NT - 27.02.1985, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. febrúar 1985 7
Saga
Weimar
lýðveldisins
Iðnaðarvörur frá landbúnaði
1. Loðsútuð skinn og húðir .
2. Vörur úr loðskinnum . . . .
3. Vörur úr ull - lopi og band
4. Ullarteppi..............
5. Prjónavörur úr ull......
6. Efni ofin úr ull........
7. Þang- og þaramjöl ......
Landbúnaðarafurðir..........
Iðnaðarvörur frá landbúnaði .
Styrkasta stoðin
Pótt ýmislegt blasi á móti og
okkur þyki á stundum land-
búnaðurinn verða fyrir óvæg-
inni og öfgafullri gagnrýni þá
finnst mér samt ekki ástæða til
annars en vera bjartsýnn um
framtíð hans, vegna þess að
alltaf þegar á reynir, þá er
hann styrkasta stoð hverrar
þjóðar. Við eigum að mörgu
leyti við sömu vandamál að
etja og aðrar þjóðir. Það kom
frani í sumar er hér var haldin
ráðstefna Evrópudeildar
FAO, það er Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sam-
einuðu þjóðanna. Þarna mættu
fulltrúar frá 27 þjóðunr og 10
landbúnaðarráðherrar. Kjarn-
inn í ræðu senr aðalfram-
kvæmdastjóri samtakanna flutti
var sá hversu viðfangsefnin í
veröldinni væru ólík. Annars
vegar væri matvælaskorturinn
t.d. í Afríku og hinsvegar of
mikil matvælaframleiðsla eins
og í Evrópu og víðar. Fram-
kvæmdastjórinn taldi mark-
miðið í landbúnaði Evrópu
eiga að vera það að framleiða
fyrirfram ákveðið magn bú-
vara með sem minnstum tii-
kostnaði og jafnframt að halda
við gamalgróinni búsetu til að
nýta gögn og gæði landsins, og
efla tilraunastarfsemi. sem
kæmi þá cinnig vanþróuðum
þjóðum að notum.
Þetta er sú landbúnaöar-
stefna, sem við vinnum að hér
á landi. Að halda við byggðum
býlum og að laga búvörufram-
leiðsluna markaðsaðstæðum
og efla allt það er verða má til
hagsbóta fyrir land og þjóð.
Loðdýrarækt er stunduð í
auknunr mæli og gefur bjartar
vonir um arðsama atvinnu.
Sama máli gegnir með fiski-
rækt í ám og vötnum.
kornrækt gefst sumstaðar vel.
Jarðhitinn er víða, gróðurhúsa-
ræktun fleygir fram, skógrækt
gefur góðar vonir. Ymiskonar
millj. kr.
214.926,-
35.943,-
122.005,-
21.796,-
732.638.-
36.365,-
27.795,-
Kr. 1.191.468.000
kr. 441.535,000
. . 1.191.468.000
1.633.003.000
hlunnindi gefa drjúgar tekjur
svo sem dúnn og rekaviður.
Ferðamannaþjónustu fleygir
fram og horfur eru á að hún
skapi bæði mikla vinnu og
tekjur í framtíðinni.
Sagt er að ferðamannaþjón-
usta skili næstmestum þjóðar-
tekjum í heiminum. Það er
aðeins olíuiðnaðurinn, sem
skilarmeiri tekjum. Viðhöfum
hér á landi ýmslegt sem aðrar
þjóðir hafa ekki. Hér er t.d.
bæði hreint land og fagurt. og
mörgu hægt að kynnast, sem
aðrar þjóðir hafa ekki áður
þekkt.
Þá vil ég minnast á eitt að
lokum sem sýnir kannske best
hversu fjölþættan landbúnað
við höfum og margþætt störf
eru í sveitum. Það er fyrsta
búvörusýningin, sem haldin
var hér á landi í september-
mánuði s.l. og tókst afburða
vel. Fjölmörg fyrirtæki sýndu
vörur og kynntu þar fram-
leiðslu sína. Sýningin bar þess
vott að íslenskur landbúnaður
hefur vandaðar vörur á boð-
stólum - úrvalsgóðar og hollar
matvörur. hlýjan, fallegan og
notalegan fatnað og margþætt-
ar iðnvörur, bæði til gagns og
gleði, ásamt ýmsu fleiru. Sýn-
ingin var fjölsótt og þótti takast
ágætlega. Hún sýndi að það er
ekki sofið á verðinum í land-
búnaðinum.
