NT - 23.02.1985, Page 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddarverða 1000 krónurfyrir hverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
Vestur-þýsl Ger ta og austurríska sjónvarpið: a kvikmynd um
Nor ina á Akureyri
■ Fyrirhugað er að vestur-þýska og austurríska sjón- Nonnahúsið er útlendingar, að-
dáendur Nonna og lesendur sem
fara í eins konar pílagrímsferð
á æskustöðvar hans. Víst er um
það að Jón Sveinsson er víða
kunnur, því bækur hans hafa
veriö þýddar á um 30 tungumál,
t.d. bókin Nonni og Manni á 18
tungur.
varpið ásamt e.t.v. fleiri sjónvarpsstöðvum í Mið-Evrópu,
festi líf og starf rifhöfundarins og fræðimannsins Jóns
Sveinssonar „Nonna“, á fllmu. Útsendarar þessara
tveggja sjónvarpsstöðva ásamt Þorsteini Jónssyni kvik-
myndagerðarmanni í Reykjavík voru á ferðinni á Akureyri
og víðar norðanlands á síðastliðnu hausti og festu þá
nokkra búta á fllmu.
■ Nonnahúsiö á Akureyri, minningasafn um Jón Sveinsson, stofnsett af Zonta-konum á Akureyri
ló.nóvember 1957 á aldarafmæli skáldsins.
NT-mynd: Björn P. Vogar.
Mjólkursamsalan
Fjármálaráðuneytið tregt á heimildir til mannaráðninga
fulltrúa á svæðisskrifstofur
rekstrarsvæöanna, og til að
ákveða launakjör þessara
starfsmanna.
Þetta kom fram á blaða-
mannafundi, sem iðnaðarráð-
herra og forsvarsmenn Raf-
magnsveitna ríkisins efndu til í
gær, þar sem kynnt var eins
árs reynsla af hinu nýja skipu-
lagi, sem sett var eftir úttekt
ráðgjafafyrirtækisins Hag-
vangs á stofnuninni.
Þessi dráttur á manna-
ráðningum hefur haft það í för
með sér, að enn hefur ekki
reynst unnt að færa verkefni frá
aðalskrifstofunni í Reykjavík
út á svæðisskrifstofurnar, sem
er eitt meginatriði hins nýja
skipulags.
Skipulagsbreytingarnar, sem
að öðru leyti hafa tekist vel, fela
það m.a. í sér, að aðalskrifstofu
Rafmagnsveitna ríkisins er nú
skipt í tvær megindeildir, fjár-
málasvið og tæknisvið. sem
hvort um sig skiptist í undir-
deildir, auk skrifstofu rafmagns-
veitustjóra. Ein meginbreyting-
in frá fyrra skipulagi er sú, að
rekstrardeildin er lögð niður og
verkefni hennar færð til fjár-
mála- og tæknisviðs, eftir því,
sem við á.
A fundinum kom fram, að
þeim markmiðum, sem sett
voru með skipulagsbreytingun-
um, þ.e. hagkvæmni í rekstri
með höfuðáherslu á sparnað,
hefur verið náð að verulegu
leyti.
Það var í ágúst 1983, að
iðnaðarráðherra fól Hagvangi
að gera úttekt á skipulagi og
rekstri Rafmagnsveitna ríkisins.
Á þeim tíma var Ijóst, að breyt-
ingar voru nauðsynlegar á starf-
semi fyrirtækisins vegna sam-
dráttar í starfseminni, sem or-
sakaðist af yfirtöku Landsvirkjun-
ar á undirbúningi virkjunar-
framkvæmda og byggðalínum,
árið 1982, en Rafmagnsveiturn-
Að sögn Stefaníu Ármanns-
dóttur safnvarðar í Nonnahús-
inu á Akureyri, bcndir allt til að
þessir menn verði aftur á ferð-
inni á vori komanda til frekari
undirbúnings. Senv áður sagði
voru teknar nokkrar útisenur á
Möðruvöllum og Skipalóni í
Hörgárdal, bernskustöðvum
Nonna, svo og á Akureyri.
Einnig var tekinn viðtalsþáttur
við Harald Hannesson hagfræð-
ing í Reykjavík, en hann er
talinn manna fróðastur um öll
málefni er lúta að Jóni Sveins-
syni. Ennfremur sagði Stefanía
að þrátt fyrir að örfáar senur
yröu teknar hcr, þá færu upp-
tökur að mestu fram í stúdióum
erlendis. Auk þess sem sjón-
varpsstöðvar í Mið-Evrópu,
ættu mikið af heimildum um
Góðar stundir
með MS sam-
lokum -hvar
og hvenær
sem er. 1
100 áraídag
■ Húnvetnskur höfðingi -
Björn Guðmundsson frá Reyn -
hólum í Miðfirði er 100 ára í
dag. Björn fæddist á Þverá í
Núpsdal 23. febrúar 1885.
