NT - 07.02.1985, Side 23
Fimmtudagur 7. febrúar 1985 23
íslandsgangan
■ Á haustþingi SKÍ sem
haldið var á Egilsstöðum
9.-H. nóv. s.l. varákveð-
ið að koma á allt að 5
trimmgöngum fyrir al-
menning sern kölluðust
einu nafni íslandsgangan
og væri hver þeirra
a.m.k. 20 km. að lengd.
Ákveðið var að mót
þessi færu fram á eftir-
töldum stöðum árið 1985:
16/2 á Egilsstödum,
Skógargangan 20 km.
9/3 á Akureyri,
Lambagangan 20 km
23/3 í Reykjavík,
Þingvallagangan 42 km.
13/4 á Ólafsfirði,
Lavaloppet 10-20-40 km.
4/5 á Isafirði,
Fossvatnsgangan 24 km.
Þátttaka í íslandsgöng-
unni gefurstig og eru þau
reiknuð út eftir röð kepp-
énda í hverju göngumóti
fyrir sig skv. reglugerð
SKÍ um stigaútreikning í
göngu. Samanlögð stig
þátttakenda úr þrem
þessara göngumóta ráða
úrslitum um röð hans í
íslandsgöngunni.
Sigurvegari hlýtur ís-
landsbikarinn sem er far-
andgripur en auk þess
skulu verðlaun veitt fyrir
þrjú efstu sæti í eftirtöld-
um flokkum.
konur 17-34 ára
konur 35 ára og eldri
karlar 17-34 ára
karlar 35 ára og eldri.
Þátttökutikynningu
skal senda til viðkomandi
skíðaráða en einnig má
tilkynna skráningu í síma
á viðkomandi stöðum
sem hér segir:
Á Egilsstöðum i síma 97-1353.
á Akureyri i simum 96-22722 og
96-22930.
í Reykjavík i símum 91-45473,
91-687000, 91-37392.
Á Ólafsfirði í símum 96-62456,
96-62270, 96-62134.
Á ísafirði í símum 94-3092, 94-
4162.
Skráningu í allar göngurnar í
heild má einnig tilkynna til
Trimmnefndar SKÍ, Hafnar-
stræti 81, Akureyri sími 96-
22722.
■ Bandaríska stúlkan Diann Roffe er hér borin í gullstól af þeim stúlkum er urðu henni næstar í
stórsviginu í gær. Kirchler til vinstri og Twardokens til hægri. Símamynd: polfoto
Enska knattspyrnan:
Mark á lokasekúndunum
-Thomas skallaði Chelsea í undanúrslit
Frá Heimi Bergssyni fréttarítara NT í Eng-
landi:
■ Það voru 36 þúsund áhorf-
endur sem komu á Stamford
Bridge til að fylgjast meðsínum
mönnum Chelsea komast í
undanúrslit í Mjólkurbikarn-
um. Chelsea tókst loks að vinna
sigur á Sheffield Wednesday í
gærkvöldi, 2-1. Naumur var þó
Knattspyrna:
Portúgalir breyta
ekki leikdögum
- fyrir V-Þjóðverja
■ Portúgalir hafa ákveðið að
breyta ekki leikdegi sínum og
V-Þjóðverja í undankeppn'
heimsmeistarakeppninnar
knattspyrnu. Þessi lið eru
öðrum riðli og höfðu Þjóðverj
ar beðið um að leikurinn yrð
færður fram unr einn dag, frá
24. febrúar til 23. febrúar. Þctta
var gert fyrir ítölsku liðin Ver-
ona og Inter Mílanó, sem þuria
annars að sjá á eftir Hans-Peter
Briegel og Karl-Heinz Rum-
menigge. Nú er hins vegar ljóst
að þeir verða að fá frí.
Portúgalir sögðu að allur
undirbúningur fyrir leikinn á
þessum tiltekna degi væri það
langt kominn að ekki yrði snúið
við. Næsti leikur Portúgala í
öðrum riðli er á móti Möltu og
verður hann 10. febrúar. Þjálf-
ari landsliðs Portúgal, Jose
Torres, hefur valið 9 leikmenn
frá Portó, sem er efst í 1.
deildinni í liðið fyrir leikinn.
Svíar, Portúgalir og V-Þjóð-
verjar eru allir með 4 stig í
riðlinum en eftir mismarga
leiki. Svíar eftir 4, Þjóðverjar
eftir 2 og Portúgalir eftir 3 Ieiki.
