NT

Ulloq

NT - 07.02.1985, Qupperneq 1

NT - 07.02.1985, Qupperneq 1
„Plantan í hryllingsbúðinni“ Sambandið gerir grein fyrir kaffibaunum, skattskilum o.fl. - sjá bis. 10 ■ Litlar líkur eru á því að hlustað verði á sjónarmið minnihlutans þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar verður tekin til seinni umræðu í borgarstjórn í dag. Margar breytingartillögur hafa komið fram og má búast við löngum og ströngum fundi langt fram eftir nóttu. Minnihlutaflokkarnir fjór- ir hafa haft 3 vikur til aö kynna sér innihald frumvarps meirihlutans og smíða breyt- ingartillögur. Þær voru bókaðar inn á dagskrá á borgarráðsfundi sl. þriðju- dag. Einnig eru til komnar nokkrar minniháttar breyt- ingartillögur frá meirihlutan- um frá því að frumvarpið var lagt fram 17. janúar sl. Þaö sem einkennir þessa fjárhagsáætlun er góð staða borgarsjóðs og er gert ráð fyrir að framkvæmdir á veg- um borgarinnar verði stór- auknar á sama tíma og út- svarsprósentan verði lækkuð. Þakkaði borgar- stjóri þennan árangur góðri fjármálastjórn sinni og borg- arstjórnarmeirihlutans en fulltrúar minnihlutans lýstu yfir í samtölum við NT í janúar að hin góða staða væri eingöngu á kostnað borgaranna og stórhækkun þjónustu einkenndi frum- varpið. Því væri vafasamt að tala um góða fjármálastjórn eingöngu. En hverjar eru helstu breytingartillögur minnihlut- ans? NT leitaði svara hjá forystumönnum rninni- hlutaflokkanna. ■ Verslunarskólinn hélt sitt 53. nem- endamót í gær. Skemmtiatriði voru fjöl- breytt, og var almenn ánægja með þau. Á myndinni sést danshópur sem sá um opnunaratriðið og er j stúlkurr.ar að von- um daðlegar þar sem ve! tokst tii. Málfundafélag félagshyggjufólks stofnað: ísland 6. ríkasta landið - hvertfarapeningarnir? ■ Hátt á annað hundrað manns komu saman á Hótel Borg í gærkvöldi á stofnfund Málfundafélags félagshyggjufólks og ræddu um efnið: Ríkt land, lág laun - hvert fara peningarnir? Þrír hagfræðingar, Birgir Björn Sigurjónsson, Jón Sæmundur Sigurjónsson og Birgir Arnason reifuðu efnið og töjdu þeir allir að aðeins fimm þjóðir státuðu af meira ríkidæmi en íslendingar. En þegar venjulegur mælikvarði væri notaður stefndi í fátækt hjá stórum hópi landsmanna. Atvinnutekjur hér á landi væru nú aðeins rúm 50% af þjóðartekjum og lífskjör á landinu hin fjórðu lægstu í Evrópu. í stjórn Málfundafélags félagshyggjufólks voru kosin Ásta R. Jóhannesdóttir, Birgir Árnason, Bolli Héðinsson, Garðar Sverris- son, Guðmundur Arni Stefánsson, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Margrét S. Björnsdóttirog Snjólaug Stefáns- dóttir. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur til seinni umræðu í dag: Litlar líkur á að hlustað verði á I s jónarmið minni- hlutaflokkanna - sjásíðu3 r Loðnan: 670 kr. tonnið ■ Yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað í gær lágmarksverð á loðnu vciddri til bræðslu frá 16. janúar til loka vetrarvertíð- ar, og verður það 670 krónur fvrir hvert tonn. Auk þess greiðist 6% verðupphót úr verðjöfnunardeild Alla- tryggingarsjóðs. Verð þetta er miðað við 8% fituinnihaldpg 16% fitu- frítt þurrefni. Við hvert prósentustig, sem fituinni- haldið breytist, hækkar cða lækkar verðið uni 74 krónur, en um 79 krónur fyrir hvert prósentustig sem þurrefnis- innihald breytist frá viðmiö- un. Fitufrádráttur reiknast þó ekki, þegar fituinnihald fer niður fyrir 3%. Vcrð á úrgangsloðnu til bræðslu frá frystihúsunum var ákveöið 93 krónum lægra fyrir hvert tonn en verðið hér að ofan. Verðið á loðnunni er uppsegjanlegt frá og með 7, mars 1985. með viku fyrir- vara. Það var ákveðið af oddamanni og fulitrúum seljenda, gegn fulltrúum kaupenda. Olís í erfiðleikumog er til sðlu eða leigu - býður útgerðinni að yfirtaka öll viðskipti við skip og ■ Olís hf. hefur bodið samtökum útvegs- og sjómanna að yfirtaka sölu og dreifingu á svartolíu og gasolíu á vegum fyrirtæksins. Um er að ræða annað hvort kaup eða leigu á aðstöðu fyrirtækisins, eftir því hvernig um semdist. Samkvæmt heimildum NT á fyrirtækið í miklum fjárhagserf- iðleikum, og sagði einn heim- ildamanna blaðsins að skuldir fyrirtækisins, og vanskil við við- skiptabankann, Landsbankann, væru svo miklar að til vandræða horfði nema eitthvað yrði að gert. Samkvæmt heimildum NT eru skuldirnar ekki undir 800 milljónumkróna. Þórður Ás- geirsson, forstjóri Olís, neitaði þessu alfarið og sagði „Það er fjarri lagi að tilboðið sé til komið vegna þess. Við viljum ekki sitja lengur undir því að okkur sé kennt unt vanda út- gerðarinnar. Þetta er áskorun frá okkur til útgerðar og fisk- vinnslu að sýna það og sanna að þeir geti gert þetta ódýrara en við.“ í bréfinu er ekki minnst á mögulegt kaupverð en útgerð- armenn og sjómenn þyrftu að yfirtaka skuldir fyrirtækisins vegna þessara viðskipta. Að sögn Óskars Vigfússonar, for- manns Sjómannasambands íslands, hefur sambandið ekki tekið afstöðu til tilboðsins. Sömu sögu er að segja af Lands- sambandi íslenskra útvegs- ntanna, en Kristján Ragnars- son, formaður sambandsins er erlendis. Samkvæmt heimildum NT hafa þessi sömu samtök lítinn áhuga á því að taka yfir þessi viðskipti. Olíuverslunin sem stofnuð var 1928, var 14. stærsta fyrir- tæki landsins 1983 með veltu upp á tæpan Vfi ntilljarð. Lætur nærri að áætla veltu fyrirtækis- ins á síðasta ári um 2 milljarða króna. Starfsmannafjöldi fyrir- tækisins er uitt 250 og rekur félagið nálægt 45 bensínstöðvar á landinu og hefur 32 untboðs- aðila á landsbyggðinni. # Samfarir í rétt- # arsal bannaðar - sjá erlendar fréttir bls. 21 Fyrsti gervi- Q hnöttur Araba - sjá erlendar fréttir bls. 21 Metár í farþega- f lutningum 1984 - sjábls.4

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.