NT - 08.02.1985, Blaðsíða 21

NT - 08.02.1985, Blaðsíða 21
 ÍTT ? Föstudagur 8. febrúar 1985 21 Ljl Útlönd Forsætisráðherra Ástralíu: Fjölbýlishús hrundi 18 létust 40 saknaö Castellancta-Rcuter ■ 18 létust er fjölbýlishús hrundi til grunna í gær í borginni Castellaneta á Suður-Ítalíu. 30- 40 ntanns er leitað í rústununi. Níu manns sluppu með minni háttar meiðsl er þetta sex hæða hús hrundi. Eftir hrunið gat að líta 10 metra háan steinhaug. Lögreglan sagði að 25 íbúðir hefðu verið í þeim hluta hússins sem hrundi og að íbúarnir hafi verið í fastasvefni þegar aburð- urinn átti sér stað um klukkan 4 í fyrrinótt. Haft var eftir talsmanni rann- sóknarnefndar, sent var skipuð af borgaryfirvöldum vegna málsins, að óljóst væri hvað olli hruninu. Engir íbúanna sem komust af söguðust hafa heyrt sprengingu og því virtist ekki um gassprengingu að ræða. Á síðasta ári höfðu eigendur íbúðanna aflient borgaryfir- völdum skýrslu þar sem kvartað var yfir leka frá götu inn í kjailara hússins. Embættismenn segja að þegar hafi verið hafist handa við lagningu gangstéttar við húsið, en henni var ekki lokið. 40.000 Banda- ríkjamenn undirbúa mót- mælaaðgerðir - rádist bandaríski herinn inn í Nicaragua Washington-Rcuter ■ Ýmsir trúarhópar og and- stöðuhópar gegn kjarnorku- vopnum hafa skráð að minnsta við erum og það þrátt fyrir að útlit sé fyrir að viðskiptahalli Banda- ríkjanna muni enn aukast á þessu ári. Háir vextir í Bandaríkjunum og hátt gengi dollarans gerir það að verkum að fjármagn streymir úr öðrum löndum og er mikið áhyggjuefni ráðamanna í iðnríkjunum. kosti 40.000 Bandaríkjamenn sem segjast munu taka þátt í mótmælaaðgerðum ráðist Bandaríkjaher inn í Nicaragua eða E1 Salvador. Skipuleggjendur undirskrifta- söfnunarinnar segja að mótmæl- in yrðu meðal annars fólgin í því að einstaklingar úr hópi mótmælendanna myndu ferðast til vígstöðvanna og taka sér friðsamlega stöðu með þeim sem yrðu fyrir árásinni. Áætlun um mótmælaaðgerð- irnar hefur verið dreift meðal bandarískra stjórnarstofnana. Beth Leopold, talsmaður eins hópsins sem stendur að þessan undirskriftasöfnun, segir að hugmyndin bak við söfnunina sé að draga úr líkunum á beinni íhlutun Bandaríkjanna í Mið- Ameríku. Reagan Bandaríkjaforseti og ýmsir háttsettir menn í stjórn hans hafa lýst því yfir að engin áform séu um að nota banda- rískt herlið í átökum í Mið-Am- eríku. Aðstoðum ekki við kjarn- orkuflaugatilraunir USA Ítalía: FjárlagahalliUSA ógnun al þjódag jaldey r iskerf i ð - segir seðlabankastjóri V-Þýskalands Oavos-Rcutcr ■ Karl Otto Poehl, banka- stjóri v-þýska seðlabankans sagði í gær að fjárlagahallinn í Bandaríkjunum væri helsta ógnunin við alþjóðagjaldeyris- kerfið. Poehl gagnrýndi stjórn Reag- ans fyrir „hirðuleysi í gengis- málum dollarans, en dollarinn hækkaði enn í verði í gær gagn- vart þýska markinu. Dollarinn hefur ekki verið hærri gagnvart markinu í tólf ár. Hann sagði á alþjóðamóti hagfræðinga í Davos í gær að fjárlagahallinn í Bandaríkjun- um myndi auka enn frekar við- skiptahalla Bandaríkjanna. Seðlabankastjórar Banda- ríkjanna og Japans tóku undir varnaðarorð Poehls. Enginn þessara þriggja seðla- bankastjóra gaf til kynna hvern- ig hægt væri að draga úr styrk dollarans. Samkvæmt hagfræði- kenningum á gengi gjaldmiðils að lækka í því landi þar sem viðskiptahalli við útlönd ríkir. Þrátt fyrir að viðskiptahalli Bandaríkjanna hafi aldrei verið meiri en á síðasta ári, eða um 100 milljarðar dollara, hefur gengi dollarans sjaldan verið hærra en á undanförnum miss- ■ Fjölbýlishúsið sem hrundi með sviplegum hætli í fyrrinótt í borginni Castellaneta á Suður-Ítalíu. Camberra-Reuter ■ Fyrr í þessari viku tilkynnti forsætisráðherra Ástralíu, Bob Hawke, að Ástralir myndu ekki veita Bandaríkjamönnum að- stoð við tilraunir á MX-eld- flaugum