NT


NT - 28.01.1985, Side 24

NT - 28.01.1985, Side 24
 Við tökum við ábendingum um fréttirallan sólarhringinn. Greiddarverða 1000 krónurfyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavik, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: STÓRKOSTLEGUR ÁRANGUR Víkingar sigruðu Crvenka í báðum leikjunum og komnir í 4-liða úrslit ■ „Þetta var í einu orði stór- kostlegt," varð einum stjórn- armanna Víkinga að orði eftir að Víkingar höfðu tryggt sér farseðilinn í 4-liða úrslit í Evr- ópukeppni bikarhafa í hand- knattleik með sigri á júgóslavn- eska liðinu Crvenka í Laugar- dalshöll í gærkvöldi, 25-24. I'etta var seinni leikur liðanna en Víkingar sigruðu einnig í fyrir leiknum, sem var á föstu- dagskvöldiö, með 5 marka inun. I'annig var vitaö fyrir- fram að róðurinn yrði erfiður fyrir Júgóslavana - sein og varð raunin. Víkingar spiluðu mest- an hluta leiksins af skynsemi og náðu uin tíma 7 marka forystu, 16-9, í seinni hálfleik. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu gott afrek þetta er hjá Víkingum. Þeir sýndu svo sannarlega hvað í þeim býr og nú eru tvö íslensk hand- knattleikslið komin í úrslit í Evrópukeppni - alveg stórkost- legt. Leikurinn í gær byrjaði með taugastrekking og fáti. Leik- mcnn Crvenka ætluöu að verða fyrri til að losa um spennuna með því að gera Cirkus-mark en það mistókst. Viggó skaut í stöng úr fyrstu sókn Víkinga og Crvenka reyndi annað Cirkus- mark en það mistókst einnig. Karl skaut svo í slá áður en Þorbergur náði forystu fyrir Víkinga og gaf tóninn að góð- um leik sínurn og annarra Vík- inga. Júgóslavarnir jöfnuðu en Karl kom Víkingum yfir 2-1. Víkingar komust síðan í 5-2 og seinna í hálfleiknum varstaðan orðin 8-5. Þorbergur gerði síð- an þrjú mörk í röð fyrir Víking rneð einu Júkkamarki á milli og staðan í leikhlé var því 11-6 Víking í hag og bilið milli liðanna orðið 10 mörk. í hálflcik skemmti sterkasti rnaður í heimi, Jón Páll Sig- marsson og tókst honum að ná upp enn meiri stemmningu hjá áhorfendum sem voru sem einn maður á bak við Víkingsliðið og verður þeirra stuðningur seint metinn til marka. Upphafið á síðari hálfleik gaf ekkert annað til kynna en að Víkingar ætluðu sér sigur í þessum leik. Þeir léku við hvern sinn fingur og voru sér- lega einbeittir í að hirða boltann eftir að markvörður eða vörn Crvenka hafði varið_ hann. Slík eftirtekt gaf Víkingum nokkur mörk í þessum leik eins og þeim fyrri. Nú, Guðmundur skoraði fyrsta mark hálfleiksins og eftir um 10 mínútna leik var staðan orðin 16-9 Víkingum í hag og sigurinn virtist tryggður. Þá tóku Júgóslavarnir til þess ráðs að taka Þorberg og Viggó úr umferð og riðla þannig leik Víkinga. Þetta tókst að mörgu leyti og smám saman ná leik- menn Crvenka að minnka muninn. Þeir jafna svo leikinn 19-19 og þá var allt komið á suðupunkt í Höllinni. Enn munaði þó 5 mörkum frá fyrri leiknum svo Víkingarvoruekki á því að fara á taugum. Guðmundur skoraði 20-19 og nú var engin spurning um hvort Víkingar væru komnir í 4-liða úrslit eður ei. Nú var bara að vinna leikinn. Allt gerðist mjög hratt á þessu síð- ustu mínútum leiksins og er nokkrar sekúndur voru til leiks- loka þá jafna Júgóslavarnir. 