NT - 16.02.1985, Side 14

NT - 16.02.1985, Side 14
 Laugardagur 16. febrúar 1985 14 Utvarp laugardag kl. 22.35: Biskup ræðir um kristindóm og mannskilning ■ Þáttur Arthúrs Björgvins Bollasonar, Uglan hennar Mínervu, er á dagskrá útvarps í kvöld, laugardag kl. 22.35. Gestur Arthúrs Björgvins í þetta sinn er dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Og hvert verður svo umræðuefnið? „Umræðuefni þáttarins eru ■ Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup ■ Egill Helgason (NT-mynd. Róbert) ýmis ágreiningsefni, sem hafa komið upp um skilning á krist- indómnum og sá mannskiln- ingur, sem kemur fram í sam- bandi við kristindóm. í byrjun þáttarins er reifuð gagnrýni nokkurra heimspek- inga á undirstöðu kristinnar trúar og sömuleiðis minnst á Arthúr Björgvin Bollason tilraunir nokkurra heimspek- inga til að sætta heimspeki og trú. Síðan er rætt við dr. Sigur- björn Einarsson biskup, í byrj- un um trúarþörf manna, skýringar á henni, og síðan um skiptar skoðanir á áhrifum kristindómsins á framgang vís- inda í sögunni, um ágreining þekkingar og trúar og eins skynsemi og 'trúar, og er þá vikið að nokkrum trúarhöf- undum eða kennimönnum kristninnar, sem hafa átt í erfiðleikum með að sameina skynsemi og trú. Að lokum er svo fjallað um þann mann- skilning sem kemur fram í trúarbók kristinna manna, bib- líunni. Biskupinn flytur þarna máls- vörn fyrir kristíndóminn varð- andi allar þessar spurningar," segir Arthúr Björgvin Bolla- son. ■ Þetta fólk hefur allt komið mikið við sögu í þáttunum um Dýrasta djásnið og trúlega á eftir að ganga frá málum þess í síðasta þættinum nú á sunnudag. Sjónvarp sunnudag kl. 21.55: Si íðasti | þáttur Dýrasta djásnsins Á sunnudagskvöldið verð- ur sýndur síðasti þátturinn í seríunni um Dýrasta djásnið. Eins og kunnugt er fjalla þætt- irnir um síðustu valdaár Breta á Indlandi. Myndin byggist á fjórum mismunandi sögum eftir breska rithöfundinn Paul Scott en hann dvaldist um tíma á Indlandi um líkt leyti og sagan gerist. Það hefur verið bent á það, að sjónvarpshandritið hafi erft hinn flókna söguþráð Paul Scott og víst er um það að Sjónvarp laugardag kl. 21. 2. þáttur Kollgátunnar ■ Á laugardagkl. 21 erannar þáttur Kollgátunnar í sjón- varpi og að þessu sinni eru keppendur þeir Aðalsteinn Ingólfsson og Egill Helgason. Fyrir hálfum mánuði feng- um við að fylgjast með viður- eign þeirra Árna Bergmann og Ólafs B. Guðnasonar, en þar fór sá síðarnefndi með sigur af hólmi. Spurningarnar, eða öllu heldur vísbendingarnar, voru af ýmsu tagi og ekki er ósenni- legt að fólk hafi átt auðveldara með að átta sig á því hvert spurningarnar leiddu heima í stofu en keppcndur, sem þurftu að spreyta sig fyrir fram- an alþjóð í sterku skini sjón- varpsljósanna. Formið á þættinum er nokkuð þungt í vöfum, þar sem sjónvarps- áhorfendur þurftu að meðtaka vísbendingarnar þrisvar. Það lá við að það væri einum of mikið af endurtekningum. Umsjónarmaður Kollgát- unnar er Illugi Jökulsson en upptökustjórn annaðist Viðar Víkingsson. Aðalsteinn Ingólfsson margir hafa átt fullt í fangi með að skilja sambönd hinna ýmsu persóna sem koma fram í þáttunum en þær eru á annað hundrað talsins. í næstsíðasta þættinum, sem var á dagskrá sjónvarpsins sl. sunnudag, var skúrkurinn í sögunni, Ronald Merrick, fallinn. Allt bendir þó til þess að lát hans hafi ekki orðið með eðlilegum hætti, eins og þó var látið í veðri vaka. Hvort það mál verður upplýst eða ekki í síðasta þættinum verður að koma í ljós en hann er á dagskrá sjónvarpsins sunnu- daginn 17. febrúar. Reyndar er hér ekki um einu óleystu gátuna í þessum annars ágætu þáttum að ræða, því það er eins og þær bíði áhorfandans við hvert fótmál. Engu að síður er þessi sería með því besta sem sjónvarpið býður upp á og á sjónvarpið þakkir skilið fyrir velheppnað val. Laugardagur 16. