NT - 28.01.1985, Side 11
Mánudagur 28. janúar 1985 11
liL Innsýn
Isbjörn ræðst á ís*
lenskan ráðherra
- Gérard Lemarquis, fréttaritari AFP og Le Monde
Frá Irkutsk til
ísalands og elds
Evgeni Barbukho, fréttamður APN
■ Gcrard Lemarquis býr hér
í Grjótaþorpinu í Reykjavík.
af frönsku bergi brotinn, kenn-
ari í menntaskóla og háskóla
og auk þess hlekkur í fjarskipt-
um fslands við hinn frönsku-
mælandi heim - fréttaritari fyr-
ir frönsku fréttastofuna AFP
og Le Monde, hið ógn virta og
lítt myndskreytta stórblaðs.
Ennfremur sendir Gérard
fréttir til svisslensks dagblaðs,
La Tribune de Lausanne, eink-
um af álmálum, og pistla á
frönsku til sænska útvarpsins.
Þær fréttir sem Gérard send-
ir AFP berast víða um heim,
segir hann, til fjölda Afríku-
ríkja, Suður-Ameríku, Asíu
og náttúrlega Evrópu. Le
Monde birtir einnig pistla hans
oft og samviskusamlega, enda
frægt fyrir að gera vel við
útkjálka, eins og ljóst má verða
af sýnishornum sem Gérard
hefur undir höndum af grein-
um sem hann sendi út í verk-
falli BSRB.
Það er þó ekki þjáningalaust
að flytja íslenska samtíð út til
fjölmiðla í fjarlægum löndum.
„Fréttaskeyti frá mér gengur í
gegnum breytingaskeið áður
en það kemst á síður dag-
blaða,“ segir Gérard. „Eg
sendi fréttina fyrst til
Stokkhólms, á Norðurlanda-
skrifstofu AFP. Þar er yfir-
maður sem styttir, breytir og
bætir. Því næst er skeytið sent
á aðalritstjórnina í París og
þar sitja blaðamenn sem gera
enn frekari lagfæringar. Loks
er fréttin svo send á blöð og
fjölmiðla út um allan heim,
sem skera hana og skæla eftir
hentugleikum. Það kemur því
miður stundum fyrir að manni
verður ekki um sel þegar mað-
ur sér hvernig fréttin lítur út
þegar hún er búin að fara þessa
löngu leið. Segjum að ég sendi
út frétt um að Steingrímur
Hermannsson hafi sagað í
puttana á sér. Þegar komið er
allt annan hátt en hér heima.
Oft er það líka svo að þær
fréttir sern rnér þykja alómerki-
legastar gera mesta lukku er-
lendis, smáskrítilegheit og ís-
lenskar sérviskur. Þannig var
til dæmis með gamansama
gein sem ég sendi út um fjár-
málaráðherra sem hótaði að
langt suður í lönd getur þetta
kannski litið einhvern veginn
svona út: ísbjörn ræðst á for-
sætisráðherra íslands.“
„Ég get leyft mér visst frelsi
í skrifum mínum í Le Monde,
fréttaskeytin mótast hins vegar
mest af eftirspurninni og ég er
ekki alltaf stoltur af þeim. Það
eru ákveðnar reglur um það
hvernig skrifa skuli frétta-
skeyti. Það sem skiptir mestu
máli kemur fyrst og það sem
skiptir minnstu máli kemur
síðast. Það er háttur ritstjóra
að vilja klippa og fréttaskeyti
verða að vera þannig upp-
byggð að þau sé hægt að klippa
án þess að þau verði óskiljan-
leg. Öll meginatriði málsins
eiga að koma fram í fyrstu
málsgrein skeytisins, það verð-
ur að vitna í heimildir - frétta-
stofurnar birta sjaldnast neitt
án þess - og það sem á eftir fer
er yfirleitt ítarlegri útlistun á
því sem fram kom í upphafi
skeytisins, smásmugulegri eftir
því sem aftar dregur. Þetta er
sumsé form sem setur manni
þröngar skorður."
Gérard Lentarquis álítur að
þrátt fyrir vaxandi túrisma og
samskipti sé ísland minna í
fréttum erlendis en oft áður.
Hann segir að síðan hann hóf
fréttaritaraferil sinn fyrir tæp-
um tíu árum hafi það fyrst og
fremst verið nokkur meginmál
sem hafi vakið forvitni er-
lendra fjölmiðla um ísland.
