NT - 08.02.1985, Blaðsíða 11

NT - 08.02.1985, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. febrúar 1985 11 Vettvangur lega. Ástæða þess að félagið valdi Húsavík var án efa hag- stætt boð bæjarstjórnar þar unt þátttöku og aðstöðu til þessa reksturs. Stöð Fiskeldis á Húsavík hefur alið laxaseiði og selt gönguseiði, alið upp lax í sláturstærð, og gert tilraunir með hafbeit. Forstöðumaður stöðvar Fiskeldis er Sveinbjörn Magnússon. Laxahafbeit í Ólafsfirði Þá er að geta um hafbeitar- tilraunir sem unnið hefur vcrið að í Ólafsfjarðarvatni seinustu árin, en Ingimar Jóhánnsson, vatnalíffræðingur hjá Fiskifé- laginu hefur verið ráðgefandi í þessu efni. Þar hefur verið komið fyrir útbúnaði m.a. net- kvíum til að fóðra gönguseiði Einar Hannesson: Fjölbreytni einkennir fisk- eídið í Norðurlandi eystra ■ Laxeldisstöð Norðurlax h.f. á Laxamýri. Mynd Einar Hannesson. ■ Flotkassi vegna silungseldis í Kelduhverfi 1942-46. Myndina tók Þór Guðjónsson árið 1946. í Glæsibæ laugardag kl. 14.00 Hæsti vinningur 25.000 Vinningar að heildarverðmæti kr. 100.000.;;_-j Stjórnin ■ Fjölbreytt fiskeldi er í Norðurlandi eystra. Klak og uppeldi laxaseiða er stundað þar vegna fiskræktar, smáseiða og gönguseiðasleppingar í ár og stöðuvötn, til hafbeitar og áframhaldandi eldis. Um- fangsmikil framleiðsla á eldis- laxi í netkvíum er í gangi og strandkvíaeldi. Auk þess eru starfandi sérstakar hafbeitar- stöðvar. Til fiskeldisins er hagnýtt lindarvatn, heitt vatn, temprað vatn 10-20°C úr lindum, og sjór. Saga fiskeldis er stutt hér á landi því segja má, að svo til allt, sem gert hefur verið á þessu sviði, hafi átt sér stað seinustu rúmlega 30 ár. Fyrir þann tíma höfðu að vísu verið gerðar tilraunir með eldiá laxi og silungi en í smáum stíl. Þar er helst að geta um fóðrun silungs í Kelduhverfi á árunum 1942-1946, sem telja verður brautryðjendastarf í fiskeldi hér á landi. Fyrsta laxeldisstöðin í landshlutanum Á hinn bóginn hófust menn í nýrri tíð handa með laxaklak og eldi á Norðurlandi eystra árið 1966, þegar Kristján Ósk- arsson á Húsavík og fleiri stofnuðu Klak- og eldisstöð Húsavíkur. Sú starfsemi var í gömlu húsnæði við höfnina á Húsavík. Reksturinn var í höndum Kristjáns, seni vann að miklum dugnaði við klak og sumareldi laxaseiða, en rafhit- un var til að ylja vatnið í eldið. Seinna, 1971, hófst bygging klak- og eldisstöðvar að Laxa- mýri, sem Kristján og félagar ásamt fleirum, m.a. Laxamýr- arbræður, stóðu að. Þangað var Húsavíkurstarfsemin flutt og fiskeldi hefur verið á Laxa- ntýri alla tíð síðan. Nefnist fyrirtækið Norðurlax h.f. og hagnýtir stöðin lindarvatn, sem sótt er í nágrennið og heitt vatn frá Reykjahverfi, sem fengið er hjá Hitaveitu Húsa- víkur. Unnið hefur verið stöðugt á Laxamýri að bættri aðstöðu fiskeldis, m.a. hefur stöðin verið stækkuð nokkrum sinnum, enda orðin ein mesta seiðaframleiðslustöð í landinu. Noröurlax h.f. hefur gegnt mikilvægu hlutverki í upp- byggingu fiskeldis og tilrauna í hafbeit. Auk þess hefur stöðin selt laxaseiði til Noregs. Björn í, áður en þeim