NT


NT - 27.02.1985, Síða 9

NT - 27.02.1985, Síða 9
Á að fagna hernað- arsigri eða sáttum ■ Deilurnar um hvernig Bandamenn eigi að minnast 40 ára afmælis sigurdags síðari heimsstyrjaldarinnar, sem var 8. maí 1944, eru bæði ómerki- legar og ónauðsynlegar. Stjórnvöld í Washington, London, Bonn ogöðrum Vest- urlöndum eru ekki á eitt sátt um hvers eigi nákvæmlega að minnast, af hverjum og því síður hvernig slík minningarat- höfn skuli framkvæmd. Banda- menn eru hræddir um að móðga Vestur-Þjóðverja og þá um leið veita Sovétmönnum óbeinan stuðning varðandi þeirra áform um hátíðahöld sem að miklu leyti eru sett upp sem viðvörun gegn „meintri" endurhervæðingu Vestur-Þýskalands. Þjóðverjar sjálfir sjá lítinn tilgang í að minnast skiptingu lands þeirra, sem var ein af- leiðing sigurs Bandamanna. En það fólk sem var fórnar- iamb Þýskalands nasismans telur þó gilda.r ástæður til að fagna ósigri nasismans. Þó má fullyrða að enginn á Vesturlöndum hafi nokkurn áhuga á að fagna sjáifum sigr- inum yfir Þýskalandi. Vestur- Þýskaiand eftirstríðsáranna hefur fest sig í sessi sem fyrir- myndar lýðræðisríki, sem þarf ekki að biðja neinn afsökunar á stjórnmáium sínum. Arfur fortíðarinnar Hvað sem því líður, þá hafa Þjóðverjar fengið fortíð sína í arf. Hinn raunverulegi ávinn- ingur hernaðarsigurs Banda- manna 1945 er sá, að eftir fylgdu tveir sigrar á stjórn- málasviðinu: lýðræði í Vestur- Þýskalandi og sættir á meðal ri'kja Vestur-Evrópu. Seinni heimsstyrjöldin, ólíkt fyrri sjálfseyðingarumbrotum í evr- ópskri siðmenningu á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri 1914- 1918, hefur leitt af sér varan- legan frið í Evrópu ásamt endurreisn og einingu ríkja Vestur-Evrópu. Afleiðing ósigursins Hins vegar Ieiddi ósigur nas- istanna í Þýskalandi til annarar og verri útkomu sem var drottnun Sovétríkjanna yfir Austur-Evrópu og því er engin ástæða til að fagna. Það er engu að síður Þýskaland sem ber endanlegu ábyrgðina þar sem það gerði árás á Sovétríkin og þar með skapaði þau skil- yrði sem leiddu til þess að síðarnefnda ríkið kaus að tryggja öryggi sitt eftir styrj- öldina með því að drottna yfir hálfu Þýskalandi og öllum þeim, sem eru svo óheppnir að búa á svæðinu á milli ianda- mæra Þýskalands og Sovétríkj- anna. Þessi leið Sovétríkjanna til að tryggja öryggi sitt er sum- part skiljanleg, en engu að síður heimska, sem Sovét- menn ásamt öðrum munu endanlega verða að gjalda fyrir. En það er annað mál. Óneitanlega var það rússnesk alþýða sem leið mest fyrir sigurinn á Þýskalandi Hitlers og hefði þeirra ekki notið við þá hefði þýska nasistastjórnin ef til vill aldrei beðið lægri hlut í' hildarleik heimsstyrjald- arinnar. Sovétríkin eru ekki eini sigurvegarinn Hitt er svo líka staðreynd, sem Sovétmenn viljandi gera sem minnst úr, að Sovétríkin hefðu trúlega aldrei getað var- ist án aðstoðar hinna vestrænu bandamanna. Ef Hitler hefði ekki þurft að berjast á öðrum vígstöðvum í Norður-Afríku og Ítalíu á árunum 1942 og 1943 og síðan undirbúa sig að mæta innrás bandamanna í Vestur-Evrópu þá er eins víst að Sovétríkin hefðu aldrei