NT - 08.02.1985, Blaðsíða 9

NT - 08.02.1985, Blaðsíða 9
Föstudagur 8. febrúar 1985 9 Eysteinn Jónsson Einar Olgeirsson Herstöðin í Kaldaðarnesi Páll Lýðsson á hér skýrslu um herstöðina í Kaldaðarnesi í seinni heimsstyrjöldinni og áhrif vinnunnar þar á atvinnu- líf og byggðaþróun í grennd. Þetta er sérstakur þáttur í sögunni. Hér kemur fram flest sem máli skiptir eftir því sem efni eru til, en jafnframt að það er margt í sanibandi við þennan stríðsrekstur sem íslendingum er ekki kunnugt. Kommúnistaflokkur íslands Svanur Kristjánsson ræðst í að skrifa um kpmmúnista- hreyfinguna á íslandi og arbrögð. Tryggvi Emilsson segir frá ágætu dæmi um það í minningabók sinni: Baráttan um brauðið, bls. 180. „Lífið á jörðinni ætti eftir að verða svo fullkomið að ekki yrði framar þörf fyrir guði eða trú á annað líf. Sköpun nýja heimsins væri þegar hafin í sjötta hluta heims, Sovétríkjunum". Petta var mjög um sama leyti og Kommúnistaflokkur Islands var stofnaður. Ungt fólk sem ekki man þessa tíma á að vonurn erfitt með að skilja þessa trú svo björt og sæl sem hún var. Auðvitað gátu kommúnistar verið þjóðlegir á sinn hátt og tekið af einlægni þátt í baráttu fyrir bættum kjörum alþýðu. ■ Guðbrandur Magnússon freista þess að svara hvort þar voru að verki þjóðlegir verka- lýðssinnar eða handbendi Stalín. Svo er að sjá sem hann gefi sér fyrirfram að slíkt geti ekki farið saman. Á það er að líta að á fyrstu tugum aldarinnr voru jafnað- armenn mjög á móti þjóð- rembingi. Öreigar allra landa sameinist var vinsælt vígorð. Svanur minnir á að Alþýðu- flokkurinn vildi láta sér hægt um Sambandsmálið 1917 og bíða þess að ísland gæti orðið þátttakandi í Bandaríkjum Evrópu. Hann birtir líka úr ályktun Stofnsþings kommún- istaflokksins 1930 „að landið verður aldrei raunverulega sjálfstætt fyrr en verkalýður og bændur hafa tekið völdin og gengið í bandalag við alþýðu- ríki annarra landa“. Komintern sagði aðildarfé- lögum sínum fyrir verkum. Frægt er þegar árið 1935 komu fyrirmælin um að hverfa frá réttlínu og verða tækifærisinn- aðir undir kjörorðinu: Sam- fylking gegn fasimsa og stríði. Kommúnistaflokkar hlýddu því allir eins og vel æfður fimleikaflokkur þegar stjórn- andinn skipar: Til hægri snú! Á þriðja tug aldarinnar var kommúnisminn mörgum trú- Én hornsteinn trúarinnar var Sovétríkin. Afstaðan til þeirra skar úr. Og þegar þau kölluðu varð hver ærlegur kommúnisti að hlýða. Þetta sýndi sig hvað best þegar Þjóðverjar réðust í Rússland 1941. Þá breyttist viðhorfið til styrjaldarinnar. Þangað til var vinnan fyrir herinn landráðavinna en þá varð hún landvarnarvinna. Á einni nóttu urðu landráð að landvörn. Svo túlkaði Þjóðvilj- inn það og var þó Kommúnistaflokkurinn kom- inn í Sameiningarflokk alþýðu, - sósíalistaflokkinn þegar þetta var. Hinir gömlu og sönnu kommúnistar réðu ferð- inni. í sambandi við atkvæða- magn og fylgi í þingkosningum 1933 og 1934 hefði mátt minna á að fyrra árið var kosninga- réttur bundinn við 25 ár en seinna árið 21 ár. Svanur telur baráttumál