NT - 08.02.1985, Blaðsíða 13

NT - 08.02.1985, Blaðsíða 13
1985 13 ■ .,Ég elska hesta og hef alltaf þráö að eignast hest," sagði Linda McCartney við enskan blaðaraann, sem heira- sótti McCartney-fjölskykluna á húgarð þeirra í Sussex. „Nú á ég líka I2 hesta, og ntörg fleiri dýr. Við höfura hérna þrjá hunda. hænsni. fasana og kindur fvrir utan smærri gælu- dýr. Hér slátrum við cngu dýri. svo við erum ekki að ala þau upp til matar. Við crum nefniiega grænmetisætur hér á heimilinu." Linda er þekkt fvrir að vera mikill dýravinur. svo mikill, - að hún scgir að reynt sé að gæta þess aö hún komist ekki á hrossauppboð. því að þá kaupi hún sjálf þau hross sem ekki gangi út og útséö sé um að fari beint í sláturhúsið. „I’að á ekki að slátra góöum hestum. þó þeir séu hættir að vinna til vcrðlauna á kapprciðum eóa sýningum. Þeir hafa unnið sinn vinnudag í lífinu og eiga skiliö aö fá „eftirlaun", ganga á grænu grasi á meðan heilsan er í lagi," segir Linda. Hún hcfúr líka sýnt aö henni cr alvara, því að hún hugsar vcl um gamlan veöhlaupahest, sem Paul keypti fyrir löngu handa pabba sínum, og kallaður er „Drake’s Drum '. Hann er nú orðinn gamali en liíir í besta vfirlæti hjá þeim á búgarðin- um. Mér finnst dýraveiöar villi- mannslegar. Af hverju geta mcnn ekki hcldur fariö á „Ijósmvndaveiöar", þ.e. reynt aö ná myndunt af dýrunum í staöinn fyrir aö skjóta þau“, segir Linda, scm sjálf cr viöur- kcnndur Ijósmyndari. Linda læddist í Scarsdale í New York, dóttir þekkts lög- fræðings Lce Eastman og konu hans. í barnæsku dreymdi l.indu stöðugt um að eignast hest, en þaö varö ekkert úr því. Reyndar lofuðu foreldr- arnir henni því, að ef hún tæki góö próf í skólanum, skyldi hún fá hest. en ég var aldrei neitt dugleg í skólan- um," segir Linda. Linda giftist mjög ung skóla- bróður sínum frá háskólanum í Arizonti og þau eignuöust dóttur, Heather, sem er nú hjá móöur sinni í Englandi. Pau skildii og Linda sncri sér að því að verða Ijósmyndari og sér- hæfði sig í að ntynda rock- hljómsveitir. Pað var við slíkt tækifæri sem þau hittust Paul McCarntey og Linda. Þau giftu sig svo 1968 og stuttu síðar fékk Linda sinn fyrsta hest. fallcga jarpa mcri. sem hún réð ekkert viö og illa gekk að temja. „Hún hljóp alltaf með mig út í buskann. en ég seldi hana ekki. Hún er liérna í dýrahjöröinni okkar." Paul smitaðist |af hesta- mennskunni, ogöllfjölskyldan sömuleiðis, svo þaö er mikið um útretðartúra á landareign McCartney-fjölskyldunnar. Linda McCartney: „Ég er alveg vitlaus í hesta!“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.