sem ætlað er að bera kjarnaodda. OPECfær lögfræðinga til verðlags- efftirlits Frá Rcyni Þór Finnbogasyni frétta- ritara NT í Hollandi: ■ Samtök olíuútflutn- ingslanda OPEC hafa fengið hollensku lög- fræðings- og endurskoð- unarskrifstofuna Klyn- feld Kraayenhof en co. í Amsterdam, til að annast eftirlit á olíuframleiðslu aðildarríkjanna svo og á hvaða verði þau selja olíuna; hvort þau fylgi samþykkt sem gerð var á fundi OPEC. Var þessi ákvörðun tekin á fundi OPEC í Genf í lok janú- ar. Yantani. olíumála- ráðherra Saudi Arabíu sagði: „Það er mjög mikilvægt að fá hlutlaus- an aðila til að fylgjast með ntálunum og gefa skýrslu uni þau. Frá og með 1. mars vitum við nákvæmlega hversu mik- ið er framleitt í hverju aðildarríkjanna og á hvaða verði þau selja. Klynfeld Kraayenhof en co. hefur rnikla reyn- slu á þessu sviði. þar sem fyrirtækið sér um allt eftirlit og endurskoðun fyrir risafyrirtækið Shell. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins J.A. Steenmeij- er er að vonum ánægður með að fyrirtæki hans varð fyrir valinu og mun þetta auka umsvif þess mikið. Fyrirtækið kemur til með að þurfa að fjölga starfsmönnum en Steen- meijer kvað ekki enn ljóst hve mikið. Að minnsta kosti fjórir ráð- herrar í stjórn Bob Hawkes eru andvígir þessari ákvörðun hans og telja að Ástralir verði að taka þátt í tilraununum þar sem Bandaríkjamenn séu banda- menn þeirra. Ástralska frétta- stofan segir að utanríkisráð- herrann, Bill Hayden, sé „eins reiður og óður skröltormur" vegna ákvörðunar forsætisráð- herrans. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði eft- ir viðræður við Hawke í Was- hington að Bandarikjamenn myndu gera tilraunirnar án að- stoðar Ástralíumanna í Suður- Kyrrahafi. Aðstoð Ástralíumanna átti að felast í aðgangi Bandaríkja- manna að herstöð í nágrenni ■ Bob Hawke, forsætisráð- herra Ástralíu. Sydney, en þar áttu þeir að fá bensín á vígvélar sínar og birgðir. Ákvörðun Hawkes er talin mikill sigur fyrir kjarnorku- vopnaandstæðinga, sérstaklega vegna þess að hún kemur skömmu eftir að Nýsjálendingar hafa neitað Bandaríkjamönn- um um hafnaraðstöðu fyrir her- skip sem geti borið kjarnavopn. Nú í vikunni tilkynntu Banda- ríkjamenn að hætt hefði verið við sameiginlegar flotaæfingar Ástralíumanna, Bandaríkja- manna og Nýsjálendinga sem fyrirhugaðar voru í mars. Þessar þjóðir hafa með sér hernarðar- bandalag á Suður-Kyrrahafi sem gengur undir nafninu ANZ- US og telja margir atburði síð- ustu daga steypa framtíð banda- lagsins í hættu. Erlent audmagn í Kína- múrinn ■ Kínverjar hafa fengið meira en sem svarar einum milljarði dollara í gjafir erlendis frá til að gera við Kínamúrinn sem sagð- ur er því sem næst fimm þúsund kílómetra langur. Kínverskir embættismenn segja að gjafir hafi borist frá 18 löndum frá því í júlí á seinasta ári þegar þeir hófu alþjóðlega söfnun til að endurreisa múrinn sem liggur yfir fjöll og firnindi í Norður-Kína. Elstu hlutar Kínamúrsins eru sagðir allt að 2.500 ára gamlir en í gegnum aldirnar hefur hann margoft verið endurbyggður og honum breytt. Kínamúrinn er nú í mikillli niðurníðslu vegna veðrunar og vegna þess að bændur í Norður-Kína hafa oft sótt byggingarefni í hann þótt það sé nú stranglega bannað að viðlögðum hörðum refsingum. Það er ákveðin kaldhæðni í því að Kínverjar skuli nú fá erient fjármagn til endurreisnar múrsins sem upphaflega var reistur til þess að hindra útlend- inga í að komast inn í Kína. ■ Hluti Kínamúrsins í Badaling fyrir norðan Peking en þar hefur hann verið endurnýjaður. Meirihluti múrsins er hins vegar í rústum og hafa Kínverjar nú beðið útlendinga um að hjálpa til við endurreisn hans þótt Kínamúrnum hafi upphaflega verið ætlað að halda útlendingum frá landinu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.