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Tón- leikar. Pulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð - Hrefna Tynes talar. 8.15 Veðurfregnir 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúk- linga, frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla Sigurður Flelgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ragnar örn Pétursson 14.00 Hér og nú Fréttaþáttur i viku- lokin. 15.15 Listapopp - Gunnar Salvars- son. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 íslenskt mál Ásgeir Blöndal Magnússon flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Niarðvík. 17.10 A óperusviðinu Umsjón: Leif- ur Þórarin^son. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnír. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Úr vöndu að ráða Hlustendur leita til útvarpsins með vandamál. 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans“ eftir Jules Verne í þýðingu Inga Sigurðssonar. Ragnheiður Arnar- dóttir les. (2) 20.20 Harmonikuþáttur Umsjón: Sigurður Alfonsson. 20.50 Sögustaðir á Norðurlandi Möðruvellir í Eyjafiröi. Umsjón: Hrafnhildur Jónsdóttir. (RÚVAK). 21.35 kvöldtónleikar Þættir úr sígild- um tónverkum. 22.00 Lestur Passiusálma (12) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Uglan hennar Mínervu Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. 23.15 Operettutónlist 24.00 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok Næturútvarp f rá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 17. febrúar 8.00 Morgunandakt Séra Hjálmar Jónsson flytur ritnigarorð og bæn. 8.10 Fréttir 8.15 Veðurfregnir. Forstugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Promenáde- hljómsveitin í Berlin leikur. Hans Carste stj. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25Stefnumót við Sturlunga Ein- ar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa f Bústaðakirkju Prestur: Séra Jón Bjarman. Org- anleikari: Guðni Þ. Guðmundsson. Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Þuriðurformaðurog Kambs- ránsmenn Annar þáttur. Klemenz Jónsson tók saman, að mestu eftir bók Brynjúlfs Jónssonar frá Minna- Núpi, og stjórnar jafnframt flutn- ingi. Sögumaður: Hjörtur Pálsson, Lesarar: Sigurður Karlsson, Þor- steinn Gunnarsson, Hjalti Rögn- valdsson, Steindór Hjörleifsson, Guðrún Þ. Stephensen, Róbert Arnfinnsson, Guðmundur Pálsson, Þórhallur Sigurðsson og Valur Gíslason. Kynnir: Óskar Ingimars- son. 14.30 Miðdegistónleikar Sinfónia nr. 7 í d-moll op. 70 eftir Antonin Dvorak. Sinfóniuhljómsveitin í Toronto leikur; Andrew Davis stj. 15.10 Með bros á vör Svavar Gests velur og kynnir efni úr gömlum spurninga- og skemmtiþáttum út- varpsins.16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15. Veðurfregnir. 16.20 Um vísindi og fræði. „Verk- efni íslenskrar heimspekisögu" Dr. Gunnar Harðarson starfsmað- ur Heimspekistofnunar flytur sunnudagserindi. 17.00 Síðdegistónleikar a. Ivo Pog- arelich leikur á píanó, Pólonesu nr. 5 op. 44 í fís-moll og Sónötu nr. 2 I b-moll eftir Frédéric Chopin. b. Edda Moser syngur lög eftir Ric- hard Strauss og Johannes Brahms. Christoph Eschenbach leikur á pí- anó. 18.00 Vetrardagar Jónas Guðm- undsson rithöfundur spjalllar við hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Fjölmiðlaþátturinn Umsjón: Halldór Halldórsson. 20.00 Um okkur Jón Gu'stafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir ung- linga. 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 Útvarpssagan: „Morgun- verður meistaranna" eftir Kurt Vonnegut. Þýðinguna gerði Birgir Svan Símonarson. Gísli Rúnar Jónsson flytur (15). 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagins. Orð kvöldsins. 22.35 Galdrar og galdramenn Umsjón: Haraldur I. Haraldsson. (Rúvak). 