NT - 27.02.1985, Blaðsíða 8
Lesendur hafa
Miðvikudagur 27. febrúar 1985 8
Afleggjum íslenskan
ruðumat á þorranum
■ Þá er þorrinn loksins
búinn. Guði sé lof fyrir það.
íslenska þjóðin getur nú lagt
ruðumatinn á hilluna, og tekið
til við almennilegt fæði aftur.
Ruðumaturinn eða þorra-
maturinn eins og margir kalla
fyrirbærið á sér enga hliðstæðu
mér vitanlega neins staðar í
heiminum. Að heil þjóð skuli
sækjast eftir því að éta úldnar
og súrar kjötlufsur í tíma og
ótíma í heilan mánuð einu
sinni á ári er ofar mínum
skilningi. Þettaerkannskiekki
það versta. Það þykir enginn
maður með mönnum sem ekki
hefur farið á þorrablót og hám-
að í sig nokkur kíló af
skemmdu kjöti og öðrum til-
heyrandi ruðum.
Það væri nær að leggja rækt
við mat sem við getum gert vel
úr garði, og eru pylsur það
fyrsta sem kemur í huga minn
þegar ekta íslenskur matur er
til umræðu. Ég hef ferðast
víða bæði um Evrópu og
lengra, og óvíða eru pylsur
jafn bragðgóðar og þokkalegar
en einmitt á íslandi.
En hvað þorranum viðvíkur
vil ég beina því til fólks að
næsta ár sé mun eðlilegra að
svelta eins og í eina viku heldur
en að úða í sig þvert um geð
íslenskum ruðumat. Ég veit
það að ef íslendingar myndu
senda mat þennan út til Eþíóp-
íu og annarra staða sem illa
eru haldnir af hungri og
vesæld, þá myndi öll matar-
sendingin verða send heim
aftur, og þá væntanlega orðin
vel úldin, og myndi eflaust
bragðast vel þeim sem ruðu-
mat borða.
Matarvinur.
■ Ruðumatur!... Eða...?
Leiðrétt-
ing við
lesendabréf
■ í lesendabréfi frá Jór-
unni Ólafsdóttur frá Sörla-
stöðum hefur orðið villa,
sem hún biður okkur að
leiðrétta. í þessu bréfi frá-
biður hún sér, að henni sé
kennd vísa, sem annar
hagyrðingur hefur ort um
mann á Akureyri, sem oft
var kallaður „Steini ein-
henti“, en í lesendabréf-
inu var sagt:
„...Þorstein að nafni,
sem oft var kallaður Steini
einhenti, þar sem hann
vantaði eina höndina...“
Þarna á auðvitað að
standa aðra höndina svo
sem sjá má. Þetta leiðrétt-
ist hér með og biðjumst
við velvirðingar á þessum
mistökum.
Dag-
bók
Pennavinir
G.T. Chikwize
P.O. Box 2064
Harare
Zimbabwe
Chikwize vill skrifast á við
stúdenta eða áhugamenn um
stjörnufræði og fjarskiptaá-
hugamenn.
Diana Sophia Duker
P.O. Box 705
Cape Coast
Ghana W/A
Diana er 22 ára og hefur
áhuga fyrir tónlist, borðtennis,
dansi og fleiru.
Albert K. Duker
P.O. Box 705
Cape Coast
Ghana W/A
Albert er tvítugur og hefur
áhuga fyrir borðtennis, bóka-
lestri, sundi, tónlist og fl.
Nana Emma
P.O. Box 904, Oguaa State
Central Region
Ghana W/A
Nana er 23 ára og hefur
áhuga fyrir bréfaskriftum,
tónlist, ferðalögum, dansi og
sundi.
Michael C. Meffin
P.O. Box 1012, Gold Bay
Cape Coast
Ghana W/A
Michael er 24 ára og hefur
áhuga fyrir fótbolta, tónlist,
kvikmyndum og diskó.
Andrea Kiirten
Weddern 55
4408 Diilinen
Germany
Andrea er 14 ára og hefur
áhuga fyrir bókalestri, bréfa-
skriftum, tónlist, íþróttum
o.fl.
Síðast en ekki síst hefur
okkur borist bréf frá Alþjóð-
lcga pennavinaklúbbnum, sem
hefur aðsetur í Englandi. Þar
eru nú á skrá ungmenni á
aldrinum 12-25 ára í um 40
löndum sem bíða eftir að kom-
ast í samband við fólk á ís-
landi.
Þeir sem hafa áhuga geta
skrifað klúbbnum. Heimils-
fangið er:
Pen Friend League Internat-
ional,
74 Bayswater Road,
Perry Barr,
Birmingham. B20 3AJ.
