NT - 18.03.1985, Blaðsíða 2

NT - 18.03.1985, Blaðsíða 2
Mánudagur 18. mars 1985 2 „Það var tilhugsunin um sólina í sumarfríinu sem hélt á manni hita“ ■ Eins og alþjóð mun kunnugt, þá létu nokkur hundr- uð manns sig hafa það, aðfara- nótt laugardagsins, að standa hálfa nóttina í biðröð, í von um ódýra ferð í sumarfríið. Skömmu áður, eða í febrúar- hefti Asgarðs, höfðu Samvinnu- fcrðir-Landsýn auglýst sérlega hagstæðar ferðir, með leiguflugi til Danmerkur, fyrir félagsmenn BSRB. Átti miðinn að kosta sjöþúsund krónur, fyrir hvern fullorðinn, báðar leiðir og skal engum láð, þótt hann eygöi þarna nýja von um að komast á hrott úr rigningu og slagviðri, flcnsu og kvefi, á sólríka mörk þeirra frænda okkar Dana. Enda var ekki að sökum að spyrja. Strax um kl. þrjú um nóttina, tók fólk að streyma að skrifstofu Samvinnuferða- Landsýnar í Austurstræti, og áður en langt um leið höfðu nokkrir tugir bæst í hópinn. Þegar leið nær morgninum mátti sjá hvar liátt á annað hundrað manns norpaði undir verslunar- byggingum í Austurstræti og um áttaleytið náði biðröðin al- veg út að Hallærisplani. En biðin var þess virði... fyrir suma. Þeir sem höfðu tímann fyrir sér, og mættu á staðinn fyrir kl. sjö um morguninn, uppskáru laun erfiðis síns, og töltu heim með farmiða í sumar- fríið upp á vasann. Hinir sem ekki voru alveg jafn forsjálir, og mættu seinna, þeir urðu frá að hverfa. Að sögn sjónarvotta voru þeir sennilega ekki færri cn hinir lánsömu. „Eygði þarna von... sem brást" Ein þeirra sem ekki uppskáru svo sem til var sáð, var Vallý Jóhannsdóttir, fóstra, en hún lenti „alveg á mörkunum" að ná í miða lianda sér og fjölskyld- unni, þrátt fyrir fimm tíma bið. Vallý var mætt á staðinn um sjöleytið um morguninn, cn þá voru um 150 manns þegar farnir að bíða. „Við höfðum velt því fyrir okkur hvað við þyrftum að mæta snemma til þess að vera tímarilega, og þótti þetta hæfi- legur tími. Klukkan sex, þótti okkur allt of snemrnt," sagði Vallý, þegar NT sveif á hana skömmu eftir að úrslitin um sumarfrísferðina réðust. „Auðvitað er maður vonsvik- inn,“ sagði Vallý, en bar sig þó furðu vel, að mati blm. „Þarna býðst manni náttúrlega að kom- ast í ferð sem maður hefði annars ekki látið sig dreyma um.“ Hvernig var andrúmsloftið í röðinni? „Það var mjög góð stemmn- ing í röðinni, sem minnti helst á verkfallið í haust. Fólk spjallaði og hoppaði sér til hita. Sumir komu með kaffi með sér sem þeir buðu þeim sem næst stóðu, og yfir höfuð var létt yfir fólki. Þetta breyttist hinsvegar dálítið þegar farið var að selja miðana, þá var eins og myndaðist ákveð- in spenna. Maður vissi ekki hvað margir miðar höfðu verið seldir, eða hvernig var ástatt með þá ferð sem maður hafði valið sér. Það var um sex ferðir að velja og fljótlega fóru að berast óljósar fréttir um að það væri að verða uppselt í þessa eða þessa ferð.“ ■ Fólk spjallaði og hoppaði saman til að halda á sér hita fram undir morgun. Þá jókst spennan.... NT-mynd: Ari. maður að fara að skipuleggja eitthvað annað. Þetta hefði bara verið mjög spennandi fyrir okkur, því í fyrsta lagi þá er maður ekki innstilltur á þessa tilhugsun að komast til útlanda. þarna eygði maður nýja von. I öðru lagi þá hefði þetta gert okkur kleift að fara með alla fjölskylduna, en slíkar ferðir grípur maður ekki upp af hverju strái,“ sagði Vallý að lokum. ■ Vallý Jóhannsdóttir, fóstra: „Auðvitað er maður vonsvik- inn. Þarna eygði maður mögu- leika sem maður hefði aldrei látið sig dreyma um annars" NT-mynd: Ámi Bjama Var ykkur ekki kalt? „Jú, manni var orðið rosalega kalt, enda var tólf stiga frost. Við reyndum þó að skiptast á að sitja í bílnum, en eftir að farið var að selja miðana, þá hætti maður að halda á sér hita, en lét sig hafa það að standa. Maður hafði það á orði að það sem héldi á manni hita væri tilhugs- unin um sólina í sumarfríinu...