NT - 27.02.1985, Blaðsíða 11

NT - 27.02.1985, Blaðsíða 11
Leið 2 kemur niður Ægisgöluna og beygir inn á Mýrmrgötnna á hinni „nýjnu leið sinni vestur í bae. Engar breytingar verða á akstrí I Vrr en umferðamefnd hefur fjallað um hraðahindranimar á nýjan leik. £ ^ NTnayMl: Róbcrl^ festurgötustríðið í borgarráði: [Óbreytt ástand-Málið fyrir imferðarnefnd á nýjan leik Miklar umræöur fóru fram lum hraöahindranirnar á Vest- lurgötu á fundi borgarráðs í gær len ekki var ákveöið að grípa til Ineinna aðgeröa fyrr en fjallað Ihefði verið um málið á nýjan leik í umferðarnefnd. Verður það væntanlega í vikunni. Þangaö til ríkir óbreytt ástand og vagnamir aka ekki þann hluta Vesturgötunnar þar sem hindranimar eru. Var það skoð- un fulltrúa í borgarráði að út- færsla hraðahindrunarinnar væri ekki nægilega góð og upp- lýsti Guttormur Þormar, fram- kvæmdastjóri umferðamefnd- ar, sem mættur var á fundinn vegna málsins ásamt Sveinil Björnssyni forstjóra SVR. aðl útfærslan á hindruninni á Vest-1 urgötu væri ekki komin í cndan-j legt horf. biðstöðvum sem vagnstjórarn- ir treystu sér ekki til að sinna. Ekki skulu hér rakin í smá- atriðum þau fréttaskot og flugufregnir sem fylgdu í kjöl- far þessara aðgerða eða árásir á einstaklinga. Framkvæmdastjóri um- ferðanefndar Reykjavíkur bauð fulltrúum SVR og íbúa- samtaka Vesturbæjar til fund- ar þann 7. febrúar sl. Þar voru þessi mál rædd af þeim skiln- ingi, sem í sjálfu sér ríkir milli þessara aðila um þörf á auknu umferðaröryggi. Niðurstaða þessara umræðna var lögð fram sem tillaga í borgarráði 12. febrúar 1985 og eftirfarandi samþykkt þar: „Varðandi hraðahindranir á Vesturgötu. 1. Hliðarhindranir sem settar voru upp við Ægisgötu og Bræðraborgarstíg verði teknar niður. 2. Zebra-gangbrautir með upphækkunum komi á þremur stöðum á Vestur- götu, þ.e. við Ægisgötu, Stýrimannastíg og Bræðra borgarstíg. Skulu þessar upphækkanir gerðar eins fljótt og unnt er eftir að malbiksframkvæmdir hefj- ast í vor. Verði þær lagaðar m.t.t. strætisvagna.“ fbúasamtökin telja að hér sé um betri ráðstöfun til hraða- hindrunar að ræða og verði veturinn mildur er hér aðeins um liðlega tveggja mánaða bið að ræða á framkvæmd raun- verulegra aðgerða til hraða- hindrunar. Grein þessi er sett saman til þess að varpa ljósi á fram- kvæmd málsins fyrir íbúa hverfisins og þá ökumenn sem þar eiga leið um. Fyrir hönd íbúasamtaka Vesturbæjar Anna Kristjánsdóttir Stefán Örn Stefánsson ■ Áþriðjaeða fjórða degi frá upp- setningu hliðanna bar hins vegar svo viðaðvagnstjórará leið 2 lögðu ffyrir- varalaust niður akstur á Vesturgótu fyrir vestan Ægis- gótu. Tilkynntu þeir að þeir myndu ekki aka þennan spotta meðan þrengingar þessar væru í vegi þeirra. Hraðahindranirnar á Vesturgötunni: Fjarlægðar - og bungur j settar í stað þeirra Á fundi borgurráðs í gærdag var samþykkt að láta fjarlægja hraðahindranirnar sem settar I voru á Vesturgötu fyrr í vetur. Ennfremur var ákveðið að setja í staðinn svokallaðra bungur. upphækkanir, með sebrabraut- [um scm fyrst. Verðurþað vænt- anlega gert í vor þegar slitlagið| á götunni verður lagfært. Ymsum þótti grindurnar sem settar voru þarna full þröngar og harðleiknar fyrir bílsljórá scnt ekki náðu