NT - 27.02.1985, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 27. febrúar 1985
Sjómannasamningaviðræður:
ítrekaðir árangurslausir
fundir hafa skilað litlu
Samningar um frystitogara langt komnir
■ Ýmislegt benti til þess að
skriður væri að komast á samn-
ingaviðræður sjómanna og út-
vegsmanna á fundi deiluaðila
sem haldinn var á mánudag.
Fundurinn stóð langt fram eftir
nóttu, og voru rædd ýmis sérmál
sjómanna. Að sögn sáttasemj-
ara var mikið unnið, og virtist
sem bjartara væri yfir mönnum.
Viðræður um frystitogara eru
vel á veg komnar, og einungis er
eftir að ganga frá smáatriðum
áður en samningssmíðinni
lýkur.
NT ræddi við deiluaðila, og
bar þeim saman um að málin
væru á réttri leið, þar sem verið
væri að vinna í undirnefndum.
Undirnefndir þær sem
skipaðar voru í gær ræddu m.a.
endurmenntunarmál sjómanna
á starfsferli, hlífðarútbúnað og
fleira. Ekki hefur ennþá verið
rætt um kauptengda liði. Guð-
jón A. Kristjánsson sagði í sam-
tali við NT á fundi þeim sem
haldinn var á mánudag að ef
ekki hlypi snurða á þráðinn
þegar kaupliðir yrðu ræddir væri
■ Sverrir Haraldsson
listmálari.
Sverrir
Haraldsson
látinn
■ Sverrir Haraldsson
listmálari er látinn, 54 ára
að aldri. Sverrir hélt sína
fyrstu einkasýningu 1952
og var síðan talinn meðal
fremstu listmálara þjóð-
arinnar.
Sverrir stundaði nám í
Myndlista- og handíða-
skólanum og síðan í París
og Vestur-Þýskalandi.
Hann var síðan einn af
brautryðjendum í formbylt-
ingu meðal listaman.na hér
heima. Auk listmálunar
stundaði Sverrir útskurð
í tré og fékkst við mynd -
listarkennslu.
Sverrir Haraldsson var
fæddur í Vestmannaeyj-
um 18. mars 1930, sonur
hjónanna Haraldar
Bjarnasonar skrifstofu-
manns og Önnu Kristjáns-
dóttur. Sverrir eignaðist
þrjú börn. Eftirlifandi
sambýliskona hans er
Guðrún Sverrisdóttir.
lausn í sjónmáli á næstu sólar-
hringum.
Verkfall sjómanna skall á
þann sautjánda þessa mánaðar,
eftir árangurslausar samninga-
viðræður sem átt höfðu sér stað.
Á fundi þeim sem haldinn var
sunnudaginn sautjánda lögðu
sjómenn fram kröfur sínar, en
þeim var hafnað af útvegsmönn-
um. Eftir að verkfall var skollið
á klukkan 18 endurskoðuðu
sjómenn kröfur sínar, og lækk-
uðu verulega kaupliði, en ár-
angurslaust.
Á fundi sem haldinn var
mánudaginn átjánda febrúar
samþykktu samninganefndir
SSÍ og FFSÍ áskorun til allra
áhafna og skipstjóra sem voru
að veiðum, þess efnis að hætta
þegar veiðum og sigla til hafnar.
Áskorun sú sem send var til
fiskiskipa bar tilætlaðan árang-
ur, og þinguðu sjómenn og
skipstjórar í talstöðvum á mið-
unum. Umræðuefnið var hvort
hætta ætti veiðum og halda
heim á leið. Niðurstaðan varð
sú að meginhluti flotans tók upp
veiðarfæri sín og hélt til lands.
Nokkur skip voru cnn að
veiðum undan Suðvesturlandi
á þriðjudag, og í samtali við
Óskar Vigfússon formann SSÍ
sagði Óskar að samstaða sjó-
manna hefði aldrei verið meiri
síðan í verkfallinu 1975. Einnig
benti Óskar á það að skipstjórar
þeirra skipa sem enn voru að
veiðum á þriðjudag væru út-
gerðartengdir á einn eða annan
hátt. „Ég tel fullvíst að þeir
skipstjórar sem ekki hafa siglt í
land hafi beitt skipstjórnarvaldi
sínu ótakmarkað.“
NT hafði samband við einn af
þeim bátum sem voru að veið-
um. Grétar Mar er skipstjóri á
Sæborg RE 20. Hann sagði að
ekki kæmi til greina að hætta
veiðum, og bcnti á að togarar
hefðu yfirleitt verið að veiðum
langt unifram boðaðan
verkfallstíma. Grétar taldi að
ekkert gæti hindrað hann í að
klára veiðitúrinn á rneðan að
ísinn entist.
