NT - 07.02.1985, Page 3
Fimmtudagur 7. febrúar 1985 3
Hverjar eru ga riniL«x«mi - minnihlutans i borgarstjórn?
Guðrún Jónsdóttir
borgarfulltrúi Kvennaframboðs:
Sparað verði í yfir-
stjórn borgarinnar!
Sigurjón Pétursson
borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins:
Borgin byggi for-
kaupsíbúðiráný
■ „Meðal þeirra tillagna, sem
við hjá Kvennaframboðinu
gerum, er að sparað verði í
yfirstjórn borgarinnar,“ sagði
Guðrún Jónsdóttir borgarfull-
trúi er hún var innt eftir breyt-
ingartillögum Kvennafram-
boðsins vegna fjárhagsáætlunar
Reykjavíkur. „Við leggjum til
að laun borgarfulltrúa, borgar-
ráðsmanna og annarra fulltrúa í
nefndum borgarinnar verði í
samræmi við almennar launa-
hækkanir nýgerðra kjarasamn-
inga launþega og jafnframt
verði felldar niður greiðslur
bifreiðastyrkja til borgarfulltrúa
og borgarráðsmanna," sagði
Guðrún og felur tillagan í sér
10% sparnað á þessum lið.
Þá leggur Kvennaframboðið
sömuleiðis til að greiðslur vegna
matar-og kaffineyslu borgarfull-
trúa, borgarráðsmanna og ann-
arra nefndarmanna á vegum
borgarinnar verði framvegis
ekki inntar af hendi úr borgar-
sjóði, heldur greiði fulltrúar
sjálfir þann kostnað á sömu
kjörum og aðrir borgarstarfs-
menn. Einnig er lagt til að hinn
gífurlegi aksturskostnaður
borgarinnar verði lækkaður um
5 milljónir en samkvæmt saman-
tekt borgarhagfræðings er áætl-
að að aksturskostnaður borgar-
innar árið 1985 verði í heild 75,8
milljónir. Nema sparnaðartil-
lögur Kvennaframboðsins sem
lúta að yfirstjórn borgarinnar
alls um 8 milljónum.
Breytingartillögur Kvenna-
framboðsins eru fjölmargar og
mjög ítarlega settar fram og að
sögn Guðrúnar nemur heildar-
sparnaður á gjöldum borgarinn-
ar, samkvæmt tillögum þeirra,
um 110 milljónum.
Leggja þær til að þeim verði
varið til að auka þjónustu við
borgarbúa og til nýbygginga og
úrbóta af ýmsu tagi. Hæst ber
tillögu um að fresta gatnafram-
kvæmdum við Sætún og bygg-
ingu brúar yfir Kringlumýrar-
braut og gera tillögur Kvenna-
framboðsins ráð fyrir að
fjármagn, sem verja á í þessi
verkefni, verði lækkað úr 80
milljónum í 15 milljónir. Telja
fulltrúar Kvennaframboðsins
að nær sé að verja þessum
fjármunum í að hefja verulegt
átak í þá veru að ganga sóma-
samlega frá útrásum holræsa
í borginni og draga þannig
úr mengun við strendur. Gerir
Kvennaframboðið að tillögu
sinni að 40 milljónum til viðbót-
ar við þær 30, sem gert er ráð
fyrir á fjárhagsáætlun. verði var-
ið til þessara mála.
Af öðrum tillögum má nefna
að 55 milljónum verði varið til
að reisa dagvistunarheimili í
borginni, en sú upphæð nemur
um 4% af útsvarstekjum borg-
arinnar. Sagði Guðrún að það
væri stefna Kvennaframboðsins
að þessum málum yrði komið í
■ Guðrún Jónsdóttir
viðunandi lag með því að binda
þessa prósentuupphæð út-
svarstekna borgarinnar næstu
árin í þennan málaflokk þar til
honum væri komið í viðunandi
lag.
í>á leggur Kvennaframboðið
til að komið verði upp neyðarat-
hvarfi fyrir unglinga sem eru
heimilislausir og varið verði 3,4
milljónum til að kaupa húsnæði
og reka útideild og unglingaat-
hvarf í Seljahverfi, en það mál
hefur mikið verið rætt og er
brýnt verkefni.
