóðminjasafnsins á hinni kon-
unglegu kórónu. en hún haföi
ekki verið opinberlega til sýnis
um langtskeið. Kórónunnarcr
vandlega gætt og langar raðir
fólks bíða þess að fá að skoða
gripinn. Og er engu líkara en
að safngestir séu að votta ein-
hverri kommúnistahetjunni
virðingu sina. þó hér sé um
tákn heimsvaldastefnunnar að
ræöa.
Suntir meðlimir ríkisstjórn-
arinnar lita þennan viðgang
þjóðernisstolts með vaxundi
áhyggjum. Heimildarmenn úr
röðum diplómata segja að
margir ráðamenn séu larnir að
hræðast það aö þessi fortíðar-
dýrkun verði notuö af öðrum
kommúnistaríkjum til aðgagn-
rýna Ungverja og gera þá með-
færilegri. Enda hefur árangur
Ungverja í efnahagsmálum.
sem hefur einkcnnst af vaxandi
einkaframtaki. þegar kallað á
öfund og ásakanir um varhuga-
verða þróun frá Rúmenum og
Tékkum. Sú skoðun er nú þeg-
ar útbreidd í Austur-Evrópu
aö Ungwrjar einkennist af þjéxY
ernisrembu og líti á sig sem
kynþáttarlega og menningar-
lega æðri öðrum austantjalds-
ríkjum.
þ.e. hér er um algjöra ein-
stefnu að ræða.
Að öðru leyti tapar Alþýðu-
bandalagið fylgi nokkuð jafnt
til hinna flokkanna, nema hvað
enginn einasti fyrrverandi Alla
balli ætlar sér að kjósa annan
hvorn ríkisstjórnarflokkinn í
næstu kosningum.
Samtök um kvennalista:
Óákveðið fylgi
Kvennalistatölurnar eru
einnig nijög athyglisverðar.
Þær sýna m.a., að 42% af
kjósendum listans 1983 eru
óákveðnir í dag, en það er
sama tala og ætlar að kjósa
flokkinn aftur í næstu kosning-
um.
Það eru því fáir. sem yfirgefa
flokkinn. en þeirsem þaðgera,
ætla sér alls ekki til Alþýðu-
bandalagsins.
Niðurstöður
í stuttu máli er óhætt að
segja. að hreyfingar milli
flokka eru gífurlegar og flokks-
hollusta cr hverfandi hugtak.
Það er hið svokailaða lausa-
fylgi. sem kemur til með að
ráða úrslitum í kosningum á
íslandi. Kjóscndur eru ekki
lengur jafn rígbundnir ..gamla
góða tlokknum" og áður. Það
sýna þær tölur. sem hér hefur
verið fjallað um.
Sögurlegar sættir
enn á dagskrá
Þar sem Alþýðubandalagið
er nú enn einu sinni byrjað að
gefa Ihaldinu undir fótinn, sbr.
viðtal Morgunblaðsins við
Þröst Ólafsson í gær, erekki úr
vegi að athuga hreyfingarnar
milli hinna þriggja flokka, sem
eiga að vera í óskastjórn Al-
þýðubandalagsins: íhald,
komrnar og kratar.
Samkvæmt NT könnuninni
fær íhaldið ekkert einasta at-
kvæði frá hvorki Alþýðu-
bandalaginu né Alþýðuflokk-
inum. Hins vegar tapar Sjálf-
stæðisflokkurinn 8% atkvæða
sinna til krata og 2% til
komma. íhaldið virðist þannig
ekki beinlínis höfða til hins
almenna kjósanda A-flokk-
anna.
Á hinn bóginn tapar Al-
þýðuflokkurinn 5% af kjós-
endum sínurn yfir til Alþýðu-
bandalagsins, en fær 6% af
fylgi Alla balla í staöinn. svo
kratar virðast vera nokkuö hátt
skritaði hjá þessum væntanleg-
um samstarfsflokkum sínum í
ríkisstjórn.
Magnús Ólafsson
Breytingar á fylgi stjórnmálaflokkanna: Hreyfíngar til og frá flokkunum.
Flokkur Ætlaaðkjósa flokkinn aftur Ætlaaðkjósaann- anflokknæst Kusuflokkinnsíð- asteru óákveðnir nú Kusuannanflokk síðasten kjósa ídag:
A 56% 23% 27% 53%
B 58% 21 % 26% 1 1 %
C 38% 60% 5% 65%
D 62% 23% 19% 9%
G 66% 26% 1 1 % 24%
V 42% 27% 42% 56%
Til að skýra út þessa einföldu en athyglisveröu töflu, skulum við taka efstu línuna,
Alþýðuflokkinn, sem dæmi. Fyrsti dálkurinn segir okkur, að 56% þeirra sem kusu Alþýðuflokkinn
síðast ætla sér að gera það aftur. Annar dálkurinn segir okkur að 23% kjósenda Alþvðuflokksins
síðast, ætla sér að kjósa annan flokk næst. Þriðji dálkurinn segir okkur, að 27% af kjósendum
flokksins síðast, eru óákvcðnir í dag. Síðasti dálkurinn segir okkur að af þeim núverandi
stuðningsmönnum Alþýðuflokksins sem kusu í síðustu kosninguin, koma 53% úr öðruni ilokkum
en Alþýðuflokknuin.
