NT - 27.02.1985, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 27. febrúar 1985 12
■ Andrew Stevens leikur í sjónvarpsþáttunum ungan leikara á
Jr—--'—uppleið í Hollywood, sem vill láta meta sig
____eftir leikhæftleikum en ekld
—-_jjðeins útlitinu.
j < • Vvfci
■ Stefanie Powers (sernÍékT
Mistral’s Daughter) leikur
aðalhlutverkið í sjónvarpsþátt-
unum Eiginkonur í Hollv-
wood.
\
■
■ Jackie er sjálf Hollywood-
eiginkona. Hún hefur í 18 ár
verið gift seinni manni sínum,
Oscar Lerman og eiga þau 3
börn. Hann sést hér (t.h. í
Ijósum fötum) með henni í
samkvæmi. Leikarínn Tony
Curtis er með þeim á myndinni
■ Collins-bömin með mömmu sinni heima í Englandi:
Jackie (t.v.), mamman, Bill, og Joan.
■ Systurnar Joan Collins og
Jackie Collins eru heldur betur í
sviðsljósinu í Hollywood. Joan
leikur í Dynasty-þáttunum og sóp-
ar að henni þar í sérhönnuðum
tískufötum. Hún þykir með falleg-
ustu konum í heimi, þó hún sé
komin yfir fimmtugt. Jackie, systir
hennar, hefur skrifað margar
bækur, bæði skáldsögur og eins
bækur um lífið í Hollywood. Þær
hafa selst gráðugt, og allir eru að
reyna að finna út hver sé fyrirmynd
sögupersónanna í bókunum, því
Jackie gefur oftast í skyn að
flestar persónurnar og atburðirnir
í bókum sínum eigi sér stoð í
veruleikanum. Oft reyni hún að
rugla lesendur með smábreyting-
um, - en það sé ekki alltaf. „Ef
einhver þekkir sig í bókunum
mínum, þá getur hann eða hún
auðvitað farið í mál,“ segir Jackie
alveg köld, því hún veit sem er,
að enginn vill kannast við að
þekkja sig þar.
Þær systur eru breskar og voru
strax á unglingsárum mjög falleg-
ar og reyndu að koma sér áfram í
skemmtanalífinu. Joan var aðeins
16 ára þegar hún fyrst lék smáhlut-
verk í kvikmynd og Jackie komst
að hjá leikhúsi, en hún var þá
byrjuð að skrifa og hafði mestan
áhuga á því. Þær giftu sig báðar
mjög ungar - og skildu báðar
fljótlega. Þá varfarið að ganga ver
lijá Joan í hennar starfi, svo systir
hennar kom til hjálpar og skrifaði
á stuttúm tíma tvær æsilegar
bækur, sem báðar voru teknar til
kvikmyndunar og Joan fékk aðal-
hlutverkin. Það voru bækurnar
„The Bitch“ og „The Stud“
(Bitch = Tík eða tæfa, en
Stud = Graðfoli eða graðnagli)
Þetta var eftir 1967, og Joan
Collins vakti svo mikla hrifningu í
þessum myndum, að nú streymdu
tiiboðin til hennar frá Ameríku.
Þegar Dynasty-þættirnir voru í
undirbúningi vildu ráðamenn fá
Sophiu Loren til að leika hina
svæsnu Alexis, en Sophia fékkst
ekki til þess. Þá var leitað til Joan
Collins og það stóð ekki á henni.
Frúmar í Hollywood
bíða spenntar
Nýjasta bók Jackie Collins heit-
ir „Hollywood wives“ (Eiginkon-
ur í Hollywood) og er um lífið í
Hollywood, hneykslissögur og
ástarævintýri fræga fólksins. Bókin
ku vera spennandi, eins og bækur
Jackie eru yfirleitt, og nú hefur
hún verið tekin og kvikmynduð
sem framhaldsþáttur í sjónvarpi.
- Alls 6 klukkustunda mynd. Sagt
er að Jackie hlífi engum og hún
jafnvel segi frá ýmsu um systur
sína, sem ekki komi sér alltof vel
fyrir hana. En eins og hún :
sjálf: „Góð saga á skiiið aðkoi
á prent“.
Gárungarnir segja, að lík
verði margar Höllywoodfrú
spenntar við sjónvarpið sitt þ
þessi þáttur hefst - bæði f
eftirvæntingar um hvort á sk
um sjáist eitthvað sem þær þe
eða kannast við og hræddar ui
nú sé verið að koma upp um
sjálfar og þeirra einkamál.
Næst segist Jackie ætla að sl
um eiginmenn í Hollywood -
þá megi nú margir fara að vara