get- að snúið styrjöldinni sér í hag á Austurvígstöðvunum. Á ár- inu 1945 höfðu Sovétríkin fengið sent meira en 400.000 vígvélar, 15,000 flugvélar, olíu og aðrar iðnaðarvörur og loks næg matvæli tii að sjá sérhverj- um sovéskum hermanni fyrir daglegri næringarþörf sinni frá Vesturlöndum. Það sem fagna ber á þessu ári er það að Bretland, Frakkland, Holland, Belgía, Grikkland, Noregur, Danmörk, Bandaríkin og Kan- ada eru í fullri sátt við Þjóð- verja. Það sem harma ber er að hið sama gildir ekki fyrir Sovétmenn. í hinum vestræna. heimi hafa hin mannlegu gildi eða öllu heldur siðmenningin sigrað. Fögnum sáttum En mætti þá ekki gera eitt- hvað stórkostlegt á Sigurdaginn í maí n.k.? í stað þess að fagna hernaðarsigri væri ekki ráð að fagna sáttum þeirra aðila, sem fyrir 40 árum síðan voru svarn- ir féndur, og um leið votta öllum þeim sem látist hafa í stríðsátökum virðingu vora? Sovétríkjunum og banda- mönnum þeirra mætti bjóða þátttöku í slíkum hátíðahöld- um sem og aðgang að þeirri sátt, sem nú ríkir á Vesturlönd- um. Mætti ekki halda slíka hátíð með þátttöku Þjóðverja sjálfra, hinna vestrænu bandamanna ogef vilji væri til, sendinefnda frá Austantjalds- ríkjum. í Þýskalandi og þá jafnvel í Berlín við hinn sprengda turn Minningar- kirkju Vilhjálms keisara, sem minnir svo mjög á síðustu orrustu styrjaldarinnar? Framlög Þjóðverja Og hví ekki að sleppa öllum ræðuhöldum og þess í stað minnast hinna látnu, biðja fyrir þeim og einnig þeim sem enn eru fangar þeirrar haturstil- finningar sem síðari heimsstyrj- öldin skóp í hugum þeirra? Síðan gætu viðstaddir, undir áhrifum minninganna, hlustað á eitthvað af hinum miklu framlögum Þjóðverja til sið- menningarinnar, s.s. „St. Matteusar passíuna" eftir Bach, „Níundu synfóníu" Beethovens eða „Requiem" Mosarts.svoeitthvaðsénefnt. Tilgangur hátíðahaldanna væri hófsamur: Að láta í ljós að hið liðna væri liðið og að lýsa yfir að framtíðin væri aðeins örugg ef sættir væru varanlegar. Slíkt mundi benda til að hefndin sé fánýt. Miðvikudagur 27. febrúar 1985 9 Arni Bergmann Þórðarson Fæddur: 8. september 1919. Dáinn: 17. febrúar 1985. í dag kveðjum við elskulegan föður, tengdaföður og afa með miklum söknuði og trega í hjörtum. Þegar slíkur harmur slær okkur duga orðin ein skammt til að lýsa tilfinningun- um. Pabbi, hann fæddist í Sæbóli á Hellissandi. Móðir hans var María Sigurgeirsdóttir og faðir Þórður Árnason sjómaður. Missti hann föður sinn kornung- ur. Ekkjan sat nú uppi með stóran barnahóp, sem á þeim árum var býsna algcngt á Hell- issandi, þar sem sjómenn réru á opnum bátum, beint út á úfið úthafið. f baráttunni við Ægi konung í sínu ægilegasta veldi fórnuðu margir hraustir sjó- menn lífi sínu við að sækja lífsbjörgina við kröpp kjör. Konur og börn biðu í landi. Var honum komið í fóstur hjá þeim sæmdar hjónum Önnu Kristínu Björnsdóttur og Svein- birni Pjeturssyni sjómanni, er þá bjuggu í Skáleyjum. Þau lifa nú fósturson sinn í hárri elli í Stykkishólmi. Hún er 90 ára en hann 94 ára. Með honum ólst upp fóstursystir hans, Ólöf Hannesdóttir (Lóa), sem nú harmar fósturbróður sinn. Þau