IViánudagur 28. janúar 1985 7
_ Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og lélagshyggju
‘ Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritetj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Márkaösstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: ÖddUr Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstöfur: Síðumúli Í5, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blabaprent h.f.
r
Fríið er búið
■ I dag koma sextíumenningarnir aftur saman
niður við Austurvöll eftir langt og vonandi gott
jólafrí. Verkefnin, sem bíða þeirra félaga eru bæði
mörg og flest hver erfið úrlausnar. Það er því óhætt
að fullyrða, að þjóðin mun öll bíða spennt eftir
aðgerðum í kjölfar þeirra tillagna, sem sextíu-
menningarnir munu væntanlega koma með á næst-
unni.
A þeim tíma, sem þingmenn voru fjarri góðu
gamni, gerðist ákaflega lítið og í raun alltof lítið.
Ekki tókst að útvega Þorsteini stól og hvorki tillögur
né aðgerðir í efnahagsmálum þjóðarinnar sáu dagsins
ljós. Þetta tvennt hangir ef til vill saman?
Meðan flestir þingmenn þjóðarinnar, sátu heima í
kjördæmi og sinntu sínu heimafólki, ferðaðist hinn
nýkjörni formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin
Hannibalsson, hins vegar fram og aftur um heiminn.
Einn daginn spurðist af honum austur á Seyðisfirði,
þann næsta var hann í Kaupmannahöfn og um
kvöldið í Dalasýslu. Þessi rúntur virðist hafa skilað
sér vel, sé í atkvæðum talið, því samkvæmt niður-
stöðum skoðanakönnunar NT.sem var framkvæmd í
síðustu viku, hefur fylgi Alþýðuflokksins aukist um
nær helming frá því blaðið gerði síðustu skoðana-
könnun sína fyrir tveimur mánuðum. Með sama
áframhaldi verður Jón Baldvin orðinn einvaldur á
útmánuðum.
Annars voru niðurstöður skoðanakönnunar NT
nokkuð athyglisverðar og þá sérstaklega þær, sem
birtar eru í blaðinu í dag. Þar kemur m.a. í ljós, að
verulegar tilfærslur eru milli stjórnmálaflokka og að
hið svokallaða lausafylgi er ef til vill enn stærra en
menn hafa áður gert sér grein fyrir.
Önnur merkileg niðurstaða, sem kom út úr NT
könnuninni, snertir vinsældir annarra stjórnmála-
flokka en þess sem kjósandinn ætlar sér að kjósa. I
þeirri könnun kom fram skemmtilegt atriði varðandi
tengslin milli Kvennalistans annars vegar og Alþýðu-
bandalagsins hins vegar. Meðan stuðningsmenn Al-
þýðubandalagsins telja Kvennalistann mjög gjarnan
næst besta kostinn, er stuðningsfólk Kvennalistans
alls ekki þeirrar skoðunar, að Alþýðubandalagið sé
næst besti kosturinn. Þetta sýnir okkur, að kvenna-
listafólk ber alls ekki þann hlýhug til komma, sem
margir telja.
Alþýðubandalagsmenn eiga annars eftir að vera
mikið í sviðsljósinu á næstunni og þá sérstaklega fyrir
þær sakir hversu margir þeirra eru ákafir í að ganga
til sængur með íhaldinu. Þetta kemur vel fram í
viðtali við Þröst Ólafsson í Morgunblaðinu í gær og
Guðmundur J. tekur undir. Svavar neitar að vísu
öllu, en mun eiga erfiða daga framundan og sérstak-
lega þar sem þeir Þröstur og Guðmundur hafa verið
helstu bandamenn Svavars í flokknum. Fylgi Svavar
þeim Þresti og Guðmundi, gengur hann þvert á
flokkssamþykktir um viðræður félagshyggjuflokk-
anna. Varla er það girnilegur kostur. Fjarlægist hann
hins vegar þá Þröst og Guðmund og haldi sig við
vinstri flokka viðræðurnar, missir hann öfluga stuðn-
ingsmenn. Varla er það girnilegur kostur.
Eins og Þröstur og Guðmundur J., hefur Karl
Steinar hafnað viðræðum félagshyggjuflokkanna og
það að þeim óreyndum. Þetta hlýtur að vekja
upp spurningar um hugsanlegt leynimakk þeirra fé-
laga við Sjálfstæðisflokkinn.
Hvað sem þessu líður, er ljóst að þeir félagar niður
við Austurvöll munu hafa um nóg að tala, þegar þeir
koma saman í dag eftir langt og vonandi gott jólafrí.