NT - 18.03.1985, Blaðsíða 19

NT - 18.03.1985, Blaðsíða 19
ii'iuu nn Samúel Örn Erlingsson (ábm.), Þórmundur Bergsson, Gylfi Þorkelsson, Sveinn Agnarsson íslandsmótið í blaki: Framréð ekki við ÍS KAH.deild? ■ Fram réð ekki við ÍS er liðin mættust í 1. deild karla í blaki á laugardag í Hagaskóla. Úrslit urðu 3-1 ÍS í hag í nokkuð jöfnum leik. ÍS sigraði í fyrstu hrin- unni 15-9, en Fram svar- aði fyrir sig í þeirri næstu með 15-13 sigri. ÍS vann svo þriðju hrinu 15-8, og þá síðustu 15-10. Leikur- inn var 85 mínútna langur. ÍS hefur oft leikið betur en í þessum leik. Hörku- skellir Þorvarðar Sigfús- sonar ásamt baráttu Hauks Valtýssonar voru lykillinn að sigri þeirra. Framarar virtust ekki trúa nægilega á sjálfa sig í leiknum, ef undan er skilinn Kristján Mar Unnarsson sem sýndi sín- ar bestu hliðar og var Stúdentum óþægur Ijár í þúfu. Tveir leikir voru í fyrstu deild kvenna á laugardag, Þróttur sigr- aði KA 3-0, og Breiðablik sigraði Víking 3-1. í annarri deild karla var einn leikur um helg- ina. HSK sigraði HK 2 3-1 í Hveragerði. KA stendur nú ineð pálmann í höndunum varðandi 1. dcildarsæti, hcfur fjögurra stiga for- skot á HSK. ■ Magnús Hauksson flýgur hér aftan á Bjarna Friðriksson, og allt virðist geta gerst. Bjarni sigraði þó í glímunni eins og í öllum hinum. NT-mynd Ari. Bjarni Friðriksson Islandsmeistari í opnum flokki í júdó í sjöunda sinn í röð: Heimsbikarkeppnin i góngu: Áf ram Boe - fjórar norskar fyrstar ' ■ Fjórar norskar stúlk- ur röðuðu sér í fjögur efstu sætin í 20 km göngu í heimsbikarkeppninni, sem haldin var í Osló á laugardag. Fyrst var að sjálfsögðu Annette Boe, heimsmeistari frá Seefeld og forystukona í stiga- keppninni. Boe var fyrst á 59:35 mín, önnur var Grete Nikkelmo á 1:00,53 klst, þriðja Brit Pettersen á 1:01,53 klst, fjórða Anne Jahrcn á 1:01,31,3 klst, fímmta sænska stúlkan Marie Risby á 1:01,31,8 og sjötta Marja-Liisa Kir- vesniemi frá Finnlandi á 1:01,33 klst. Boe hefur nú forystu í heimsbikarkeppninni, hefur 144 stig, önnur er Grete Nikkelmo með 123, þá Brit Pettersen með 113 og fjórða Berit Aunli Noregi með 96 stig. Heimsmet í göngu kvenna ■ Kínverska stúlkan, Yan Hong, setti á laugar- dag heimsmet í 10 km götugöngu kvenna. Hong gekk á 44:14,00 mín. en gamla metið átti sovéska stúlkan Olga Krishtop, 44:56,10 mín. og var það sett í ágúst sl. Yan Hong á einnig heimsmetið í 10 km göngu eftir keppnis- braut, 45:40,00 mín. Uanvi flAttÍ Skák ÍIA nrAinn ífðnnr ^ „nann ík*iii 30 vc i d W Ulllll Vdlllll ■■■ - því að verða Íslandsmeistari, sagði Hákon Örn - Jöfn og skemmtileg keppni -Vel heppnað mót ■ „Bjarni vann sinn fyrsta sigur á íslandsmóti í opnum flokki árið 1979, og hefur unnið síðan. Þetta er því hans 7. íslandsmeistaratitill í opnum flokki í röð, og hann ætti að fara að verða vanur þessu,“ sagði Hákon Örn Halldórsson formaður Júdósambands íslands í samtali við NT eftir að Bjarni Friðriksson Ármanni hafði unnið sigur í -95 kg flokki á íslandsmótinu í júdó, en síðari hluti þess fór fram um helgina í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Á mótinu var keppt í opnum flokki, tveimur kvennaflokkum og fjórum flokkum karla 21 árs og yngri. Mótið var mjög vel