NT - 27.02.1985, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 27. febrúar 1985 23
E DE - i X 2
26. leikvika - leikir 23.02.1985
Vinningsröð: 22X -111 - 22X - XX1
1. vinningur: 12 réttir- kr. 131.965.-
976 38717(4/11) 42281(4/11)
2. vinningur: 11 réttir - kr. 3.029.00.-
221 11092 35716 42229 57583 87392 92946
227 19258 35721 45380 58524 87780(^11)93482+
1691 19285 36079 48638+ 62000+ 88381 95051
6621 35366 36340 49123+ 62839 88515 95375
6862 35624 38612 49153+ 85354 90166+
9985 35708 39733 57092+ 87127 90504(^i i)
10844+ 35713 39833 57096+ 87390 90573
Kærufrestur er til 18. mars 1985 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á
skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef
kærur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til
Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK
ATH: 27. leikvika - 2. mars 1985
Leikurinn Arsenal - West Ham hefst kl. 11.30
Útfylltir seðlar verða að hafa borist fyrir
þann tíma
■ Unglingalandsliðið í badminton sem fer til Færeyja: Efri röð frá v.: Sigfús Ægir fararstjóri,
Haukur P., Haraldur H., Arni Þór, Snorri, Jóhann Kjartansson þjálfari. Neðri röð frá v.: Guðrún
Gíslad., Ása Pálsd., Helga Þórisd., Guðrún Júlíusdóttir.
Badminton:
Unglingalandsliðið
fer til Færeyja
á Norðurlandameistaramótið 1.-3. mars
■ Dagana 1.-3. mars fer fram
í Þórshöfn í Færeyjum
Norðurlandamót unglinga í
badminton. Keppt verður í
riðlum eftir styrkleika og er
íslenska liðið í B-riðli með
Finnlandi og Færeyingum. í
A-riðli eru Noregur, Svíþjóð
og Danmörk.
í riðlunum leika allir gegn
öllum og neðsta liðið í A-riðli
og það efsta í B-riðli leika um
sæti í A-riðli næsta ár.
Riðlakeppnin fer fram á
föstudag en um kvöldið hefst
einstaklingskeppnin í einliða-
leik, tvíliðaleik og tvenndar-
leik. Leikið verður allan laug-
ardaginn og á sunnudag hefjast
úrslitin kl. 14:00.
íslenska liðið hefur verið val-
ið og í því eru eftirtaldir: Guð-
rún Júlíusdóttir TBR, Ása
Pálsdóttir ÍA, Helga Þórisdótt-
ir TBR, Guðrún S. Gísladóttir
ÍA, Árni Þór Árnason TBR,
Snorri Ingvarsson TBR, Har-
aldur Hinriksson TBR og
Haukur P. Finnsson TBR.
Leikir íslenska liðsins verða
sem hér segir:
Föstudagur kl. 11:30 ísland-
Færeyjar
kl. 14:30 Ísland-Finnland
Klukkan 5 verður svo leikið
um sæti í A-riðli og er bara að
vona að íslensku unglingunum
takist að komast þangað.
Unglingalandsliðsþjálfari er
Jóhann Kjartansson og farar-
stjóri Sigfús Ægir Árnason.
■ Kristján Ágústsson Val, eltir boltann í leik gegn KR í
fyrravetur. Guðni Guðnason og Jón Sigurðsson fylgjast með.
Þeir Guðni og Kristján eru til alls vísir í kvöld þegar Valur og
KR mætast í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ.
Bikarkeppni KKÍ:
Valur-KR
í Seljaskóla í kvöld
■ í kvöld fer fram einn leikur
í 8-liða úrslitum bikarkeppni
KKÍ í meistaraflokki karla.
Valsmenn og KR-ingar keppa í
Seljaskóla og hefst leikurinn
kl. 21:00.
Þessi lið léku til úrslita í fyrra
og þá fóru KR-ingar með sigur
af hólrni. Það lið sem sigrar í
kvöld mætir að öllum líkindum
Njarðvíkingunt eða Haukum í
úrslitaleiknum en þessi tvö
efstu lið úrvalsdeildarinnar
drógust saman og leika í Njarð-
víkum á ntorgun kl. 20:00.
Hinir tveir leikirnir í 8-liða
úrslitum eru viðureignir ÍBK
og UBK í Keflavík og Fram og
KR-b í Hagaskóla á föstudag-
inn 1. niars. Báðir leikirnir
hefjast kl. 20:00.