Um miðbik vikunnar fóru að
heyrast raddir meðal útvegs-
manna um það að sjálfsagt væri
að greiða þá hækkun sem sjó-
menn væru að fara fram á.
Sumir létu ekki sitja við orðin
tóm og á Skagaströnd sömdu
útgerðarmenn við sjómenn
sína. Samningurinn var sam-
þykkt á þeim kröfum sem
fyrst voru settar fram af sjó-
mönnum.
Blaðamaður bar þá spurningu
undir Kristján Ragnarsson
hvort það væri rétt að útgerðar-
menn víðsvegar um land væru
reiðubúnir til þess að greiða þá
hækkun kauptryggingar sem sjó-
menn kröfðust í upphafi samn-
ingaviðræðnanna. Kristján vís-
aði þessari spurningu á bug, og
taldi að um ósvífnar dylgjur
væri að ræða.
Fundur sem haldinn var síð-
astliðinn fimmtudag stóð ekki
nema rétt rúma klukkustund.
Pað eina markverða sem gerðist
á fundinum var að útvegsmenn
sendu samninganefndum sjó-
manna harðort bréf þar sem
útvegsmenn mótmæltu harðlega
áskorun þeirri sem sjómenn
sendu frá sér varðandi stöðvun
á veiðum. Þá kom einnig fram í
bréfinu að útvegsmenn telja
áskorunina vera samningsbrot.
og sagði Kristján Ragnarsson í
samtali við NT að ekki væri enn
búið að taka ákvörðun um hvort
mál yrði höfðað á hendur sjó-
mönnum. „Sú ákvörðunartaka
bíður betri tíma.“
Fundur var boðaður af sátta-
semjara á föstudag, og var þá
Ijóst orðið að mikið bar í milli
hjá deiluaðilum. í samtali við
Guðjón A. Kristjánsson kom
fram að hann taldi að samnings-
vilji útvegsmanna hefði dvínað,
og virtist sem þeir hefðu ekki
áhuga á því að semja. „Það er
engu líkara en að Kristján vilji
stoppa flotann, á meðan að
hann er að íhuga hvað olíu-
verðshækkunin hefur í för með
sér.“
Aðspurður um hvort þetta
væri rétt að samningsvilji út-
vegsmanna færi dvínandi, svar-
aði Kristján því til að samnings-
vilji þeirra væri jafn mikill og
áður, og vísaði á bug öllum
ásökunum um annað.
Yfir helgina var gert hlé á
viðræðum, þar sem deiluaðilum
var gefinn tími til þess að íhuga
málin af gaumgæfni. Samninga-
nefndirnar mættu síðan að nýju
til sáttasemjara á mánudag, og
að sögn sáttasemjara var þá
farið að vinna í undirnefndum.
Samninganefndir sjómanna
og útvegsmanna hafa verið í
sambandi við sjávarútvegsráð-
herra og forsætisráðherra, og
greint þeim frá hvernig málin
hafa þróast. Þá hafa sjómenn
lagt fram kröfur við ráðherra
þess efnis að kostnaðarhlutdeild-
in sem lögbundin var á sínum
tíma, komi til beinna skipta.
Ekki hefur heyrst frá ríkis-
stjórninni hvort hún hyggst
grípa inn í viðræðurnar. Fulltrúi
ríkisstjórnarinnar tók þátt í við-
ræðum þeim sem fram fóru á j
mánudaginn. Jón Sigurðsson
forstjóri Þjóðhagsstofnunar var
í beinu símasambandi við samn-
inganefndir. Ekki er vitað hvaða ■
boðskap, ef einhver var, Jón
Sigurðsson færði samninga-
nefndum á mánudagskvöld.
