NT - 07.02.1985, Síða 9
ÍW Fimmtudagur 7. febrúar 1985 9
LL Menning Vettvangur
Sjálfsmynd af grá-
hærðum unglingi
■ Það er ekkert elliheimilis-,
„show“ á Kjarvalsstöðum núna
þótt þar sé eins konar sextugs
afmælissýnig. í vestursalnum
sýnir Sveinn Björnsson frá Hafn-
arfirði. Hann verður sextíu ára
á næstunni og sýnir af því tilefni
hátt í sextíu málverk, flest
nýleg. Hér er á ferðinni kraft-
mikill og hressilegur málari. Á
einni sjálfsmynd hans virðist
helst sem þar sé á ferðinni
gráhærður unglingur.
í næstum fjörtíu ár hefur
Svein Björnsson málað með
svipuðum hætti, en um þessar
mundir bregður svo við að
myndir hans falla eins og flís við
rass að því sem ríkir í listaheim-
inum þ.e. expressionismanum.
Mynd no. 16 nefnist „Gamalt
stef“ og er af bláum fugli. Hvort
þetta er nýmálaður hani að
syngja sitt gamalkunna stef eða
næturgali orðinn blár af kulda
hér á klakanum veit ég ekki, en
hitt veit ég að hann gæti vel átt
heima á myndum einhverra af
þýsku ný-expressionistunum.
Ég er ekki að tala um þetta hér
til að gefa í skyn að Sveinn sé að
kópíera útlendinga, heldur til
að spá í hvað það er skrítið að
mála með sterkum persónu-
einkennum í áratugi og svo lítur
heimurinn á verkin með mis-:
munandi augum eftir því úr
hvaða átt vindurinn blæs.
Það er alltaf gaman að sjá
margar myndir eftir sama
málarann á einum stað. Athuga
hvernig sömu stefin kom fyrir
aftur og aftur. Sjá marga fleti á
viðfangsefnunum. Til dæmis er
mynd no. 18, „Hverasteinar"
heitir hún, mjög áþekk í bygg-
ingu þeirri númer 22 sem nefnist
„Stefnumót". Það eru fyrst og
fremst litirnir sem skapa mis-
munandi stemmningu í mynd-
unum.
Báðar vekja þær sömu tilfinn-
ingu hjá mér, ég sé þær sem
„hverasteina á stefnumóti“, eða
þannig. Eins og tvö tröll sem
hittast í þoku og aðeins hausarn-
ir standa upp úr þokunni. En ég
skal ekki útlista þetta nánar svo
ég rústi ekki sýninguna.
Sýningin gengur í grundvall-
aratriðum út á náttúrustemmn-
ingar og trúarlegar myndir. Þær
trúarlegu heita nöfnum eins og
„Upprisa", „Þjáning“ og „Frið-
þæging“ og minnar mig svolítið á
Biblíumyndir franska málarans
Georges Rouault, kannski af
því báðir málararnir nota breið-
ar svartar útlínur grimmt. A
þessum myndum Sviens eru
konur með grófgerða geisla-
bauga og frelsarinn dimmgrænn
afþjáningu. Þaðervisseinlægni
í myndunum. Myndin „Friðurá
jörð" virkar á mig eins og altar-
istafla, sérlega þarsem til hliðar
við hana eru minni myndir.
Miðmynd og vængir!
Málverkin eru olía á léreft
eða pappír. Þær myndanna sem
málaðar eru á pappír liafa yfir
sér annan blæ en þær sem mál-
aðar eru á léreft. Pappírsmynd-
irnar eru sjálfsagt unnar sem
skissur því þær eru miklu hrárri
en hinar og unnar hraðar. Þess
sem ég sakna í pappírsmyndun-
um eru litir. Litameðferðin.
Þótt litir séu notaðir í þessum
myndum þá er það oft þannig
að þeir eru notaðir til að teikna
með og virka ekki sem litir.
Þannig er til dæmis „kjarvals-
rninni" no. 15, alveg kolómögu-
leg finnst mér.
Myndlistamenn líta myndir
öðrum augum en aðrir dauðleg-
ir. Þeir skoða myndir ekki síst
út frá þróunarmöguleikum
myndanna. Hvað myndir eru
elstar, hverjar yngstar og á
hverju gekk á milli þeirra? Upp
á hvaða möguleika bjóða mynd-
irnar í þróun? Út frá þessu
sjónarhorni er ég spenntust fyrir
sjálfsmyndinni „Málarinn" no.
