NT - 18.03.1985, Blaðsíða 4

NT - 18.03.1985, Blaðsíða 4
Uppljóstranir Arkins: Sam- eina pólitíska andstæðinga Samið við járn> blendifélagið ■ Uppljóstranir William Ark- ins um áætlanir Bandaríkja- stjórnar um að flytja kjarna- vopn til íslands á ófriðartímum, virðast hafa valdið því að allir stjórnmálaflokkar landsins hafa sameinast um þá skoðun að ísland eigi að taka virkari þátt í NATO. Þetta er niðurstaða Richard Wallis, fréttamanns Reuter- fréttastofunnar, í grein sem hann skrifar um varnarmálin á íslandi. 1 greininni er haft eftir Geir Hallgrímssyni utanríkisráð- herra að hann sé að vinna að því að íslendingar geti fylgst betur með þróun mála hjá NATO og starfsemi varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, „Ég vil vera í þcirri aðstöðu að geta fylgst með áætlunum og gera banda- mönnum okkar Ijóst hvaö sé raunhæft og hvað við getum ekki undir neinum kringum- stæðum sætt okkur viö,“ segir Geir í greininni. í greinisni er haft eftir Einari Karli Haraldssyni. fram- kvæmdastjóra Alþýðubanda- lagsins að allir stjórnmálaflokk- ar geri sér Ijósa nauðsyn þess að fá meiri upplýsingar frá NATO, og að eðlilegt sé að ísland taki virkan þátt í öllum störfum bandalagsins: „Ef við erum í NATO, skulum við vera í NATO,“ er haft orðrétt eftir Einari. Þá segir í greininni að íslend- ingar séu þegar farnir að vinna að því að fá meiri upplýsingar frá fyrstu hendi. Utanríkisráð- herrann ætli að taka þátt í lundum varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna og fyrsti ís- lendingurinn hafi verið skipaður í hermálaráð NATO. Að lokum er sagt frá nýstofn- uðum íslenskum samtökum um kjarnorkuvopnalaus Norður- Mezzoforte og Steinar Berg stofna Mezzomúsík - fyrirtæki til hagræðingar rekstri hljómsveitarinnar ■ Hljómsveitin Mezzoforte hefur stofnað fyrirtæki ásamt Steinari Berg ísleifssyni. Fyrir- tækið ber nafnið Mezzomúsík, og tilgangur þess er að hafa umsjón með rekstri hljómsveit- arinnar hér á landi. Rekstur hljómsveitarinnar er meðal ann- ars fólginn í því að innheimta tekjur hljómsvéitarinnar, skipu- leggja tónleikahald, sjá um kaup og sölu á hljóðfærum og ýmislegt annað sem tengist starfsemi hljómsveitarinnar. Jónatan Garðarsson, einn af starfsmö.nnum hljómplötuút- gáfunnar Steinars hf., sagði í samtali við NT í gær að fyrirtæk- ið væri fyrst og fremst til hag- ræðingar fyrir hljómsveitar- meðlimina. „Þetta er ekkert einsdæmi. Flestallar hljómsveit- ir úti í heimi eru með fyrirtæki í kringum eigið apparat. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta er gert á íslandi. Þursarnir, Stuðmenn og fleiri hljómsveitir hafa stofnað fyrirtæki í þessum sama tiigangi." Er þetta hagstæðara skatta- lega séð fyrir aðstandendur og hljómsveitarmeðlimi? „Nei, það breytir í sjálfu sér engu hvort þeir telja fram í einu lagi, eða hver í sínu lagi. Þetta fyrirtæki er ekki skattalegs eðlis. Þetta er fyrst og fremst til þess að halda pappírsflóðinu á einum stað, og tryggja góða yfirsýn yfir það," sagði Jónatan að lokum. lönd. í greininni er haft eftir ónafngreindum forustumanni samtakanna að meirihluti ís- lendinga sé samþykkur veru ís- lands í NATO en kjarnorku- vopn á landinu sé annað mál. Lokaorð greinarinnar á Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Varnarmálanefndar: „Ef við værum spurðir, veit ég ekki til að neinn íslenskur stjórnmála- maður myndi samþykkja að kjarnadjúpsprengjum yrði varpað í sjóinn." ■ Lokið er gerð kjara- samnings starfsmanna ís- lenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga. Samn- ingurinn gildir til eins árs frá 1. mars s.l. og gerir ráð fyrir almennum grunnkaups-. breytingum á samningstím- anum. Þá er gildandi bónus- kerfi lagað að aukinni fram- leiðslugetu verksmiðjunnar og er gert ráð fyrir, miðað við áætlað framleiðslumagn á árinu 1985, að ávinnings- hlutfall stafsmana geti hækk- að úr 12-13% að meðaltali á árinu 1984 í rösk 20%. 