NT - 07.02.1985, Side 22

NT - 07.02.1985, Side 22
Skautar: Þrefalt hjá Sovétmönnum ■ Nú stendur yfir í Gautaborg í Svíþjóð Evr- ópumeístarainót í list- lilaupi á skautum. Eins og svo oft á þessum mót- uin þá einoka austan- tjaldsþjóðirnar nær öll verðlaunasæti. Sovét- menn byrja með stæl því þeir áttu þrjú efstu pörin í parakeppninni. Sigurvegarar urðu El- ena Valova og Oleg Vasi- liev en í næsta sæti urðu Larisa Selzneva og Oleg Makarov. • ■■■’ Wmm" Fimmtudagur 7. febrúar 1985 22 Ingemar Stenmark: ■ Ingemar Stenmark (að ofan) á fullri ferd í svigi. Hans aðalkeppinautur og sá sem er talinn líklegastur til að vinna svigið er Girardelli (til hliðar). Báðir eru frábærir skíðamenn. • Handknattleikur: Þórarar urðu Eyjameistarar Frá Sigfási Guðmundvsyni fréttarilara NI í Vestmannaeyjum. ■ Þór og Týr léku í gær seinni leik sinn í Vestmanneyjamót- inu í handknattleik og sigruöu Þórarar með 22 mörkum gegn 16. Þórarar byrjuðu betur og komust í 3-0 en Týr jafnaði 4-4 og náði svo forystunni 7-5. Þór jafnaði 7-7 og þannig var staöan í hálfleik. í seinni hálfleik skor- uðu Þórarar I5 mörk gegn 9 og sigruðu örugglega. Gylfi Birgisson er byrjaður að leika ntcð Þór að nýju og skoraði hann 6 mörk. Sigbjörn og Sigurður geröu 4, Óskar 3 en aðrir færri. Fyrir Tý skoraði Benedikt Guðbjartsson mest eða 5 mörk. Þess má geta að Signtar Þröstur, markvörður Þórs, cr meiddur en í hans stað léku Viðar Einarsson og Gunnar Leifsson sern lék í seinni hálf- leik og varði I3 skot. Hann á framtíðina fyrir sér, aðeins I7 ára gamall. Bræöurnir Jón Bragi og Ingólfur skiptust á að verja mark Týs, Jón varði ll skot og citt víti cn Ingólfur 3 og eitt víti. Teksthonum að sigra í svigi á Þá yrði það í fjórða sinn í röð - Girardelli er talinn sigurstranglegastur vinna það þrisvar i röð,“ segir Blak: Landsliðið valið Leikur þrjá leiki gegn Færeyingum í næstu viku ■ Fyrirhugaðir eru 3 lands- leikir í blaki við Færeyinga, bæði í karla- og kvennaflokki. Leikið verður í Færeyjum, í Þórshöfn 13. og 15. febrúar og í Klakksvík 14. febrúar. Guðmundur E. Pálsson, þjálfari karlaliðsins hefur valið eftirtalda leikmenn til fararinn- ar: Hreinn Þorkelsson Ástvaldur Arthurson Kristján M. Unnarsson H.K. H.K. Fram Þorvarður Sigfússon Í.S. Haukur Valtýsson Í.S. Samúel Ö. Erlingsson Þrótti Jón Árnason Þrótti Leifur Harðarson Þrótti Lárentsínus H. Ágústsson Þrótti Guðmundur E. Pálsson Þrótti Björgólfur Jóhannsson og Leifur Harðarson, þjálfarar kvennaliðsins, hafa valið eftir- talda leikmenn: Jóhanna Guðjónsdóttir Völsungi Gyða Steinsdóttir j.s. Þóra Andrésdóttir j.s. Málfriður Pálsdóttir j.s. Snjólaug Bjarnadótt;r Þrótti Steina Ólafsdóttir Þrótti Hulda Laxdai Hauksdóttir Þrótti Sigurborg Gunnarsdóttir U.B.K. Sigurlín Sæmundsdóttir U.B.K. Þorbjörg Rögnvaldsdóttir U.B.K. Það er nú aðeins um mán- uður þar til Ingcmar Stenmark verður 29 ára og samt segist kappinn, sem keppt hefur í meira en áratug, vera tauga- strekktur fyrir öll mót. Er ég var um tvítugt þá hvarf þessi spenningur að mestu. Nú þcgar ég er orðin 28 ára er ég spennt- ari