Loks ber að geta tillögu um
að veittir verði starfsstyrkir til
kvennarannsókna í tilefni af
200 ára afmæli Reykjavíkur-
borgar á næsta ári, að upphæð 4
milljónir. Yrðu þeir veittir til að
rannsaka líf og starf kvenna á
þessu tímabili og gætu nýst jafnt
til lista- og fræðslustarfa.
■ „Breytingartillögur okkar
eru margar og viöamiklar",
sagði Sigurjón Pétursson horg-
arfulltrúi Alþýðubandalagsins,
„en einna þyngst á metunum
fjárhagslega er tillaga um að
borgin hefji á nýjan leik bygg-
ingu á forkaupsíbúöum sem hún
láni sjálf verulega peninga í og
seldar verði til almennings á
mismunandi byggingarstigi, þó
aldrei mcira byggt en tilbúið
undir tréverk og frágengið að
utan. Borgin á síðan forkaups-
rétt að þessum íbúðum ef eig-
endur vilja selja og getur þar af
leiðandi nýtt þær áfram til að
aðstoða fólk í húsnæðisvand-
ræðum."
Sagði Sigurjón að borgin
hefði átt allmargar slíkar íbúðir
en fyrir nokkrum árum hefði
verið ákveðið að losa þær undan
forkaupsre'tti borgarinnar þann-
ig að þær væru óðum að hverfa
af íbúðamarkaði Reykjavíkur-
borgar. Kvað Sigurjón tillöguna
miða að því að fylla upp í
ákveðið skarð i húsnæðisfram-
boði og yrði væntanlega miðað
við rýmri tekjumörk en við
verkamannabústaði. Væri það
staðreynd að ýmsir aðilar sem
ekki ættu kost á því að kaupa
eða byggja á hinum svokallaða
frjálsa markaði væru með rýmri
tekjur en svo að þeir féllu undir
verkamannabústaðakerfið. Þeir
væru því fastir í kerfinu en með
þessu yrði hægt að aðstoða
ákveðinn hóp við að komast í
varanlegt húsnæði sem ella ætti
ekki kost á því.
Undirstrikaði Sigurjón að
forkaupsíbúðirnar ættu ekki að
koma í staðinn fyrir leiguíbúðir
eða verkamannabústaði sem
reist eru á vegum borgarinnar,
heldur bættust þær við hús-
næðistilboð borgarinnar.
Af öðrum tillögum Alþýðu-
bandalagsins um breytingar á
fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar néfndi Sigurjón tillögu
um að hægt verði að leggja á
útsvar eftir efnum og ástæðum.
Sagði hann það skoðun Alþýðu-
bandalagsins að verulegt órétt-
læti væri í því að vera með flata
útsvarsálagningu, þar sem jafnt
væri lagt á alla. Hafi það ein-
hvern tímann átt rétt á sér,
sem hann dró verulga í efa, þá
hefur orðið veruleg breyting á
tekjuskiptingu þjóðfélagshópa
og vaxandi þungi væri á þjón-
ustugjöldum og á óbeinum
sköttum hjá ríkinu sem leggðust
eftir neyslu á hvern einstakling
án tillits til tekna hans.
Útsvarsálagning cr bundin af
lögum og því gengur tillaga
Alþýðubandalagsins út á að
skorað verði á þingmenn
Reykjavíkur að þeir beiti sér
fyrir lagabreytingu þannig að
■ Sigurjón Pétursson
heimilt verði að leggja á útsvar
eftir efnurn og ástæðum, eins og
gert var á árum áður.
Fulltrúar Alþýöubandalags-
ins fluttu þessa tillögu við gerð
fjárhagsáætlunar síðasta árs cn
hún náði ekki fram að ganga en
Sigurjón sagði að þessar hug-
myndir hefðu komið fram víða
og væru þeir að fylgja þeim
frekar eftir með endurflutningi
tillögunnar nú.