Ég hef gripið hér á nokkrum
þáttum er landbúnað snerta og
er þó margt ótalið. Til dæmis
gengur illa að fá menn til að
starfa hjá sumum búnaðarsam-
böndum, eins og ég ræddi um
í fyrra. Horfurnar eru ekki
góðar og liggja til þess margar
orsakir m.a. þjóðfélagsbreyt-
ingar.
Tölvunotkun ryður sér rúm
í leiðbeiningaþjónustu og í
allri starfsemi hjá Búnaðarfé-
lagi íslands. Ekki veitir af að
nota tæknina því þröngur er sá
stakkur sem fjárráð félagsins
miðast við.
Eberhard Kolb: Die Weimarer
Republik.
Oldenbourg Grundriss der
Geschichte. Band 16.
R. Oldenbourg Verlag 1984.
274 bls.
Weimarlýðveldið og saga
þess hefur íöngum orðið sagn-
fræðingum, einkum þýskum,
rannsóknarefni. Saga lýðveld-
' isins er óneitanlega einn sér-
kennilegasti og um leið lær-
dómsríkasti þátturinn í sögu
Þýskalands. Það var stofnað á
rústum gamla keisararíkisins
við lok fyrri heimsstyrjaldar,
stjórnendur þess urðu að axla
byrðarnar af „stríðssök'" Þjóð-
verja, þeir urðu að glíma við
mikla þjóðfélagsólgu og erfið-
leika í efnahagsmálum og svo
fór að lokum, að lýðveldið
hrundi til grunna er Adólf
Hitler komst til valda.
Höfundur þessa rits, Eber-
hard Kolb, segir í inngangi, að
þótt saga Weimarlýðveldisins
spanni aðeins fjórtán ár, sé
hún þó einn erfiðasti þáttur
þýskrar sögu, svo flókin er hún
og full af andstæðum og at-
burðum, sem næsta útilokað
sé að skýra á skynsamlegan
hátt. Saga lýðveldisins hófst á
byltingu, hún einkenndist af
heiftarlegum átökum, þar sem
forystumenn þess reyndu að
koma skipulagi á stjórn lands-
ins og skapa jafnvægi. Það
mistókst og sögunni lauk með
byltingu afla, sem voru svo
andstæð þeim, sem skópu lýð-
veldið sem framast má hugsa
sér.
Eins og öðrum bindum í
þessari ritröð er þessu skipt í
þrjá meginhluta: Atburða-
sögu, umfjöllun um rannsókn
og umfjöllun um heimildir.
Atburðasögukaflanum skiptir
höfundur í þrjá meginkafla:
Frásögn af upphafi Weimarlýð-
veldisins og sögu þess á árun-
um 1919-1923, umfjöllun um
tímabilið 1924-1929, sem
kannski má kalla blómaskeið
þess, og loks upplausnarárin
1930-1933.
Því næst er ýtarlegur kafli
um rannsóknir, tilgang þeirra
og stöðu og loks er rækilegur
kafli um heimildir, en þær eru
bæði margar og margvíslegar
og oft svo mótsagnakenndar
að undrun sætir. Af heimildun-
um ber fyrst að nefna ýmiss
konar opinberar útgáfur og
skýrslur, en einnig hafa þeir,
sem fást við sögu Weimarlýð-
veldisins úr að moða miklum
fjölda alls kyns persónulegra
heimilda, að ekki sé minnst á
allt það, sem skrifað hefur
verið um alla þessa sögu.
Þetta er fróðlegt rit og læsi-
legt og eins og önnur bindi í
ritröðinni hefur það sérstakt
gildi fyrir þá, sem þurfa að
miðla sögulegri þekkingu á
einhvern hátt, eða fást við
rannsóknir.