að þræöa klakklaust j á milli þeirra. Erna Sólveig Sigvaldadóttir Halldórsstöðum Fædd: 21. júní 1938 Dáin: 1. febrúar 1985 Menn setti hljóöa er fréttist um hið hörmulega slys, sem Sólveig á Halldórsstöðum varð fyrir og varð henni að aldurtila. En víst er um það, að fáir ráða sínum næturstað. Sólveig fæddist 21. júní árið 1938 að Stafni í Svartárdal Aust- ur-Húnavatnssýslu. Dóttir Sig- valda Halldórssonar bónda þar og konu hans Steinunnar Björnsdóttur, sem enn er á lífi, en Sigvaldi lést fyrir fáum árum. Sólveig ólst upp í föðurhús- um, á myndar og rausnar heimili sem Stafn hefur alla tíð verið, enda annálað fyrir gestrisni. Árið 1968 hóf Sólveig og eftirlifandi maður hennar Hreinn Gunnarsson búskap á Halldórsstöðiim í Saurbæjar- hreppi, Eyjafirði. Þau eignuð- ust eina dóttur, Rósu Steinunni, sem nú er upp komin og er með föður sínum á Halldórsstöðum. Alltaf var gott að koma í Hall- dórsstaði, enda gestrisni og greiðasemi viðbrugðið. Sólveig hafði mikið yndi af skepnum, einkum hestum og fór oft á hestbak sér til ánægju og yndisauka. Skepnuferðum fylgdist hún ætíð vel með og er mér eitt atvik minnisstætt. Löngu eftir allar göngur í fyrra haust og mikill snjór kominn, að Sólveig sagðist hafa séð kind upp á brún. Var farið upp frá einum nágrannabænum, en eng- in fannst kindin. Ekki vildi Hreinn trúa því að þarna hefði verið um missýn að ræða og lagði sjálfur af stað, leitaði á þeim slóðum sem kona hans sagðist hafa séð hana og heim kom hann með dilká, sem reyndist vera frá mér og aldrei hafði komið að. Á þetta litla dæmi aðeins að sýna það sem áður er sagt, hve vel Sólveig fylgdist með. Um leið og ég þakka Sól- veigu fyrir góð kynni okkar og marga greiðasemi, vottum við hjónin eftirlifandi manni hennar, dóttur, móður og syst- kinum og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Gunnar Thorsteinsson Arnarstöðum Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eöa minningargreinum í blaöinu, er bent á, að þær þurfa aö berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa aö vera vélritaðar. Miðvikudagur 27. febrúar 1985 11 Haraldur Gíslason mjólkurbússtjóri ■ Með Haraldi Gíslasyni er fallinn frumherji nýrra tíma í búmenningu þirígeyskra bænda. Hann varfyrsti mjólkur- bústjóri mjólkursamlagsins á Húsavík. Það var eitt af happa- verkum Sveins Tryggvasonar, sem var ráðunautur Þingeyinga við uppbyggingu mjólkurbús- ins, að ráða Harald til forráða hjá hinu nýja mjólkursamlagi. Haraldur er sunnlendingur að uppruna, einn þeirra mörgu barna Gísla á Haugi í Flóa, er settu svip á sína samtíð, þannig að eftir var tekið. Eftir hæfilega skólun í togaraplássum hjá bestu aflamönnum landsins, en þar voru engir í skipsrúmi nema úrvalsmenn, fór Haraldur til starfa í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Þaðan fór hann utan til Danmerkurtil fullnaðarnáms í mjólkuriðn. Eftir heimkomu hóf hann störf á ný í Flóabúinu og starfaði þar til 1947, en þá réðst hann til forystu í mjólkur- málum Þingeyinga. Haraldur gekk í gegnum harðan skóla danskra fyrir- • stríðsvinnuhátta, þar sem aukin tæknivæðing var nýtt sem keyri á vinnuafköstin. Þetta ól menn upp í miskunnarleysi og sjálfs- aga. Störf þessara manna var