NT


NT - 27.02.1985, Síða 22

NT - 27.02.1985, Síða 22
íþróttir Miðvikudagur 27. febrúar 1985 22 ■ Martina Navratilova heldur hér á Wimbledon skildin- um í fimmta skipti. Hún er talin besta tenniskona heims nú eins og undanfarið. Besta tennisfólkið: ■ Hér á eftir fylgir listi yfir efstu menn og konur í afreka- stiga tennisfólks í heiminum í dag. Karlar: stig John McEnroe Bandar......174,67 Ivan Lendl Tékkó.........126,54 J. Connors Bandar........118,67 M. Wilander Sviþjóð .......94,20 A. Gomez Ecuador...........81,19 A. Jarryd Svíþjóð..........48,79 H. Sundström Svíþjóð......47,35 Pat Cash Astralía...........45,54 Stefan Edberg Svíþjóð.......45,17 A. Krickstein Bandar........43,93 Konur: stig M. Navratilova USA.........180,59 C. Evert Llyod Bandar.....151,25 W. Turnball Astral..........65,65 M. Maleeva Búlgaríu.........61,31 H. Sukova Tékkó ............59,39 Pam Shriver Bandar..........58,30 H. Mandlikova Tékkó ........54,90 Claudia Kohde V-Þýsk........54,05 Zina Garrison Bandar........52,25 Carling Bassett Kanada ......49,43 Bretar ríða á vaðið - í fararbroddi gegn misnotkun íþróttamanna á lyf jum Frá Heimi Bergssyni fréttamanni NT í Eng- landi: ■ Breska frjálsíþróttasam- bandið ákvað nýlega, að aðeins þeir íþróttamenn sem gangast undir lyfjapróf þegar þess er krafist, það er að segja á hvaða tíma ársins sem er, geta verið valdir af sambandinu til að keppa í mótum. Þessi ákvörðun er mjög svo tímabær, þar sem mjög mikill þrýstingur er nú á ungum íþróttamönnum sem eru á þröskuldi landsliðsins að bæta frammistöðu sína með hjálp lyfja. Þessi ákvörðun lýsir einnig hugrekki, þar sem bresk- ir íþróttamenn geta nú staðið höllum fæti gagnvart öðrum þjóðum sem ennþá velja þá íþróttamenn sem notað hafa lyf á þjálfunartímabili, þó þeir hætti svo þessari iðju fyrir stórmót. Lyf þau sem aðallega um ræðir eru svokallaðir steroidar þ.e.a.s. tilbúnir steroidar, þekktir sem anabólskir steroid- ar, og svo nátturulegir steroid- ar. í grundvallaratriðum inni- halda steroidar karlhormónin testosteron. Þegar þessi lyf eru notuð af íþróttamönnum án læknisráðs (og í massavís) í þeim tilgangi að bæta frammi- stöðuna, geta þau haft slæm áhrif á mannslíkamann, og langtímaáhrif, svo sem sumar tegundir krabbameins, hafa einnig verið skráð. Geta verður þess þó að erfiðleikar í rannsóknum á áhrifum steroida eru að sjálfsögðu mjög greini- lega fyrir hendi, en í megin- atriðum stendur það sem sagt hefur verið. Að svo ekki sé talað um alla þá siðferðilegu þætti sem koma við sögu í sambandi við inntöku lyfja (doping) hjá íþróttamönnum í því skyni aö bæta árangurinn. Hjálpatilað byggja upp vöðvamassa í frjálsíþróttum hefur inn- taka steroida aðallega tengst kastgreinunum, þar sem með hjálp steroida má byggja upp allkostulegan vöðvamassa. Það er einnig Ijóst tölfræðilega, að framfarir í kastgreinum hafa verið geysilegar. Á síðustu 25 árum hefur til dæmis heimsmet- ið í kúluvarpi verið bætt um meira en 15%, á meðan heims- metið í 1500 metra hlaupi hefur verið bætt um 2,4%. En það eru svo sannarlega notuð lyf í fleiri íþróttum en frjálsíþróttum, og koma hér lyftingar og hjólreiðar kannski fyrst upp í hugann. í raun hafa íþróttamenn í flestum greinum íþrótta verið að uppgötva „kosti“ steroida á síðustu árum. Langhlauparar hafa til dæmis fundið að með hjálp steroida hefur þeim tekist að ná sér fljótar eftir erfiðar æfing- ar. Þetta þýðir að sjálfsögðu að þeir geta æft ennþá meira og strangar, sem hugsanlega getur svo skilað sér í betri árangri á stórmótum, þó æfingaálag og frammistaða í keppni fari svo sem ekki alltaf saman. Hægt að koma í veg fyrir lyfjanotkun Það eru til lyfjapróf sem geta komið í veg fyrir þessa iðju, ef þau eru notuð allt árið um kring, en ekki