NT - 16.02.1985, Síða 7

NT - 16.02.1985, Síða 7
Laugardagur 16. febrúar 1985 7 Vettvangur ■ Frá Jaltafundinum. hendi til Sovétríkjanna og Póllands, sem lét Sovétríkjun- um allmikið land af hendi. Pá yrðu Þjóðverjar að greiða Rússum miklar stríðsskaða- bætur. Nánar yrði gengið frá þessum málum á ráðstefnu. sem haldin var í Potsdam síðar á árinu. CHURCHILL er sagður hafa verið lítt ánægður yfir niðurstöðunni í Jalta, enda varð hlutur Breta þar lítill eða enginn. Fáum mánuðum síðar tapaði hann í þingkosningum. Churchill var lítt hrifinn af hinni nýju stjórn. í mars 1946 gerði Churchill upp reikningana í frægri ræðu, sem hann hélt í Fulton í Bandaríkjunum. þar sem hann komst svo að orði. að „járn- tjald hefði sprottið upp á rneg- inlandi Evrópu og nær það nú frá Stettin við Eystrasalt til Trieste við Adriahaf". Með þessu átti Churchill við það, að tviskipting Evrópu væri orðin veruleiki. Sovétríkin hefðu notað aðstöðu sína í Austur- Evrópu til þess að tryggja sér þar yfirráð og loka hana inni með eins konar stjórnmála- legu, efnahagslegu og menn- ingarlegu járntjaldi. Þegar Churchill dró upp þetta járntjald, reiknaði hann ekki með tvískiptingu Þýska- lands, sem var ekki orðin veru- leiki á þessum tíma. Þess vegna nefndi hann Stettin, en ekki t.d. Lúbeck. Hins vegar telur hann Júgóslavíu austan járn- tjaldsins, en Tító braust skömmu síðar undan yfirráð- um Rússa. Það á því frekar við nú að nefna einhverja borg við Svartahaf en Trieste. JÁRNTJALDIÐ hefur að öðru leyti haldist að verulegu leyti síðan Churchill flutti ræðu sína 1946. Það byggist einkum á tveimur ástæðum. Önnur er sú, að Rússar telja það vissa vörn gegn hugsanlegri innrás að vestan að andstæðingar þeirra ráði ekki yfir þessum löndum. Þar er um að ræða svipaðan ótta og hjá Banda- ríkjamönnum við kommún- isma í Mið-Ameríku, sem gæti ■ Járntjaldið. fljótlega náð til Mexíkó, þar sem jarðvegur gæti reynst góð- ur fyrir kommúnisma, ef liann næði að landamærunum. Hin ástæðan er sú, að stórveldin freistast oft til að vilja ráða yfir minni nábúum sínum. í sambandi við umræður þær, sem nú hafa orðið um Jaltaráðstefnuna, hefur ekki minnst verið um það rætt hvernig hægt verði að fjarlægja járntjaldið, þótt það geti tekið sinn ti'ma. Flestir virðast sammála um, að það verði ekki með góðu móti gert, nema jafnhliða verði dregið úr tortryggni og ótta Rússa, en hryllingur síðari heimsstyrjaldarinnar er þeim enn ofarlega í huga. Helst verði þetta gert með því að auka verslun og hvers konar önnur friðsamleg sam- skipti, félagsleg og menningar- leg. Að sjálfögðu byggist þetta og mjög á því, að verulega dragi úr viðsjám risaveldanna og þau nái samkomulagi um áfanga í afvopnunarmálum, og auki viðskipti sín. Bæði af hálfu Bandaríkjanna og Bret- lands virðist nú stefnt að því að auka verslunarviðskiptin við Austur-Evrópu og má í því sambandi geta nýlegs ferðalags breska utanríkisráðherrans til Ungverjalands og Rúmeníu og heimsókn Gorbasjefs til Bretlands. 1 þessu sambandi geta minni ríkin í Atlantshafsbandalaginu og Varsjárbandalaginu gegnt verulegu hlutverki. Hér er skemmst að minnast á heim- sókn Káre Willoch forsætisráð- herra Noregs til Ungverjalands í byrjun þessa mánaðar. Willoch ræddi einkum við ungverska forsætisráðherrann, György Lazar, en einnig ítar- lega við Kadar flokksleiðtoga. í þessum viðræðum lýsliKadar hollustu sinni við Varsjár- bandalagið og Willoch við Atl- antshafsbandalagið, en báðir lýstu jafnframt þeirri skoðun að innan þess ramma gætu minni ríkin í þessum bandalög- um gegnt mikilvægu hlutverki til að bæta sambúðina milli austurs og vesturs og væri heppilegt að þau létu meira til sín