NT - 08.02.1985, Blaðsíða 4

NT - 08.02.1985, Blaðsíða 4
Föstudagur 8. febrúar 1985 4 Fá sveitarfélög sem eru betur stæð í dag - segir Stefán Jónsson, bæjarstjóri á Selfossi ■ Stefán Jónsson er yngsti bæjarstjóri á ísiandi, og gegnir hann embætti sínu á Selfossi. Stefán er 29 ára gamall og tók við embættinu í júlí árið 1982. NT átti samtal við Stefán um efnahagsástand bæjarins, og ýmislegt fleira. úttekt í fyrra, og kom þá í ljós að helmingur íbúanna var undir fertugt, og sýnir þetta að Selfoss er ungur bær, byggður upp af ungu fólki.“ Hvað þýðir svona rúmur efnahagur fyrir sveitarfélagið? „Nú, hann þýðir það að við höfum borgað upp mikið af skammtímalánum, sem við vor- um með á bakinu, og losnum þar við stóran útgjaldalið, og getum því einbeitt okkur betur aðframkvæmdum. Bæjarsjóður er þó engan veginn laus við langtímaskuldir, og um síðustu áramót skuldaði hann 33 mill- jónir. t>að er réttlætanlegt að taka langtímalán til sannanlegra fjárfestinga. Hins vegar að taka lán sem fara í reksturinn, eða kók og prins, eins og ég kalla Það kom strax fram hjá Stef- áni, að efnahagsstaða kaupstað- arins hefur batnað snarlega, síð- an 1982, og sem dæmi nefndi hann að innheimta á bæjar- gjöldum árið 1984 var 90%, sem er liðlega tveimur prósent- um meira en árið 1983. „Árið 1982, þegar ég tek við stjórn, hafði verið mikið framkvæmda- ár, og efnahagurinn verulega genginn úr skorðum, bæði vegna verðbólgu, og yfirstaðins kosningaárs. Við settum okkur það markmið að laga efnahags- stöðu bæjarins og byrjuðum strax að vinna að því á árinu 1983. Það árið varheldurdregið úr framkvæmdum, á meðan ver- ið var að rétta úr mesta kútnum. Það tókst fullkomlega að ná þessu meginmarkmiði ársins, sem var að laga efnahagsstöð- una örlítið. Síðan rákum við endahnútinn á þetta með því að laga verulega greiðslufjárstöðu bæjarins á síðastliðnu ári.Til marks um þetta má nefna að fjármagnskostnaður bæjarins árið 1982 var rúm fjórtán prós- ent af heildargjöldum. Árið 1983 var þessi tala komin niður í tæp sex prósent, og loks á siðast- liðnu ári er fjármagnskostnað- urinn tæp fjögur prósent. Á þessu ári, sem er nýhafið, er búist við að kostnaðurinn verði kominn niður í þrjú og hálft prósent, í lok ársins. Þetta skapast af því að við höfum mun betri stýringu á öllum okkarfjármagnshreyfing- um og höfum hreinsað af okkur allt sem heitir dráttarvextir, þeir eru ekki lengur til hjá okkur." Hvernig er bæjarfélagið stað- sett í félagslegu tilliti? „Ég held að það sé óhætt að segja að við stöndum vel að vígi þar, og nægir að líta á íbúafjölg- unina, sem var tvö prósent á tímabilinu 1983-1984. Þetta er rúmlega tvöfalt landsmeðaltal, sem er tæpt prósent. Það er greinilegt að við erum að fá til okkar fólk úr sveitunum. Það kemur hér og sest að, og ég er sannfærður um það að ein ástæðan fyrir því er sú að við reynum að gera talsvert fyrir eldri borgara, og höfum við byggt 16 leiguíbúðir fyrir aldr- aða, á síðastliðnum fjórum árum, og nú er á döfinni að byggja söluíbúðir fyrir aldraða, í nálægð sjúkrahússins. Með þessu er ég ekki að segja að Selfoss sé bær, sem er eingöngu byggður eldra fólki. Ég gerði ■ Það gilda sömu lögmál hjá sveitarfélagi og fjölskyldum í landinu; að eyða ekki um efni fram. NT-mynd: Árni Bjama það, er algerlega bannað og þekkist ekki hjá okkur. Veltufjárhlutfall bæjarsjóðs- ins er mjög hagstætt, og ég þori að fullyrða að jafn hagstætt hlutfall þekkist óvíða hjá sveit- arfélögunum hér á landi, og ég er viss um að við höfum ein- hverja þá bestu stöðu að þessu leyti sem sveitarfélag getur stát- að af.“ Einhver ráð sern þú vilt gefa öðrum sveitarfélögum, sem ekki eru jafnvel stæð? „Það er stutt og laggott: Eyða ekki um efni fram, það er sama lögmál sem gildir hjá sveitarfé- lagi og fjölskyldunum í land- inu.