NT - 08.02.1985, Blaðsíða 10

NT - 08.02.1985, Blaðsíða 10
IVIi M Þórarinn Salómonsson bóndi í Syðri-Tungu Þórarinn Salómonsson bóndi1 í Syöri-Tungu, Staðarsvcit andaðist 16. des.'sl. 78 ára að aldri. Við sem þekktum Þórarin og höfum haft dagleg samskipti við hann og heimili hans um árabil þökkum góðum guði að hafa tekið afa, eins og hann var alltaf kallaður hjá okkur, svo fljótt til sín eftir að þrekið leyfði ekki lengur að hann gæti stund- að störf sín, þau störf sem hann hafði unnið af einstakri einlægni til síöustu stundar. Hann var eins og fyrr segir kominn’hátt á áttræöisaldur, og þegar dró að lokum urðu aðeins tvö fjósmál útundan. hann fór í fjósiö á laugardagsmorgun með syni sínum eins og venjulega og handmjólkaði kýrnar og gegndi öðrum fjósverkum, en þá var þrekið búið fyrir fullt og allt. Eftir að læknir hafði skoðað liann var hann fluttur út á Akra- nes og þar andaðist hann kl. 3 á sunnudag. Þórarinn fór ekki frá bæ sín- um að óþörfu. en hann fylgdist vel með því sem var að gerast, bæði í þjóömálum og heimsmál- um. Hann átti því láni að fagna að eignast þrjú börn með Stein- þóru Jóhannesdóttur, sem bjó með Iionum þar til fyrir nokkr- urn árurn að þau slitu samvist- um. Steinþóra átti þrjú börn fyrir þegar hún kom og þeim gekk hann í föðurstað. Ilann var einstakur faðir, að vísu gamaldags í starfsháttum, en um leið og synirnir uxu úr grasi og komu með nýjar hugmyndir og tæki scm reyndust auka af- köstin eða létta undir á einhvern hátt, þá einfaldlega lét hann þeim eftir verkin, en hann íylgd- ist vel með fram á síöustu stund. Við sáum aö þrekið dvínaði jafnt og þétt og smátt og smátt tók Salómon sonur hans meira á sig af þeim vcrkum sem gamli maðurinn hafði áður gegnt. Þó féll honum aldrci verk úr hcndi. Nú tók hann eldamennskuna að sér aö mestu leyti og þar var sama nákvæmnin og samvisku- semin sem í öðru, matur og kaffi á nákvæmlega sama tíma dag hvern. Þannig hafði það alltaf veriö mcö gcgningarnar, varla skeikað um niínútu. það var réttur málleysingjanna og honum trúað fyrir þeim. í kaupstað fór Þórarinn að jafnaði einu sinni á ári, eða þegar hann fylgdi fénu til slátr- unar. Á síðustu árum fór hann cinnig til Ólafsvíkur þegar liann leitaði til læknis, en liann vildi komast heim sem allra fyrst. Fjósið beið og þó að það væri talið ónothæft liélt hann vinnsluleyfi þar scm mjólkin var alltaf í hæsta gæðaflokki, enda þrifnaður og natni Þórar- ins við störf sín einstök. - Dauð- inn kemur alltaf óvænt, en afi fékk að vcra heima og fylgjast með búi sínu og börnum til hinstu stundar og það var hon- um allt. Við geymum góðar minning- ar um samskipti við fjölskyld- una í Syöri-Tungu öll þessi árog þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Þórarni Salómonssyni. Jónína Þorgrímsdóttir og fjölskylda Ytri-Tungu Viktoría Sigríður Ólafsdóttir Strönd Stokkseyri Fædd 22. niars 1888 Dáin 13 jan. 1984 Sunnudaginn 13. janúar s.l. andaöist á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi, Viktoría Sigríð- ur Ólafsdóttir Strönd á Stokk- seyri. Hún var fædd 22. mars 1888 að Mosastööum í Sandvíkur- hreppi dóttir hjónanna, Ólafs