reyndust honum bestu foreldrar og sýndu honum mikla ást og umhyggju. í eyjunum sleit pabbi barns- skónum við leik og störf. Á þessum árum urðu börn að vinna. Heyjað var í landi (Gufu- dalssveit og Múlasveit) á sumrum. Róið var á opnum bátum um Breiðafjörðinn með fé því nýta varð eyjabeitina vel. Hrís var sótt til eldiviðar og komust þeir oft í hann krappann á þessum árum. Náið samband var ævinlega milli hans og fóst- urforeldra hans. Um 1937 fluttist pabbi til Reykjavíkur á heimili móður sinnar að Bergþórugötu 31. Eins og nærri má geta var hann umvafinn móðurumhyggju. Móðir hans endurheimti son sinn sem hún hafði saknað öll þessi ár. Miklir kærleikar urðu með þeim mæðginum ætíð síðan og systkinin voru geysilega sam- hent og mikill kærleikur þeirra í milli. Komu þau oft saman til að gleðjast á hátíðarstundum. Nú síðast hittust þau öll 5. janúar í jólaboði og var pabbi sérstaklega hamingjusamur' þetta kvöld. Mestu gæfuspor hans voru er hann giftist mömmu í júlí 1945. Mamma, Katrín Guðgeirsdóttir og pabbi áttu sérlega gott og farsælt hjónaband og áttu því láni að fagna að geta staðið saman í góðærum og á erfið- leikatímum, því oft var lífsbar- áttan erfið. Við systkinin erum þrjú. Þeir bræður mínir Kristbjörn, Þórður og undirrit- uð. Pabbi var sjómaður á yngri árum og starfaði síðan í nokkur ár í gömlu mjólkurstöðinni. Nú síðari ár starfaði hann óslitið í 39 ár hjá Ó.Johnson & Kaaber í kaffibrennslunni. Síðustu 20 árin var pabbi búinn að vera mikill sjúklingur og oft frá vinnu þess vegna. Hafði hann oft orð á því hversu vel þeir reyndust honum í öllum þessum veikind- um sínum. Aldrei drógu þeir af honum laun öll þessi ár þrátt fyrir margar og langar sjúkra- húslegur. Hvöttu þeir hann til þess að taka sumarleyfi á hverju sumri þrátt fyrir veikindin. Það sem vel er gert ber að þakka. Þeir gerðu miklu meira en þeim bar og verður það aldrei full- þakkað. Ekki má gleyma vinnu- félögum hans sem studdu hann öll þessi ár. í Kópavogi reisti hann fjöl- skyldu sinni hús. Var það meira þrekvirki en margt ungt fólk nú á tímum getur órað fyrir. Gerð- ust þau ein af mörgum frum- byggjum í Kópavogi 1953. Hjá þeim ólumst við upp til fullorðinsára, uns við stofnuð- um okkar heimili og eignuðumst börn. 10. barnabarnið fæddist nú 14. febrúar. Pabbi lagði mik- ið á sig til þess að sjá vel um fjölskyldu sína. Barnabörnun- um sýndi liann mikla ræktar- semi, sem honum einum var lagið. Hann bókstaflega barþau á höndum sér. Bestu stundir okkar voru um jólin í faðmi pabba og mömmu. Pabbi, þér þakka ég fyrir allt sem þú gafst okkur af þínu mikla örlæti. Læknum og hjúkr- unarliði vil ég þakka allt, sem þau gerðu fyrir hann. Guð vaki yfir þér og leiði í himnasælu elsku pabbi núnn. Nú legg ég augun aftur ó, Guð þinn nqoarkraftur mín veri vörn i nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (P.Foersom, - Svcinbjörn Egilsson) Svanhildur Árnadóttir og fjölsk Afmælis- og minningar greinar Þeim, sem óska birtingar á afntælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélrltaðar.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.