NT - 27.02.1985, Blaðsíða 20

NT - 27.02.1985, Blaðsíða 20
Skip Sambandsins munu ferma til Islaoda á naastunni sem hér sagir: Hull/Goole: Dísarfell ........... 11/3 Dísarfell ............25/3 Dísarfell ............ 8/4 Rotterdam: Dísarfell ........... 12/3 Dísarfell ............26/3 Dísarfell ............ 9/4 Antwerpen: Dísarfell ........... 13/3 Dísarfell ............27/3 Dísarféll ........... 10/4 Hamborg: Dísarfell ............. 1/3 Dísarfell ............. 15/3 Dísarfell ............29/3 Dísarfell ............. 12/4 Helsinki/Turku: Hvassafell............. 5/3 Hvassafell............27/3 Flakenberg: Skip................... 10/3 Larvik: Jan ................... 4/3 Jan ...................18/3 Jan ................... 4/4 Gautaborg: Jan ................... 5/3 Jan....................19/3 Jan.................... 5/4 Kaupmannahöfn: Jan ................... 6/3 Jan ..................20/3 Jan.................... 6/4 Svendborg: Jan .................. 7/3 Jan ..................21/3 Jan .................. 7/4 Aarhus: Jan ................... 7/3 Jan ..................21/3 Jan ................... 7/4 Gloucester, Mass.: Skaftafell............ 1/3 Jökull ................ 13/3 Halifax, Canada: Skaftafell............ 2/3 Jökulfell............ 14/3 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshusjnu Pósth 180 121 Reykjavik Simi 28200 Telex 2101 ÞEGAR KOMIÐ ER AF VEGUM MEÐ BUNDNU SLITLAGI . . . FÖRUM VARLEGA! W Miðvikudagur 27. febrúar 1985 20 Utlönd Bandarískur erkibiskup fordæmir Ronald Reagan Bretland: Milljóna- erfingi innbrots- ■ m w m Managua-Keuter: ■ John O’Connor, erki- biskup í New York, gagnrýnir Reagan Bandaríkjaforseta harölega fyrir aö fara fram á það við Bandaríkjaþing að það samþykki 14 milljóna dollara stuðning við vopnaðar sveitir stjórnarandstæðinga, sem berjast fyrir því að steypa ■ Raforkufyrirtæki í Brasilíu er nú að kanna möguleika á að nota sterkan illgresiseyði í miklu magni til að evða rúmlega tvö þúsund ferkílómetrum af regn- skógi í Amazon til að hægt verði að Ijúka við nýja stíflu fyrir raforkuver á tilsettum tíma. Breska vísindatímaritið New Scientist skýrði frá þessum áætl- unum Brasilíumanna fyrir skömmu. Samkvæmt heimild- um blaðsins vill brasilíska raf- orkufyrirtækið, Electronotre, láta ryðja öllum skógi burt af rúmlega tvö þúsund ferkíló- metra svæði í Balbina á miðju Amazonsvæðinu fyrir apríl 1987 til að hægt verði að útvega ódýra raforku fyrir Manaus- borg sem er í um 200 kílómetra fjarlægð frá fyrirhuguðu orku- veri. Ekkert fyrirtæki hefur enn treyst sér til að fjarlægja skóginn fyrir tilsettan tíma svo að Elec- tronotre ákvað að láta athuga hvort ekki sé hagkvæmt að nota illgresiseyði til að eyða skógin- stjórninni í Nicaragua með vopnavaldi. „Kirkjan samþykkir ekki að ríkisstjórn, sama hvaða nafni hún nefnist, noti peninga til þess að myrða konur og börn,“ sagði biskupinn, sem er í for- svari fyrir sendinefnd róm- versk-kaþólskra presta í um. Á þann hátt eyðileggst gífurlega mikið magn af timbri sem annars væri hægt að nota til iðnaðar eða sem eldsneyti. Á seinasta ári var 250 km2 af skóglendi eytt við aðra stíflu Brasilíu. Þær framkvæmdir urðu til að vekja mótmælaöldu meðal náttúruverndarmanna og annarra sem bentu á þá hættu sem notkun eitursins hefði í för með sér fyrir frumbyggja í ná- grenninu. Virkjunarkostnaður í Balb- ina er áætlaður um einn mill- jarður dollara (42 milljarðar ísl. kr.). Framkvæmdirnar verða meðal annars kostaðar af Frökkum auk þess sem Brasi- líumenn munu sjálfir leggja fram fé til virkjunarinnar. Nú búa um 800 frumbyggjar af Waimiri-Atroari-þjóðflokki á stíflusvæðinu. Þeim hefur fækk- að úr um 3000 fyrir tæpum tuttugu árum. Mannfræðingar í Brasilíu hafa ráðlagt stjórnvöld- um að láta land frumbyggja í friði. tveggja daga heimsókn til Nic- aragua. Hann skýrði fréttamönnum frá því að bandaríska kirkjan styddi friðsamlega lausn á átökunum í Miö-Ameríku, og bætti því við að liann yrði „harmi sleginn" ef Reagan sendi frá sér „eitthvað sem líktist stríðsyfirlýsingu á hend- ur