Jóhannessonar og Ragnhildar ísleifsdóttur. Var hún því tæpra 97 ára er hún lést. Á fyrsta aldursári fluttist hún með foreldrum sínum að Hreið- urborg í sömu sveit og ólst hún þar upp ásamt systkinum sínum, Sigurgeir og Ragnhildi, en þau eru nú bæði látin. Viktoría var hjá foreldrum sínum til ársins 1918 að hún fluttist til Stokkscyrar og gcröi Leiðrétting ■ í minningargrein um Berg Guðjónsson á Smiðjuhóli eftir Jóhannes M. Þórðarson, féll niður setning í prentun. Rétt er málsgreinin þannig: Ve.gna aldursmunar okkar Bergs var hann kominn um miðjan aldur þegar ég man hann fyrst, var ég þá 7 ára naggur. Kom ég þá að Smiðjuhóli í fylgd með föður mínum. Héf ég sennilega veriö eitthvað feiminn þess vegna er þetta minnis- stætt. Þegar Bergur heils- aði mér man ég hvað hann var brosmildur og talaði hlýlega til mín, en þannig var hann jafnan. Barégþá strax til hans hlýhug og traust. Þannig tel ég að hafi verið um flesta sem honum kynntust. Margir voru í vinnu hjá Bergi um lengri eða skemmri tíma. Þessi samskipti leiddu yfir- leitt til ævilangrar vináttu ; tryggðar við hann. vinnukona hjá Grími Olafssyni á Strönd. Síðar er kona hans lést, gcrðist Viktoría ráðskona hjá þeim fcögum Grími og Kristni Grímssyni og tók hún því við störfum húsmóðurinnar þar og sinnti því með stakri kostgæfni ntcðan þeir feðgar voru lífs. Að þeim látnum keypti hún eignarhluta þeirra í Ströndinni og þar var hún meðan heilsa entist, eða til ársins 1972 cnda þá orðin blind. Þá lá leið hcnnar til Eyrarbakka til bróðurdóttur sinnar, Elínar Sigurgeirsdóttur, sem annaðist hana með sérs- takri prýði þar til heilsa hcnnar var það farin að ógerningur var að veita þá aðstoð í heimahúsi sem þurfti. Þá tók Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi við og þar dvaldi hún s.l. 5 ár. Þótt cinstæöingur væri hún mestan hluta ævi sinnar átti hún góða að. Má þar nefna systkina- börn hcnnar á Eyrarbakka, El- ínu sem áður er getið og þá bræður Gísla Gíslason. meðan hans naut við og Ölaf Gíslason, sem alla tíð fylgdist mcð henni og veitti henni alla þá aðstoð sem hann gat. Var þar mikið og innilcgt samband á milli, sem hún mat og þakkaði. Viktoría gerði ekki víðreist um ævina. Hún var hlédræg og barst ekki á. Geröi ekki kröfur til annarra né tilraun til að blanda sér í annarra hagi, bar ekki lieldur sín málefni á ann- arra borð. Hún lifði ævinlcga í sátt og samlyndi við allt og alla og var trygg sínum vinum. Eng- inn var fyrir henni og hún ekki fyrir neinum. Hún safnaði ekki veraldarauði, en hún var rík af gæsku og mildi. Hún huggaði og gladdi með gjöfum í sinni fátækt. Hún yljaði upp í kring um sig með söng og hljóðfæra- leik, ckki bara þegar allt lék í lyndi á besta skeiði ævinnar. heldur líka söng hún og trallaði næstum þar til lífsneistinn slokknaði. Sérstakt gamalmenni að þessu leyti. sagði starfsfólk sjúkrahússins. Hún var trúuð og kirkjurækin. Að fæðast og alast upp í sambýli við slíkan persónuleika er ekki hægt að þakka sem ber. En bernskuminningar um samskifti okkar systkinanna við þessa góðu konu hrannast upp og við erum þakklát fyrir sam- fylgdina. Geymi þig góður guð. Sigurður Inginiundarson. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í hlaðinu. er bent á, art þær þurl'a að berast a.m.k. tveim döguin fyrir birtingardag. Þær þurta að vera vélritaðar. Föstudagur 8. febrúar 1985 10 Þorsteinn Einarsson bóndi í Giljahlíð F. 19. mars 1892. -------- D. 8. ágúst 1984. Upp úr hádeginu laugardag- inn 18. ágúst síðastliðinn jókst umferðin skyndilega um Reyk- holtsdalinn, allir stefndu að sama stað, Reykholti. Það var söknuður og alvara í svip hvers einasta manns því hér skyldi kveðja hinstu kveðju samferða- manninn og bóndann Þorstein Einarsson fyrrurn bónda í Gilja- hlíð og víðar. Þorsteinn var fæddur að Skáney í Rcykholtsdal 19. mars 1892, sonur hjónanna Einars Jónssonar og Sigríðar Þorsteins- dóttur er þar bjuggu þá. Þor- steinn ólst upp með foreldrum sínum fyrst á Skáney síðan Skáneyjarkoti og Refsstöðum. Börn þeirra hjóna Einars og Sigríðar urðu sjö en aðeins fimm náðu fullorðinsaldri. Ingi- ríður f. 1889 d. 1963, Þorsteinn f. 1892, Þorgerður f. 1893, Sig- ríður f. 1896 og Helga f. 1901. Þegar þetta er ritað eru aðeins eftir tvær systur á lífi, Þorgerður og Sigríður. Helga lést aðcins tveimur mánuðum á eftir bróð- ur sínum. Öll náðu þau systkini mjög háurn aldri enda ekki langt að sækja dugnað hreysti og langlífi, þar sem Sigríður móðir þeirra náði 102 ára aldri. Það heyrist stundum sagt nú á dögum að þessi eða hinn drepi sig á vinnuþrælkun og sumir nefna meira að segja 48 stunda vinnuviku í því sambandi, en vinna lagði ekki þessi systkini í gröfina fyrir aldur fram senr sjá má. Enginn auður var í garði hjá þeim Einari og Sigríði og urðu börnin því að fara að vinna fyrir sér um leið og kraftar þeirra leyfðu enda var þeim iðjusemi og trúmennska í blóð borin, að vera sjálfstæð og ekki upp á neinn komin en geta fremur lagt öðrum lið ef með þyrfti. í þá daga var ekki um margar leiðir að ræða fyrir börn fátækling- anna sem stefndu að því að vera sjálfstæð og ekki uppá aðra komin, að vinna hörðum hönd- um var þeirra hlutskipti og þar var Þorsteinn ekki eftirbátur annarra, hann var hamhieypa til allrar vinnu og svo léttur á fæti að af bar. Læt ég nægja að nefna grein sem birtist í bókinni Hrakningar og heiðarvegir, þar lýsir liann sjálfur betur en ég get gert atviki sem gerðist er hann hljóp framan úr Álftakróks- skála niður að Fljótstungu að sækja hjálp handa fársjúkunr ferðafélaga sínum og var síðan með í leiðangri þeim sem fór til að sækja hann og ýmist að bera eða draga á sleða til byggða. Þetta var þrekvirki sem betur fer er búið að forða frá gleymsku. Eg man eitt sinn er ég var að vinna flag í Giljahlíð að stór ávöl þúfa hafði skafist af í heilu lagi þegar ruðningnum var jafn- að út og nauðsynlegt var að vinna liana niður, Þorsteini þótti verkið ganga heldur seint undan herfunum. en hann stóð hjá og horfði á án allra verk- færa. Allt í einu er Þorsteinn kominn á linén og ræðst á þúf- una með berum höndunum að tæta liana sundur. Einhverju ónæði ntun hann hafa orðið fyrir af traktornum sem var látinn brytja þúfuna eftir bestu getu. Þegar hún var orðin það lítil að hún lét undan þá lagðist hann flatur í flagið og spyrnti henni í skurðinn, en mikið vatn var í skurðinum sem tók við henni og bar hana út í á, slíkt var kapp Þorsteins, verkið varð að ganga og ganga hratt. 