verkalýðshreyfingarinar á þriðja tugnum í fjórum liðum. Nærri liggur að nóg sé að nefna hinn fyrsta: Að afla viðurkenn- ingar atvinnurekenda og ríkis- valds á samningsrétti verka- lýðsfélaga. Hitt, að taxti þeirra gildi, félagsmenn gangi fyrir um vinnu og verkamenn séu félagsbundnir fellur allt undir viðurkenningu stéttarfélags- ins. í þeirri baráttu reyndi ekki á hvort rnenn voru kommúnistar eða kratar. Vafasamt er að kalla að Garnaslagurinn 1930 hafi verið til að vernda samningsréttinn sé rétt að „S.Í.S. viðurkenndi ekki kauptaxta. sem settir höfðu verið af Verkakvennafé- laginu Framsókn". Þaðereng- inn samningur ef taxti sem settur er einhliða á að gilda. Þó að ofbeldi væri beitt í þeim kaupdeilum, sem upp eru taldar mun enginn telja þá viðureign til byltingar. Þeim var aldrei ætlað annað og meira en að hafa áhrif á úrslit yfirstandandi deilu. Endurminningar stjórn- málamanna Valdimar Unnar Valdimars- son ritar hugleiðingu um minn- ingabækur Eysteins Jónssonar og Einars Olgeirssonar. Þykir honum allmjög bresta á að þær séu tæmandi stjórnmálasaga. Valdimar segir að þegar Eysteinn greini frá klofningi Framsóknarflokksins felli hann undan „að deilur innan Framsóknarflokksins snerust einnig að öðrum þræði um afstöðuna til þess hvernig skipulagi flokksins skyldi háttað". Þetta er að mestu misskiln- ingur. Bændaflokksmenn töl- uðu að vísu um það eftir klofn- inginn að það væri ofríki að vísa mönnúm úr flokki þó að skoðanir væru skiptar. Én vel má þá minnast þess að þegar Bændaflokkurinn var kominn með þrjá þingmenn og einn þeirra studdi ríkisstjórnina þótti hinum tveimur vafasamt að hann væri frjáls að því. Þá sagði Jónas frá Hriflu að þeir félagar sem kallað hefðu alla samheldni í flokki handjárn þættust nú mest vanhaldnir af því að hafa ekki slík tæki til heimilisnota. Það er auðvitað hverjum einum frjálst að trúa því sem hann vill um afurðasölu og skipulag. Hér má þó minna á það að árið 1933 var dreifingar- kostnaður mjólkur í Reykja- vík 17 aurar á lítra en árið 1936 4.75 aurar. Hér var spurningin um það hvort rétt væri að láta mark- aðslögmálin ráða og hvern bjóða niður fyrir öðrum. Þess voru dæmi á vinnumarkaði. Árið 1933 voru þess dæmi að menn ynnu fyrir 60 aura á tímann í vegavinnu. Samhliða afurðasölulögun- um ákvað ríkisstjómin að vega- vinnukaup skyldi vera króna á klukkustund. Vafasamt mun það vera að ríkisrekstur hafi verið helsta kosningamál Alþýðuflokksins 1934. Meiri áhersla mun hafa verið lögð á tryggingar. Þá virðist Valdimar ekki fyllilega Ijósir málavextir í sambandi við uppgjör Kvöld- úlfs 1937. Landsbankinn stöðvaði lánveitingartil Kvöld- úlfs þar sem hann var ekki talinn eiga fyrir skuldum en lét þess kost að halda viðskiptum áfram ef veð væru sett svo sem þyrfti. Það gerðu eigendur Kvöldúlfs og þá töldu Fram- sóknarmenn ekki lengur tíma- bært að gera hann upp. Hann ætti fyrir skuldum eða sama sem ætti. í sambandi við gengislækk- unina 1939 ber að muna að Sjálfstæðisflokkurinn var klof- inn í svo jafna parta