Þó að ekki sé hægt að útiloka
neitt þá eru allar líkur á því að
leikirnir í Seljaskóla í kvöld og
í Njarðvíkum á morgun skeri
úr unt það hvaða tvö lið leika
til úrslita urn bikarinn þetta
árið.
í undanúrslitum bikarkeppni
kvenna mætast ÍR og Haukar í
Seljaskóla kl. 19:00 í kvöld.
Hinn undanúrslitaleikurinn
hefur ekki verið settur á enn.
Bandarísk knattspyrna í fjárhagsvandræðum:
Cosmos hættir
í innanhússdeildinni - Hyggjast leika 15 heimaleiki gegn evrópsk-
um og suður-amerískum liðum í sumar - Óvíst um utanhússdeildina
■ New York Cosmos, aðal-
dríffjöðrin í bandarískri knatt-
spyrnu hefur ákveðið að hætta
að leika í innanhússkeppninni
(MISL, major indoor soccer
leage), en einbeita sér að al-
þjóðlegum samskiptum. Tals-
maður liðsins sagði að Cosmos
myndi taka þátt í utanhúss-
keppninni í sumar, ef hún yrði
þá enn til vegna fjárhagsörðug-
leika. „Við munum einbeita
okkur að leikjum gegn erlend-
um liðum, sem hafa reyndar
veríð bæði smjör og sulta
Cosmos-liðsins undanfarin ár.
í slíkum leikjum fáum við að
meðaltali 31.000 áhorfendur,
en i utanhússkeppninni
(NASL) koma 10.000 og aðeins
4.100 á innanhússkeppnina að
meðaltali,“ sagði Peppe
Pinton, framkvæmdastjóri fé-
lagsins.
Cosmos hafa í hyggju að
leika á stórum leikvöngum í
vor og sumar og viðræður við
lið frá Evrópu og Suður-Amer-
íku hafa lofað góðu.
Aðeins fjögur lið eru eftir í
NASL og það verður ákveðið
fyrir 1. mars hvort deildin verð-
ur lögð niður eða ekki.
Talsmenn Cosmos segjast
hafa tapað meiria en 1 milljón
dollara á heimaleikjum sínum í
NASL, 16 talsins.
Forseti Cosmos, Giorgio
Chinagala sem einnig er höfuð
ítalska 1. deildarliðsins Lazio
sagði: „Ég er vonsvikinn að við
skyldum ekki geta aflað okkur
nægra stuðningsmanna til að
halda úti innanhússliðinu. En
nú höfum við gert heiðarlega
tilraun til að vera með og það
er okkur viss léttir.“
Pinton sagði: „Ef deildin
verður ekki leikin, hef ég áætl-
anir um að leika 15 heimaleiki
gegn erlendum liðum og ef þeir
koma vel út, þá munum við
taka frekari þátt í deildar-
keppninni en nú lítur út fyrir."
Maraþon-
fótbolti á
Siglufirði
Frá Emi Þórarinssyni fréttamanni
NT í SkagaHrði:
■ Átta knattspyrnu-
menn úr Knattspyrnufé-
lagi Siglufjarðar lék
innanhússknattspyrnu
samfleytt í 25 klukku-
stundir um helgina. Þetta
var liður í fjáröflun fé-
lagsins vegna væntanlegr-
ar utanlandsferðar knatt-
spyrnumanna í vor, og
höfðu KS-ingar alls um
120 þúsund krónur upp,
en fyrirtæki og einstakl-
ingar í bænum höfðu heit-
ið á leikmenn ákveðinni
upphæð fyrír hverja
kiukkustund sem þeir
spiluðu.
Knattspyrnan hófst
klukkan 16 á föstudag,
og lauk klukkan 17 á
laugardag, og var þá farið
að draga talsvert af
drengjunum, að sögn
Karls Pálssonar, for-
manns Kanttspyrnufélags
Siglufjarðar.
„Allmargir komu til að
fylgjast með og er ekki
hægt að segja annað en
undirtektir bæjarbúa hafi
verið mjög góðar. Við
stefnum að því að meist-
araflokkur KS fari til
Skotlands um páskana og
verði þar við æflngar í
vikutíma, og þessi mar-
aþonfótbolti var einn lið-
ur í fjáröflun okkar vegna
þessa ferðalags," sagði
Karl.
Skautahlaup:
■ A-þýska stúlkan
Chrísta Rothenburger
sigraði í stigakeppni
kvenna á heimsmeistara-
mótinu í skautahlaupum
sem fram fór í Hollandi
um helgina. Hún fékk
alls 170,880 stig og varð á
undan annarri a-þýskri
stúlku Andrea Stahnke
sem fyrírfram var talin
sigurstranglegust.