1918 giftist Þorsteinn Jónínu Árnadóttur frá Flöðatanga í Stafholtstungum mikilhæfri öðl- ingskonu og hófu þau búskap að Litluþúfu í Miklaholtshreppi það vor. Ekki tók veröldin nein- urn silkihönskum á ungu hjón- unum í Litluþúfu. Frostaveturinn mikli fór í hönd og spánska veikin geisaði um Iandið, hvorugt fór hjá garði í Litluþúfu. í spönsku veikinni lá Þor- steinn þungt haldinn lengi vetr- ar en náði þó heilsu aftur. Konan fæddi fyrsta barnið, Gísla 30. nóvember og var það þeim sólargeisli í þrengingunum sem framundan voru. sumarið með eindæmum graslaust, kon- an bundin yfir barninu og hann slappur eftir veikindin um vet- urinn svo erfiður hefur hey- skapurinn verið í Litluþúfu sumarið 1919 og engin verkfæri að vinna nreð nema orfið og hrífan, skepnurnar óhagvanar enda týndust þær á leið sinni á heimaslóðir, veitti þó svo sann- arlega ekki af að fá arðinn af þeim í heimili frumbýlinganna. En Þorsteinn var alla tíð skila- rnaður og þegar örlögin höfðu úthlutað þessum skammti mót- lætisins og til að standa í skilum við þá sern höfðu treyst honum hættu þau búskap í Litluþúfu vorið 1921 og seldu það sem hægt var að losa sig við en mælirinn var ekki fullur. Þegar búið var að selja og flutningar á næsta leiti lagðist Þorsteinn í taugaveiki og lá í henni megnið af sumrinu. Um haustið komu þau hjónin aftur fram í Borgar- fjarðardalina, vistaðist hann að Brekkukoti í Reykholtsdal en hún rneð barnið að Sigmundar- stöðum í Hálsasveit urn vetur- inn. Vorið 1922 fengu þau svo ábúð að Kletti í Reykholtsdal og nú var aftur sett saman heimili. Virtist nú loksins birta yfir hag ungu hjónanna, í Kletti leið þeini vel, búskapurinn blómgaðist og efnahagurinn batnaði, þá fæddist þeim annað barnið 24. janúar 1923. Sigríð- ur. 1926 lauk búskap þeirra í Kletti. Flytja þau nú að Hægindi í sömu sveit, höfðu þau fengið þar ábúð næstu 10 ár sem voru að hluta til bestu ár æfi þeirra. Þar fæddust þeim hin börnin: Árni 26. maí 1927. Jón 30. október 1929 og Dýrunn 13. júlí 1931. En mótlætið hafði ekki gleymt Þorsteini þó það hafi sofið um hríð. 1934 lést Jónína. Stóð nú Þorsteinn uppi með börnin. aðeinsGísli varfermdur hin öll innan við fermingarald- urs og þar við bættist að frá Hægindi varð hann að fara 1936. En það sannaðist á Þorsteini að hann harðnaði við hverja raun og börnunum bjó hann heimili meðan þau þurftu þess með. Vorið 1936 flytur hann að Beig- alda í Borgarhrepp, þar kunni hann ekki við sig og flytur vorið 1937 að Fróðhúsum í sömu sveit. En í dölum Borgarfjarðar var hann fæddur og þangað stefndi hans átthagatryggð, þar hafði hann lifað bæði súrt og sætt og enn er haldið til fjalla. Vorið 1938 flytur hann að Sigmundar- stöðurn í Hálsasveit og býr þar til ársins 1944. Nú voru börnin komin upp og honum fannst þau þurfa að leita sér menntunar sem mundi styrkja þau í lífsbaráttunni og vildi ekki að þau væru að sitja það af sér til að hjálpa honum. því að vera þiggjandi var ekki að skapi Þorsteins. Næstu