42. I henni er eitthvað sem
„Andlitin mín 1-4“ skortir. Ætli
þetta sé eina andlitsmyndin sem
hann hefur málað í þessum dúr?
Eða ætli hann eigi vini og kunn-
ingja á léreftum í hrúgum heima
hjá sér? Ef ekki, hvers vegna
ætli hann máli ekki liðið? Yrði
góður í því!
Sá hópur mynda sem sterkast
höfðar tii mín eru myndir eins
og „Nóttlaus veröld", „Hvera-
steinar" og „Friður á jörð".
Myndir þar sem Sveinn notar
sterka myndbyggingu sem
grundvallast á línuteikningu, en
jafnframt er litaharmónían rík.
Mér finnst það skemma mynd
eins og „Nóttlaus veröld" að
undir henni er strúktúr að því er
virðist óskildrar myndar, eins
og draugur í nóttlausri veröld.
Þessi mynd getur látið sig hafa
þennan draug af því hún er góð,
en slíkt gæti hæglega eýðilagt
aðrar.
Nokkrar myndir, þær nýjustu
skilst mér, eru abstrakt. Lita-
hrynjandi. Hann notar þá að-
ferð að bera litina á með sköfu
eða stórum pensli. Notar
nokkra liti saman en þó óbland-
aða. Þá myndast alls konar
rákir og litarandir og pensil-
skriftin verður heimur útaf fyrir
sig. Þá er hægt að skoða þessar
myndir með nefið upp við þær
og horfa svo á þær sem allt aðrar
myndir í fjarlægð. De Kooning
er sérfræðingur í svona vinnu-
brögðum. Ég sá yfirlitssýningu
á verkum hans í fyrra og var
langhrifnust af elstu myndun-
um hans. Svona skrautlegpens-
ilskrift . verður einhæf til
lengdar. Ekki svo að skilja að
ég sé á móti því að fólk máli eins
og það helst vill. Ég er reyndar
ofsalega með því. Sköpunar-
gleðin skiptir höfuðmáli í list-
sköpun og kannski er það hún
sem kemur fram í myndunum
sem orka. Þessi sýning Sveins
Björnssonar orkar á mig sem
gleðileg.
Svala Sigurleifsdóttir.
■ Helgafellskirkja
Þakkir til velunnara Helgafellskirkju
■ Á nýársdag 1984 voru liðin
80 ár frá því að Helgafellskirkja
var vígð nýsmíðuð af Sveini
Jónssyni snikkara bróður
Björns Jónssonar, ritstjóra og
ráðherra frá Djúpadal. Vígslu-
dagínn 1. jan. 1904 var hæglátt,
frostlaust veður og besta færi
fyrir alla, sem fjölsóttu til vígsl-
unnar og nýársdagsmessu sr.
Sigurðar Gunnarssonar, próf-
asts í Stykkishólmi.
Aldraður maður, þá ungur
drengur, sagði að þá hefði verið
glaður og góður dagur í Helga-
fellssókn.
Nú þegar liðin voru 80 ár frá
þeim degi tóku sóknarbúar þá
ákvörðun að halda upp á 8
áratuga aldur kirkju sinnar með
því að gera verulegar og varan-
legar umbætur á kirkjunni.
Turninn, sem upphaflega var
smíðaður á kirkjuna hafði
skemmst fljótt og verið breytt
við nauðsynlega viðgerð á
honum, þegar vatnsagi og fúi
sóttu mjög að stuttu eftir 1920.
Nú var ákveðið að smíða nýja
turnspíru í samræmi við þann
stíl, sem fyrri turnspíra 1903 var
smíðuð í.
Húsfriðunarnefndarfulltrúi
og starfsmenn hjá embætti
Húsameistara ríkisins hvöttu
mjög til þess og lögðu tillögur
fram með teikningu af turnspír-
unni.
Hún er nú í smíðum og langt
komin og á að ljúka viö hana í
sumar. Þá var líka skipt um járn
á þaki kirkjunnar sl. sumar.
Áfram er áformað að halda
með endurbætur á járni á hlið-
um og turnhúsi kirkjunnar eftir
því sem tilefni og þörf sýnist
fyrir. Og svo verður hugað að
grunninum sjálfum að sjálf-
sögðu. Oft hafa Helgafells-
kirkju borist góðar gjafir og því
var hún ekki alsnauð, þegar
viðgerðin hófst sl. sumar. Sjóðir
voru samt heldur léttir til þess
að kosta svo viðamikla viðgerð
sem hafin er. En ótrúlega hefir
þó verið gefið rausnarlega til
minningar um látna ástvini af
ættingjum og það hjálpað mikið
fámennri kirkjusókn í stórvirki
sínu. Fyrir það er þakkað af
alhug. Það er of mikið mál að
rifja upp mörg ár aftur í tímann
en ég get um það sem gefið hefir
verið frá því á jólum í fyrra.