Handknattleikur:
Þrír í kvöld
■ Ikvöld verða þrírleikir í 1.
deild íslandsmótsins í hand-
knattleik . í Laugardalshöll
verða tveir þeirra; Valur og
Breiðablik eigast við kl. 20.00
ogstraxáeftireðaumkl.2 1:15
þá spila KR-ingar við Þrótt. í
Digranesi er áætlaður einn leik-
ur (sem þó var ekki fulljóst
hvort af yrði er NT fór í
prentun) það er leikur Stjörn-
unnar og Víkings. Hann hefst
kl. 20:10.
Þessir leikir koma allir eftir
nokkurt hlé á deildarkeppninni
vegna farar landsliðsins til
Frakklands þar sem það tók
þátt í sterku móti eins og kunn-
ugt er.
HMíMexiki:
FIFA ánægt
■ Forystumenn FIFA,
alþjóðaknattspyrnu-
sambandsins, hafa
undanfarið skoðað að-
stæður í Mexíkó, þar sem
heimsmeistarakeppnin
fer fram á næsta ári. Þeir
skoðuðu meðal annars
nýjan leikvang í Queret-
aro en þar er eini nýi
völlurinn sem byggður
verður fyrir HM. Leik-
vangurinn var vígður
með leik Sviss og Búlgar-
íu í fyrradag en síðan
léku Mexíkanar gegn
Pólverjum (sjá annars
staðar).
Hermann Neuberger,
Joseph Blatter og Joao
Havelange forseti FIFA,
sögðust vera ánægðir
með undirbúningsvinnu
Mexíkana og bjuggust
við að HM myndi ganga
snurðulaust, þrátt fyrir
nokkrar róstur í mexí-
könskum stjórnmálum.
Þeir ákváðu að tryggja
keppnina fyrir 100 millj-
ón dollara til öryggis „ef
stríð skylli á, jarðskjálfti
eða annað sem hindrað
gæti að keppnin gæti farið
fram.“
24 þjóðir munu taka
þátt í riðlakeppninni í
Mexíkó og verður Ijóst í
sumar hvaða þjóðir það
verða. Raðað verður í
riðla í desember eftir
styrkleika liðanna.
sigurinn því Micky Thomas
skoraði sigurmarkið er um hálf
mínúta var til leiksloka, og það
með skalla. Paul Conanville
gaf fyrir og litli titturinn stökk
hæst og skallaði í netið.
Sheffield hafði náð forystu í
leiknum er Gary Sheldon skor-
aði strax á 11. mínútu. Pat
Nevin lék síðan á rangstöðu-
gildru Sheffield á 30 mínútu og
gaf fyrir þar sem Speedy var
staddur og hann jafnaði fyrir
Chelsea. Sigurmarkið kom svo
í lokin.
Chelsea er nú talið vera sig-
urstranglegasta liðið í Mjólkur-
bikarnum og leika þeir við
Sunderland í undanúrslitum en
í hinum leiknum mætast Ips-
wich og Norwich. Leikurinn í
gær var ekta bikarleikur, harð-
ur og hraður en lítið um spil.
Heimsmeistarakeppnin á skíðum:
Óvænt hjá
bandarískum
- urðu í þremur af f jórum efstu sætunum í stórsvigi i gær
■ Lítt þekkt unglingsstúlka
Diann Roffe frá USA sigraði
öllum á óvart í stórsvigi á
heimsmeistaramótinu í Santa
Catarina á Ítallíu í gær.
Roff hefur aldrei náð bctri
árangri áður en að lenda í 9.
sæti í heimsbikarkeppninni, en
í gær náði hún fyrsta sætinu
eftir að hafa verið t'immta eftir
fyrri umferð.
Eva Twardokens frá USA
sem var fyrst eftir fyrri umfcrö
endaði þriðja og þriðja amer-
íska stúlkan, Debbie
Armstrong, varð fjórða.
Elisabeth Kirchler frá
Austurríki kom í veg fyrir að
Bandarfkin hirtu öll verðlaunin
en hún varð önnur.
Svissneska liðið var alveg
heillum horfið og Maria Wallis-
er varfyrst af þeim en hún lenti
í 8. sæti. Erika Hess, fyrrum
heimsmeistari í greininni og
heimsbikarhafi. varð 11_.
„Ég bjóst aldrei við að standa
meö gulliö í lúkunum eftir
keppnina. Þegarégkom hingað
voru vonirmínaraðeins bundn-
ar við að komast í bandaríska
liðið," svaraði Diann Roffe.
Roff var valin í liðið í staðinn
fyrir Cindy Nelson á síðustu
stundu og enginn bjóst við
henni sem sigurvegara.
