NT - 07.03.1985, Page 14
Fimmtudagur 7. mars 1985 14
Rás2 kl. 21.
Hvererþriðji maður-
inn?
■ Sl. fimmtudagskvöld hóf
nýr þáttur göngu sína á Rás 2
og vakti hann mikla athygli.
Þátturinn heitir Þriðji maður-
inn og er í umsjón Ingólfs
Margeirssonar og Ama Þórarins-
sonar.
I fyrsta þætti var það einmitt
Davíð Oddsson borgarstjóri,
sent var þriðji maðurinn, og
vöktu sum ummæli hans slíka •
athygli, að ástæða þótti til að
fjalla um þau sérstaklega í
fréttatíma útvarpsins, og póli-
tískt fjaðrafok varð talsvert.
• En hlustendum kom saman
um að borgarstjóri hafi sýnt á
sér hlið, sern ekki hefur snúið
opinberlega að almenningi fyrr
og þótti liann komast vel frá
glímunni.
Nú er komið að öðrum þætti
í kvöld kl. 21-22 og verður
gesturinn að þessu sinni Guð-
rún Helgadóttir alþingismað-
ur. Guðrún hefur hingað til
ekki átt í erfiðleikum með að
koma fyrir sig orði og ósenni-
legt er að hún eigi eftir að
valda hlustendum Rásar 2 von-
brigðum í kvöld.
En hvers konar þáttur er
Þriðji maðurinn eiginlega?
„Þátturinn er hugsaður sem
opinskár samtalsþáttur með
■ Það stendur yfirleitt ekki á
svörum hjá Guðrúnu Helga-
dóttur alþingismanni. Ár-
eiðaniega svíkur hún ekki út-
varpshlustendur í kvöld.
innskotum af músík, bæði eftir
smekk gestsins og okkar,“ seg-
ir Árni Þórarinsson. Aðspurð-
ur um það hvort þeir félagar
væru ágengir við viðmælendur
sína, vildi hann ekki alveg
neita því, en tók skýrt fram að
þeir sýndu fyllstu kurteisi í
spurningum sínum.
Þátturinn Þriðji maðurinn
er sendur út beint.
Tónlistarkross-
gáta nr. 21
■ Tónlistarkrossgátan er á . Gröndal sem hefur umsjón
dagskrá Rásar 2 nk. sunnudag með henni.
kl. 15-16. Að venju er það Jón
■ Bandaríski trompetleikarinn Chet Baker gerði lukku á tónleikunum í Gamla bíói á dögunum. í kvöld verða leiknar upptökur frá
þeim tónleikum og rætt við kappann og fleiri góða menn á Rás 2 kl. 23-24.
Rás 2 kl. 23.
Tónleikar Chet Baker í Gamla bíói
■ Bandaríski trompetleikar-
inn Chet Baker kom eins og
kunnugt er hingað til lands
fyrir skemmstu og hélt þá tón-
leika í Gamla bíói við mikinn
fögnuð viðstaddra. í kvöld ki.
23-24 fá útvarpshlustendur að
heyra glefsur úr þessum tón-
leikum í fylgd Vernharðs
Linnet, sem hefur umsjón með
■ í Skjólbrekku er félagsheimili Myvetnmga.
Utvarp kl. 20.30:
Mývetningar skemmta sér
og öðrum landsmönnum
■ Kvöld í Mývatnssveit kall-
ast þáttur í umsjá Jónasar
Jónassonar, sem hefst í útvarpi
kl. 20.30 í kvöld. Hann kemur
frá RÚVAK.
Jónas bregður sér þá í heim-
sókn í Mývatnssveit með
hljóðnemann og tekur þátt í
kvöldskemmtun heimamanna,
sem ungmennafélagið Mývetn-
ingur stendur fyrir. Mývetn-
ingar hafa löngum verið hressir
og ekki hrjáir minnimáttar-
kenndin þá, að þeirra eigin
sögn. Það kennir því ýmissa
áhugaverðra grasa á þessari
dagskrá, sem byggir á heima-
tilbúnu efni og flytjendum.
Þarna verður sungið, fluttir
leikþættir og farið með vísur.
