NT - 18.03.1985, Blaðsíða 14
Mánudagur 18. mars 1985 14
Ijónvarp
Rás2kl. 17.
TheSmiths
áRokkrásinni
■ Þeir Snorri Már Skúlason
og Skúli Helgason eru meö
Rokkrásina sína á sínum
venjulega.staö á Rás 2 í dag kl.
17-18.
Þáttinn í dag hclga þeir fé-
lagar hljómsveitinni The
Smiths, sem nýlega hefur unn-
ið það afrek aö skjótast í einu
stökki upp í efsta sæti breska
vinsældalistans meö plötu sinni
Meat Is Murder, en slíkt
gerist ekki á hvcrjum dcgi og
þykir í frásögur færandi.
Hljómsveitin The Smitlrs
segja þeir félagar vera eina af
þeim albestu í nýbylgjuhópn-
um og njóta mikilla vinsælda
bæði hér á landi og í Brctlandi.
Hún varð strax fræg sncmma í
fyrra, þegar hún gaf fyrstu
plötu sína út, en auk þessara
tveggja stóru platna hefur hún
gefiö út safnplötu og nokkrar
litlar plötur.
Allur tími Rokkrásarinnar í
dagfer í að kynna þessa þckktu
og vinsælu hljómsveit og plötur
hennar og segja þeir félagar í
því sambandi: „Viö ætlum að
gefa okkur góðan tíma til ífö
kynna hljómsveitina ofan í
kjölinn.“
■ Hljómsveitin The Smiths. Söngvarinn er ástríðufullur andstæðingur kjötáts og dýraverndunar-
sinni. Þar af er komiö nafnið á nýju plötunni, Meat Is Murder.
Sjónvarp kl. 20.40:
Góðar líkur á að Victoria
losni við Travis - en....
Þau hafa marga hildina háð Victoria Jones (Hannah Gordon)
og Travis Kent (Richard Briers).
■ í sjónvarpi íkvöld kl. 20.40
fáum viö enn að fylgjast meö
árangurslausum tilraunum
Victoriu Jones til að losna viö
leigjandann sinn Travis Kent.
Það er reyndar meö ólíkindum
hvaö eins annars duglegri og
sjálfbjarga konu gengur illa að
koma ónytjungnum, iöjuleys-
ingjanum og á allan máta óþol-
andi manninum Travis Kent út
úr húsi sínu, manni sem átti
aðeins að rctta við fjárhag
hennar, en virðist markvisst
gera þveröfugt. Þátturinn í
kvöld heitir Hún á at'mæli í
dag.
Oft nrissir Victoria þó þolin-
mæðina og þaö gerir hún ein-
mitt í kvöld. Henni tekst loks
að reka Travis á dyr úr húsi
sínu og jafnvel úr garðskúrn-
um. þar sem hann hefur leitað
hælis. Loks er komið að því að
Travis verður að játa sig sigr-
aðan og á nú ekki annarra
kosta völ en að leita á náðir'
fyrrverandi eiginkonu sinnar,
Genevieve, um tíma a.m.k.
Þýöandi myndaflokksins
Farðu nú sæll er Helgi Skúli
Kjartansson og eru textarnir
sem birtast á skjánunr oft það
skemmtilegasta sem þargerist.
Utvar
Galdrar og
galdra-
menn
- endurtekið frá
sunnudagskvöldi
■ Nú fer að síga á seinni
hlutann í „galdraþáttum" Har-
alds I. Hraldssonar, en kl.
11.30 í dag (RÚVAK) er
endurtekinn þáttur frá kvöld-
inu áður unr galdra og galdra-
nrenn. Þetta er 9. þáttur, en
alls eru þeir ]().
Nú talar Haraldur unr 5
einstaklinga, sem áttu mis-
jöfnu láni að fagna: Þorleif
Kortsson, Magnús Magnússon
sýslumann, sr. Jón Magnússon
þumal, sem að eigin sögn var
ofsóttur af galdrakindunr, og
einnig um Jón eldra og Jón
yngraogþrennumál þeirra.
Haraldur segist styðjast við
greinargóða frásögn Sigur-
laugs Brynlcifssonar í bók hans
„Galdrar og brennudómar".
Þar lýsir hann m.a. Þorleifi
Kortssyni, Fólinu úr Islands-
sögunni, á nrjög svo mannleg-
an hátt.
Sjónvarp kl. 21.45:
Ghanísk-þýsk sjónvarpsmynd:
Þaðererfittaðfá
til að hreyfast
■ Haraldur I. Haraldsson
sínum. F.n þá kemur babb í
bátinn. Abena óhlýðnast föður
sínum, enda er hún ástfangin
af Bob. ungum manni sem
vinnur við að tappa safa af
pálmatrjám til víngerðar.
Addey snýr aftur til Accra en
er nú orðinn þungt hugsi yfir
þeim nrikla mun sem er á því
lífi sem lrann hefur vanist í
Kukurantumi og lífsgæða-
kapphlaupinu í Accra.
Leikstjóri myndarinnar
King Ampaw er GÍranabúi að
uppruna. Hann stundaði nám
í kvikmyndagerð í Þýskalandi
og Austurríki, en hefur verið
framkvæmdastjóri ríkisút-
varpsins í Ghana síðan 1976.
Þýðandi nryndarinnar er Jó-
hanna Þráinsdóttir.
■ Leiðin til Accra (Kukur-
antunri) heitir ghanísk-þýsk
sjónvarpsmynd, senr er á
dagskrá sjónvarps í kvöld kl.
21.45.