24-24. Víkingar notuðu hins vegar síðustu tíu sekúndur leiksins til að tryggja sér sigur og var það Hilmar Sigurgísla- son sem það gerði. Sem sagt frábær sigur Víkinga. Leikurinn í heild var hin bestaskemmtun. Víkingarléku vel mestan hluta leiksins og aðeins á kafla í síðari hálfleik gekk dæmið ekki upp hjá þeim. Þorbergur var markahæstur Víkinga með 8 mörk, Viggó gerði 7, Guðmundur og Karl 3 hvor og Steinar og Hilmar 2 hvor. Dómarar leiksins voru sænskir og geta Víkingar ekki kvartað yfir dómgæslunni í leiknum. Lee ekki tii KR? Frá llcimi Bcrgssyni frcttaiiianni NT í Kn|>landi: ■ Að sögn enska blaös- ins Sunday People, er Gordon Lee, sem koma átti til KR næsta suniar, ennþá að íhuga tilboð sem honum hafa borist frá Quatar, Flórída og ís- landi. Lee segir í samtali við Sunday People um helg- ina: „Eg hef þennan mán- uð til að gera upp hug minn, en það lítur út fyrir að ég þurfi að fara til útlanda.“ „Það er allt klappað og klárt með Lee, hann kemur til okkar, enda hefur hann skrifað undir samning við okkur. Hann vill hins vcgar geta haft allt í þoku úti í Eng- landi, geta sagt að hann sé enn á lausu af pers- ónulegum ástæðum," sagði Lúðvik S. Georgs- son í stjórn Knattspyrnu- deildar KR í samtali við NT í gærkvöld. Lúðvík sagöist ekki óttast samn- ingsbrot af hálfu Gordon Lee, „þetta virðist mjög áreiðanlegur maður og við treystum honum," sagði Lúðvík. ■ Guðmundur Víkingsfyrirliði svífur hér inn af línunni og skorar. Víkingar sigruðu Crvenka í gærkvöldi 25-24. NT-mynd: Sverrír „Hef enn ekki áttað mig á þessu“ - sagði Bogdan þjálfari eftir leikinn Bogdan: „Við lékum 75% af þessum leikjum vel en 25% verr. Þá náðum við ekki að nýta okkur færi en á móti kom að við höfðum góða nýtingu er vel gekk,“ sagði Bogdan þjálfari Víkinga eftir leikinn. „Það að vera komnir í 4 liða úrslit er aldeilis ótrúlcgt og ég er enn ekki farinn að átta mig á þessu,1' bætti Bogdan við. „Leikmenn beggja liða voru taugaspenntir í leiknum en þeir voru jafnvel enn strekkt- ari,“ bætti Bogdan vió. Steinar: „Ég bjóst alveg eins við því að við myndum sigra. Mórall- inn hjá okkur fyrir leikinn var ntjög góður og ég var hvergi smeykur," sagði Steinar Birgis- son eftir leikinn. Hann bætti við að hann hefði aldrei veriö hræddur í leiknum um að Vík- ingar myndu tapa niður forystu sinni frá fyrri leiknum, „eftir að við náðum að byrja vel þá hugsaði maður aldrei um tap." „Þeir létu okkur hálfpartinn komast í færi þarna í lokin til að fá boltann sem fyrst. Við hefðum átt að nýta færin i lok leiksins betur," sagði Steinar í lokin. Þorbergur: „Ég er auðvitað yfir mig ánægður með sigurinn," sagði Þorbergur Aðalsteinsson eftir leikinn. Hann bætti við að Víkingar hefðu raunverulega engu haft að tapa í leiknum. „Við vorum litli maðurinn fyrir þessa leiki og því spiluðum við frekar afslappað." Þorbergur bætti við að hann hefði ekki haft áhyggjur af því að Víking- ar myndu missa niður forskotið í lok leiksins. „Ég vona svo bara að við drögumst ekki á móti Rússum í 4-liða úrslitun- um," sagði Þorbergur að lokum. NT á leik FH og Herschi Arsenal lá fyrir York Stúdentar lögðu ÍR íþróttir helgarinnar á bls. 19-24

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.