T.d. fer Starri í Garði með
Vísurnar um uxana eftir sjálf-
an sig. Þáttinn „Um daglegt
mál" flytur Hjörleifur Sigurð-
arson frá Grænavatni, en bróð-
ir hans Erlingur fór með sam-
nefndan þátt í útvarpi um skeið
og ríkti engin lognmolla um
hann þá frekar en fyrri daginn.
Ásmundur Gestsson bóndi á
Stöng flytur ávarp Ríkisút-
varpsins í Mývatnssveit. Þá
sýnir Friðrik Dagur Arnarson
kennari á sér margar hliðar.
Þessi þáttur úr Mývatnssveit
er í sama dúr og þáttur, sem
nefndist Kvöld í desember, en
þá fengu útvarpshlustendur
tækifæri til að skemmta sér
með Akureyringum kvöld-
stund. Einn slíkur þáttur er
síðan á dagskrá um páskana og
verður hann líka frá Akureyri.
Jónas Jónasson hefur haft um-
sjón með öllum þáttunum.
þættinum, og fleiri góðra
manna.
Chet Baker komst hingað til
lands við illan leik eftir 20 tíma
ferð alla leið frá vesturströnd
Bandaríkjanna. Honum gafst
því ekki tækifæri til að hitta
samleikara sína fyrr en á sviði
Gamla bíós 2. febrúar, í þann
mund sem tónleikarnir áttu að
hefjast. Engu aðsíður þóttu
tónleikarnir takast mjög vel.
en samspilarar hans voru
Kristján Magnússon á píanó,
Tómas Einarsson á bassa og
Sveinn Óli Jónsson á trommur.
í þættinum í kvöld ræðir
Vernharður við þá félaga, svo
og Jónatan Garðarson, einn
stjórnarmann Jazzvakningar,
og sjálfan „prófessorinn“ Jón
Múla Árnason, en hann gegnir
stöðu „jazzprófessors“ við
Tónlistarskóla FÍH.
Útvarp kl. 13.20:
„Siggi litli og skipið
hans“ í Barnagamni
■ Fyrstufjóravirkadagavik-
unnar er á dagskrá útvarps kl.
13.20 þáttur, sem hefur verið
gefið nafnið Barnagaman og
er hann ætlaður yngstu hlust-
endunum, sem oft eru orðnir
dasaðir um þetta leyti dags og
veitir ekki af að hvíla sig
aðeins eftir hádegismatinn. I
dag kemur þátturinn frá RÚ-
VAK og er það Anna Ringsted
sem hefur umsjón með honum.
í dag ætlar Anna að lesa
sögu úr bókinni Mamma segðu
mér sögu, sem Vilberg Jú-
líusson tók saman. Sagan heitir
„Siggi litli og skipið hans“ og
segir Anna hana segja frá
óþægum og frekum strák, sem
gerir ekkert af því sem mamma
hans biður hann að gera. Auð-
vitað kemur það honum í koll,
enda er það Ijótur ósiður að
vera óhlýðinn við mömmu
sína.
Anna Ringsted hefur unnið
sem kynnir við RÚVAK frá
upphafi. Reyndar hefur hún
gripið inn í flest önnur störf
þar og segir hafa verið í mörgu
aðsnúast þessa dagana, enda er
mikið um að vera í útvarpsmál-,
um á Akureyri um þessar
niundir. „En það er virkilega
gaman," segir hún og kvartar
ekki undan vinnuálaginu.
■ Anna Ringsted les sögu
um óþekkan strák, sem neyðist
til að taka upp betri siði.
Fimmtudagur
7. mars
■ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55
Málræktarþáttur. Endurt. þáttur
Baldurs Jónssonar frá kvöldinu
áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð - Sigurveig
Guðmundsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Agnarögn“ eftir Pál H.
Jónsson. Flytjendur: Páll H.
Jónsson, Heimir Pálsson og Hildur
Heimisdóttir (2).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónlejkar. 9.45 Þingfréttir.
Tónleíkar. 9.45 Þingfréttir falla
niður þessa viku, þvi ekkert þing er
á meðan Norðurlandaráðsþingið
stendur.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. lor-
ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar.
11.00 Ég man þá tíö“ Lög frá liðnum
árum. Umsjón: Hermann Ragnar
Stefánsson.