Samtals eru fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins með 16 sérstakar
tillögur við gerö fjárhagsáætlun-
ar Reykjavíkurborgar fyrir
þetta ár, auk margra brcytingar-
tillagna við cinstaka fjárhags-
liði. Þar á meðal er tillaga um
að borgin sjái um scndiþjónustu
fyrir fatlaða, sem ekki eiga
heimangengt, en þurfa nauðsyn-
lega að fá lyf og aðrar nauð-
þurftir hcim til sín.
Sigurður E. Guðmundsson
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins:
Leggtil að Listahátíð
verði boðin út næst!
Kristján Benediktsson borgar-
fulltrúi Framsóknarflokks:
Viljum lækka útsvar
úr 10,8%
■ „Við Alþýðuflokksmenn
leggjum fram 5 tillögur við þessa
fjárlagagerð, þar af eru þrjár
þeirra breytingartillögur en
tvær þeirra eru ályktunartillög-
ur,“ sagði Sigurður E. Guð-
mundsson borgarfulltrúi Al-
þýðuflokksins er hann var
spurður hvort þeir gerðu ein-
hverjar breytingartillögur við
frumvarp að fjárhagsáætlun
Revkjavíkurborgar.
f fyrsta lagi legg ég til að tekið
verði frá sérstakt fjármagn um
50 milljónir, í þeim tilgangi að
hefja framkvæmdir við kaup-
leiguíbúðir fyrir ungt fólk. í
annan stað er ég með tillögu um
það að borgarstjórnin ákveði að
veita framkvæmdalán að upp-
hæð 35 milljónir króna til að
byggja sjálfseignaríbúðir fyrir
aldrað fólk,“ sagði Sigurður.
Kvað hann vera mikið um að
aidrað fólk sem ætti stórar íbúð-
ir en það treysti sér ekki til að
selja þær án þess að framtíðin
væri áföstu og gætusjálfseignar-
íbúðir leyst þau vandkvæði. Þá
kvaðst Sigurður einnig leggja
fram tillögu þess efnis að veitt
verði nokkru fé til þess að
styðja við bakið á íslenskum
uppfinningamönnum. Sagði
Sigurður að hún byggðist á
þeim óánægjuröddum sem
komið hefðu upp á síðasta ári
um að allt of lítið væri gert fyrir
slíka hugmyndasmiði og hefðu
þeir þurft að flýja land, m.a. til
Danmerkur þar sem mun betur
væri að þeim búið.
Yrði atvinnumálanefnd
Reykjavíkurborgar fengið það
verkefni að efna til samkeppni
og auglýsa eftir umsóknum um
styrki til að byggja upp athygl-
isverðar nýjungar og uppfinn-
ingar. Til þessa verkefnis yrði
varið Vh milljón samkvæmt
tillögu Sigurðar.
í ályktunartillögum sínum
bryddar Sigurður uppá nýmæl-
urn með því í fyrsta lagi að
leggja til að Listahátíð verði
boðin út. Bendir hann á að
stórhalli hafi orðið á síðustu
Listahátíð og því væri eðlilegt
að fá til verksins góða fram-
kvæmdaaðila sem tækju á sig
hina fjárhagslegu áhættu í stað
þess að láta listforkólfa og
stjórnmálamenn standa fyrir
framkvæmd hennar. Það fyrir-
komulag hefði verið góðra
gjalda vert í upphafi en sýnt
væri að grípa þyrfti til nýrra
úrræða. Einstakir þættir yrðu
boðnir út en stjórn og fulltrúa-
ráð Listahátíðar hefði eftir sem
áður yfirumsjón með prógramm-
inu. Fram yrði sett verklýsing á
einstökum þáttum og þeir síðan
boðnir út.
í öðru lagi er þeirri tillögu
beitt til stjórnar verkamanna-
bústaða í Reykjavík að kanna
kaup á eldri íbúðum á almenn-
um markaði og breyta þeim í
eignaíbúðir í verkamannabú-
staðakerfinu. Bendir Sigurður á
að staðgreiðsluverð íbúða sé nú
lægra en byggingarkostnaður og
því gæti stjórn verkamanna-
bústaða fengið fleiri íbúðir til
umráðafyrirsamafjármagn út
úr dæminu, en ef farið væri út í
■ Sigurður E. Guðmundsson
nýbyggingu. Væri þessi tillaga í
samræmi við bréf húsnæðis-
stofnunar til stjórnar verka-
mannabústaða um að kanna
kaup á eldri íbúðum áður en
farið væri í nýsmíði og yrði það
að teljast forsvaranleg meðferð
á opinberu fé.