Féhirðir Helgafellssóknar Hall-
varður á Þingvöllum og Sigurlín
kona hans gáfu 3000.00 kr. og
500 minningarspjöld til þess að
þeir sem óskuðu gætu fengið
þau til að senda samúðarkveðju
sína um leið og þeir styrktu
kirkjuna sem þeim væri hjart-
fólgin af einhverjum ástæðum.
Kvenfélagið Björk í Helgafells-
sveit gaf á liðnu sumri 10.000,00
kr til styrktar turnspírusmíð-
inni.
Björn Jónsson frá Kóngs-
bakka í Helgafellssveit, bóndi
þar um langt árabil og safnað-
arfulltrúi og sóknarnefndar-
maður lengi í Helgafellssókn
færði kirkjunni á gangnadaginn
minningargjöf uin systur sína
Margréti Jónsdóttur, sem einnig
bjó á Kóngsbakka. Margrét
andaðist 25. júní 1984,71 árs að
aldri.
Það voru 50.000,00 kr. sem
Björn gaf til minningar um
hana. A sl. jólum afhentu svo
hjónin, sem lengi hafa setið á
Helgafelli með sæmd og prýði,
sem allir munu votta, sem á
staðinn hafa komið, Ragnheið-
ur og Hinrik Helgafellskirkju
25 sálmabækur með ágylltri
merkingu „Helgafellskirkja" að
gjöf-
Og svo hófst árið 1985 með
því, að ég fékk boð frá burtflutt-
unt Helgfellingi frú Maríu
Magðalenu Guðmundsdóttur,
sem átti heima í Jónsnesi á
uppvaxtarárum sínum og
kenndi líka börnum nokkur ár í
farskóla í sveitinni. Hún óskaði
þess að ég tæki við lítilræði til
styrktar þeim endurbótum, sem
verið er að gera á Helgafells-
kirkju ef ég ætti hægt með og
yrði á ferðinni. Gjöf þessa vildi
hún gefa til minningar um for-
eldra sína, Guðmund Bjarna-
son f. 29. júní 1860 og d. árið
1953 og konu hans Ólínu Árna-
dóttur f. 6. júlí 1861 og d. árið
1938. Þau eru bæði jarðsett í
Helgafellskirkjugarði. Einnig
skal gjöfin vera til minningar
um þau systkini hennar, sem
þar eru greftruð.
Lítilræðið var mér svo afhent
heima hjá henni 21. jan. sl. og
reyndist þá vera sparisjóðsbók
með 150 þúsund króna inn-
stæðu. Sú gjöf berst á hentugum
tíma og kemur í góðar þarfir.
F.h. sóknarbúa í Helgafells-
sókn og kirkju þeirra flyt ég
öllum gefendum bestu þakkir
fyrir örlæti þeirra og góðar
gjafir. Þó þakka ég meira góðan
hug þeirra. Það hefir áður verið
ánægjuefni að veita viðtöku
gjöfum til Helgafellskirkju.
Guð blessi alla, sem fyrr og
síðar hafa gefið henni gjafir.
Gísli H. Kolbeins
UMBOÐSMENN
Akureyri Soffía Ásgeirsdóttir, Háalundi 7, s. 24582 og
Halldór Ásgeirsson, Hjaröarlundi 4, s. 22594.
Akranes Elsa Sigurðardóttir, Deildartúni 10, s. 93-1602.
Borgarnes Guðný Þorgeirsdóttir, Kveldúlfsgötu 12, s. 93-7226.
Hellissandur Víglundur Höskuldsson, Snæfellsási 15, s. 93-6737.
Rif Snædís Kristinsdóttir, Háarifi 49, s. 93-6629.
Ólafsvík Margrét Skarphéðinsdóttir, Vallarholti 24, s. 93-6306.
Grundarfjörður Jóhanna Gústafsdóttir, Fagurhólstúni 15, s. 93-8669
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir, Silfurgötu 25, s. 93-84010.
Búðardalur Sólveig Ingvadóttir, Gunnarsbraut 7, s. 93-4142.
Patreksfjörður Ingibjörg Haraldsdóttir, Túngötu 6, s. 94-1353.