sem vera mátti í því máli þegar til al- vörunnar kom. í þessum bókum er ekki um að ræða samfellda. tæmandi stjórnmálasögu. Hér er rakið það scm snýr að sögumanni og snertir hann mest. Ef lag er með og rétt er fra skýrt eru svona bækur dýrmætar heim- ildir svo aö unnt sé að taka saman ýtarlega stjórnmála- sögu. Skeyti konungs við lýðveldisstofnun Nils Svenningsen, sem 1944 var ráðuneytisstjóri í Kaup- mannahöfn, skrifaði grein í Berlingske Tidende í tilefni þess að 40 ár voru liðin frá skilnaði íslands og Danmerk- ur. Sú grein er hér birt í þýðingu Unnar Ragnarsdótt- ur. Inngang að greininni skrif- ar Ólafur Egilsson. Enda þótt Svenningsen segi fátt um sjálfan sig í þessari grein virðist það liggja Ijóst fyrir af henni og öðrum heim- ildum að hann hafi átt góðan hlut að því að Kristján konung- ur sendi skeyti með hamingju- óskum til íslensku þjðarinnar við stofnun lýðveldisins. Frá því var sagt á Þingvöllum og fréttinni tekið með miklum fögnuði. Hitt var ekki gert opinbert að konungur lét í Ijós vanþóknun sína á lýðveldis- stofnuninni eins og á stóð. En skeytið hafði góð áhrif eins og með það var farið - og þar var engu logið. Umræða sögumanna Loks eru svo ritfregnir á nærri 80 blaðsíðum. Um það efni má segja að þetta er umræða um íslenska sögu og sagnfræði og enda þótt ritdóm- arnir þyki nokkuð misjafnir, bæði að ýtarleika og réttvísi, er það þó mikils virði að eiga þess kost að fylgjast með slíkri umræðu. Margt er í þessum ritfregn- um sem gaman væri að stansa við. Það er eftirtektarvert að mikill meirihluti þessa árgangs fjallar um söguna á þessari öld, - atburði sem eldra fólk man og varþátttakandi í. Jafn- framt kemur þá fram að ekki vilja allir segja frá á einn veg. Það sýnir m.a. þessi ritsmíð. DriÍe^rUíZumaifrwvTÁiudsjttUing Oibrá/föíUaÚ/ic/Oc/uÁitiori cxpostftorfftúlaí&tpjcMcnulialt' (P/i/aTcCistisc/ttWetthussícUung igj£l)ri|fu)n ' bofSKlN/mtt OtibV \?\ TíiulK/í'anmartftí/ V§*l«fltí/ WíiiWs « _ rðlOIeltifXcnuina tMeiffiua/JJoU ftnveicnnjrn oÆilþimrfftiMtíif (fi« Vk'i OlWnbrta «'öclminþorfi tlf. tffic- n olU Dtllirliai / oi tfffctfem Tl'l 5íoo bijti fcr flool dnfcri þoffutr/ »uNx offutr oll 2Jon ÍXigf Öannionf ot onrtilt/ Oo þaffutr®! Nrfcrrt trof* M oi tvmfernoNn/ forbrrWubWot »rt? pt«MNK Hur.ftnbt / «» JÍ)D danmark 1 L/ L/ HAFNIA 87 SoríriMiiHn Sffrtöb inioí úfTrníc örrw tnrö anbín £mii4ÍKb ritíintb Wlm, pg bwkk 35t|?tuimrfý úfbmbff* for fottt 0tTof. i œmn* AupA 177J. 280 DANMARK HAFNIA 87 Mandat KIIí HtwhMiiM ta mtrí PamcuUiro 2Vie«/tnnkuM art ý* MllMlMWWWKOfcWllfcW, ■ /mtktkiMwitMtf MtnMwt ■^ii DZ/IDANMARK HAFNIA 87 yíftfsrfrnfcrjfrr. 