NT - 08.02.1985, Blaðsíða 3

NT - 08.02.1985, Blaðsíða 3
 Föstudagur 8. febrúar 1985 Bjórinn: Milljarður á ári í ríkiskassann 33 cl flaska af bjór á 65 krónur? ■ Tekjur ríkissjóðs af bjórsölu gætu numið 915 milljón- um króna á ári. Þetta kemur fram í könnun sem Þjóðhagsstofnun hefur gert að ósk forsætisráðherra. í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu í gær segir hins vegar að Steingrímur Hermannsson hafi aldrei gert að tillögu sinni, hvorki innan ríkisstjórnar né utan, að bjórsala yrði leyfð hér á landi - en frumvarp þess efnis er nú til afgreiðslu á alþingi. Þá segir í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins að þær forsendur sem þjóðhagsstofnun gefur sér við útreikningana efu, að árleg neysla íbúa eldri en 15 ára komi til með að vera 40 lítrar á ári. Neysla í nágranna- löndum okkar fyrir sama aldurs- hóp er 45-160 lítrar á ári. Aætlaður fjöldi íslendinga árið 1985 er 177 þúsund, og yrði heildarneysla þá 7.100.000 ■ Heildartekjur ríkissjóðs af sölu á sterku öli gætu numið um einum milljarði. NT-raynd: Árni Bjarna Olís ekki til sölu - segir forstjórinn ■ NT barst í gær eftirfarandi bréf frá Þórði Asgeirssyni for- stjóra Olíuverslunar íslands, í tilefni af frétt NT í gær. Fyrirsögn NT í gær vegna tilboðs OLÍS til útgerðar- og sjómanna er alveg í ætt við viðurnefnið þjófur, sem manni var gefið vegna þess að stolið var frá honum. Dæmigerð NT- vinnubrögð til að selja blaðið. Ekki gengur þó að skrifa dag- blað þannig að ekkert sé nema fyrirsagnir. í fréttinni sem fylgdi fyrir- sögninni í gær er vitnað til heimildarmanna, sem auðvitað eru ekki tilgreindir og sagt að skuldir OLÍS við Landsbankann nemi a.m.k. 800 milljónum króna og séu fjárhagserfið- leikarnir nú svo miklir að til vandræða horfi. í lok greinar- innar koma svo eins konar minningarorð um OLÍS þar sem þess er getið að Olíuverslunin sé stofnuð árið 1926, starfs- mannafjöldi sé um 250, bensín- stöðvar séu 45 o.s.frv. NT hafði að vísu samband við mig og getur þess í greininni að ég hafi neitað þessu alfarið. Fyrir það ber mér að þakka því það er því miður ekki alltaf haft svo mikið við að bera sannleiks- gildi sögusagna undir þá sem vita og verða fyrir barðinu á þeim. Hitt finnst mér skítt að NT skuli trúa þessum huldu- heimildarmönnum beturen mér og samkvæmt því skrifa risa- fyrirsögn sem kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Þið verðið að skoða þessa heimildarmenn ykkar betur þarna hjá NT. Skuldir OLÍS við Landsbankann nema ekki rúm- lega 800 milljónum. Heildar- skuld OLÍS á olíukaupareikn- ingi í Landsbankanum er í dag 510 milljónir. ÞarámótiáOLÍS um 490 milljónir útistandandi hjá útgerðinni og fiskvinnsl- unni. Um það bil 60 milljónir á OLÍS hjá innkaupajöfnunar- reikningi og 200 milljónir á fé- lagið útistandandi hjá öðrum viðskiptamönnum en útgerð og fiskvinnslu. OLÍS á meira í birgðum en félagið skuldar vegna þeirra og svo getið þið hjá NT leikið ykkur að því að reyna að meta verðmæti olíu- tanka, birgðastöðva, tækja, húseigna ogannarra eigna OLÍS um land allt sem félagið á á hreinu. Af þessu ætti hver mað- ur að sjá að OLÍS er eiginlega mjög sterkt fyrirtæki og á marg- faldlega fyrir skuldum. Þórður Ásgeirsson forstjóri Háskólinn: Prófkjör rektors ■ Rektorskjör við Há- skóla íslands fer fram 2. apríl n.k. Kjörstjórn hefur ennfremur ákveðið að láta fara fram prófkjör og verður það 1. niars. Kjörgengir eru allir skipaðir prófessorar við skólann, en atkvæðisrétt hafa allir fastráðnir starfs- menn skólans meö há- skólapróf og stúdentar. Atkvæði stúdenta gilda sem þriðji hluti allra greiddra atkvæða. Á kjörskrá eru 325 kennarar og 4.360 stúd- entar. Nýr rektor mun taka við embætti sínu í haust, en kjörtímabil rektors við Háskólann er 3 ár. lítrar. Framleiðslukostnaður eða innkaupsverð, á lítra, er áætlað um 35 krónur, og meðalálags- prósenta 30%. Þjóðhagsstofnun tekur fram að um hreina ágisk- un er að ræða og verði þessi liður tekinn til frekari athugun- j ar. I Ef tekið er dæmi um fram- leiðslugjald, sem næmi 90 kr. á lítra, yrðu tekjur af framleiðslu- gjaldi 640 milljónir króna. Heildarsöluskattstofn yrði 1.150 milljónir, og tekjur af söluskatti 275 milljónir króna. Eins og áður segir yrðu heildar- tekjur ríkissjóðs miðað við þess- arforsendur915 milljónirkróna á ári. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir því að á móti þessum tekjum komi tekjutap vegna hugsanlegs samdráttar í sölu annarra áfengra drykkja. Einn- ig er það tekið fram að af sterkum bjór yrði dreift gegnum útsölustaði A.T.V.R., myndi aukinn kostnaður fylgja í kjöl- farið, en ekki væri fjarri lagi að áætla að tekjuauki ríkissjóðs yrði á bilinu 600-800 milljónir króna á ári og þar með 300-400 milljónir á þessu ári ef sala á sterku öli yrði leyfð frá og með fyrsta júlí 1985. Ef við gefum okkur að for- sendur Þjóðhagsstofnunar séu réttar, þá er framleiðslukostnaö- ur og framleiðslugjald samtals 125 kr. Ofan á þessa tölu leggst síðan 30% meðaálagsprósenta, og út úr því kemur 162,5 krónur og loks leggst 20% söluskattur ofan á allt saman þannig að heildarverðið er 195 krónur á líter. Útsöluverð úr ríkinu, á einni 33 cl bjórflösku yrði 65 krónur. Hálfur lítri til ölstofu frá Á.T.V.R. myndi kosta rúm- ar 97 krónur þannig að eftir að bjórinn hefur farið í gegnum krana veitingahússeigandans er viðbúið að verðið væri komið upp í 180 krónur á hálfs lítra kollu. Til samanburðar er al- gengt verð 150 fyrir bjórlíkis- kollu með sama magni. NT spyr Steingrím Hermannsson: ; u/. i ! Á að selja börnum bjór? ■ „Það er ekki tekin nokkur minnsta afstaða til þess, þetta er svona ein- ungis vegna þess að al- þjóðlegar töflur nota þessa viðmiðun." sagði Steingrímur Hermanns- son, að • spurður hvort ríkissjóði hefði nú þegar verið reiknaðar tekjur af bjórsölu til unglinga á aldrinum 15 ára til tvítugs. í fréttatilkynningu for- sætisráðuneytisins sem gerð eru skil hér á síðunni er reiknað út hverjar tekj- ur ríkisins gætu orðið ef hver íbúi eldri en 15 ára neytti tiltekins magns af bjór. „Það skiptir ekki máli með hvaða tölu er deilt í það magn sem reiknað er með að selja. En það er þó mín persónu- lega afstaða að ég vona að ekkert af þessu verði selt þeim sem eru undir aldri. Ég hef alltaf gert ráð fyrir því að bjórinn verði aðeins seldur í ÁTVR og ekki öðrum en þeim sem hafa aldur til,“ sagði Steingrím- ennfremur. Athugasemd ritstj. ■ í athugasemd Þórðar er í raun aðeins fundið að fyrirsögn fréttar- innar. í því sambandi er rétt að benda á að í undirfyrirsögn var tekið fram að hugsanleg sala eða leiga ætti aðeins við þann hluta viðskipta Olís sem snýr að útgerð. Þá bendir Þórður á hluta fréttar NT, sem skrifaður sé í stíl minn- ingargreina. Það er alrangt. Hlut- verk þess hluta fréttarinnar var að skýra hversu gamalt og rótgróið fyrirtæki Olís er og hversu um- fangsmikill rekstur þess væri, með veltu upp á 2 milljarða og um 250 starfsmenn. Þá segir Þórður að skuldir fyrir- tækisins nenti ekki 800 milljónum króna, en segir að skuld fyrirtækis- ins við olíukaupareikning Lands- bankans nemi 510 milljónum króna. Það segir ekkert um heild- arskuld fyrirtækisins. Varðandi hlutverk heimildar- manna, ónafngreindra, í íslenskri sem erlendri blaðamennsku er það að segja, að ef blöð ekki hefðu heimildarmenn og ekki treystu þeim. þá væri lítið um fréttir, aðrar en þær sem menn í áhrifa- stöðum ákvæðu að mætti prenta. Frétt NT stendur því óhögguð. Víó byggjum vióskipti okkar á gagnkvœmu tnausti og góóri þjónustu Traust bankastarfsemi er nauðsynleg hverju byggðarlagi. Ekki aðeins fyrir fyrirtækin og uppbyggingu atvinnulífs, heldur einnig fyrir einstaklingana. Hjá okkur átt þú greiða leið að góðum viðskiptum Leitaðu upplýsinga um þá möguleika sem við bjóðum þér til þess að ávaxta peningana þína og vinna þér lánstraust. Sparivelta og Launavelta eru kostir sem vert er að kanna! Samvínnubankínn ÚTIBÚ SELFOSSI - AUSTURVEGI 3 - SÍMI 2177

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.