hugsjónaleg fórnfýsi við þann starfsvettvang er varð hlutskipti þeirra. Haraldur var í þessum hópi og þannig verða braut- ryðjendur að starfa, til að ná markmiðum sínum. Haraldur hafði blendna trú á sérfræðingum. Sú saga gekk á Húsavík að Kristinn Bjarnason byggingarmeistari, hafi snúið við teikningum af mjólkurstöð- inni. Arkitektinn hafði ætlað mjólkurmóttöku götumegin, ef ekki bakatil, eins og nú er. Haraldur hafði gaman af þessu. Eitt er víst að hefði Kristni ekki tekist að snúa byggingunni við hefði samlagið orðið til óprýði í bænum og skapað umferðar- vandræði. Hitt er víst að ef svo hefði farið, að engum hefði dottið í hug að byggja við húsið. Þau öfl orðið ofan á, sem vildu flytja stöðina suður fyrir bæinn. Allt fór þetta á betri veg og jafnvel viðbyggingarnar hafa prýtt heildarbygginguna. Ég gat því á sínum tíma veitt Haraldi brautargengi í þessum málum með góðri samvisku. Haraldi var sérlega lagið að gæta fyllstu hagsýni um fram- kvæmdir, en fylgjast samt sem best með því sem hæfði búinu best. Hér réð miklu glögg- skyggni hans á staðreyndum um möguleika þingeyskrar mjólk- urframleiðslu, með þröngum heimamarkaði, og svo hin mikla ábyrgð, sem hann taldi sig hafa gagnvart bændum, til að ná sem hæstu verði til útborgunar hverju sinni. Haraldur var félagslyndur maður og glaðbeittur í sam- skiptum. Hann hafði gaman af því að láta fjúka, og kunni vel hreinskilnum samskiptum. Eitt sinn sagði hann mér að kunnur Húsvíkingur af eldri kynslóð- inni hefði sagt sér, eftir að hann hafði búið á Húsavík yfir ára- tug, að nú væri hann að verða eiginlegur Húsvíkingur. Ekki stóð á svari Haraldar, sem tjáði manninum að Húsvíkingar væru nú fyrst farnir að taka sig til fyrirmyndar og nálgast sín viðhorf. Þótt hér kunni að vera gálgahúmor á ferðinni er hitt ljóst að frásögnin speglar mann- in Harald Gíslason. Það er mála sannast að Harald- ur leiddi nýja tíma í staðnað bændasamfélag og flutti með sér ferskan gust. Þingeyingar fylgdu leiðsögn hans og komust á ný í röð framsæknustu héraða landsins. Haraldur var sjálf- stæður í sínu lífshlutverki og dró ekki dám af öðrum. Hafi hann með árunum orðið dæmi- gerður Þingeyingur, þá er það því aðeins að hann hafi talið sig móta þingeysk viðhorf að sínu skapi. Eitt er víst, að það var margt sem Þingeyingar sóttu til Haraldar Gíslasonar, sem féll í góðan jarðveg og varð samofið hinni sérstöku þingeysku bú- menningu. Vetrarflutningasjóð- ur er dæmi um þetta. Það hafa engir leikið það eftir Þingeying- um að skattleggja sig til vega- bóta og láta framleiðsluhags- muni mjólkursamlagsins verða ráðandi afl í vegagerð um ára- bil. Dæmin um öfund annarra yfir þessu framtaki eru ummæli stórbónda við Eyjafjörð, bú- settur í Þingeyjarsýslu. Hann sagðist vera Þingeyingur, sem byggi við eyfirska vegi. A bæjarstjóraárum mínum voru samskipti okkar Haraldar mjög bundin við störf okkar beggja. í einu máli persónulega leitaði hann til mín og sýndi í því efni fórnfýsi, sem fátítt er að menn bjóði fram af fyrra bragði. Ég gat sannfært hann um að hér væri byrðin einhliða hins opin- bera. Þetta nefndi ég sem dæmi um vilja hans til að vera vamm- laus í hvívetna. Síðar á spítalaárum mínum áttum við meira saman að