aðeins fyrir stórmót. Þessi próf eru upp- runnin í Bretlandi, nánar tiltek- ið á St. Thomas sjúkrahúsinu. Að undanförnu hafa þessi próf aðallega verið rannsökuð og endurbætt í Chelsea Collega, undir umsjón Arnold Beckett, sem almennt er álitinn manna fróðastur í heiminum um lyfja- notkun og lyfjapróf á meðal íþróttamanna. Bandaríkjamenn seinir til Síðan 1973 hefur veriö hægt að rannsaka lyfjanotkun íþróttamanna í Bretlandi á þar til gerðri rannsóknarstofu. En t.d. í Bandaríkjunum varengin stofa til sem gat framkvæmt slík próf, þar til Bandaríkja- menn voru hreinlega neyddir til að setja upp eitt stykki fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles. Þetta er ekki skemmtileg stað- reynd fyrir Bandaríkin, þar sem inntaka steroida hjá íþróttamönnum byrjaði. Talið er að fleiri íþróttamenn hafi steroida í Bandaríkjunum en í nokkru öðru la'ndi, og hér eru Sovétríkin ekki undanskilin. Þetta síðastsagða var átakan- lega sjáanlegt á Ameríku- leikunum í Venezuela árið 1983. Þegar íþróttamenn frá Bandaríkjunum komu til Car- acas var þeim tilkynnt að lyfja- prófun ætti að fara fram. Áð minnsta kosti tólf þessara íþróttamanna stukku þá upp í vél og sneru heim á leið. Um skýringuna þarf víst enginn að spyrja. Aðalvandamálið Aðalvandamálið við lyfja- prófanir er það að þær hafa aðeins farið fram á stórmótum. Af þvf leiðir að íþróttamenn hafa getað notað steroida á æfingatímabili bæði til að auka vöðvamassa og til að flýta endurbata. Síðan hafa íþrótta- mennirnir hætt þessari iðju nokkrum vikum fyrir stórmót. Að sjálfsögðu hafa þeir menn sem með lyfjaprófanir hafa að gera, neitað að gefa upp lengdina á því tímabili sem þeir geta rakið lyfjanotkun. Þar sem prófin verða sífellt fullkomnari hefur þeim tekist að koma upp um fleiri og fleiri tilvik. Fullkomnasta lausnin er að sjálfsögðu sú að framkvæma prófin allt árið um kring, eins og breska frjálsíþróttasam- bandið hefur nú einmitt ákveð- ið. Anuað þekkt form af „doping“ en inntaka steroida, er þó öllu erfiðara við að eiga. Hér er um að ræða hið svokall- aða „blóðdóp", og hér eru ekki lyf í spilinu. I fáum orðum felst þessi iðja í því að láta taka úr sér svo sem eins og rúman hálfan lítra af blóði nokkrum vikum fyrir stórmót. Líkaminn hefur þann yndislega hæfileika að geta bætt sér upp blóðtapið, og þegar hann hefur gert það, er blóðinu dælt inn aftur. Þá getur blóðrásarkerfið flutt meira súrefni til starfandi vöðva. Það leiðir af því sem sagt liefur verið, að þessi iðja er stunduð af íþróttamönnum sem keppa í greinum þar sem mikið mæðir á súrefniskerfinu, til dæmist langhlaupurum og hjólreiðamönnum. Það þarf varla að taka það fram, að þessi iðja, þar sem mismunandi hreinlegir íþróttamenn og þjálfarar eru að pukrast með sprautur og glös hver í sínu horni, er vafasöm í meira lagi. Blóðdópaðir OL-verðlaunahafar í síðasta mánuði viður- kenndu nokkrir bandarískir verðlaunahafar í hjólreiðum á Ólympíuleikunum í Los Ange- les að hafa notfært sér „blóðdóp" í keppnum fyrir Ól- ympíuleikana. Utaf þessu varð mikill úlfaþytur. Bandaríska ólympíunefndin hefur nú á- kveðið að biðja Alþjóðaólym- píunefndina að banna þessa iðju. Hér er þó þrándur í götu, þar sem engin þekkt leið er til sem getur komið upp um „blóðdóp". Og við vitum að íþróttamenn sem æfa sleitulaust og leggja geysilega á sig til að ná toppn- um geta auðveldlega freistast til að nota hjálparmeðul í þeim tilgangi að ná þessum fáu senti- metrum eða sekúndubrotum sem til þarf og eru því vísir til að láta slík bönn sem vind um eyru þjóta. Það er full ástæða til að ætla að lyfjamisnotkun íþróttamanna sé nokkuð út- breidd, bæði austan tjalds sem vestan, og svo sannaríeg ekki á undanhaldi. Breska frjáls- íþróttasambandið hefur hér markað stefnuna í baráttunni gegn misnotkun lyfja, sem auk þess að vera hættuleg iðja læknisfræðilega séð, vekur upp stórar siðferðilegar spurningar. Hvenær aðrar þjóðir fylgja á eftir er erfitt að spá. (Að miklu leyti byggt á grein Christopher Brasher í The Observer). Oddsskarðsmótið 1985 ■ Oddsskardsmót 1985 var haldið dag- ana 23.