en fyrr vegna þess að ég hafði tapað svo mörgum mótum að undaförnu. Ég Finn líka spenn- una vegna þess að nú er ég í heimsmeistarakeppni og henni fylgir alltaf spennaþ sagði Stenmark. Stenmark vann sigur í heims- bikarkeppninni alls þrívegis. Hann vann bæði svigin í heims- meistarakeppninni árið l978og aftur 1980 þá vann hann svigið í keppninni 1982. „Þetta er alltaf að verða erfiðara og erfiðara. Það er orðið nær ómögulegt að fylgja þessum ungu skíðamönnum eftir. Þeir ná alltaf meiri og meiri hraða," bætir Stenmark við. Hann vonast þó til aó ná sér í gullverðlaun á heims- meistaramótinu í Bormio. „Vonandi tekst mér að vinna svigið, því mér hefur tekist að Knattspyrna: Stórsigur Mexíkana - á taugaóstyrkum Pólverjum ■ Mexíkanar gjörsigruðu taugaóstyrka Pólverja sem léku langt undirgetu, í vináttulands- leik í knattspyrnu í Queretaro í Mexíkó í fyrradag. Lciknum lauk með 5-0 sigri Mexíkana sem með þesstlm sigri sýna að þeir verða engin lömb að leika sér viö úrslitum heimsmeistara- keppninnar sem fram fer í Mex- íkó á næsta ári. Manuel Negrete, miðvallar- leikmaðurin stórgóði hjá Mex- íkó átti miðjuna og stjórnaði leik liðs síns vel og var pottur- inn og pannart í frjóuin sókriar- leik Mexíkana. Vörnin var einn- ig mjög örugg og þetta kunnu 42.000 áhorfendur sannarlega vel aö meta. Negrete skoraði 2 mörk í leiknum, á 13. rnínútu eftir að markvörður pólska liðsins hafði hikað og hitt skoraði hann með skalla á 65. mínútu óvaldaður í vítateignum. Framherjinn Tomas Boy skoraði fyrsta markið og einnig það glæsilegasta. Eftir 9 mín- útna leik þrumaði hann af 25 metra færi úr aukaspyrnu 1 framhjá varnarveggnum og í blá hornið. Hin mörkin voru bæði skallamörk. Varnarmað- urinn Felix Cruz á 27. mínútu og varamaðurinn Luis Flores á 60. mínútu. Markverði Pólverja Jacek Karzimiensky var skipt út af á 73. mínútu. Pólverjarnir sökn- urðu Bonieks sáran, en hann fékk ekki ifrí hjá Juventus til aðspila leikinn. Lárentsínus Ágústsson Þrótti er einn landsliðsmannanna. Jan Molby hjá Liverpool: Metnaður minn er mikill Vill frekar spila með landsliðinu en verma bekkinn hjá Liverpool Frá Samuel Krni í Kaupannahöfn: ■ Jan Molby, danski atvinnu- knattspyrnumaðurin sem leik- ur með Liverpoo! er orðinn óþolinmóður, enda þurft að verma varamannabekkinn lengi undanfarið og stundum ekki verið í liðinu. Jan Molby í búningi Liverpool. Fer hann burt fljótlega? „Ég vil frekar leika með landsliði Danmerkur í heims- meistarakeppninni heldur en að vera varamaður í Liver- pool,“ sagði Molby í viðtali við danska blaðið „Extrabladet" í gær. Eftir tvo daga getur hann flutt inn í nýja húsið sem Li- verpool hefur látið honum í té. Hann hefur haft nógan tíma til þess að innrétta og koma sér fyrir því liðið hefur ekki notað hann síðasta mánuðinn. Þetta hefur Mólby mátt þola ásamt mörgum stórstjörnum hjá Liverpool, meðal annars Sammy Lee sem á að baki tugi landsleikja fyrir England. Mólby gerði stjórn Liverpool fyrir stuttu grein fyrir því að hann vildi fara til annars liðs sem hefði ekki 18 stórstjörnur til að keppa um 