Borðtennis:
Reykjavíkurmót
-fyrir árið 1984
■ Reykjavíkurmótið í borð-
tennis 1984 var haldið í Laugar-
dalshöll á laugardaginn en ekki
tókst að halda mótið á tilsettum
tíma á síðasta ári. Keppt var í
unglingaflokkum 17 ára og
yngri og í llokki öldunga. Úrslit
urðu þannig:
Einliðaleikur öldunga: I.
Halldór Haralz, Erninum 2.
Jóhann Örn Sigurjónsson og 3.
Gunnar Hall báðir í Erninum.
Tvíöliðaleikur öldunga: 1.
Halldór Haralz og Gunnar
Hall, Erninum 2. Jóhann Örn
Sigurjónsson og Þórður Þor-
varðarson, Erninum 3. Árni
Siemsen og Thomas Bartlet,
Erninum.
Drengir yngri en 13 ára: I.
Sigurður Bollason Víkingi 2.
Ólafur Stephensen Víkingi.
Drengir 13-15 ára: I. Valdi-
mar Hannesson KR 2. Kjartan
Briem KR 3. Eyþór Ragnars-
son KR.
Drengir 15-17 ára: I. Hcr-
mann Bárðarson Víkingi 2.
Snorri Briem KR 3. Magnús
Þorsteinsson KR.
Stúlkur yngri en 17 ára: I.
María Hrafnsdóttir Víkingi 2.
María Sigmundsdóttir Víkingi
3. Hjördís Þorkelsdóttir Vík-
mgi.
Tvíliöaleikur drengja yngri
en 15 ára: 1. Valdimar Hannes-
son og Kjartan Briem KR 2.
Ragnar Árnason og Eyþór
Ragnarsson KR.
Tvíliðaleikur drengja 15-17
ára: 1. Stefán Garðarsson KR
og Jón Karlsson Erninum. 2.
Friðrik Berndsen og Hcrmann
Bárðarson Víkingi 3. Magnús
Þorsteinsson og Snorri Briem
KR.
Tvíliðaleikur stúlkna: I.
María Hrafnsdóttir og Hjördís
Þorkelsdóttir Víkingi. 2.
Hrafnhildur Sigurðardóftir og
María Sigmundsdóttir Víkingi.
Tvenndarleikur unglinga: 1.
Birgir Ragnarsson KR og Mar-
ía Hrafnsdóttir Víkingi. 2.
Friðrik Berndsen og Hjördís
Þorkelsdóttir Víkingi 3. Her-
mann Bárðarson og Hrefna
Halldórsdóttir, Víkingi.
Reykjavíkurmótið gekk vel
fyrir sig og var hart barist í
öllum flokkum og keppnin
mjög spennandi að mati þeirra
sem fylgdust með. Síðar verður
haldið Reykjavíkurmót 1984
fyrir karla og kvennaflokk.
Reykjavíkurmótið 1985 verður
væntanlega haldiö næsta haust.
■ Knattspyrnusnillingur-
inn frá árum áður Sir Stanley
Matthews, sem lcngi spilaði
með Stoke og Blackpoo|,
varð sjötugur um daginn.
Kappinn heldur sér í fínu
formi og var hinn hressasti er
hann tók á móti gestum á
hóteli í Tórontó í Kanada.
Alls mættu um 1000 manns
til að heiðra hann.
Sir Stanley spilaði í ensku
1. deildinni allt til fimmtugs,
alls 33 keppnistímabil. Þá
lék hann 88 landsleiki fyrir
England,spilaði í þremur úr-
slitaleikjum í ensku bikar-
keppninni og tók þátt í
tveimur heimsmeistara-
keppnum.
Hann segir að ein helsta
ástæðan fyrir hressleika sínum
sé sú að hann reykti aldrei og
smakkaði aldrei sterk vín.
Þá hefur hann haldið sér í
líkamlegri þjálfun allan
þennan tíma.
Skiði:
Andrés Önd
í Hlíðarfjalli
■ Andrésar Andar-
lcikarnir í ár fara fram á
Akureyri dagana 24.-27.
apríl næstkomandi.
Keppt verður í Hliðar-
fjalli en þátttakendur
munu búa í Lundarskóla.
Þátttökutilkynningar
skulu berast til fram-
kvæmdanefndar leikanna
í pósthólf 706 á Akureyri
fyrir 9. apríl. Keppt verð-
ur í eftirtöldum greinum:
Svig og stórsvig: 7, 8,9,10,11 og
12 ára drengir og stúlkur
Ganga:
12ára drengir og stúlkur 2,5 km
llára — — 2,0 km
lOára — — 1,5 km
9ára — — 1,0 km
Stökk: 9,10,11 og 12 ára drengir.