Kukurantumi er þorp í
Glrana. Á máli innfæddra þýð-
ir nafnið „staðurinn, þar senr
er erfitt að fá nokkuð til að
hreyfast". Vörubílstjórinn
Addey á heinra þar ásamt fjöl-
skyldu sinni. Á Irverjum degi
keyrir hann sem leið liggur til
höfuöbórgarinnar Accra, 100
knr vegalengd, og aftur til
baka, þó að bíllinn lrans sé
eiginlega löngu orðinn hauga-
matur. Á pallinum eru tré-
bekkir, ætlaðir farþegum.
Addey líst svo á að auðveld-
ara sé að koma hlutunum á
hreyfingu í Accra en í Kukur-
antunri, svo að þegar hann
verður fyrir því óláni að missa
atvinnuna eftir að hafa lent í
slysi, sem hann átti þó enga
sök á, ákveður hann að flytjast
til Accra til að konra undir sig
fótunum. Hann ætlar seinna
að sækja konu sína Sewa og
dótturina Abena, sem er að
verða fullvaxta. Til Kukuran-
tumi snýr hann svo til að gifta
dóttur sfna lánardrottni
■ Lífið í Accra og Kukurantumi er gjörólíkt.
Mánudagur
18. mars
07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson,
Egilsstöðum, flytur (a.v.d.v.) Á
virkum degi. Stefán Jökulsson,
Maria Maríusdóttir og Hildur Eir-
íksdóttir.
7.25 Leikfimi. Jónína Bene-
diktsdóttir (a.v.d.v.)
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-.
fregnir. Morgunorð - Gunnar J.
Gunnarsson talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:'
„Agnarögn" eftir Pál H. Jónsson
Flytjendur: Páll H. Jónsson, Heimir
Pálsson og Hildur Heimisdóttir (9).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir
9.45 Búnaðarþáttur Pétur Hjálms-
son ræðir um frostmerkingar
hrossa og nautgripa.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 Forustugr. landsmálabl. (útdr.).
Tónleikar
11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá
liðnum árum. Umsjón: Hermann
Ragnar Stefánsson
11.30 Galdrar og galdramenn
Endurtekinn þáttur Haralds I. Har-
aldssonar frá kvöldinu áður.
(RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Sólveig
Pálsdóttir.
13.30 Þýskir popp-listamenn syngja
og leika.
14.00 „Blessuð skepnan“ eftir
James Herriot Bryndis Víglunds-
dóttir les þýðingu sína (28)
14.30 Miðdegistónleikar
14.45 Popphólfið Sigurður Kristins-
son (RÚVAK)
15.30 Tilkynningar. Tónleikar
16.00 Fréttir, Dagskrá. 16.15. Veður-
fregnir.
16.20 Siðdegistónleikar: Pianó-
tónlist
17.10 Síðdegisútvarp Sigrún
Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego
og Einar Kristjánsson. 18.00
Snerting Umsjón: Gísli og Arnþór
Helgasynir. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar
19.35 Daglegt mál. Valdimar Gunn-
arsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn Páll
Theodórsson eðlisfræðingur talar
20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn
J. Vilhjálmsson kynnir
20.40 Kvöldvaka a. Spjall um þjóð-
fræði Dr Jón Hnefill Aðalsteinsson
tekur saman og flytur. b. Úr sögu
Þvottalauganna Hulda Péturs-
dóttir les eigin samantekt. c.
Karlagrobb Sveinbjörn Beinteins-
son kveður visur eftir Valdimar
Benónýsson. Umsjón: Helga Ág-
ústsdóttir
21.30 Útvarpssagan: „Folda“ eftir
Thor Vilhjálm'sson Höfundur les
(4)
22.00 Lestur Passíusálma (37) Les-
ari: Halldór Laxness. Kristinn
Hallsson syngur upphafsvers
hvers sálms við gömul passíu-
sálmalög.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 ( sannleika sagt Innan rimla
og utan. Umsjón: Önundur
Björnsson og Elínborg Björns-
dóttir.
23.15 Islensk tönlist
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Mánudagur
18. mars
10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn-
andi: Gunnlaugur Helgason
14:00-15:00 Út um hvippinn og
hvappinn. Stjórnandi: Inger Anna
Aikman.
15:00-16:00 Sögur af sviðinu Stjórn-
andi: Sigurður Þór Salvarsson
16:00-17:00 Nálaraugað. Reggítón-
list, Stjórnandi: Jónatan Garöars-
son.
17:00-18:00 Rokkrásin Kynning á
þekktri hljómsveit eöa tónlistar-
manni. Stjórnendur: Snorri Már
Skúlason og Skúli Helgason.
Mánudagur
18. mars
19.25 Aftanstund Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni: Tommi
og Jenni, Dæmisögur, Súsi og
Tumi og Sögur frá Kirjálalandi.
(Nordvision-Finnska sjónvarpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Farðu nú sæll. 4. Hún á af-
mæli í dag. Breskur gaman-
myndaflokkur í sjö þáttum. Aðal-
hlutverk: Richard Briers og Hann-
ah Gordon. Þýðandi Helgi Skúli
Kjartansson.
21.10 (þróttir. Umsjónarmaður Ing-
ólfur Hannesson.
21.45 Leiðin til Accra (Kukurant-
umi) Ghanísk-þýsk sjónvarps-
mynd. Leikstjóri King Ampaw.
Leikendur: Evans Oma Hunter,
Amy Appiah, David Dontoh, Doro-
thy Ankomah og George Wilson.
Addey ekur bílskrjóð sem flytur
farþega og varning milli þorpsins
Kukurantumi í Ghana og höfuð-
borgarinnar Accra. Ohapp veldur
þvi að hann verður að leita sér að
nýrri atvinnu og semja sig að
nýjum siðum í borginni. Þýðandi
Jóhanna Þráinsdóttir.
23.10 Fréttir i dagskrarlok.