sælda, en þá var Haraldur kom- inn í bæjarstjórn. Á þeim vett- vangi sýndi Haraldur hve hann er glöggskyggn á kjarna mála og óragur við að gera það eitt sem hann taldi réttast. Hann var fljótur að sjá í gegnum félagsleg moldviðri, eins og læknadeiluna og annan hliðstæðan ófögnuð, sem sprettur upp öðru hvoru, þar sem jarðvegur er fyrir hendi. Haraldur var hleypidómalaus og glöggur á mannleg viðbrögð. Þrátt fyrir galsa sinn var hann dulur um sínar innstu meining- ar, um menn og málefni og beið þess oft að aðrir kæmu auga á það sem honum hafði verið Íengi ljóst. Þetta var ekki and- stæða í hans skapgerð, heldur kjölfesta. Því betur sem ég kynntist Haraldi því vænna þótti mér um hann og mat hann meir. Hann var svo sterkur í veikleika sínum, að styrkur hans hafði yfirhöndina á hverju sem á gekk í lífinu, og átti hann í þeim efnum fáa jafnoka sína. í bar- áttu við manninn með ljáinn sýndi Haraldur styrk sinn, og gaf hvergi eftir fyrr en taflið var gjörtapað. Haraldur var hamingjusamur í einkalífi. Hann átli góða konu af valinkunnri þingeyskri ætt og eignaðist með henni mannvæn- leg börn, sem munu setja svip- mót þeirra Haugsmanna á þing- eyskt mannval um ókomin ár. Ég vil færa fólki Haraldar samúðarkveðjur mínar og minna. Áskell Einarsson Ólöf Baldvinsdóttir frá Nesi Fædd: 1. júlí 1904 Dáin: 2. febrúar 1985 Á bökkum Laxár í Aðaldal þar sem Ólöf sleit barnsskónum og bjó sín fyrstu búskaparár var ég einnig alin upp. í barnsminni mínu þróaðist tilfinning fyrir því að í Nesi hefði eitt sinn búið Ólöf afasystir, kona sem var þeim sem þekktu eitthvað alveg sérstakt. Það sem þróaði þessa tilfinningu var umtalið um þessa burtfluttu frænku og frásagnir af glæsileik hennar og mann- kostum. Það var hins vegar ekki fyrr en á fullorðinsárum að ég kynnt- ist þessari frænku minni og fékk fullvissu um að sannarlega væri hún einstök kona. Hún virtist hafa alla kosti til að bera heitið kvenskörungur: góðar gáfur, stolt og heitt skap, og glæsilegt útlit. Hún var líka einstaklega hlý í viðmóti og næm á skopleg- ar hliðar mannlífsins en þeir eiginleikar hafa líklega komið henni vel í lífinu þar sem hlut- skipti hennar var fyrst og fremst þrotlaus vinna í þágu bús og barna eins og ótalinna annarra kvenna af hennar kynslóð. Kvenna sem skráð hafa sögu sína í mold kartöflugarða, göt- ótta sokka, á óhrein gólf og annað sem krafðist starfskraft- anna allra. Af þeim blöðum verður hún ekki lesin af öðrum en þakklátum samferðamönn- um og ómæld andleg verðmæti hverfa héðan með slíkum konum. Það eru aðeins örfá ár síðan Ólöf kom síðast í Nes. Ég sé þær fyrir mér þá mágkonurnar, Sigríði ömmu og hana, þar sem þær sátu, héldust í hendur og rifjuðu upp liðna daga við inni- lega kátínu. Nú eru þær báðar horfnar, með nákvæmlega árs millibili, ekkert eftir nema minningin um tvær samferða- konur sem eitt sinn voru ungar og hlupu um á berjamó í Nes- hvammi. Kynni okkar Ólafar voru ekki náin en sú bjarta, fagra mynd sem varð til í barnshuga mín- um hefur fylgt mér fram á þenn- an dag án þess að blikna. Því langar mig að kveðja Ólöfu frænku með sérstakri virðingu og þökk fyrir samverustundirn- ar. Hildur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.