taka í þessum efnum. Þetta yrði hins vegar að gerast þannig, að það yki ekki á tortryggni risaveldanna. Niðurstaðan af heimsókn Willochs varð sú, að ungverski forsætisráðherrann mun fljót- lega heimsækja Noreg og um- ræður hefjast um aukin sam- skipti þessara landa. t.d. við að koma mörgum börnum gegnum háskólanám. Þessir menn leggja þannig meg- ináherslu á félagslegt og efna- hagslegt jafnrétti meðan frjáls- hyggjumenn segja, að neyt- andi vörunnar eða þjónustunn- ar skilji ekki verðmæti hennar þar sem hann þurfi ekki að greiða fyrir hana og því sé eytt meira en góðu hófi gegnir. Til að fá hagkvæmni, verðum við að treysta hinum frjálsa mark- aði, segja þeir. Hérna er um mikinn grund- vallarmun að ræða og menn verða einfaldlega að gera upp við sig hvora leiðina þeir telji heppilegri. Ávísun á menntun En hinn frjálsi markaður getur ekki alltaf verið besta leiðin og jafnvel frjálshyggju- menn hafa gert sér grein fyrir því. Menntun almennings er þar sennilega eitt besta dæmið, þvf hún hefur ekki aðeins gildi fyrir neytandann heldur einnig allt samfélagið. Þetta var erfitt vandamál fyrir frjálshyggjuna, en að vanda var það sjálfur Milton Friedman, sem kom með lausnina. Á háskóla- og fram- haldsskólastiginu borgar neyt- andinn einfaldlega fyrir sig sjálfur. Hann er að læra fyrir sjálfan sig og sínar væntanlegu hátekjur, segir Friedman, og því skal hann borga fyrir allt sjálfur. Þjóðfélaginu er hins vegar akkur í, að almenningur þess sé vel menntaður og því telur Friedman rétt, að það taki þátt í menntuninni að einhverju leyti. í grein, sem hann skrifaði 1956 stakk hann upp á kerfi, sem væri byggt uppá ávísunum (vouchers), eins og Hannes Hólmsteinn kallaði það í Moggagrein 5. janúar s.l. Æskilegt væri þó, ef menn gætu fundið betra nafn. í stuttu máli virkar kerfið þannig að allir foreldrar lands- ins fengju ávísun frá hinu opin- bera, sem væri aðeins hægt að nota til að kaupa menntun. Upphæðin væri nægileg til að kaupa ódýrustu fáanlegu menntunina á markaðinum. Hvernig kerfið á aðvirka I örstuttu máli virkar kerfið á eftirfarandi hátt: 1. Allir skólar landsins eru reknir sem einkafyrirtæki. Ef þeir tapa, fara þeir á hausinn, ef þeir græða, verða eigend- urnir ríkir. Það er því hagur skólastjórans að vel gangi og hann ber ábyrgð á rekstrinum í stað þess að fá aurana senda frá fjármálaráðuneytinu fyrir tilstilli menntamálaráðuneytis. 2. Til að lifa samkeppnina af, verða skólarnir að fá nem- endur. Það gera þeir með því að bjóða upp á eins góða menntun fyrir eins lítinn pen- ing og þeir mögulega geta. F.ins og önnur fyrirtæki, fara þeir í auglýsingastríð við aðra skóla.sbr. auglýsinguna hér til hliðar. 3. Foreldrarnir hafa fullt frelsi til að velja skóla að eigin vali. Þegar fjölskyldan hefur ákveðið sig, fara foreldrarnir með ávísunina í skólann og borga fyrir menntunina, en séu skólagjöldin dýrari en sem því nemur, verður fjölskyldan að bæta peningum við. 4. Skólinn sendir fjármála- ráðuneytinu ávísunina og fær alvöru peninga senda í staðinn. Þessi stutta lýsing á kerfinu er alls ekki tæmandi, en hún verður að duga að sinni enda ættu lesendur að skilja kjarnann. Enn sem komið er í þessum pistli, hefur undirritað- ur ekki tekið neina afstöðu með eða á móti þessu kerfi og ætlar að láta það bíða þangað til í „í tíma og ótíma" á mánu- daginn. Hins vegar ætti félags- hyggjufólk ekki að dæma kerf- ið of fljótt, því það eru vissu- lega til afbrigði af kerfinu, sem vel geta farið saman með meg- inhugmyndum þeirra eins og við munum ræða eftir helgi. Hvernig væri að spyrja Ragnhildi? Mikil fundarhöld hafa staðið yfir að undanförnu út af menntamálum og þá