-24. febrúar. Var rhótið haldið við góðar aðstæður. Verðlaunafhending fór fram í fyrsta skipti við skíðaskálann en hann er nú fokheldur. Að sögn Bene- dikts Sigurðssonar formanns skíðaróðs Þróttar, er vonast til að skólinn komist í gagnið ó þessu óri. Mun það gerbreyta allri aðstöðu skíðafólks ó svæðinu. Keppt var bæði í svigi og stórsvigi og koma hér úrslitin úr sviginu. Svig: Drengir 8 ára og yngri 1. Helgi Jónas Guðfinnsson Nk. 2. Davíð örn Kjartansson Sey. 3. Stefón Ríkarðsson Nk. Stúlkur 8 ára og yngri 1. Hjólmdís Tómasdóttir Nk. 2. Fanney Sveinbjörnsdóttir Nk. 3. Anna María Frímannsdóttir Nk. Drengir 9-10 ára 1. Birgir ólafsson Sey. 2. Hans Jóhannsson Nk. 3. Karl Agnarsson Nk. Stúlkur 9-10 ára 1. Jóhanna Malmquist Nk. 2. Aðalheiður Davíðsdóttir Sey. 3. Hildur Ólafsdóttir Sey. Drengir 11-12 ára: 1. Karl Róbertsson Nk. 2. Dagfinnur Ómarsson Nk. 3. Valgarður Vilmundarson Sey. StúJkur 11-12 ára 1. Lilja Andrésdóttir Esk. 2. Elín Högnadóttir Fósk. 3. Harpa Aðalbegsdóttir Sey. Drengir 13-14 ára 1. Kristjón örn Kristjónsson Nk. 2. Hreinn Jóhannsson Nk. 3. Hlynur Oddsson Sey. StúJkur 13-14 ára 1. Gerður Guðmundsdóttir Nk. 2. Linda Ómarsdóttir Nk. 3. Jóna Lind Sævarsdóttir Nk. Piltar 15-16 ára 1. Birkir Sveinsson Nk. 2. Valur Guðmundsson Sey. Handknattleikur: Mikið fjör í kvöld Heil umferð í 1 ■ Það verður mikið um að vera á íþróttasviðinu í kvöld. Auk tveggja leikja í bikar- keppni KKÍ sem getið er annars- staðar á íþróttasíðu þá verður spiluð heil umferð í 1. deild í handknattleik. Tveir leikir verða í Höllinni. Kl. 20.15 spila Víkingur og Þór Ve. og strax á eftir eða um kl. 21.30 eigast við Þróttarar og Valsmenn. í Hafnarfirði verður einn leikur, FH-ingar fá KR í heimsókn og hefst sá leikur kl. 20.00. A sama tíma hefst í Digra- nesi í Kópavogi leikur UBK og Stjörnunnar. Á undan leikjun- um í Höllinni spila KR-Víking- ur í l.deild kvenna. Liðin átta sem leika í 1. deild hafa í samráði við forystu Handknattleikssambandsins ákveðið að bjóða grunnskólan- um aðgang að leikjunum í kvöld fyrir aðeins 10 krónur. Aðgangseyrir að leikjunum í 1. deild er annars 50 krónur fyrir börn og 100 krónur fyrir full- orðna á einn leik. Ef tveir leikir eru sama kvöldið í sama húsi er deild karla verðið 75 fyrir börn og 150 fyrir fullorðna. Á undan leik Vals og FH í síðustu viku var áhorfendum boðið að taka þátt í getraun um úrslit leiksins, svo og hversu mörg mörk Kristjáni Arasyni tækist að skora hjá Einari Þor- varðarsyni og hversu mörg skot Einar næði að verja frá Krist- jáni. Réttu svörin voru: Valur- FH 22-31, Kristján gerði 6 mörk og Einar varði 3 skot. Enginn svaraði hárrétt en þeir sem næstir voru með marka- töluna voru allir úr Hafnarfirði og fá þeir ókeypis aðgang að leik FH og KR í kvöld auk verðlauna frá Arnarflugi. Þeir heppnu eru: Einar Hermanns- son Suðurgötu 52, Kristinn Guðlaugsson Suðurgötu 36 og Smári Krisjtánsson Lækjargötu Langsundsmet ■ Paul Cryne, 36 ára frá Bretlandi og hinn tvftugi Samir Sawan Al-Awami frá Qatari settu langsundsmet fyrir strönd Qatari á föstu- daginn að sögn breskra sendiráðsstarfsmanna þar í landi. Nýja metið er 78,4 kílómetrar og það tók þá 21 klukkustund að synda þessa vegalengd. Cryne átti sjálfur gamla metið sem skráð var í heimsmetabók Guinnes 71,66 kílómetrar. Kapparnir lögðu upp frá höfuðborg Qatari, Doha, og syntu suður á bóginn.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.