11.30 Fyrrverandi þingmenn Vest-
urlands segia frá Eðvarð Ingólfs-
son ræðir við Jósep Þorqeirsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Anna
Ringsted. (RUVAK)
13.30 Tónleikar
14.00 „Blessuð skepnan" eftir
James Herriot Bryndis Víglunds-
dóttir les þýðingu sina (21).
14.30 Á frívaktinni Sigrún Sigurðar-
dóttir kynnir óskalög sjómanna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar a. Fiðlu-
sónata á A-dúr op. 100 eftir Jo-
hannes Brahms. Pinchas Zuker-
man og Daniel Barenboim leika.
b. Strengjakvartett nr. 16 i F-dúr
op. 135 eftir Ludwig van Beetho-
ven. Budapest-kvartettinn leikur.
17.10 Siðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tóm-
asson flytur þáttinn.
20.00 Hvískur Umsjón: Hörður Sig-
urðarson.
20.30 Kvöld í Mývatnssveit Umsjón:
Jónas Jónasson. (RÚVAK).
21.25 Frá tónleikum kammersveit-
ar Reykjavíkur í Áskirkju 4. des.
sl. Strengjasextett í B-dúr op 18
eftir Johannes Brahms. Rut Ing-
ólfsdóttir og Szymon Kuran leika á
fiðlur, Helga Þórarinsdóttir og Ro-
bert Gibbons á viólur, Inga Rós
Ingólfsdóttir og Arnþór Jónsson
leika á selló.
22.00 Lestur Passíusálma (28)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Fimmtudagsumræðan - Um
nýskipan útvarpsmála Umsjón:
Helgi Pétursson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
7. mars
10:00-12:00 Morgunþáttur.
14:00-15:00 Dægurflugur. Nýjustu
daegurlögin. Stjórnandi: Leópold
Sveinsson.
15:00-16:00 I gegnum tíðina Stjórn-
andi: Ragnheiður Davíðsdóttir.
16:00-17:00 Bylgjur Framsækin
rokktónlist. Stjórnendur: Ásmund-
ur Jónsson og Árni Daniel Júlí-
usson.
17:00-18:00 Einu sinni áður var
Vinsæl lög frá 1955 til 1962 =
rokktímabilið. Stjórnandi: Bertram
Möller.
Hlé
20:00-21:00 Vinsældalisti hlust-
enda Rásar 2 10 vinsælustu lögin
leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
21.00-22.00 Þriðji maðurinn Stjórn-
endur: Ingólfur Margeirsson og
Árni Þórarinsson. Gestur: Guðrún
Helgadóttir alþingismaður.
22:00-23:00 Rökkurtónar Stjórn-
andi: Svavar Gests.
23:00-00:00 Óákveöið.
Föstudagur
8. mars
19.15 Á döfinni Umsjónarmaður:
Karl Sigtryggsson. Kynnir: Byrna
Hrólfsdóttir.
19.25 Krakkarnir í hverfinu. 12.
Benjamín viðrar hundinn. Kan-
adiskur myndaflokkur um hvers-
dagsleg atvik í lífi nokkurra borgar-
barna. Þýðandi: Kristrún Þórðar-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kastljós. Þáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður: Sigur-
veig Jónsdóttir.
21.15 Mezzoforte Hljómsveitin
Mezzoforte leikur á alþjóðlegri
djasshátíð í Montreux í Sviss árið
1984.
22.35 Ráðgátan í Oberwald. (II mis-
tero di Oberwald) I tölsk sjónvarps-
mynd gerð eftir leikritinu „Þríhöfða
erninum" eftir Jean Cocteau. Leik-
stjóri Michelangelo Antonioni.
Aðalhlutverk: Monicas Vitti og Pa-
olo Bonacelli. Myndin gerist í Ev-
rópuriki á öldinni sem leið. Kon-
ungshjónin þar bera svipmót af
Elísabetu keisaradrottningu Aust-
urríkis og Lúðvík II. Bæjarakóngi.
Er sagan hefst hefur konungur
verið myrtur en ekkjan hefur flúið
hirðina og ferðast milli halla sinna.
Fjendur krúnunnar senda ungt
skáld til höfuðs drottningu og ber
fundum þeirra saman i Oberwald-
höll. Samskipti þeirra verða þó
ólikt vinsamlegri en til var ætlast.
Þýðandi: Þuríður Magnúsdóttir.
00.45 Fréttir i dagskrárlok.