Jón Þ. Þór
málum þjóðarinnar. En eins
og starfsorka hans var ótrúlega
mikil, þá var og minni hans og
fjölþættur áhugi á öllu því, er
til framfara horfði fýrir þjóð-
ina, óvenjulegt."
Segulafl sumra manna
Síðasta vísbendingin kemur
frá Halldóri Laxness -eins og
sú fyrsta. í áðurnefndri afmæl-
isgrein skrifaði hann: „Hann
hefur í fari sínu ákveðna heill-
andi eiginleika, sem ósjálfrátt
draga menn að honum, bæði
jábræður og andstæðínga.
Þessi persónulega snertíng er
eitt af hans sterkustu vopnum.
Ég hef vitað römmustu and-
stæðinga hans mýkjast og jafn-
vel linast alveg upp við pers-
ónuleg kynni af manninum
sjálfum. Það er erfitt að skýra
segulafl sumra manna."
Flestir lesendur ættu nú að
hafa gert sér grein fyrir, að hér
hefur verið rætt um Jónas
Jónsson, eða Hriflu-Jónas eins
og hann var svo oft nefndur.
Fyrirlestraröðin
Það er þó ekki víst, að
íslendingar af yngri kynslóð-
inni kannist-svo vel við nafn
Jónasar Jónssonar, því nær
helmingur þjóðarinnar var
ekki kominn til vits fyrir-17
árum, þegar Jónas lést.
Það er því gleðilegt, að sam-
vinnumenn skuli nú standa fyr-
ir fyrirlestraröð um líf og störf
Jónasar í tilefni þess að þann
1. maí n.k. eru liðin hundrað
ár frá fæðingu hans. Fyrirlestr-
arnir eru fluttir á miðvikudög-
um í Hamragörðum, félags-
heimili samvinnumanna að Há-
vallagötu 24, af vel völdum
mönnum, bæði sérfræðingum
og fyrrum samstarfsmönnum
Jónasar.
Þannig töluðu í síðustu viku
þeir •Guðmundur Sveinsson
skólameistari, um skólamann-
inn Jónas, og Jónas Pálsson,
rektor, um Kennaraskólann og
Skinfaxaárin. í kvöld flytja svo
erindi þeir Aðalgeir Kristjáns-
son, skjalavörður, og Helgi
Skúli Kjartansson, sagnfræð-
ingur, og nefnist erindi Helga:
„Við upphaf tveggja stjórn-
málahreyfinga".
Framundan eru síðan fyrir-
lestrar næstu fjögur miðviku-
dagskvöld. Þar koma við sögu
Erlendur Einarsson (um Sam-
vfnnuhreyfinguna), HalldórE.
Sigurðsson (um Jónas og unga
fólkið), Þórarinn Þórarinsson
(um Jónas og Tímann), Har-
aldur Matthíasson (um þing-
manninn Jónas), Andrés Krist-
jánsson (um menningarmálin)
og Auður Jónasdóttir (um
heimili Jónasar og Guðrúnar
konu hans.)
Fyrirlestraröðinni lýkur síð-
an með Ijósmyndasýningu
þann 1. maí.
Sigrar og ósigrar
Það er óhætt að fullyrða, að
engum ætti að leiðast að hlusta
á atriöi úr sögu þessa sterkasta
persónuleika síns ttma hér-
lendis, eins og Halldór Laxness
sagði eitt sinn um Jónas. Enda
býr „eitthvert óútreiknanlegt
snildareðli djúpt í manninum",
að sögn skáldsins.
Hnitmiðaðasta lýsingin á
Jónasi, er þó sennilega komin
frá Þórarni Þóarinssyni og er
hún hér látin fara með: „Hann
var stór í öllu. Vinum sínum
var hann Ijúfur, umburðar-
lyndur og tryggur, en and-
stæðingum sínum oft óvæginn
og langrækinn. Hann var
gæddur meira starfsþreki,
starfsvilja og starfshæfni en
flestir aðrir. ímyndunarafl
hans var ótrúlega frjótt, næmið
og minnið mikið, og hann sá
margt fyrir á undan öðrum.
