NT - 08.02.1985, Blaðsíða 20
w— •
Pólland:
Prestmorðingj-
arnir dæmdir
Torun-Keuter
■ Fjórir pólskir leyniþjón-
ustumenn hafa verið sekir
fundnir fyrir morðið á föður
Jerzy Popieluszko og dæmdir í
14 til 25 ára fangelsi.
Grzegorz Piotrowski kapt-
einn, sem átti mestan þátt í
^ r
Isbrjótur
bjargar
hvítum
hvölum
Moskva-Keuter
■ Sovétmenn hafa sent
öflugan ísbrjót til að
brjóta leið í ísinn nálægt
Beringsundi þar sem
nreira en þúsund hvítir
hvalir allt að sex metrar á
lengd eru innilokaðir að
sögn sovéska dagblaðsins
Izvestia.
Hvalirnir hafa verið
innilokaðir í rúma viku.
Peir eltu fiskitorfu inn í
Senyavina-sund sem er
skammt fyrir sunnan Bcr-
ingsund sem aðskilur So-
vétríkin og Alaska. Porps-
búar á þessum slóðum sáu
hvalina og gerðu yfirvöld-
um aðvart.
Sovésk stjórnvöld
ákváðu að senda ísbrjót-
inn Moskvu á vettvang til
að bjarga hvölunum en
Moskvu-ísbrjóturinn er
annars notaöur til að
halda opnum siglingaleið-
um viö Beringsund.
ráninu á föður Popieluszko, og
Adam Pietruszka höfuðsmaður
sem var hvatamaöur að verknað-
inum, voru dæmdir í 25 ára
fangelsi. Undirmenn þeirra,
Leszek Pekala og Waldemar
Chmielewski, voru dæmdir í 14
og 15 ára fangelsi.
Artur Kujawa yfirdómari sem
kvað upp dóminn yfir mönnun-
um, sagði að dómstólnum hefðu
borist mörg þúsund bréf þar
sem dauðadóms væri krafist yfir
Piotrowski kaptein. En hann
sagðist samt hafa komist að
þeirri niðurstöðu að slíkt væri
ekki nauðsynlegt.
Morðið á fööur Popieluszko
hafði mikil áhrif á Pólland þar
sem talið er að um 33 milljón
kaþólikkar séu. Jaruzelski for-
sætisráðherra hefur sagt að
morðið kunni að vcra liöur í
samsæri harðlínumanna til að
spilla bættum samskiptum
pólska ríkisins við kaþólsku
kirkjuna og vestræn ríki.
Við réttarhöldin sýndu Pek-
ala og Chmielewski ýmis iðrun-
armcrki og grétu jafnvel viö
yfirheyrslur. Piotrowski kapt-
einn hélt hins vegar ró sinni að
mestu öll réttarhöldin nema í gær
grúfði hann höfuðið í höndum
sér þegar liann heyrði að hann
yröi ekki líflátinn eins og sak-
sóknari hafði krafist.
Föstudagur 8. febrúar 1985 20
Útlönd
■ Átökin milli lögreglu og námumanna hafa oft veriö æriö hörð. í augum ríkisstjórnar nýfrjálshyggju Thatchers er verkfallið prófdæmi
um hvort tekst að mölbrjóta breska verkalýðshreyfingu.
Kolaverkfallið breska:
Verkst jórar styðja
óvænt námamenn
■ Verkstjórar í kolanámunum
bresku veittu námumönnum
óvæntan stuðning í gær er þeir
kröfðust þcss að stjórn nám-
anna hefji nú þegar viðræöur til
að binda enda á 47 vikna verk-
fall námumanna.
í sameiginlegri yfirlýsingu
verkalýðsfélaga námumanna og
verkstjóra eftir fund forystu-
manna þcirra er krafist skilyrð-
islausra viðræðna af hálfu
stjórnar námanna.
Sjórn námanna hefur sett
þau skilyrði fyrir viðræðum að
námumenn gefi út skriflega yfir-
lýsingu um að þeir séu tilbúnir
til viðræðna um lokun „óhag-
kvæmra" náma.
Verkstjórar hafa aldreið áður
stutt beint verkfall námumanna.
Ólöglegt er að vinna í námunum
án viðurvistar verkstjóra.
Félag verkstjóra, NACODS,
aflýsti verkfalli í október eftir
að stjórn námanna hafði fallist
á aó mat óháðra aðila yrði lagt
á „óhagkvæmni" námanna.
Talsmenn verkstjóra sögöu
að skilyrói stjórnar námanna
fyrir viðræðum við námumenn
kipptu grunninum undan samn-
ingi verkstjóra við stjórn nám-
anna um rannsókn á námunum.
Arthur Scargill formaður fé-
lags námumanna, NUM. sagði
eftir fundinn í gær með Peter
McNcstry, formanni NACODS,
að námumenn myndu krefjast
opinberrar rannsóknar ádeilum
þeirra við stjórn námanna ef
stjórnin virti yfirlýsingu verk-
stjóra að vettugi. Slík rannsókn
myndi kanna þau hagsmunaöfl
sem liggja að baki deilunni.
Afstaða ríkisstjórnar Thatc-
hers og stjórnar námanna hefur
harðnað eftir að verkfallsbrjót-
um tók að fjölga í nóvember s.l.
Hagsmunir ríkisstjórnarinnar ná
langt út fyrir verkfallið sem slíkt
því gagnvart ríkisstjórn ný-
frjálshyggju Thatchers er deilan
prófdæmi urn hvort tekst að
mölbrjóta verkalýðshreyfing-
una á Bretlandi.