■ „Mikilvægustu breytingar-
tillögur okkar eru að útsvars-
álagning fyrir árið 1985 verði
10,5% í stað 10,8% eins og gert
er ráð fyrir í tillögum borgar-
stjórnarmeirihlutans," sagði
Kristján Benediktsson borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins,
„en miðað við það yrðu heildar
útsvarstekjur borgarinnar 1
milljarður 421 miiljón og 500
þúsund krónur í stað 1 milljarðs
462 milljóna og 500 þúsund
króna. Að Irádregnum vanhöld-
um yrðu útsvarsgjöld Reykja-
víkur 1.336.500.000 kr.“
Sagði Kristján að einnig vildu
þeir gera smá breytingu á að-
stöðugjaldi, í þá veru að sam-
ræma álagningu á allar atvinnu-
greinar. Eins og málum væri nú
háttað væri lagt 1 % á iðnað og
1,3% á landbúnað en tillagan
gengi út á það að aðstöðugjald
í 10
fyrir þessar greinar yrði 0.65%,
eins og annarra atvinnugreina.
Hefði þetta í för með sér lækkun
aðstöðugjalda úr 548 milljónum
í 518 milljónir.
Meðal breytingartillagna sem
fulltrúar Framsóknarflokksins
leggja til er 10% sparnaður
leigubílakostnaðar og bifreiða-
styrkja við rekstur borgarskrif-
stofanna í Austurstræti lóogað
Skúlatúni 2. Nemur hann um
700 þúsundum.
Þá gera tillögurnar ráð fyrir
hækkuðum framlögum til
sundstaða Reykjavíkur og mið-
ast þær við að notendur standi
undir 70% af kostnaði við rekst-
ur þeirra en á fjárhagsáætlun
meirihlutans er gert ráð fyrir að
neytendur standi undir 80% af
þessum kostnaði. Vilja fulltrúar
framsóknar að það verði stað-
næmst við 70% markið en borg-
in leggi út fé fyrir mismuninum.
Önnur tillaga sem er á listan-
um er fjárveiting uppá 1 milljón
til unglingaathvarfs í Seljahverfi
og sagði Kristján að það væri
mjög brýnt mál. Þarna byggju
nú yfir 6 þúsund manns en
félagsaðstaða fyrir unglinga
væri engin. Erfitt væri fyrir þá
að nýta sér þjónustuna í öðrum
hverfum því Seljahverfið væri
frekar einangrað frá þeim.
Þá leggja fulltrúar Framsókn-
arflokksins mikla áherslu á að
framkvæmdir verði þegar hafn-
ar við Vesturbæjarskólann á
þessu ári og leggja fram tillögu
um 12 milljón króna viðbótar
fjárveitingu til þeirra fram-
kvæmda, þannig að til þeirra
■ Kristján Bcncdiktsson
mála verði varið alls 20 milljón-
um.
Af öðrum tillögum má nefna
helmingshækkun upphæðar til
leiguíbúða, úr 15 milljónum í 30
milljónir, og er þá allt eins gert
ráð fyrir að keypt verði hcntugt
húsnæði en ekki endilega farið
út í nýbyggingar. Til dagvistun-
armála vilja fulltrúar Framsókn-
arflokksins bæta við 6 milljón-
um sem verði varið til uppbygg.
inga'r j nýju hverfi sem er að
rísa á Ártúnsholti. Heildarfjár-
veiting til dagvistunarmála yrði
því rúrnar 46 milljónir.
Að lokum er vert að geta
tillögu um fjárveitingu til vél-
frysts skautasvells á lóð væntan-
legrar skautahallar í Laugardal
og yrði það annar áfangi af
tveim til að koma upp fyrirhug-
aðri skautahöll, sem væri brýnt
verkefni eftir að Melavöllurinn
féll út úr myndinni.