NT

Ulloq

NT - 23.02.1985, Qupperneq 4

NT - 23.02.1985, Qupperneq 4
IPI Hjálparstarfið í Eþíópíu: 6 utan í gær ■ Sex manna hópur hjúkrunarfólks hélt áleiðis til Eþíópíu í gær til starfa á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þau Þórhallur B. Ólafsson, Bóthildur Sveins- dóttir, Jóhanna Guðlaugsdóttir, Hildur Nílsen, Ragnhild- ur R. Indriðadóttir og Hreinn Skagfjörð Pálsson fara til starfa í fæðugjafastöðvum í norðurhluta landsins þar sem þau munu vinna að skipulagningu og við almenn lækn- ingastörf. Annar hópur á vegum Hjálp- arstofnunar hefur undanfarnar vikur starfað í þremur hjálpar- búðum í Vorgesa, sem er um 90 kílómetra í norður frá borginni Dessie, í Wollo-héraði í norðurhluta landsins. í þeim hópi eru fjórar hjúkrunarkonur og tveir hjálparsveitarmenn. Þetta fólk hefur átt mjög annríkt, en hefur náð góðum tökum á verkefnum sínum og hlotið lof fyrir. Fiskveiðiverkefnið í Massawa á Rauðahafsströnd Eþíópíu hefur gengið vel. Störf Stanleys Aðalsteinssonar og eiginkonu hans hafa borið góðan árangur, en til Massawa sendi Hjálpar- stofnunin mikið _al veiðar- t'ærum, sem komið hafa að góð- um notum. Hjálparstofnun kirkjunnar er nú að kanna möguleika á því, að samhæfa verkefni og störf við boranir eftir heitu og köldu vatni í Eþíópíu. Snemma í apríl eru væntanlegir hingað til lands fulltrúar þeirra stjórnarstofnana í Eþíópíu, sem með þessi mál fara. íslensk stjórnvöld og verktakar hafa sýnt þessum mál- um rmkinn áhuga, svo og ýmsar hjálparstofnanir á Norðurlönd- um. Þess má geta, að í Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík verða ánæstaskóla- ári 3 Eþíópar. Með hópnum fór Árni Gunn- arsson, sem mun halda áfram að skipuleggja hjálparstarfið og þau samvinnuverkefni, sem nú eru í undirbúningi og flokkast undir þróunarhjálp. Laugardagur 23. febrúar 1985 4 Land- helgis- kortið komið í dreifingu ■ Landhelgiskortið sem sjáv- arútvegsráðherra afhenti Slysa- varnafélaginu nýlega til styrktar starfi félagsins er nú komið í sölu hjá ollum deildum og sveit- um SVFÍ og kostar 750 krónur. Auk þess hefur sjávarútvegs- ráðherra áritað 200 tölusett ein- tök sem seld verða innrömmuð á 10.000 krónur stykkið. Myndin var tekin er Halldór áritaði eitt kortanna en honum á vinstri hönd er Haraldur Henrysson forseti SVFÍ og lengst til vinstri situr Hannes Hafstein framkvæmdastjóri SVFÍ. Kortið má fá keypt hjá SVFÍ að Grandagarði 14 eða panta það í síma 91-27000 Brotið á fiskvinnslufólki ■ í ályktun sem Samtök kvenna á vinnumarkaöi hafa sent frá sér segir aö lög og samningar varðandi vinnurétt fískvinnslufólks hafi reynst haldlausir, og hafí tveir dómar falliö, sem staöfesti að arðsemi fyrirtækja skuli sitja í fyrirrúmi, en vinnuréttur að engur hafður. Þá segjast samtökin fagna framkomnu frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um breyt- ingu á lögum um rétt verkafólks til uppsagnarfrests. Telja sam- tökin að frumvarpið sé spor í þá átt að leiðrétta „hið miskunnar- lausa réttindaleysi sem fisk- vinnslufólk á við að búa og beinist sérstaklega gegn konum.“ Skák 9. umferð afmælismóts| Skáksam- ibansins: ■ Skák mótsins sem auglýst var hér í blaðinu í gær, úrslitaskákin milli Spasskýs og Larsens varð aðeins örfáir leikir; þegar hún hafði staðið í um hálftíma bauð Spasský jafntefíi, sem Larsen að sjálfsögðu þáði, og hélt þar með vinnings forystu sinni á inótinu og verður varla stöðvaður úr þessu. Larsen svaraði kóngspeðs- byrjun Spasskýs með Petovsvörn og þegar i byrjun skiptist upp á drottningum. „Spasský hcfur ekki unnið skák með þessu af- brigði í 15 ár og samt býður hann upp á það nú,“ sagði vonsvikinn skákmaður meðal áhorfenda. Það cr kannske að bcra í bakkafullan lækinn að vera að hneykslast á svona framkomu. Spasský