2QDDANMARK HAFNIA 8J föi/a&GstiscícWetícujsslittuny JxposUúyriMi/i/á'gudPjcncíia^ <~ypará{<7hiádctúiUxAi6itlOTu JriÚMPÚma/^tín^t/tudttlttbrg 'á 'Ar 'MadsStqgct&C C/Qp-&n/iacn/ (Ö&öé-er iQ8~l Hafnia-87 ■ Enn á ný fara frændur okkar Danir á stað með heimssýningu á frímerkjum. Nú árið 1987 og heitir hún sem sú fyrri, Hafnia. Hin viðtekna regla, jafnvel á íslandi í dag, að gefa út frímerkjablokkir með yfir- verði til að fjármagna sýning- una verður notuð að nýju. Verða þannig gefnar út 4 smáarkir til að afía fjárins. Er sú fyrsta að koma út, 14. mars á þessu ári. Örk sú er helguð danskri póstsögu frant á þessa öld. Sýningin verður á 100 ára afmæli elsta starfandi félags frímerkjasafnara í heimin- um, en það er Frímerkja- klúbbur Kaupmannahafnar. Að öðru leyti er sýningin haldin af Landssambandi danskra frímerkjasafnara, sem er mjögungt að árum og undir vernd F.I.P., alþjóða- samtaka frímerkjasafnara. aðalumboðsmaður sýningar- innar verður Henrik Eis, en hann er fastráðinn umboðs- maður alþjóðlegra sýninga í Danmörku. Smáörkin er teiknuð af Mads Stage og grafin af Czeslaw Slania, sem segja má að sé orðin eins konar goð- sögn í greftri vandaðra frí- merkja og smáarka á þessari öld. Ér þar skemmst að minn- ast síðustu arkarinnar fyrir Nordia-84. Örkin er prentuð í rauðum og sepíabrúnum lit, er 93x68 mm að stærð og kostar 15 danskar krónur. Örkina er hægt að panta hjá frímerkjakaupmönnum eða beint frá „Postens Filateli, Rádhuspladsen 59, DK-1550 Köbenhavn V. Er þá danski gíróreikningurinn nr. 9482059. En snúum okkur nú að myndefni arkarinnar. Fyrsta merkið er með mynd af því, sem svo oft hefir verið nefnt „fæðingarvott- orð“ danska póstsins. Stofn- að er til pósts í Danmörku með tilskipan sem gefin er út á aðfangadag, 24. desember 1624. Þá undirritaði Kristján IV konungur tilskipunina með fjaðrapenna. Var þetta hin svokallaða „Forordning om Postbude“. Upphafþess- arar tilskipunar er því mynd- efni fyrsta frímerkis arkarinn- ar og má segja að ekki hafi þetta myndefni verið notað vonum seinna. Er þetta einn- ar krónu merki. Annað gulnað skjal er myndefni annars merkis ark- arinnar, en það er tilskipun til kaupmanna og annarra duglegra bréfritara um að sótthreinsa bréf sín með því að reykja þau, þar sem veik- indi geysuðu í Kaupmanna- höfn. Var þessi tilskipun gef- in út þann 27. ágúst 1711. Skyldi reyna að hefta farsótt- ina með þessu móti, allavega skyldi hún ekki berast með póstinum. Svo komum við að einokun á næsta merki. Þar er hinni konunglegu dönsku Póst- stofnun veitt einkaleyfi til póstflutninga í landinu og til útlanda. Einnig á útburði bréfa. Er þetta tijskipun frá 16. ágúst 1775. Loks er svo myndefni síðastí frímerkis arkarinnar, Lög um póstsendingar frá 11. mars 1851. en með lögum þeirn varákveðið að gefa út frímerki í landinu. Þau mætti því kalla „fæðingar- vottorð" danskra frímerkja. Er forsíða lagabálksins myndefni jjessa síðasta frímerkis arkar- innar. Þá hefir örkin ýmisskonar jaðarprentun, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þarna er rösklega af stað farið og raunar ekki annars að vænta af frændum okkar Dönum. Henrik Eis og þeir sem með honum starfa eru heldur engir viðvaningar í þessu efni. Þeir ráku hina fyrri Hafniu með miklum myndarbrag og hafa auk þess kynnt sér all.ar heims- sýningar, sem verið hafa í milli- tíðinni. Sigurður H. Þorsteinsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.