Jónas var haldinn óbilandi trú
á málstað sinn og réttmæti
skoðana sinna og baráttuað-
ferða. Þar fannst sjaldan vottur
efasemda. í þessu fólst mestur
styrkur hans og veikleiki. Slík-
ur maður getur ekki annað en
staðið eða fallið með skoðun-
um sínum og verkum. Þess
vegna vann hann liina mestu
sigra, en beið einnig mikla
ósigra."
Magnús Ólafsson
Verð f lausasölu 30 kr.
og 35 kr. um helgar.
Áskrift 330 kr.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Núfíminn h.f.
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík.
Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Tekið undir með Mbl.
■ Okkur NT mönnum hlýnaði um hjartaræturnar
við að lesa Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins sl.
laugardag.
Þar er með mjög afdráttarlausum hætti tekið undir
þau sjónarmið, sem NT hefur margoft haldið fram,
að verðtryggð lán annarsvegar og óverðtryggt kaup
hins vegar sé hið mesta siðleysi, sem ekki verði
þolað. Siðleysi sem þegar hafi sett þúsundir húsbyg-
gjenda á kaldan klaka.
Eftir að hafa rakið tilkomu verðtryggingar lána
snemma árs 1979 og afnám verðtryggingar launa
vorið 1983, segir blaðið í bréfi sínu:
„Smátt og smátt hefur þessi ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar leitt til þess, að fólkið, sem tók verð-
tryggðu lánin í góðri trú um að greiðslubyrðin yrði
alltaf mjög svipað hlutfall af launum þess, og gekk
þar með út frá því að það gæti staðið í skilum,
stendur nú frammi fyrir því, að greiðslubyrðin af
þessum lánum hefur aukist um 30-50%. í sumum
tilvikum er þetta versnandi hlutfall milli launa og
lánskjaravísitölu byrjað að éta upp eign fólks í
viðkomandi fasteignum. Hér eru það ákvarðanir
stjórnmálamanna, sem gjörbreyta þeim forsend-
um, sem þúsundir húsbyggjenda byggðu fjárhags-
áætlanir sínar á. Hver er siðgæðisvitund slíkra
manna sem að þessu standa?“
NT tekur undir þessa spurningu blaðsins sem á
m.a. erindi til allra þeirra sem sitja í núverandi
ríkisstjórn, en hennar fyrsta verk eftir að hún var
mynduð 26. maí 1983, var að taka kaupgjaldsvísitöl-
unaúrsambandi, án þess að hróflað væri við öðrum
vísitölum.
Hin hliðin
Hin hliðin á málinu er sú, og Morgunblaðið bendir
einnig á hana, að fólk anar út í byggingu allt of stórra
íbúða og algengt er t.d. að fólk um tvítugt fari út í
það að byggja mörg hundruð fermetra einbýlishús.
Þetta fólk er auðvitað fórnarlömb þess skefjalausa
neysluæðis sem tröllriðið hefur þjóðfélagi okkar
undanfarin ár. Þeirrar óorðuðu villu að lífshamingjan
felist í því að geta borist á í hús- og bíleignum. Að
hægt sé að fylla upp í eyður verðleikanna með ytri
táknum. Þessi blessaða kynslóð hefur alist upp í
vernduðu umhverfi og kynnst því í gegnum sjón-
varpsauglýsingar hve dýrlegt það er að eiga og neyta.
Þessi kynslóð hefur komið illa niður þegar draumsýn-
in hefur rekist á við harðan heim raunveruleikans.
Frelsið
Því er haldið að okkur, ekki síst í Morgunblaðinu,
að það felist eitthvað frelsi í því að menn eigi sínar
íbúðir sjálfir. Á íslandi er þessu því miður ekki svo
farið. Séreignakerfið er löngu fallið og nú má líkja
lífi þeirra, er af launatekjum einum saman neyðast
til að fara út í að eignast húsnæði, við vinnubúðavist
og það þótt byrjað sé smátt og skynsamlega. Þess
vegna ber stjórnvöldum með félagslegum aðgerðum
að tryggja okkur það frelsi að geta tengst fjölskyldu,
vinum, atvinnu og áhugamálum traustari böndum en
þeim steypuramma sem skýlir okkur gegn veðri og
vindum.