NT

Ulloq

NT - 23.02.1985, Qupperneq 1

NT - 23.02.1985, Qupperneq 1
 Skiphóll sviptur vínveitingaleyfi ■ Veitingastaðurinn Skip- hóll í Hafnarfírði, hefur nú verið sviptur vínveitinga- leyfí, og var eiganda staðar- ins birt fógetabréf þess efnis, rétt fyrir opnun staðarins í fyrradag. Leyfissviptingin sem er samkvæmt tilskipun fógeta, mun m.a. vera byggð á áliti matsnefndar vínveitingahúsa en forsendur hennar að öðru leyti „óljósar", að sögn Birg- is Tómassonar, eiganda stað- arins. „Þeir komu hingað frá matsnefndinni á óheppileg- asta tíma, rétt eftir dansleik, þegar átti eftir að ræsta húsið," sagði Birgir, að- spurður um ástæður fyrir lok- uninni. Kvaðst Birgir sjálfur hafa kallað til matsmann frá heilbrigðiseftirlitinu skömmu síðar til að gera úttekt á húsinu, og hefði sú úttekt verið jákvæð, Pað er bæjarfógetinn í Hafnarfirði sem hefur mál þetta undir höndum, en ekki náðist samband við fulltrúa fógeta í gærkvöldi. Stúkumenn skora á ölkneyfara - bls. 5 Sjórán á atómöld - bls. 21 Sjómenn ítreka kröf- ur sínar - bls.2 Ekki breyt* ing á með- ferð drátt- arvaxta — 4% frá l.mars ■ Seðlabankinn hef- ur fallið frá fyrirhuguð- um breytingum á með- ferð dráttarvaxta. Verður því áfram heim- ilt að beita vöxtum heils mánaðar, þótt vanskil hafi aðeins staðið í brot úr mán- uði. Vanskilavextir verða eftirleiðis tengdir skulda- bréfavöxtum og endur- skoðast mánaðarlega. Frá 1. mars verða vanskila- vextir 4% á mánuði. Kröfuhöfum er að sjálf- sögðu heimilt að beita lægri vöxtum, t.d. dag- vöxtum. En frá mánaðar- mótum verða hæstu van- skilavextirnir sem sagt 48% á ári, séu vaxtavextir reiknaðir á 12 mánaða fresti. Stóriðjunefnd: Magnesíumverksmiðja byggð á Grundartanga? Hráefni fæst innanlands ■ Stóriðjunefnd hefur fengið til umfjöllunar skýrslu, þar sem ræddir eru möguleikar á bygg- ingu magnesíumverksmiðju á Grundartanga. Hráefni til verk- smiðjunnar myndi að verulegu leyti fást innanlands, þ.e. kísil- járn frá járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga og súrál frá álverinu í Straumsvík. Þriðja hráefnið við framleiðslu magnesíumsins er bergtegundin dólómít, sem þyrfti að flytja inn. Þeim möguleika er þó velt fyrir sér að nota í staðinn skelja- sand. í skýrslunni er talað um 7 þúsund tonna framleiðslugetu á ári annars vegar og 14 þúsund tonn hins vegar. Utreikningar sýna, að miðað við núverandi aðstæður er 17% hagnaður af 7 þúsund tonna verksmiðju, áður en skattar og arður eru greiddir, en 28% af 14 þúsund tonna verksmiðju. Kostnaður við byggingu 7 þúsund tonna verk- smiðju er áætlaður 22 milljónir bandaríkjadala og 32 milljónir dala fyrir 14 þúsund tonna verk- smiðjuna. Magnesíum er sambærilegur málmur og ál, en hann er léttari og sterkari, miðað við þyngd. magnesíumið er notað í ál- blöndur og aðrar málmblöndur. Rarik verður að hækka gjaldskrá ef ekki kemur til skuldbreyting ■ Gjaldskrá Rafmagns- veitna ríkisins verður að hækka um 10-15% ef skuldir fyrirtækisins verða ekki framlengdar innan tíðar og greiðslum af afborgunum frestað fram yfir árið 1992. Þessar upplýsingar komu fram á fundi með forsvars- mönnum Rarik og iðnaðar- ráðherra í gær. Það kom fram í máli Kristjáns Jóns- sonar rafmagnsveitustjóra, að Rarik er bundið við lán- tökur úr Orkusjóði og hefur þar af leiðandi ekki tök á að ráða þeim sjálft. Það hefði orsakað, að fyrirtækið hefði fengið óhagstæð lán og bráðabirgðalán. „Við teljum, að við fengj- um betri stýringu á fjármál- um fyrirtækisins, ef við gæt- um sjálfir tekið lán í gegnum viðskiptabanka okkar, líkt og Landsvirkjun gerir,“ sagði Kristján Jónsson. Með því gætu Rafmagns- veitur ríkisins stýrt greiðslu- byrði sinni betur og jafnað sveiflur á milli ára og trúlega fengið betri vaxtakjör. Raf- magnsveitur ríkisins borga á þessu ári tæpar 408 milljónir króna í vexti óg afborganir af lánum. ■■■■

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.