68 26 24' 22' 20 18' 12 6/ 66- 65 64' 63 þetta kort hafa fiskifræö- ingar Hafrannsóknarstofn- unar sem í febrúarmánuði fóru í leiöangur með Árna Friðriks- syni, merkt inn hitastig sjávar umhverfis landið og ættu glöggir sjómenn nú að geta spáð í afkomuna næstu misseri. Sjávarhiti lofar góðu Lífsskilyrðin á norðurmiðum áfram góð ■ Niðurstöður sjórann- sókna Hafrannsóknarstofn- unar í febrúarmánuði benda almennt til fremur góðra lífs- skilyrða í sjónum umhverfis landið og hefur Orðið breyt- ing til batnaðar frá því sem var í köldu árununi frá 1981 til 1983. í fréttatilkynningu Haf- rannsóknarstofnunar urn þessi mál segir nieðal annars að hlýsjórinn fyrir Vestfjörð- um hafi verið 4-6°C heitur og gætti áhrifa hans úti fyrir Norðurlandi með hitastigi þar um 3-4°C. Seltan fyrir Norðurlandi var 35 0/00. Fyrir Austurlandi var sjávar- hiti 2-3°C og selta 34,8 0/00. Kaldi sjórinn út af Norður- og Norðausturlandi með hitastigi undir 0°C var langt undan en seltan í Austur íslandsstraumi djúpt út af Langasandi var fremur lág. 1 köldu árferði gæti það bent til hafíshættu á vori en það er þó ólíklegt eins og veðurfari háttar. Fyrir Suðurlandi var hita- stigið á loðnuslóð næst landi, um 6°C og á meira- dýpi komst hiti yfir 7°C og selta var 35,15 0/00. Ástand sjávar á norður og austurmiðum var í vetur enn hagstæðara en á sarna tíma í fyrra og munar um 1°C í hitastigi. Þó var hitinn 1984 mikil bót frá svölu árunum 1981 til 1983. Út frá þessu má ætla að ástand sjávar í vor á norðurmiðum geti áfr- am orðið gott og þá lífs- skilyrðin yfirleitt, þótt ekki sé hægt að fullyrða um það fyrir víst, segir í fréttatil- kynningu Hafrannsóknar- stofnunar. Heiðruð fyrir skógræktarstörf ■ Samtök 'sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu veittu ný- lega fimm aðilum viðurkenningu fyrir framlag þeirra til um- hverfismála á þessu svæði. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir áberandi framtak í trjá- og skógrækt. Eftirtaldir voru heiðraðir: ■ Samtök sveitarfélaga á hufuðborgarsvæðinu veittu nokkrum aðilum viðurkenningu fyrir merk framlög í trjárækt á svæðinu. Á myndinni eru f.v. Júlíus Sólnes formaður samtak- anna, Sigurður Þorkelsson, Sonja Heigason, Jón Magnús- son, Hákon Bjarnason, Björn Þorsteinsson og Hallsteinn Sig- urðsson sem gerði verðlauna- styttuna. Björn Þorsteinsson fyrir skóg- rækt vestan Kapelluhrauns, Hákon Bjarnason fyrir skóg- rækt við Hvaleyrarvatn, Jón Magnússon Skuld fyrir trjárækt á Klifsholti, Sigurður Þorkels- son fyrir trjárækt á Garðaholti og Sonj a Helgason fyrir trj árækt við Selvatn. í viðurkenningarskyni fyrir þetta framtak var þeim afhent afsteypa af styttunni Veðrahöll eftir Hallstein Sigurðsson listamann. Þetta er í annað sinn sem ’Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu veita viðurkenn- ingu en hugmyndin er að veita hana árlega. í fyrra var Blá- fjallanefnd heiðruð fyrir skipu- lag og frágang fólkvangsins í Bláfjöllum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.