Nú heyri þessi mál hins vegar
flest sögunni til. Gérard:
„Sko, landhelgismálið - það
er búið. Herstöðin - hún er
ekki lengur úrslitaatriði. Hval-
veiðimálið - búið líka. Svo er
það líka alveg víst að skandin-
avíska módelið svokallaða er
ekki lengur í tísku úti í heimi,
minni áhugi á Norðurlöndun-
um en á þeim árum þegar þar
voru í deiglunni breytingar
sem vísuðu veginn til framtíð-
arinnar.“
flýja land út af hundinum
sínum. Það var bókstaflega
eins og hefði orðið sprenging,
yfir mig rigndi fyrirspurnum
um greinar. Þeir sögðu mér
síðar hjá Ritzau að líklega
hefði ekki verið skrifað meira
um ísland í erlend blöð síðan
í Vestmannaeyjagosinu."
Samt er auðvitað sitthvað
sem vekur forvitni og jafnvel
forundran úti í hinum stóra
heimi, Vigdís Finnbogadóttir
núttúrlega, og svo gamlar
lummur eins og bjórinn, hund-
arnir og verðbólgan. Reyndar
er það ekki einhlítt. „Sem
fréttaefni eru hundarnir í
hættu, bjórinn í hættu og verð-
bólgan líklega, sem betur fer,“
segir Gérard. „Það er náttúr-
lega slæmt fyrir atvinnu mína
ef öll þessi góðu séríslensku
bönn hverfa, allt sem gerir
landið einkennilegt er jákvætt
fyrir fréttaritara - annars væri
það bara eins og litlaust útibú
frá Norðurlöndunum Ef sýnd
er falleg kvikmynd frá Islandi
í útlöndum ímyndar al-
menningur hér sér að vakni
upp heilmiklar umræður um
landið. í rauninni er það hálf-
gerður misskilningur. Það sem
skiptir máli er það sem gerist,
helst ef það er nógu skrítið eða
slæmt. Það sem fer versnandi
er nefnilega miklu meiri fréttir
en það sem fer skánandi -
minnkandi verðbólga er ekki
jafngóð og vaxandi verð-
bólga."
„Það eru margir sem þurfa
að líða þungt undir þjáningum
hlutleysisins," segir Gérard,
„en í fréttastofufréttum á það
ekki við að vera jákvæður eða
neikvæður, vinstrisinnaður
eða íhaldssamur. Ég reyni því
eftir fremsta megni að vera
hlutlaus.“
Hlutlaus, já - en hins vegar
kvartar Gérard yfir því að oft
geti reynst erfitt að gefa út-
lendingum heiðarlega og fulla
mynd af atburðum hér. Hann
nefnir tvö dæmi, sem flestir
ættu að muna.
„Árið 1979 var Svavar
Gestsson beðinn um að mynda
stjórn. Við á íslandi vitum að
þetta er bara leikur. Svavar
gæti aldrei myndað stjórn. En
ég sendi fréttina út, hún vekur
Fjármálaráðherra og tíkin
aldurhnigna, já - Mangús segir
frá því að hann liggi oft undir
ámæli frá íslenskum pólitíkus-
um og públíkkmönnum fyrir
að senda út fréttir sem eigi
ekki erindi til útlanda, sum
íslensk stórmál komi útlend-
ingum ekki hætishót við.
Magnús:
„Ég verð náttúrlega að vera
mínum vinnuveitanda hollur,
en vitaskuld þætti mér líka
verra ef ég kæmi íslandi illa.
Þessir menn verða samt sjálfir
að bera ábyrgð á sínum yfirlýs-
ingum, ekki ég - þeir verða að
sætta sig við að þær berist til
útlanda eða þegja ella. Sér-
staklega varð ég var við það
eftir verkfallið í haust að mörg-
um þótti verra að lesa um orð
sín og athafnir í erlendu press-
unni. Og þó fór fjarri að ég
ýkti ástandið eða færði í
stílinn. En mér var sagt að
þetta ætti ekki erindi út, ég
væri að gefa dökka mynd af
íslandi. Eg ber ekki ábyrgð á
þeirri mynd, heldur þeir sem
sköpuðu hana. Við getum ekki
eilíflega skotið okkur á bak við
það að við séum lítil þjóð sem
hafi sérréttindi á að hafa vit-
lausa stjórnmálamenn."
„Reyndar kemur það iðu-
lega fyrir," bætir Magnús við,
„að ég fæ fyrirspurnir um
háttalag íslenskra stjórnmála-
manna, sem þætti óviður-
■ Gérard Lcmarquis:
„Hundarnir eru í hættu, bjór-
inn er í hættu og verðbólgan
líka.“
mikla athygli og ér er beðinn
"um að skrifa meira. Á forsíðu
Le Monde stendur: „Komm-
arnir mynda stjórn á íslandi.