23.05 Djassþátlur - Tómas Einars- son. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. ír Laugardagur 16. febrúar 14:00-16:00 Léttur laugardagur Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16:00-18:00 Milli mála Stjórnandi: Helai Már Barðason. HLÉ 24:00-24:45 Listapopp Endurtek- inn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 24:45-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar1. Sunnudagur 17. febrúar 13:20-16:00 Krydd í tilveruna Stjórnandi: Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 16:00-18:00 Vinsældarlisti hlust- enda 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. Laugardagur 16. febrúar 14.45 Enska knattspyrnan York City og Liverpool leika í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Bein út- sending frá 14.55-16.45. 17.20 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.25 Ævintýri H.C. Andersens 2. Litla stúlkan með eldspýturnar og Prinsessan á bauninni. Danskur brúðumyndaflokkur i þremur þáttum Jóhanna Jóhanns- dóttir þýddi með hliðsjón af þýð- ingu Steingríms Thorsteinssonar. Sögumaður Viðar Eggertsson. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin Fimmti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Kollgátan Spurningakeppni Sjónvarpsins, annar þáttur. Gestir: Aöalsteinn Ingólfsson og Egill Helgason. Umsjónarmaður lllugi Jökulsson. Stjórn upptöku: Viðar Víkingsson. 21.30 Harrý og Tontó Bandarísk bíómynd frá 1974. Leikstjóri: Paul Mazursky. Aðalhlutverk: Art Car- ney ásamt Ellen Burstyn, Chief Dan George, Geraldine Fitzgerald og Larry Hagman. Harrý, sem er ekkill á áttræðisaldri, er ekki lengur vært í New York. Hann leggur því land undir fót ásamt Tontó, kettin- umsínum íleit aðviðkunnanlegum samastað. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 23.30 Dagskrárlok Sunnudagur 17. febrúar 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Hjalti Þorkelsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni 12. Hvers á barnið að gjalda? Bandariskur framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.00 (leit að rödd Bresk heimilda- mynd. Margt fjölfatlað fólk getur hvorki tjáð hugsanir sínar í mæltu máli né rituðu. Hér segir frá einum slikum, Dick Boydell að nafni, og frá nýjum uppfinningum sem hafa gert honum kleift að rjúfa áratuga einangrun og jafnvel semja texta þessarar myndar. Þýðandi Jón O. Edwald. 18.00 Sundin okkar Umsjónarmenn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upptöku: Þránd- ur Thoroddsen. 19.20 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku. Um- sjónarmaður Magnús Bjarnfreðs- son. 20.55 Tökum lagið Lokaþáttur. Kór Langholtskirkju, syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar í Gamla biói. Meðal gesta er Lögreglukór- inn, Álafosskórinn og Skólakór Ár- bæjarskóla. Á efnisskránni eru m.a. nokkur lög eftir Jón Múla Árnason. Umsjónarmaður og kynnir: Jón Stefánsson. Stjóm upptöku: Tage Ammendrup. 21.55 Dýrasta djásnið Lokaþáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur í fjórtán þáttum, gerður eftir sögum Pauls Scotts frá síðustu valdaár- um Breta á Indlandi. Aðalhlutverk: Tim Pigott-Smith, Geraldine James, Charles Dance, Wendy Morgan, Eric Porter og Rosemary Leach. Þýðandi Veturliði Guðna- son. 22.45 Nóbelsskáldið Jaroslav Seif- ert Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1984 hlaut Jaroslav Seifert, 83 ára tékkneskt Ijóðskáld. I þættinum er fjallað um skáldið, farið með Ijóð og sænskir sjón- várpsmenn ræða við Seifert í Prag. Leyfi til þess var ekki auðfengið þar sem skáldið hefur löngum verið yfirvöldum í Tékkóslóvakíu óleiðitamur. Umsjónarmaður Lars Helander. Þýðandi Jóhanna Þrá- insdóttir. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 23.30 Dagskrárlok

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.