Tálknafjörður Níels Ársælsson, Hamraborg, s. 94-2656 (2514).
Bíldudalur Jóna M. Jónsdóttir, Tjarnarbraut 5, s. 94-2206.
Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir, Brimnesvegi 2, s. 94-7673.
Suðureyri Sigrún Edda Edvardsdóttir, Sætúni 2, s. 94-6170.
Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir, Hafnargötu 115, s. 94-7366.
Isafjörður Svanfríður G. Bjarnadóttir, Pólsgötu 5, s. 94-3527.
Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54, sími 94-8131
Súðavík Heiðar Guðbrandsson, Neðri Grund, s. 94-4954.
Hólmavík Gu^björg Stefánsdóttir, Bröttugötu 4, s. 95-3149.
Hvammstangi Baldur Jessen, Kirkjuvegi, s. 95-1368.
Blönduós Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, s. 95-4581.
Skagaströnd Ingibjörg Skúladóttir, s. 95-4885.
Sauðárkrókur Guttormur Óskarsson, Skaf.braut 25, s. 95-5200.
Siglufjörður Friðfinna Símonardóttir, Aðalgötu 21, s. 96-71208.
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, s. 96-62308.
Dalvík Brynjar Friðleifsson, Ásvegi 9, s. 96-61214.
Grenivík Ómar Þór Júlíusson, Túngötu 16, s. 96-33142.
Húsavík Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53, s. 96-41765.
Kópasker Þórhalla Baldvinsdóttir, Akurgerði 7, s. 96-52151.
Raufarhöfn Ófeigur I. Gyifason, Sólvöllum, s. 96-51258.
Reynihlíð Þuríður Snæbjarnardóttir, Skútahrauni 13, s. 96-44173.
Þórshöfn Kristinn Jóhannsson, Austurvegi 1, s. 96-81157.
Breiðdalsvík Jóhanna Guðmundsdóttir, Selnesi 36, s. 96-5688.
Borgarfjörður eystri Hallgrímur Vigfússon, Vinaminni.
Vopnafjörður Jóhanna Aðalsteinsdóttir, s. 97-3251.
Egilsstaðir Páll Pétursson, Árskógum 13, s. 97-1350.
Seyðisfjörður Svanur Sigmarsson, Oddagötu 4, s. 97-2360.
Neskaupstaður Marín Árnadóttir, Víðimýri 18, s. 97-7523.
Eskifjörður Jónas Bjarnason, Strandgötu 73, s. 6262.
Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson, Heiðavegi 12, s. 97-4119.
Fáskrúðsfjörður Sonja Andrésdóttir, Þingholti, s. 97-5148.
Stöðvarfjörður Stefán Magnússon, Undralandi, s. 97-5839.
Djúpivogur Rúnar Sigurðsson, Garði, s. 97-8820.
Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir, Smárabraut 13, s. 97-8255
Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir, Sólheimum, s. 99-8172.
Hella Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Geitasandi 3, s. 99-5904
Selfoss Helga Snorradóttir, Tryggvavegi 5, s. 99-1658.
Stokkseyri Sturla G. Pálsson, s. 99-3274.
Eyrarbakki Ragnheiður Marleinsd, Hvammi, s. 99-3402.
Þorlákshöfn Þóra Sigurðardóttir, Sambyggð 4, s. 99-3924.
Hveragerði Sigríður Ósk Einarsdóttir, Heiðabrún 46, s. 99-4665
Vík Guðrún Árnadóttir, Mánabraut 14, s. 99-7233.
Vestmannaeyjar Ingveldur Gísladóttir, Bröttugötu 26, s. 98-2270.
Grindavík Sólveig Valdimarsdóttir, Efsta Hrauni 17, s. 92-8583
Garður Kristjana Óttarsdóttir, Lyngbraut 6, s. 92-7058.
Sandgerði Snjólaug Sigfúsdóttir, Suðurgötu 18, s. 92-7455.
Keflavík Guðríður Waage, Austurbraut 1, s. 2883.
Ingibjörg Einarsdóttir, Suðurgjötu 37, s. 4390.
Ytri Njarðvík Kristinn Ingimundarson, Hafnargata 72, s. 3826.
Innri Njarðvík Guðríður Árnadóttir, Kópabraut 16, s. 92-6074.
Hafnarfjörður María Sigþórsdóttir, Austurgötu 29, B, S. 54476.
Garðabær Sigrún Kristmannsdóttir, Hofslundi 4, s. 43956.
Mosfellssveit Jónina Ármannsdóttir, Arnartanga 57, 666481