Það er auðvitað satt svo langt
sem það nær, en ég eyðilegg
ekki mitt eigið fréttaefni með
því að segja allan sannleikann
- að þetta sé bara leikur.“
Annað dæmi: „Albert
Guðmundsson segir að hann
vilji frekar fara í fangelsi held-
ur en að borga sekt. Ég sendi
fréttina út og erlendis finnst
fólki sjálfsagt að trúa að það
sem fjármálaráðherra segir sé
ekki helbert bull. Hin og þessi
blöð hringja í mig og spyrja
hvort hann sé kominn í stein-
inn. Raunin er auðvitað sú að
þessi orð eru eins og fleira
ætluð fyrir séríslenskan mark-
að þar sem gilda aðrar reglur.
Maður eyðileggur ekki svona
frétt með því að segja að þetta
sé tómt sjónarspil, þótt
kannski ætti maður að gera
það.“
Fréttaritari þarf að sinna
ýmsu fleiru en sínum hugðar-
efnum og oftlega að hætta sér
út á hálar brautir þar sem hann
býr yfir lítilli þekkingu:
„Veistu," segir Gérard að
lokurn, „nú er ég árum saman
búinn að senda frá mér pistla
um íþróttaviðburði, hand-
bolta, körfubolta, fótbolta og
skák - þetta hefur mér tekist
slysalaust án þess að hafa
ennþá lært mannganginn eða
reglurnar í fótbola."
kvæmilegt og óhugsandi úti.
Ég er auðvitað svo gengsýrður
af þessu þjóðfélagi að ég átta
mig ekki á því að ýmsilegt sem
hér gerist þykir alveg með
ólíkindum erlendis. Það er
hringt í mig og spurt: Hvernig
getur maðurinn gert þetta?
Hvernig getur hann sagt svona
lagað? Segir hann ekki af sér?
Það kvað svo mikið að þessu
að ég ákvað að senda frá mér
grein um þau sérstöku form og
leikreglur sem gilda í íslensku
þjóðlífi og fékk til þess aðstoð
frá félagsfræðingi og afbrota-
fræðingi.“
„Þegar ég byrjaði í þessu
varð ég var við það að allir
stjórnmálaflokkarnir voru
með þreifingar um það hvar ég
stæði í pólitík, líklega til að
geta haft einhverja stjórn á því
hvað ég sendi út. Ég vísaði öllu
slíku snarlega á bug og held að
enginn þeirra viti hvarégstend
í pólitík - raunar er ég pólitískt
viðrini. En það eru margir sem
vilja hafa hönd í bagga og ráða
því hvaða upplýsingar berast
til útlanda. Það getur auðvitað
haft vondar afleiðingar fyrir
íslenska pólitíkusa ef mikið af
kjánalegum fréttum um þá
kemur í blöðum á Norður-
löndunum. Þá hafa þeir í raun
tvo kosti: Að reyna að gera
fréttamanninn að ómerking
eða mýkja hann í þeirri von að
hann sendi ekki svonalagað.
■ Evgení Barbukho er kannski
ekki fréttaritari í venjulegum
skilningi þess orðs, heldur er
starfssvið hans talsvert umfangs-
meira. Hann er yfirmaður APN,
sovésku frétta- og upplvsinea-
stofunnar á Islandi, sem hér
gefur út blaðið Fréttir frá Sovét-
ríkjunum hálfsmánaðarlega auk
daglegs fréttabréfs þar sem kynnt
eru sjónarmið Sovétríkjanna í
ýmsum málum. „Því miður
vinnst mér ekki tími til að senda
nógu mikið af greinum um ísland
til Sovétríkjanna, ég þarf líka að
sinna alls kyns skipulagsstarfi og
tíminn er einfaldlega ekki nógu
mikill."
Evgeni Barbukho kom fyrst
hingað til lands árið 1977. Þá var
hann forstöðumaður APN til
1979 en hélt síðan til Moskvu.
Tveimur árum st'ðar kom hann
aftur til íslands og hefur stjórnað
skrifstofu APN hér síðustu þrjú
árin. Hann er fæddur í Irkutsk
austur í Síberíu, nam blaða-
mennsku við háskóla í Moskvu
og hóf síðan störf á Norðurlanda-
deild APN.