Fyrstu búskaparár sín bjó hann
víðs vegar um Miðfjörð, en
fluttist síðan að Reynhólum
1933 og bjó þar síðan þar til
hann brá búi 1966, þá kominn á
níræðisaldur.
Kona Björns var Ingibjörg
Jónsdóttir frá Huppahlíð. Þau
áttu 7 börn sem öll eru á lífi. Er
Björn brá búi tók Elís sonur
hans við búinu á Reynhólum,
en síðar annar sonur Björns,
Jóhannes hreppstjóri á Reyn-
hólum.
Þrátt fyrir 100 ár að baki er
Björn andlega hress og stál-
minnugur, en nokkuð farinn að
tapa sjón. Björn dvelur nú á
sjúkra- og dvalarheimili ald-
raðra á Hvammstanga. Ef veður
leyfir mun Björn halda upp á
aldarafmælið í stórum hópi af-
komenda og húnvetnskra vina í
félagsheimilinu Ásbyrgi á af-
mælisdaginn.
Mvnd Brynjólfur Sveinbcrgsson
Nonna, m.a innimyndir úr
Nonnahúsinu.
Þrenns konar hugmyndir eru
uppi, og gæti jafnvel fariö svo
að þær yrðu allar að veruleika.
í fyrsta lagi er um að ræða
heimiidamynd um líf og starf
Jóns Sveinssonar, í öðru lagi
leikna kvikmynd er byggð
yrði á einhverri eða einhverjum
af bókum Nonna. í þriðja lagi
er svo unt að ræða röð sjónj
■varpsþátta sem yrði blanda af
hinu tvennu.
Það er ekki að undra að
Þjóðverjar og aörir Mið-Evr-
ópubúar liafi áhuga á Jóni
Sveinssyni, því þar um slóðirer
hann vel þckktur bæði fyrir
fyrirlestra sína, og ekki síður
sem rithöfundur. Um helmingur
þeirra gcsta er árlega heimsækja
■ Framkvæmd skipulags-
breytinga þeirra, sem gerðar
voru á Rafmagnsveitum ríkisins
í fyrra og tóku gildi 15. febrúar
1984, hafa gengið hægar en
Framkvæmdin gengið
hægar en áætlað var
stefnt var að. Ástæður þess eru
fyrst og fremst þær, að erfiðlega
hefur gengið að fá heimild
fjármálaráðuneytisins til að
ráða fjármálafulltrúa og tækni-
ar höfðu áður haft þessi verkefni
með höndum.
Kostnaður við gerð úttektar-
innar er rúmar tvær milljónir
króna.
er þetta appelsína með
8946 títuprjónum í.
Þetta er afrakstur
„heimsmetahóps" sem
starfaði á Imbrudögum
Fjölbrautaskólans í
Garðabæ en þar unnu
nokkrir starfshópar að
ákveönum verkefnum,
m.a. útvarpi, bakstri,
handavinnu og skák.
Heimsmetahópurinn
er að vonum ánægður
með árangurinn á þess-
ari mynd og nú er að
bíða og sjá hvort afrekið
kemst á spjöld Heims-
metabókar Guinness.
NT-mynd: Róbert
Dalvík:
Nýr forstöðumaður Dalbæjar
■ Sjö sóttu um stöðu forstöðu-
manns Ualbæjar, dvalarheimilis
aldraðra á Dalvík. Ólafur B.
Thoroddsen hlaut stööuna, og
tekur hann við af Gunnari
Bergmann núverandi forstöðu-
manni í maflok.
í Dalbæ starfa nú um 25
starfsmenn við umönnun 43
vistmanna. Hvert rúm er skipað
og nærri lætur að annað eins sé
á biðlista. Stækkun dvalar-
heimilisins stendur þó ekki fyrir
dyrum, þrátt fyrir húsnæðisekl-
una, og í raun eru engar frekari
framkvæmdir í sjónmáli. nema
ef vera skyldi að hluta heimilis-
ins yrði breytt í sjúkradeild.
Brýn þörf er fyrir slíka deild, en
enn er ekki ljóst hvort af þessum
breytingum verður.