England.
skemmtilegur
Reykjavík 20. febrúar.
■ Tilefni þess að ég sendi
þessar línur er það, að aldrei
þessu vant var . dagskrá sjón-
varpsins óvenju skemmtileg
síðastliðið sunnudagskvöld.
Þar bar hæst söngþátt Lang-
holtskirkjukórsins sem var
stórskemmtilegur og til þess
fallinn að tengja fjölskylduna
betur saman. Ólíkt svo
mörgu sjónvarpsefni nú til
dags var lögð áhersla á þátt-
töku áhorfenda með því að
hvetja þá til að taka undir
þegar kórinn og gestirnir á
söngskemmtuninni sungu
mörg af fallegustu og vin-
sælustu sönglögum íslensk-
unnar. Ekki er ég í vafa um
að undirtektir á heimilum út
um allt land hafi verið góðar.
Slík var í það minnsta raunin
á mínu heimili þar sem ungir
jafnt sem gamlir tóku undir
af hjartans list. Ekki var það
verra að hafa söngtextana1
prentaða á skjáinn, því margt
yngra fólksins kunni þá ekki
til hlítar.
Það er vonandi að sjón-
varpið haldi áfram að vera
með dagskrár af þessu tagi,
enda veitir ekki af í öllu því
flóði mynda um ofbeldi hjá
Ameríkönum og Kína-
mönnum. En lofa skal það
sem vel er gert.
Ánægður glápari.
Bjórinn
fikta börn-
in við
■ Eftir að hafa lesið í
Morgunblaðinu miðviku-
daginn 20. febrúar þá
fræðilegu grein Tómasar
Helgasonar prófessors og
síðan upphrópunina, eins
og líf lægi við: Bjórinn
strax, eftir Jón Óttar
Ragnarsson, varð mér
hugsað svo:
Komi bjór í kjölfarið
kemur aukinn vandi.
Bjórinn fikta börnin
við,
bölið óstöðvandi.
Óttar biður um bjórinn
strax,
bæta ögn við drykkjuna.
Ætlar að veiða eins og
lax
óvita í lykkjuna.
Öll vitum við að:
Vímubölið er öllum til
ama,
alheimsins böl og sál-
arþrautir.
Eru til menn sem er
alveg sama
aðra þó leiði á villu-
brautir?
Ingþór Sigurbjörnsson
Langholtskirkju-
kórinn er stór-
þetta orð notað í útskýringu
Bandalags jafnaðarmanna á
því hvað sá félagsskapur eða
samtök væru. Var það í fullu
samræmi við eðli þess flokks,
að enginn vissi eða skildi til-
gang hans og tilveru og þeir
sjálfir ekki fremur en aðrir. -
Það væri því nokkur ástæða til
að fara hægt í sakirnar með
notkun þessa nýyrðis eða færa
það upp á annað að óþörfu.
Bæ, 12. febrúar 1985
Guðmundur P. Valgeirsson
■ Er grasrótin komin á hreyfingu?
Er grasrótin kom-
in á hreyfingu?
- spyr sá sem ekki veit
■ Mikið er nú farið að tala
um „grasrótarhreyfingu og
Grasrótarfélagsskap". Eg segi
fyrir mig, að ekki veit ég eða
skil við hvað er átt með þessu
nýtísku orði. Ég finn það ekki
í Orðabók Menningarsjóðssvo
þar er ekki skýringu að fá. - Ég
get því haldið að líkt sé farið
með fleiri en niig. Því væri
ekki úr vegi að þeir sem nota
þetta orð töluvert í ræðu og riti
gerðu okkur fávísum skýringu
á hvað átt er við með þessu
nýyrði. Er því hér með komið
á framfæri. Einhverntíma var
sagt: „Mitt er að yrkja. - Þitt
er að skilja." Og svo getur
oröið með þetta.
í forystugrein nýja Tímans
(NT) þann 6. febrúar þar sem
rætt er um frjálshyggju segir
svo:
„ - Þeir undirbúa nú stofnun
málfundafélags, sem þjónað
gæti sem veittvangur félags-
hyggjufólks til opinskárra
skoðanaskipta. - Slík grasrót-
arhreyfing en væntanleg til ár-
angurs - “ og svo framvcgis.
Ég fæ ekki séð að þetta orð,
sem auðkennt er af mér, segi
neitt umfram það þó aðeins
hefði verið sagt: slík hreyfing
er væntanleg til árangurs og
svo frv.
Ég held ég hafi fyrst heyrt
■ Jón Stefánsson og nokkrir kórfélagar kynna hljómplötu kórsins í nóv. 1983.