átti möguleika á að ná Larsen að vinningum með því að vinna skákina og fyrir skákunn- endur á fslandi er litið á það sem stóran viðburð að eiga þess kost að sjá þessa menn leiða saman hesta sína. Þeim var öllum gefið langt nef í gærkvöldi. En hvað um það, Spasský bauð jafntefli, Larsen hlaut að þiggja það í Ijósi stöðu sinnar í mótinu og það má kannski liugga sig við að það er enginn verðugri sigurvegari á þessu móti en liann. Margeir færðist nær stórmeist- araáfanganum í gær með því að gera jafntefli við Hort í skák sem allan tímann var í jafnvægi. Nú nægir Margeir einn vinningur úr tveim umferðum til að hreppa áfangann. Hvað íslendingana varðar verður þessa móts kannski eink- um minnst vegna góðrar frammi- stöðu Guðmundar Sigurjónsson- ar, sem hefur ekki teflt lengi af þeim styrkleika sem hann er talinn búa yfir. Eftir tap í fyrstu umferð var ekki búist við miklu af honum, en eftir tapið hefur hann teflt af miklu öryggi og er í 3.-4. sæti með Margeiri. 1 gær var það Jóhann Hjartarson sem var fórnarlamb Guðmundar. Jóhann gaf skákina í gjörtapaðri stöðu eftir 42 leiki. Jón L. Árnason og Hansen sömdu um jafntefli eftir að Jón hafði virst eiga mun vænlcgri Larsen nær öruggur um sigur eftir jafntefli við Spasský stöðu lengst af. Karl Þorsteins barðist hetjulegri baráttu við Jus- upov, en varð að láta í minni pokann. Þá er komið að skák Van der Wiel og Helga. Helgi sem hafði svart tefldi mjög djarft og lagði mikið á stöðu sína sem lengi virtist mjög vænleg. En Hollend- ingurinn náði gagnfærum og drap hrók Helga með biskupi. Helgi lék mjög hratt en Van der Wiel átti lítinn tíma eftir. Heigi skaut | inn millileik í stað þess að drepa biskupinn, en virtist yfirsjást millileikur Hollendingsins, og í stað þess að vera skiptamun und- ir með góð sóknarfæri var hann heilum hrók undir og með von- lausa stöðu. ■ Við biðjumst afsökunar á rangri stöðuniynd af biðstöðu Margeirs og Jóns L. úr 8. umferð. Hrókurinn á a4 átti að sjálfsögðu að vera svartur. Skákin fór í bið aftur í gær og biðstaðan er svona: „Úrslitaskákin" að hefjast. En Spasský tefldi til jafntefíis. NT-mvnd Ai Hvítt: Margeir. Svart: Jón L. Árnason jifirm 1 871Á 1 IBII II111 í m 1111 11111 101 1111 III* Skák Curt Hansens og Guð- inundar fór einnig aftur í bið í gær. Hvítt: Curt Hansen. Svart: Guðmundur. Úrslit 9. umferðar: Spasský-Larsen VnVi Jusupov-Karl 1:0 Guðmundur-Jóhann 1:0 Van der Wiel-Helgi 1:0 Jón L.-llansen Vv.Vi Ilort-Margeir Vv.V'. Eins og taflan ber mcð sér lauk ölliim skákununi í gærkvöldi, cn tveim biðskákum úr 8. uniferð er enn ólokið. Staðan í mótimi er nú þannig: 1. Bent Larscn 7v. 2. Spasský 6v. 3. Van der Wiel 5‘/2 v. 4. -5. Guðmundur og Margeir 5v + biðskák. 6. Jusupov 5v. 7. Ilort 4 v. 8. Helgi 3'/2 v. 9. Jón L. 3v + biðskák. 10. -11. Jóhann og Karl 3v. 12. Curt Hansen2'/2V + biðskák. í dag kl. 14.00 hefst 10. og næstsíðasta umfcrðin. Þá cigast við: Karl og Spasský, Helgi og Jusupov, Margeir og Van der Wiel, Hansen og Hort, Guð- mundur og Jón L. og Jóhann og Larsen. Röð Vinn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 1 Karl Þorsteins 3 v • 1/2 0 1 0 1/2 1/2 0 0 1/2 2 Helgi Ólafsson 3V2 v. 1/2 • 0 1/2 1/2 1/2 1/2 0 1/2 1/2 3 MargeirPétursson 5+b 1 1 • 1 0 Bið 1/2 1/2 0 1 4 CurtHansen 2+b 0 1/2 0 • Bið 1/2 1/2 0 0 1/2 5 Guðm. Sigurjónsson 5 +b 1 1/2 1 Bið • 0 1/2 1/2 1/2 1 6 Jón L. Árnason 3+b 1/2 1/2 Bið 1/2 • 1/2 1/2 1/2 0 0 7 V. Hort 4 1/2 1/2 1/2 1/2 • 1/2 0 1/2 1/2 1/2 8 Van der Wiel 5’/2 1 1 1 1/2 1/2 • 1 1/2 0 0 9 Jusupov 5 1 1/2 1/2 1/2 1 0 • 1/2 0 1 10 B. Spasský 6 v 1/2 1 1/2 1 1/2 1/2 1/2 • 1/2 1 11 Bent Larsen 7 v 1/2 1 1 1/2 1 1/2 1 1 1/2 • 12 JóhannHjartarson 3 1/2 1/2 0 1/2 0 1/2 1 0 0 •

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.