11 sæti, heldur færri stjörnur og hann gæti fengið að spila. Stjórn Liverpool tók ekki meira mark á þessu en svo að þeir hafa enn ekki svarað honum, enda vanir að eiga við unga leikmenn sem eru óþolin- móðir og vilja komast í liðið. Joe Fagan, framkvæmda- stjóri hefur margoft lýst því yfir að Mölby sé mjög góður leikmaður, en það dugir ekki til þegar þar eru 18 stjörnur, hver annarri betri. „Eg vil fara því ég er sann- færður um það að Sepp Piontek hættir að velja mig í danska landsliðið ef ég er ætíð vara- skífa hjá Liverpool. Ég vil frekar leika 8 heimsmeistara- keppninni með danska landslið- inu, þó ég viti að það þýðir talsvert mikið tekjutap, þ\í ég fæ ekki eins góðan samning annars staðar. En metnaður minn sem knattspyrnumaður er ríkari peningaþörfinni. Ég vil ná árangri og taka framför- um með því að spila fótbolta. Vissulega væri gaman að fá aftur tækifæri hjá Liverpool til að sanna getu mína en ég er hræddur um að það tækifæri komi ekki," sagði Jan Mólby. Stenmark. Hann veit að einn af aðal- keppinautum hansverðurMarc Girardelli. Austurríkismaður- inn sem keppir fyrir Lúxem- borg. „Girardelli veit ekki hvað raunveruleg spenna er, hann hefur aldrei keppt á heims- meisfaramóti né á ólympíuleik- um. Hann er þó sá sigurstrang- legasti og hann mun skíða vel," segir Stenmark. Stenmark hefur ekki enn á- kveðið hvort hann leggi skíða- keppnir til hliðar cftir þetta keppnistímabil. „Það getur verið að ég fari að snúa mér eingöngu að svigi og hætti þátt- töku í hinum greinunum, en það kemur í Ijós," segir þessi lifandi sænska goðsögn. Ingemar Stenmark. Nýr þjálfari hjá Brössum ■ Knattspyrnusamband Brasilíu hefurráðið Evar- isto Macedo aðalþjálfara landsliðsins fyrir heims- mcistarakeppnina sem framundan er. Macedo þáði boð knattspyrnusambandsins eftir að Ijóst var að knatt- spyrnufélagið Al-Ahli í Saudi-Arabíu neitaði að láta Tele Santana lausan. Brasilíuinenn hafa reynt allt hvað af tekur að fá arabíska liðið til að slíta sániningi sinum við Santana svo hann geti byrjað strax með lands- liðið sem á að leika í undankeppninni í sumar. Það tókst ekki og þcgar ekki reyndist heldur unnt að fá Mario Zagalo, sem leiddi Brasilíu til sigurs í hcimsnieistarakeppninni árið 1970, til starfans af fjölskyldu ástæð- um var ákveðið að tala viö Maccdo. Macedo sagöi á blaða- mannafundi að hann niyndi hefja störf strax. „Ég hef frest fram í apríl til að tilkynna 22 manna landsliöshóp. Það er allt- of sncmnit að segja nokk- uð strax“ sagði hann. „Brasilíumenn sem leika á Ítalíu verða valdir eftir því hvernig þeir standa sig með liðum sínum. Enginn verður valinn í hópinn af frægðinni einni saman. Ég mun velja þá sem leika vel á þeim tíma sem undirbúningurinn fer frain“. Brasilíumenn leika í 3 riðli með Bólivíu og Par- aguay í undankeppninni í Suður-Ameríku. Knattspyrna: Sovét-sigur ■ Sovétmenn sigruðu á knattspyrnunióti sem fram fór í Indlandi um helgina. Þeir sigruðu Júgóslava i úrslitaleik 2-1. Keppnin hét Jawaharlal Nehru Gull-kcppnin.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.