er sleppt í hafbeit. í undirbúningi er stofnun félags um fiskeldi og hafbeit í Ólafsfirði sem Veiðifc- lagið unt vatnasvæðið verður Stór aðili að, enda hefur þaö staðið aö þeim framkvæmdum. sem gerðar hafa verið til þessa. Umsjónarmaður startsins hcf- ur verið Sveinbjörn Árnason, formaður veiðifélagsins. Fiskhaldsstöðin Eiði Við Eiðisvatn í Langanesi var 1976 reist stífla í útrennsli vatnsins til sjávar í þeim til- gangi að reka fiskhaldsstöð og hafbeit á laxi, svipað og gert hefur verið í Lárósi á Snæfells- nesi. Smáseiðum hefur verið sleppt í vatnið og stærri seiöum beint í hafbeit. Árlax í Kelduhverfi í Krossdal í Kelduhverfi hef- ■ur um árabil verið stefnt að meiriháttar fiskeldisstarfsemi, einmitt þar sem tveir bændur þeir Þórarinn í Krossdal og Þórarinn í Laufási voru með fóðrun á silungi, sem fyrr var getið um. Gerðar hafa verið tilraunir með klak og eldi í smáum stíl. Á s.l. ári var svo stofnað hlutafélag um fiskeldi á þessum stað, er nefnist Árlax h.f., og meðal aðilaer Veiðifé- lag Litlárvatna, en stöðin er við vatnasvæði félagsins. For- stöðumaðurÁrlaxer Erla Ing- ólfsdóttir. Ölunn á Dalvík Nýjasta fiskeldisstöðin í Norðurlandi eystra er á Dalvík, en þar hefur verið reist eldishús og starf hafið. Seiði eru höfð í eldiskerjum á landi. Síðarerætluninað flytja fiskinn í netkvíar í sjó. Hér er því um sambland af strand- kvíaeldi og kvíaeldi í sjó að ræða. Ölunn h.f., en svo heitir fyrirtækið, sem stendur fyrir þessari starfsemi á Dalvík, not- ar sjó í eldi og heitt vatn frá hitaveitu Dalvíkur. Er sjónum dælt í kerin og blandað í hann heitu vatni til að tryggja gott hitastig. Framkvæmdastjóri Öluns er Þórólfur Antonsson, en bústjóri í stöðinni Snorri Árnason. Einar Hannesson Jónsson er framkvæmdastjóri stöðvarinnar að Laxamýri. Framleiðsla á eldislaxi Tilraunir með eldislax í net- kvíum og hafbeit á laxi hófust í Lónum í Kelduhverfi 1978 á vegum Fiskifélags Islands. Ári seinna var gerður samningur milli landeigenda við Lónin og Tungulax h.f., sem rekið hafði eldisstöðvar bæði í Skaftafells- sýslu og Ölfusi, urn leigu á aðstöðunni þarna. Tilraunir hafa farið fram á fyrrgreindum stað síðan.fyrst í umsjá fyrr- greindra aðila, en síðar þegar Isno h.f. var stofnað 1981, á vegum þess fyrirtækis. Isno var stofnað af Tungulaxmönn- um og Mowi í Noregi sem er stærsti framleiðandi þar í landi á eldislaxi. Framleiðsla ísno á eldislaxi á s.l. ári var 92 lestir. Stefnt er að 300 lesta ársfram- leiðslu að sögn forráðamanna fyrirtækisins, og er því til- raunastarfinu í Lónum lokið og framleiðsla á eldislaxi kom- in á fullan skrið. Fram- kvæmdastjóri ísno er Páll Gústafsson Fiskeldi á Húsavík Árið 1980 var stofnað fisk- eldisfélag með þátttöku mjög margra áhugamanna um þetta málefni. Félagið hlaut nafnið Fiskeldi h.f. Það reisti fisk- eldisstöð á Húsavík 1980 og ári síðar var stöðin stækkuð veru- Ef þú ætlar að selja eða kaupa fasteign, þá auglýsir þú auðvitað í Fasteignamarkaði NT. Auglýsingasími fasteigna er 62-16-15

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.