heppnað, margar skemmtilegar glímur komu upp, og greinilegt að breiddin í júdóinu er nú orðin mjög mikil. Sérstaklega mátti merkja í keppni karla undir 21 árs, að þar fara margir geysiefnilegir glímumenn, sem taka íþrótt sína mjög alvarlega og stefna markvisst að góðum árangri. í opnum flokki var afar skemmtileg keppni, enda voru þar samankomnir þrír bestu glímumenn landsins, að því er talið er, Bjarni Friðriksson, Kolbeinn Gíslason Ármanni og Magnús Hauksson UMFK. Að auki kepptu Arnar Marteinsson Ármanni og Sigurður Hauksson UMFK, alls fimm og því keppt í einum riðli. Bjarni sigraði í flokknum, eins og áður sagði, vann sigur f öllum sínum glímum, og fulln- aðarsigur, ippon á Kolbeini Gíslasyni, sem varð annar. Bjarni átti þó í erfiðleikum með Bjarni og Kolbeinn út ■ Bjarni Friðriksson og Kol- bcinn Gíslason, júdómennirnir sterku úr Ármanni, verða i cldlínunni crlcndis á næstunni. Þeir kcppa á opna bclgíska mcistaramótinu um næstu hclgi, opna v-þýska mótinu 30.-31. mars, og væntanlega á Evrópumótinu 0.-12. maí í Norcgi, þá að líkindum ásamt fleirum. Arnar Marteinsson. Þar tókst hvorugum að skora stig, og dómari varð að kveða upp úrskurð. Athyglisverð úrslit, og undirstrika enn aukna breidd. Bjarni sem hefur verið besti júdómaður íslands í mörg ár og er enn, náði heldur ekki að skora stig gegn Sigurði Hauks- syni í -95 kg flokknum á sama móti fyrir hálfum mánuði, þó hann hefði sigur. Þriðji í opna flokknum var Magnús Hauksson, hann mátti þola tap gegn Kolbeini og Bjarna. Kolbeinn skoraði ippon á Magnús mjög laglega og tryggði þar með annað sætið. Hrund Þórarinsdóttir Ár- manni vann öruggan sigur í -63 kg flokki kvenna. Alls voru fimm keppendur í flokknum, keppt í einum riðli, og Hrund lagði alla andstæðinga sína. Önnur varð Sigríður B Kristins- dóttir Ármanni og þriðja Heiða Sigurjónsdóttir Ármanni. Þrír keppendur voru í +63 kg flokki kvenna, Margrét Þráinsdóttir Ármanni sigraði örugglega, Eygló Sigurðardóttir Ármanni varð önnur og Hulda Geirsdótt- ir UMFK þriðja. Sjö keppendur mættu til leiks í -60 kg flokki 21 árs og yngri. Þar glímdu til úrslita Eiríkur Ingi Kristinsson Ármanni og Jön Trausti Gylfason Ármanni, og náði Eiríkur fastataki sem gaf honum fullnaðarsigur, ippon. Þriðju voru Magnús Kristjánsson Ármanni og Jóh- ann Sigurbjörnsson Ármanni. Gunnar Jónasson Gerplu sigraði í -65 kg flokki 21 árs og yngri. Þar voru fimm keppendur og keppt í einum riðli. Arnar Harðarson ÍBA varð annar og Rafn Ingi Rafnsson Ármanni þriðji. Mikil og jöfn keppni var í -71 kg flokki hjá ungu mönnunum. Karel Halldórsson Ármanni og Davíð Gunnarsson Ármanni voru jafnir að vinningatölu að lokinni keppni. Karel varð sig- urvegari vegna þess að hann skoraði fleiri stig í glímunum fjórum en Davíð. Þriðji varð Guðmundur Sævarsson Ár- manni. í +71 kgflokki í U.21. keppn- inni voru tveir keppendur. Páll M. Jónsson Ármanni kom þar nokkuð á óvart með því að sigra sér keppnisreyndari mann, Rögnvald Guðmundsson Gerplu. Páll er mjög efnilegur og á mikilli uppleið þessa dag- ana. ■ Kolbeinn Gíslason (t.h.) og Siguröur Hauksson reyna með sér. Kolbeinn sigraði og varö í öðru sæti. NT-mynd: An.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.