“ Hvernig leggst framtíðin í þig fyrir hönd Selfoss? „Ég er viss um að Selfoss á eftir að vaxa og þróast sem iðnaðar- og þjónustubær, og þá með tilliti til staðsetningar og okkar hlutverk er fyrst og fremst að vera þjónustumiðstöð fyrir stóru héruðin í nágrenninu." l- *„ : . Jörgen Pind sýnir samstarfsmönnum sínum hjá Orðabók Háskólans tölvuforrít. NT-mynd: Ámi Bjamn Orðabók HÍ tölvuvæðist ■ Töluverðar breytingar hafa orðið á starfsemi Orðabókar Háskólans, síðastliöin tvö ár. Verkaskipting hefur orðið skýr- ari en áður og mótast hafa þrjú ný verksvið, þ.e. orðtökusvið, tölvusvið og ritstjórnarsvið. Tölvutæknin opnar nýjar leiðir til skráningar og úrvinnslu hinna feiknalega umfangsmiklu gagna sem seðlasafnið hefur að geyma og gefur um leið færi á miklu stórvirkari orðsöfnun en hægt hefur verið að sinna til þessa. J örgen Pind hefur á hendi yfirumsjón með tölvusviði. Hef- ur hann annast alla forritun og aðra tölvuvinnu fyrir Orðabók- ina ásamt fleirum. Einnig hefur hann unnið að leiðréttingafor- riti fyrir IBM, ýfnsum verkefn- um í sambandi við ritmáls- skrána, forritum um beygingu mannanafna o.fl. Guðrún Kvaran hefur um- sjón með orðtökusviði, sem sér um orðtöku, geymslu textasafns og úrvinnslu þess. Umsjón með ritstjórnarsviði er í höndum Jóns Hilmars Jóns- sonar. Þar eru m.a. mótaðar aðferðir við orðlýsingu og skráningu notkunardæma fyrir ýmsar hugsanlegar orðabókar- útgáfur. Forstöðumaður Orðabókar Háskólans er Jón Aðalsteinn Jónsson. ■ Helgi Gíslason við eitt verka sinna.NT-mynd: Róberi Helgi Gíslason sýn- ir í Listmunahúsinu ■ Á morgun verður opnuð í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, sýning á 26 brons- og kopar- myndum eftir Helga Gíslason, myndhöggvara. Þetta er þriðja einkasýning hans, en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Helgi nam við Myndlista- og handíðaskóla Islands á árununi 1965-1969 og var við framhalds- nám við Valands konstskola í Gautaborg árin 1971-1976. Á sýningu Helga verður sýnd ný mynd, sem ísfilm h.f. hefur gert, um listamanninn og sýnir listamanninn við gerð mynd- verka sinna, bæði á vinnustofu og í málmsteypunni. Letterstedtski sjóðurinn: Ferðastyrkir til rannsóknarstarfa ■ íslandsnefnd Letterstedtska sjóðsins hefur ákveðið að veita tvo ferðastyrki á árinu 1985, handa íslenskum fræði- eða vís- indamönnum sem vilja ferðast til Svíþjóðar í rannsóknarskvni. Styrkfjárhæð verður fimm til tíu þúsund sænskar krónur til hvors styrkþega. Hér er ekki um eiginlega námsferðastyrki að ræða, held- ur koma þeir einir til greina, sem Iokið liafa námi en hyggja á frekari rannsóknir. Umsóknir skulu berast íslandsnefnd Lett- erstedtska sjóðsins, c.o. Þór Magnússon, Þjóðminjasafni íslands, Pósthólf 1439, 121 Reykjavík, fyrir febrúarlok. Þórshöfn: Ný heilsugæslustöð í sumar Frá Halldori lnj>a Ásgeirssyni, fréttaritara NT á Akureyri: ■ Þrátt fyrir að innheimta út- svars og fasteignagjalda í Þórs- hafnarhreppi hafi verið nokkru lakari um síðustu áramót en þau á undan, eru talsverðar fram- kvæmdir fyrirhugaðar á vegum hreppsins í ár. Að sögn Stefáns Jónssonar sveitarstjóra Þórshafnarhrepps var innheimta um 83,2% um áramótin, sem . væri um 6% lakara en árið 1983. Áætlað er að hefja byggingu nýrrar heilsu- gæslustöðvar á vegum hreppsins í sumar, unnið verður að styrk- ingu sjóvarnargarðsins, svo og gangstéttalagningu við Fjarðar- veg. Á síðasta sumri var hafin bygging fjögurra verkamanna- bústaða og er áætlað að þeir verði teknir í notkun á árinu. 70 tonna bátur bættist í flota Þórshafnarbúa nýverið Fagra- nes ÞH 123, og er hann sameign Árna Helgasonar útgerðar- manns og Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. REYKJAVÍK og höfuðborgarsvæðið GÖTUKORT Selfyssingar Permanent - lagningar klippingar - litanir næringarkúrar. Verið velkominog reynið viðskiptin Kappkostum vandaða vinnu. Hárgreiðslustofa Önnu Austurvegi 44. Sími 2309, Selfossi. Götukort af Reykja- vík og nágrenni ■ Olíufélagið Skeljungur h.f. hefur nú, í samvinnu við ýmsa aðra aðila, gefið út götukort af Reykjavík og nágrannabyggðum. Er kortunum ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir íslendinga jafnt sem erlenda ferðamenn, og fást kortin ókeypis. í fréttatilkynningu frá Olíufélaginu Skeljungi, segir að vegakerfi Reykjavíkurborgar og nágranna- byggða hat'i breyst og lengst til muna á tiltölulega fáum undanförnum árum og svarar Iengd gatnakerf- isins á höfuðborgarsvæðinu nú til lengdar gatnakerf- is ýmissa borga með mun stærri íbúatölu. „Nú á því öllum að vera fært að finna hagkvæma og rétta leið á áfangastað á höfuðborgarsvæðinu og ekki lengur þörf á að rífa kortin úr símaskránni heima til þess að setja út í bíl," segir að lokum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.