í fyrradag var haft eftir tals-
manni námumanna í Suður-Wa-
les að þeir hyggðust breyta um
baráttuaðferðir og hefja aftur
vinnu en berjast með skæru-
verkföllum í einstökum verk-
Smiðjum. Kcultr o.fl.
Andstöðuleiðtogi
kemur aftur heim
Tveggja ára útlegð Kim Dae-Jung lokið
Suður-Kórea:
■ Kini Dae Jung, einn helsti forystumaður
stjórnarandstæðinga í Suður-Kóreu, er væntan-
legur til heimalands síns í dag eftir tveggja ára
útlegð í Bandaríkjunum.
í forsetakosningum árið 1D71
munaði litlu að Kim tækist að
sigra þáverandi forseta Park
Chung Hee sem setti á herlög
skömmu eftir kosningarnar.
Þegar hcrlögin voru sett á var
Kim í heimsókn í Japan og
ákvað hann að dveljast þar
áfram af ótta við að hann kynni
að verða handtekinn við heint-
komuna í Suður-Kóreu.
En þann 8. ágúst 1973 rændu
fimm óþekktir Kóreumenn Kim
Dae Jupg frá hóteli í Tokyo.
Almennt er álitið að stjórnvöld
í Suður-Kóreu hafi staðið bak
við mannránið þótt þau Itafi
aldrei viðurkennt það opinber-
lega. Síðan var Kim haldið
meira eða minna í stofufangelsi
þar til hann var ásakaður fyrir
undirróðurstarfsemi og dæmdur
til dauða eftir blóðugar óeirðir
og uppreisn í Kwangju. Þeim
dómi var síðar breytt í 20 ára
fangelsi.
Eftir að hafa afplánað tæp
þrjú ár af fangelsisdómi sínum
tékk Kim Dae Jung leyfi til að
fara til Bandaríkjanna til lækn -
inga. Þar hefur hann síðan verið
í útlegð.
Ekki er enn fullljóst hvernig
yfirvöld í Suöur-Kóreu munu
bregðast við heimkomu þessa
stjórnarandstöðuleiðtoga sem
fékk 46% greiddra atkvæða í
forsetakosningununr 1971.
Ólíklegt er samt talið að hann
verði aftur hnepptur í fangelsi
þar sem slíkt gæti leitt til nýrrar
óeirðaöldu en nú hefur verið
tiltölulega friðsamt í Suður-
Kóreu um nokkurt skeið.
Fyrstu viöbrögð suður-kór-
eskra stjórnvalda hafa verið þau
að setja nokkra helstu stuðn-
ingsmenn Kim Dae Jung í stofu-
fangelsi og hindra allan frétta-
flutning um hann í u.þ.b. eina
viku. Einnig hafa stjórnvöld
komið í veg fvrir að 20 lang-
férðabílar nteð stuðningsmönn-
um Kim færu frá heimabyggð
hans í Kwangju til að taka á
móti honurn á flugvellinum.
Að minnsta kosti 1.750
manná lið lögreglumanna munu
gæta flugvallarins í Seoul þegar
Kim kemur þangað í dag og
líklega verður urn 50.000 stuðn-
ingsmönnum hans meinað að
taka á móti honum á flugvellin-
um þótt nokkrir fulltrúar þeirra
kunni að fá leyfi til þess.
Það hefur vakið nokkra reiði
í Suður-Kóreu að tuttugu liátt-
settir Bandaríkjamenn, þar af
tveir öldungadeildarþingmenn,
eru í för með Kim Dae Jung.
Flestir Kóreumenn eru mjög
þjóðernissinnaðir og ekki er
'ólíklegt að þessi tilraun Kim
Dae Jung til að sýna fram á, að
hann hafi stuðning frá Banda-
ríkjunum, lítillækki hann í aug-
unt margra ungra stjórnarand-
stæðinga í Suður-Kóreu.
■ Þessi mynd var tekin af Kim Dae Jung á Naritaflugvelli
við komuna til Japans í gær. Þar dvaldist hann í gær og í
nótt á hóteli. Japanska lögreglan hafði mikinn viðbúnað
til að tryggja að honum yrði örugglega ekki rænt í þetta
skipti eins Og árið 1973. Símamynd-POLFOTO
Sameinuðu
þjóðirnar:
Hafi eftirlit
með pyntingum
Genf-Rt‘uler
■ Fráfarandi formaður mann-
réttindanefndar Sameinuðu
þjóðanna hefur hvatt til þess að
Sameinuðu þjóðirnar settu upp
kerfi til að fylgjast með pynting-
um frá hinum ýmsu löndum
heims.
Peter Kooijmans frá Hollandi
sagði á ársfundi mannréttinda-
nefndarinnar, sem hófst í þess-
ari viku, að pyntingar væru
daglegur viðburður þrátt fyrir
að Sameinuðu þjóðirnar hefðu
samþykkt að þær skyldu bann-
aðar. Hann sagði að ályktanir
einar saman dygðu ekki til að
binda enda á þennan glæp.
Kooijmans lagði til að mann-
réttindanefndin hefði frum-
kvæði að því að koma upp kerfi
sem gæfi stöðugt upplýsingar
um pyntingar og benti á leiðir til
að berjast gegn þeim.
Mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna mun halda fundi
næstu sex vikur í Genf og ræða
ýniis mál sem snerta mannrétt-
indi. Meðal annars verða skýrsl-
ur um ástandið í Afganistan og
Iran ræddar. Einnig er búist við
umræðum um Chile. E1 Salva-
dor, Guatemala, Grenada,
Kambódíu, Namibiu, Vestur-
Sahara og þau svæði sem ísra-
elsmenn hafa hertekið.
Fyrrverandi forseti og utan-
ríkisráðherra Bangladesh, Abu
Sayeed Chowdhury, var ein-
róma kosinn fundarforseti.