Árlax hf:
Ný laxeldis-
stöðíKeldu-
hverfinu
■ Ný laxeldisstöð, Árlax
hf., hefur tekið til starfa
nurður í Kelduhverfi og
verður þar tilraunarekstur
næstu eitt til tvö árin. í
fyrsta áfanga er ætlunin að
ala þrjú þúsund seiði til
slátrunar og um tvö hundruð
þúsund seiði í um 35 g stærð.
Guðmundur Björnsson
stjórnarformaður Árlax
sagði í samtali við NT í gær,
að enn lægju ekki fyrir
endanlegar áætlanir um
stærð stöðvarinnar. Til-
raunaeldinu væri ætlað að
leiða í ljós hversu stóra stöð
aðstæður á staðnum leyfðu.
Árlax er við Stóruá, í
landi Árdals og Krossdals,
og þar eru ákjósanlegar að-
stæður til fiskeldis. Undan
hrauni, sem þarna er, renn-
ur 12 gráðu heitt lindarvatn,
sem er kjörhitastig vatns til
laxeldis. í nánd er háhita-
svæði og talið er, að þarna
megi rækta árlega hundruð
tonna af laxi og milljónir
seiða.
Eigendur Árlax eru.85
einstaklingar og félög, norð-
an og sunna heiða. Stærstu
hluthafarnir eru Eimskipafé-
lag íslands, Samband ís-
lenskra samvinnufélaga og
Krossdalur, sem er félag
brottfluttra Norður-Þingey-
inga. Eignarhlutur þeirra er
samtals um 50%, en hlutafé
fyrirtækisins er 5,6 milljónir
króna.
Flotinn í höfn. Ef vel gengur getur verið að styttist í að togara- og bátaflotinn geti haldið til veiða að nýju. NT-mynd: Árni Bjarna.
Skipulagsbreytingar Rarik og mannaráðningar:
Ráðninganefndin hef
ur gefið heimildir
■ Fjármálaráðuneytið veitir
ekki stöðuheimildir, heldur er það
í verkahring ráðninganefndar
ríkisins. Hún samþykkti heimildir
fyrir stöðum fjármála- og tækni-
fuHtrúa á svæðisskrifstofur Raf-
magnsveitna ríkisins á fundi sínum
þann 19. september 1984. Endan-
legt yfirlit Karik yfir stöðuheimild-
ir, fjölda starfsmanna og skrá yfir
starfsmenn samkvæmt nýju skipu-
lagi cr dagsett 27. ágúst 1984 og
sent ráðninganefndinni 31. ágúst.
Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu sem fjárlaga- og hag-
sýslustofnun fjármálaráðuneytis-
ins sendi frá sér í gær vegna
fréttaflutnings af nýju skipulagi
Rafmagnsveitna ríkisins um síð-
ustu helgi. Þar sagði, að dregist
hefði að koma skipulagsbreyting-
unum í kring vegna þess hve
erfiðlega gengi að fá heimild
fjármálaráðuneytisins til að ráða í
ofannefndar stöður.
Þá segir í frétt fjárlaga- og
hagsýslustofnunar, að vandséð sé
hvernig sá röski hálfi mánuður,
sem leið frá því að ráðninganefnd-
in fékk yfirlit Rarik og þar til
fjallað var um það, hafi orsakað
hálfs árs drátt á framkvæmd um-
ræddra skipulagsbreytinga.
Fræðslufundur:
Hrossarækt í brennidepli
■ Fræðslunefnd hesta-
mannafélagsins Fáks efnir til
opins fræðslufundar um
hrossarækt í Víkingasal Hót-
els Loftleiða fimmtudaginn
28. febrúar kl. 20.30.
Frummælendur á fundin-
um eru allir landskunnir for-
ystumenn á sviöi hrossarækt-
ar, þeir Þorkell Bjarnason
hrossaræktarráðunautur,
séra Halldór Gunnarsson,
Grímur Gíslason. Haraldur
Sveinsson og Leópold Jó-
hannesson. Fundarstjórar
verða þeir Hákon Jóhanns-
son og Guðlaugur Tryggvi
Karlsson.
Margt stórviðburða er
framundan hjá hestamönn-
um á þessu og næsta ári, og
má þar nefna Evrópumót
íslenskra hesta, sem fram fer
í Svíþjóð síðsumars og lands-
mót hestamanna á Gadda-
staðaflötum árið 1986. Er
fundur þessi haldinn af því
tilefni og fleirum.