I karlaflokki varð sá
sem sigurstranglegastur
var talinn, Gaetan Bouc-
her frá Kanada, að láta
sér lynda annað sætið á
eftir Sovétmanninum
Igor Shelesoviski.
Getraunir:
■ I 26. leikviku komu
fram þrjár raðir með 12
rétta í 1. vinning, sem
gefur kr. 131.965.- á röð.
I 2. vinning komu fram
56 raðir með 11 rétta og
kr. 3.029.- á röð. Vinn-
ingsröð í 26. viku: 22X -
111 - 22X - XXI.
Jaffnt í Shefffield
■ Tveir leikir voru í
ensku knattspymunni á
sunnudag. Sheffield
Wednesday og Watford
skildu jöfn á Hillsbor-
ough, 1-1, og Wimbledon
vann stórsigur á Crystal
Palace á heimavelli
þeirra síðarnefndu, 5-1.
■þróttir
B-keppnin í Noregi:
Ná heimamenn
sjöunda sætinu?
Norðmenn gerðu jafntef li við Frakka í gær
Frá Arnþrúði Karlsdótlur fréttaritara NT á
HM-B í Noregi:
■ Sex leikir voru leiknir í
HM-B hér í Noregi í gærkvöldi.
Úrslit í fyrsta riðli urðu sem hér
segir: Tékkóslóvakía-Finnland
28:25, Spánn-Sovétríkin 21:28
og Noregur-Frakkland 20:20. í
riðlið tvö: A-Þýskaland-Ung-
verjaland 24:25, Búlgaría-Pól-
land 16:27 og Bandaríkin-Hol-
land 27:18.
Öll þessi lið eru að leika um
1. til 12. sæti keppninnar sem
lýkur á sunnudaginn kemur.
Úrslit keppninnar um 13. til 16.
sæti urðu þannig: Kongó-Ku-
wait 21:26 og Ísrael-Ítalía
14:14.
Knattspyrna:
■ Nokkrir leikir voru í
ensku knattspyrnunni í
gær: Barnsley-Middlesb.
1-0, Carlisle-Leeds 2-2 í
2. deild. í 3. deild, Bristol
City-Derby 3-0.
Þá léku Norðmenn og
Wales vináttuleik í knatt-
spyrnu. Jafntefli varð í
Wales 1-1. Rush skoraði
jöfnunarmarkið eftir að
Per Egil Ahlsen hafði náð
forystu á 6. mínútu.
Einn leikur var í þýsku
búndeslígunni: Bayern
Múnchen-Úrdingen 2-1.
Eftir jafnteflisleikinn við
Frakkland hafa enn á ný vakn-
að vonir á meðal handknatt-
leiksáhugamanna um mögu-
leika á að Noregur komist í
B-hópinn og jafnvel að ná 7.
sæti.
í leiknum í gærkvöld voru
það Frakkar sem höfðu foryst-
una nær allan fyrri hálfleikinn
og leiddu með tveimur til þrem-
ur mörkum. Það var ekki fyrr
en á síðustu sekúndu fyrri hálf-
leiks að Norðmenn náðu að
jafna er Gunnar Petersen skor-
aði úr vítakasti. Staðan í hálf-
leik var 11:11. Seinni hálfleikur
var nokkuð jafn en þegar 15
mínútur voru til leiksloka var
staðan 19:17 fyrir Noreg.
Frakkar misstu einn leikmann
af velli en náðu þó að bæta við
þremur mörkum á móti einu
hjá Norðmönnum. Hreintótrú-
legt að Norðmenn skyldu ekki
getað haldið yfirhöndinni á
lokamínútunum einum leik-
manni fleiri.
Fyrsti ridill
Sovétrikin..........4 4 0 0 113-75 8
Tékkóslóvakía .... 4 4 0 0 93-80 8
Spánn ............. 4 2 0 1 87-85 4
Finnland............4 1 0 3 96-111 2
Frakkland.......... 4 0 1 3 81-97 1
Noregur............ 4 0 1 3 69-91 1
Annar ridill
Pólland .........44 0 0 110-81 8
A-Þýskaland...... 4 3 0 1 94-64 6
Ungverjaland..... 4 3 0 1 97-88 6
Bandaríkin....... 4 1 0 3 72-83 2
Búlgaría........... 4 0 1 3 70-98 1
Holland.............4 0 1 2 71-100 1