“ Ætlarðu að reyna aftur? „Ég geri það að sjálfsögðu, auk þess sem ég hef ekki gefið upp alla von ennþá. Við vorum það framarlega á biðlistanum að það er allsekki útséð um það ennþá hvort við komumst. Ég vona bara að það komi sem fyrst í ljós, því annars verður ■ Tarkovsky á fundi með fréttamönnum um helgina. Næst honum situr túlkur hans, Arni Bergmann, ritstjóri. NT-mynd: Ari. Tarkovsky vill heim til Sovétríkjanna ■ Rússneski kvikmyndaleik- stjórinn Andrei Tarkovsky, hefur lýst yfir þeirri von sinni að útnefn- ing hins nýja leiðtoga Sovétríkj- anna, Mikhail Gorbachev, verði til þess að hann geti aftur snúið til Sovétríkjanna. Á fundi með fréttamönnum um helgina sagðist Tarkovsky vona að Sovétstjórnin tæki að gera sér grein fyrir því hverskonar innlegg kvikmyndir hans væru í „annars staðnaða kvikmyndagerð í Sovét- ríkjunum" eins og hann komst að orði. í Reuters-frétt frá því í gær, segir að aðstandendur Tarkovsky kvikmyndahátíðarinnar hafi sakað sovéska sendiráðsstarfsmenn um tilraunir til að komast yfir eintök af myndum Tarkovsky í kvikmyndahúsum hérlendis. Er þar haft eftir Tarkovsky nefndinni að allar tilraunir sovéskra sendiráðs- starfsmanna til að eyðileggja kvik- myndahátíðina hafi skapað svo mikinn áhuga meðal almennings fyrir myndum Tarkovskys, að fólk streymdi nú á kvikmyndahátíðina. Lagafrumvarp um verslunaratvinnu: Leiga lausa- f jármuna teljist einnig verslun ■ Lagt hefur verið fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslunaratvinnu þar sem lagt er til að leiga lausafjár- muna í atvinnuskyni teljist einnig verslun. Frumvarp þetta er tilkomið vegna þess að á síðustu árum hefur færst í vöxt að ýmsir aðilar selji lausafjármuni á leigu í at- vinnuskyni og er sú starfsemi oft umfangsmikil og svipar til verslun- ar, t.d. rekstur myndbandaleigu, en þó hafa sjaldnast verið gerðar kröfur til rekstrarleyfis. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að verslunarlcyfi þurfi til leigu lausafjármuna í atvinnuskyni, t.d. myndbanda, bíla og áhalda, en þó eru gerðar vægari kröfur til þeirra sem sannanlega stunda slíka starf- semi við gildistöku laganna eða hafa á þeim tíma lagt í umtalsverð- an kostnað við undirbúning slíks reksturs, án þess að hafa verslun- arleyfi. Eins og málum er nú hátt- að er ekki skylt að láta skrá fyrirtæki sem leigja út lausafjár- muni nema um sé að ræða hlutafé- lög en verði þetta frumvarp að lögum verður það hins vegar skylda að láta skrá þessi fyrirtæki. Af hverju spyrðu? ■ Á fundi þar sem sovéski kvikmyndagerðarmaðurinn - Tarkovskí sat fyrir svörum og rætt var um kvikmyndir hans, bar svo við að einn spyrjenda ræddi nokkuð um lengd sumra atriða í myndum hans. Maður þessi kvaðst að vísu alls ekki efast um að þessi löngu atriði hefðu mikið list- rænt gildi, en spurði hvort það hvarflaði aldrei að lista- manninum að þetta listræna gildi kynni að fara alveg framhjá sumum áhorfendum og þeim þætti myndirnar kannski bara leiðinlegar fyrir vikið. Tarkovskí svaraði að bragði: „Af hverju spyrðu, - ert þú eitthvað öðruvísi?“ Óbrigðult ráð ■ Eysteini Jónssyni varð tíðrætt um nauðsyn þess í stjórnmálum að halda mál- staðnum á lofti, eða „prédika" Ný simttM tekin i notkun í Keflavikurflugvelli: Kanarnir varðir fyrir íslensku kvenþjóðinni? eins og hann orðaði það, á fundi sem Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt að Hótel Hofi í Reykjavík í gær. Sem dæmi um árangur nefndi Eysteinn að jafnvel mað- ur eins og Jón Baldvin Hanni- balsson hefði að undanförnu ferðast um landið og prédikað og ekki yrði annað séð en honum hefði orðið allvel ágengt, ef eitthvað væri að marka skoðanakannanir að undanförnu. Síðan bætti Eýsteinn við: „Hvað haldið þið þá að gerðist ef framsóknarmenn færu nú af stað og töluðu af viti!“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.