„Það er sjaldgæft að ég sendi
daglegar fréttir frá íslandi," segir
Bárbukho, „og ekki nema eitt-
Ég hef orðið var við hvort
tveggja. Þegar slíkt kemur
upp segi ég Ritzau alla mála-
vöxtu og þeir hafa stutt dyggi-
lega við bakið á mér.“
Pistlum Magnúsar má eink-
um skipta í tvo flokka; annars
vegar eru það beinharðar frétt-
ir sem sendar eru í hita leiks og
hins vegar eru það svokallaðar
„feature“-greinar, ítarlegri
greinar sem hann skrifar óháð
því hvað er á forsíðum ís-
lenskra dagblaða. Hann segir
að þessa dagana haldi hann að
sér höndunum í pólitískum
skrifum -taki ekki þátt í þeim
leik blaðanna að mynda ríkis-
stjórn daglega, en í staðinn
hafi hann verið að skrifa langa
grein um fjármagns- og lána-
markaðinn hér, vexti, vaxta-
breytingar og fáheyrða okur-
vexti og um kapphlaup prívat-
aðila og ríkissjóðs um sparifé
almennings. Þegar lítið sé á
seyði, agúrkutíð, verði hann
að búa sér til verkefni.
„Ein grein slær alltaf í
gegn,“ segir Magnús. „Það er
völvuspádómur Vikunnar.
Fyrsta árið sendi ég þetta út
upp á grín með sögulegu bak-
efni um völvur úr Eddukvæð-
um og íslendingasögunum.
Síðan sendi ég þetta árlega og
fæ feikna pláss í ýmsum
blöðum. Satt að segja er ég að
vera uppiskroppa með bak-
efni.“
hvað sérstakt sé á seyði eins og í
verkfallinu í haust. En ég reyni
eftir fremsta megni að senda
greinar um mál sem kannski
teljast ekki hreinar fréttir, en eru
þó áhugaverð fyrir sovéska les-
endur, til dæmis um allt sem
varðar samskipti þjóðanna.
Þannig birtist nýverið eftir mig
grein í útbreiddu viðskiptatíma-
riti, Ekonomicheskaja gazeta, í
tilefni af því að þrjátíu ár eru
liðin frá því að Islendingar og
Sovétmenn tóku upp viðskipta-
tengsl og eins skrifaði ég grein í
læknatímaritið Medicinskaja
gazeta um tvo íslendinga sem
hafa leitað sér lækninga í Sovét-
ríkjunum, annar vegna augn-
sjúkdóms og hinn til að láta
lengja í sér beinin. Það fellur líka
undir starfsvið mitt að skrifa
greinar um stöðu íslands á al-
þjóðavettvangi, til dæmis um af-
vopnunarmál og friðarbaráttu og
fleirá í þeim dúr."
Önnur grein Barbukhos sem
birtist fyrir ekki löngu í sovéskum
fjölmiðlum var um blómaskeið í
íslenskri kvikmyndagerð. „En ef
ég á að vera opinskár," segir
hann, „þá tel ég að ég þyrfti að
skrifa miklu oftar, af nógu er að
taka. Nú er ég til dæmis að reyna
að finna mér tíma til að skrifa
grein um íslenskar þýðingar á
rússneskum bókmenntum í til-
efni af því að Glæpur og refsing
eftir Dostoévskí kom út hérna
fyrir jólin. Önnur grein sem ég
hef í huga er um þátt íslendinga
í síðari heimsstyrjöldinni og tala
þá við fólk sem var í hringiðu
atburðanna. Hinn 9. maí verða
liðin 40 ár frá því að fullnaðarsig-
ur vannst á fasismanum, svo ég
er viss um að slík grein myndi
vekja athygli í Sovétríkjunum."
Flestar greinar sínar sendir
Evgení Barbukho á aðalritstjórn
APN í Moskvu, en þó kemur það
fyrir að blöð panti greinar frá
honum. APN hefur tengsl við um
4000 fjölmiðla víðsvegar um
heiminn, svo skrif hans geta farið
býsna víða . Hann segir líka að
það efni sem hann sendir út
birtist nær undantekningalaust.
Eru sovéskir borgarar þá svona
áhugasamir um ísland?
„Náttúrlega er ísland ckki
stórt land og íbúarnir svona álíka
margir og í einu borgarhverfi í
Moskvu," segir Evgení Barbuk-
ho, „svo auðvitað leikur Island
ekki mjög stórt hlutverk í sovésk-
um fjölmiðlum. Almenningur í
Sovétríkjunum veit að Island er
land elds og ísa, að þið eru mikið
fiskveiðiveldi og að þjóðin hefur
skapað sér sitt eigið líf með
miklu starfi við erfiðar aðstæð-
ur. En af þeim viðbrögðum sem
skrif mín hafa fengið í Sovétríkj-
unum hlýt ég að ráða að það sé
talsverður áhugi á því að fræðast
meira um landið."
■ Evgeni Babukho: „Þyrfti að skrifa oftar, af nógu er að taka.“
■ Magnús Guðmundsson; er einn fréttaritaranna í fullu starfi
við að miðla íslandi til útlenskra.