sérstak- lega út af uppsögnum kennara, sem ganga í gildi eftir tæpan hálfan mánuð. Ragnhildur Helgadóttir var uppi í Hamra- hlíð í fyrrakvöld og Inga Jóna aðstoðarmaður hennar á Gauknum í síðustu viku, þar sem Inga gerði að gamni sínu að sögn Ragnhildar. Eftir því sem næst verður komist, verður menntamála- ráðherra ekki í sviðsljósinu fyrr en í hádeginu á þriðjudag- inn, en þá halda FUF-arar í Reykjavík hádegisverðarfund á Hótel Hofi við Rauðarárstíg. Þar munu þau Ragnhildur og Kristján Thorlacius, formaður HÍK, ræða spurninguna „Eru kennarar deyjandi stétt?" Þar sem menntamálin verða þarna í deiglunni, væri ef til vill ekkert svo vitlaust að spyrja þau Ragnhildi og Kristján um afstöðu þeirra til ávísanakerf- isins. Þau svör gætu verið fróðleg. Magnús Ólafsson. Veró i lausasölu 30 kr. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. og 35 kr. um Itelgar. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Áskrift 330 kr. Ránskjaravísitala ■ NT upplýsir í gær að þegar brennivínið hækki í verði þá hækki skuldir landsmanna og um leið tekjur fjármagnseigenda. Eitt af stefnumálum fjármálaráðherra og ríkis- stjórnarinnar er lækkun tekjuskatta. Tekjutapinu skal mætt með hækkun óbeinna skatta m.a. stór- hækkuðum sköttum af einkasöluvörum ÁTVR - áfengi og tóbaki. Þessi sérstaka skattlagning (áætluð nokkur hundruð millj.) hefur leitt til þess að verð á áfengi og tóbaki hæickaði á síðasta ári u.þ.b. þrefalt meira en almennt verðlag í landinu. Vegna þessarar sérstöku skattlagningar fjármálaráðuneytisins hækk- aði framfærsluvísitalan á einu ári um 1,5% sem aftur leiðir til 1% hækkunar lánskjaravísitölu. Þetta leiðir m.a. til þess að meðal íbúð sem keypt er fyrir lánsfé hækkar um litlar 30 þúsundir á einu ári. Þeir sem eiga verðtryggðar inneignir og skuldabréf hagnast að sama skapi þegar ríkið hækkar skatta á áfengi og tóbaki. Hækkun eða lækkun beinna skatta (t.d. tekjuskatts) kemur hins vegar ekki inn í lánskjaravísitölu. Þetta er auðvitað sérdeilis gáfulegt! Á sínum tíma þegar kaup fólks var tengt fram færsluvísitölu var brennivíns og tóbaksliður hennar ekki reiknaður með þegar mæla skyldi kauphækkan- ir. Það þótti í hæsta máta óeðlilegt að kaup fólks hækkaði þó að ríkið hækkaði verð á brennivíni og tóbaki. í hægri pressuna voru skrifaðar lærðar greinar um málið og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar féll- ust á rökin. Nú þegja fjármagnseigendur hægri pressunnar þunnu hljóði. NT spyr. Hvaða stjórnmálamaður ætlar að taka á þessu máli, eða er eðlilegt að skuldir okkar vaxi þegar brennivín hækkar? Er eðlilegt að tekjur fjármagnseigenda vaxi þegar brennivín hækkar.? Davíð skattakóngur ■ í NT í gær sýnir Kristján Benediktsson borgar- fulltrúi fram á að skattheimta hjá Reykjavíkurborg hafi aldrei verið meiri en á síðasta ári. Þannig hækkaði útsvar um 42% frá árinu 1983, fasteigna- gjöld um 57% og aðstöðugjald um 52%. Þegar álagningarstuðull var ákveðinn lá samt fyrir sú spá Þjóðhagsstofnunar að rauntekjur einstaklinga og fyrirtækja yrðu aðeins 20% hærri 1984 en árið á undan. Þetta leiddi til þess að tekjuaukning borgarsjóðs frá árinu á undan nam 780 milljónum króna. Rekstrargjöldin hækkuðu hinsvegar aðeins um 350 milljónir og stafaði tiltölulega lítil hækkun þeirra af ört lækkandi verðbólgu á árinu. Davíð kóngur þeysist nú um borgina og gumar af góðri fjárhagsstöðu borgarsjóðs. Afrek hans er ekki fólgið í öðru en að hann hefur aukið skattheimtuna. Það væri útaf fyrir sig í lagi ef hann væri ekki af flokki sem stöðugt er að veiða atkvæði á þeirri billegu forsendu að hann sé á móti sköttum.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.