þrjú árin var hann í vinnumennsku á ýmsum bæjum í Reykholtsdal og hafði jafnan nokkrar kindur í fóðri á kaupi sínu. Ekki undi Þorsteinn því lengi að eiga ekki sitt eigiö heimili því 1947 kaupir hann Giljahlíð í Flókadal og hóf þar búskap um vorið. Nú var hann sestur á sína eigin jörð og hrakningum leiguliðans lokið, þá er hann 55 ára en óbugaður þrátt fyrir allt. Nú var byrjað að reisa við því jörðin var komin í niðurníðslu eins og vill verða með eyðibýli. Hann tók skófluna sér í hönd, labbaði út í rnýri og fór að ræsa fram og þurrka, undirbúa nýja sókn og áður en lauk hafði hann grafið svo kílómetrum skipti af skurð- um og oftast k'astað af skófl- unni, túnið jók hann samhliða þurrkuninni, færði bæjarstæðið þangað sem ræktunarnrögu- leikarnir voru fyrir hendi en til þeirra verka naut hann góðrar aðstoðar barnanna sem alltaf voru heima að minnsta kosti tvö og þá oft til skiptis. En lífið heldur áfram sinni göngu, börn- in giftust og stofnuðu sín eigin heimili. 1957 færir hann jörðina í hendur börnum sínum en hef- ur átt heimili og athvarf þar síðan. Ellidaganna naut hann því í skjóli barna sem hlynntu að honum eins og í þeirra valdi stóð þar til yfir lauk en hann veiktist snögglega 7. ágúst sl. og lést í Sjúkrahúsi Akraness sól- arhring síðar. Þetta er kannske ekki neitt einsdæmi en þó saga í stórum dráttum sem liggur að baki alþýðumanns sem örlögin tóku ekki á mjúkum höndum en stundum finnst manni óþarflega mikið á einn mann lagt og svo var hér. En þessi smávaxni granni maður sem sumum kannske fannst ekki mikill bóg- ur við fyrstu sýn var meiri maður en leit út fyrir í fljótu bragði. Hann var líkastur stál- fjöður sem svignar undan miklu álagi en réttir sig alltaf upp aftur. Það urðu fáir varir við að hann bognaði undan sinni byrði en þegar kallið kom brotnaði fjöðrin. Hann var glaðvær að eðlisfari fróður og stálminnug- ur, en þó alvörugefinn og hreinn í öllum viðskiptum, svik, flærð og undirferli voru fyrirlitin af öllu hjarta. Ég minnist þeirra tíma sem erfiðastir voru hjá mér, er erfið- leikarnir voru að vaxa mér yfir höfuð, þá fór ég oft suður að Giljahlíð, hann tók mér alltaf vel spjallaði um daginn og veg- inn en þegar heim skyldi halda sagði hann aðeins við heima- fólkið, „Ég ætla að labba með Sveini upp í hálsinn". Þá gekk við hlið mér alvörugefni, gætni, skilningsríki og hjartahreini maðurinn sem benti mér á áður óþekktar leiðir, taldi kjark í þann sem deigur var, hann þekkti erfiðleikana af eigin raun, hann fann hvað að var, þekkti aumu blettina og vissi hvernig bera mátti smyrsl í sárin. Af þeim fundum fór ég alltaf bjartsýnni á lífið og tilver- una, enda get ég aldrei fullþakk- að honum þann andlega styrk sem hann gaf mér þá, það gerir mann að betri manni að kynnast slíkum mönnum. Nú að leiðarlokum þegar þú hefur horfið til þeirrar jarðar sem fóstraði þig í dalnum fagra, sem þú unnir svo heitt við lilið þeirrar konu sem þú elskaðir svo heitt alla æfi. veit ég nú eruð þið aftur saman þrátt íyrir að 50 ár liðu milli endurfunda Blessuð sé minning þín. Sveinn Hannesson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.