Nicaragua". Það kom fram í máli Reag- ans, þegar hann var að reyna að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja aukinn stuðning við uppreisnarmennina í síð- ustu viku, að hann væri fylgj- andi því að ríkisstjórn Nicarag- ua yrði bolað frá völdum. Bretland: Milljóna- erfingi innbrots* þjófur? London-Keuter: ■ Breskur hefðar- maður, sem er erfíngi að 40 milljóna punda auðæfum, var kallaður fyrir rétt í gær ákærður fyrir innbrot. Charles James Blandford, markgreifi af Blandford, erákærðurfyr- ir innbrot í lyfjaverslun með þjófnað fyrir augum. Blandford -markgreifi sem er 29 ára gamall, starf- ar sem tryggingasali. Hann er erfingi Blenheim- hallarinnar þar sem Win- ston Churchill, fyrrum forsætisráðherra Breta, fæddis. Perú: 1200 lög- regluþjón- ar reknir Lima-Reuter: ■ Ríkisstjórn Perú hefur vikið yfir 1200 lögregluþjónum úr starfi vegna glæpsamlegra at- hafna þeirra, að sögn Oscars Brush innanríkisráðherra. Hann vildi ekki gefa neinar frekari upplýsingar um þá glæpi sem hér er um að ræða, en opinberir embættismenn liafa látið hafa eftir sér að verið sé að rannsaka mál þúsunda lögreglu- manna sem grunaðar eru um eiturlyfjasölu og þjófnaði. Lög- regla Perú telur um 65.000 manns. Brasilía: Tvö þúsund ferkílómetrum skóglendis eytt með eitri? ■ Balbina, þar sem Brasilíumenn ætla að reisa stíflu og raforku- ver, sést á þessu korti við R. Uatumá-fljót. Þaðan er ekki nema 200 km leið til Manaus-borgar. Alþjóðasamband verkalýðsfélaga: Asbestryk ógnar lífi verkamanna Genf-Keuter ■ Alþjóðasamband lýðslelaga hvetur til þess aö sett verka- ver(yi ný alþjóðleg reglugerð til Tónlistaráhuginn bjargaði hvölunum Moskva-Keuler ■ Sovéskir sjóinenn tældu 1000 hvíta hvali út úr ísnum á Beringshafi með því að leika fyrir þá sígilda tónlist. Þegar hvöiunum var bjargað höfðu þeir veriö króaðir af í sjö vikur af þykkuin ísnum í Senyavin-sundi, nálægt Ber- ings-sundi, scm skilur Sovét- ríkin frá Alaska. Dagblaðið Sotsialistic- heskaya Industriya segir að hvalirnir hafi sýnt af sér þá dæmigerða feimni að neita að elta ísbrjótinn sem hjó þeim 20 km langa leið gegn- um ísinn. „Þá mundi einhver eftir því að höfrungar. náfrændur hvalanna, hrífast mjög af tónlist. Við reyndum ýmis lög en norðurskauts-hvalirn- ir höfðu bara smekk fyrri klassískri tónlist." Ekki fara frekari sögur af því hvaða verk það voru sem dugðu svo vel á leið hvalanna tii frelsis- ins. ■ Pedelec-rafhjohð hefur þrja gira sem gefa góða nýtingu á rafmagninu á lengri vegalengdum. Rafhjól í staðinn fyrir reiðhjólin? varnar þeim milljónum verka- manna em eiga á hættu að anda að sér banvænu asbestryki dag hvern. Nánari tillögur um slíka reglugerð verða lagðar fram á 151. ráðstefnu alþjóðasam- bandsins sem haldin verður í Genf í júní n.k. Alþjóðasamband verkalýðsfé laga lýsir asbestinu sem „Jekyll- og-Hyde“ steinefni: Þegar það er notað í eldvarnartæki og bílabremsuborða bjargar það þúsundum mannslífa á ári en verkamenn sem verða fyrir ryk- menguninni geta hlotið bana af. „Ósýnileg rykkornin verka eins og tímasprengja, það getur tekið 25-30 ár að uppgötva meinsemdina sem lýsir sér gjarnan í banvænum lungna- sjúkdómum og krabbameini." ■ Ný tegund rafknúinna reið- hjóla kemur á markað í Bret- landi nú í næsta mánuöi. Raf- hjólið, sem er kallað Pedelec, verður selt á 299 pund (tæplega 14 þúsund ísl. kr.) fyrstu vikuna en síöan verður verðið hækkað upp í 325 pund. Felice Campopiano. sem hannaði rafhjóliö. segir að það nái 16 km hámarkshraða og það sé hægt að aka 40 km á einni hleðslu. Pedelec-rafhjólið lítur út eins og reiðhjól enda er hægt að stfga það eins og venjulegt reið- hjól. Það vegur 36 kíló samtals en þar af vegur rafhlaðan tíu kíló. Það er aðeins hægt að kveikja á mótornum þegar ein- hver situr á hjólinu þar sem þungi hjólreiðamannsins opnar rofa sem rafmagnið streymir um. Þegar 80% af rafhleðslunni hafa verið notuö slokknar sjálf- krafa á rafhlöðunni sem þá er hægt að hlaða aftur beint úr venjulegri rafmagnsinnstungu á heimilinu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.