NT - 18.03.1985, Blaðsíða 11

NT - 18.03.1985, Blaðsíða 11
 rn í? Mánudagur 18. mars 1985 11 Lu U IX/lyndlist Leikhúsferð til Akureyrar felur í sér flug og gistingu í tvær nætur á hóteli, aðgöngumiða á söngleikinn Edith Piaf og glæsilegan kvöldverð í Sjallanum, Smiðjunni eða Laxdalshúsi. Farþegum í leikhúsferð Flugleiða er auk þess boðið á dansleik í Sjallanum víðfræga. Þá geta þeir sem óska fengið ódýran bílaleigubíl og ekið um bæinn og nágrenni hans. LEITIÐ FREKARI UPPLYSINGA A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIÐA, HJÁ UMBOÐSMÖNNUM OG FERÐA- SKRIFSTOFUM. FLUGLEIÐIR Gandreið í glergarði ■ Ef þú sérð málverk, eða Ijósmyndir af málverkum, þar sem allt og allir eru á hvolfi er mjög líklegt að þú sért að skoða verk eftir Georg Baselitz. Ja, nema þú hafir verið að skoða íslensku dagblöðin nýlega. Á forsíðu lesbókar Moggans 9. mars var Ijósmynd af málverki eftir Jóhönnu Bogadóttur. Myndin var á hvolfi. Eftir þessu að dæma mætti álykta sem svo að Jóhanna sé undir sterkum áhrifum Baselitz. En svo er þó ekki. Allir hestar á myndum Jóhönnu á sýningunni snúa fótunum niður. Sýningargestir verða að ganga um sýninguna á höndum ef þeir ætla að sjá myndirnar eins og þær birtast í blöðunum. Flestar myndir Jóhönnu ciga það sameig- inlegt að á þeim er eins konar bygging; turn, kofi eða glerhús. Þessar byggingar eru reistar á hinum ýmsu byggingarlóðum, þær sem ekki svífa í lausu lofti. í húsunum og utanvið þau er oft eldur, Ijós eða fjúkandi klæði. Á þráðum frá húsinu eru svo oft fiskar, þvottur og fleira. Þá eru einnig hestar tíðum á fleygiferð út úr húsunum. Þetta getur virst efni í þrjár fjórar myndir en ekki mikið fleiri. Einmitt hin skemmtilegu blanda af einhæfni og fjölbreytni er það sem gerir myndir Jóhönnu athyglisverðar. And- rúmsloftið í hverri mynd er breytilegt. Olíumálverkin eru kjarni sýningarinnar. Auðvitað eru þau misjöfn, en þau bestu eru frábær. Dæmi? Já „Gandreið" (1) og „Úr djúpinu" (10) eru kraftmiklar og fullar lífsorku. Það er einhver sprengikraftur í hestinum sem þeysir út úr kofanum. í „Fjúk" (8) er skammdegisstemmning og húsið kúrir sig í dimmu landslagi. Næsta mynd við er „Bráðum kemur betri tíð" og í henni er magískt vornæturstemmning. Skýin daðra léltilega við kofann, líða svo framhjá og spegla sig í lygnu vatni. Þessar fjórar myndir gera Jóhönnu í mínum augum að ejnni af okkar bestu myndlistakonum. Svo undarlegf sem það kann að hljóma þá er visst tómarúm í okkar myndlist. Þær konur sem ættu nú að vera elsta núlifandi kynslóð myndlista- kvenna, NínaTryggvadóttir, Gerður Helga- dóttir, já eða Ragnheiður Jónsdóttir Rearn, þær dóu langt fyrir aldur fram og skildu eftir sig ákveðan eyðu í listasögunni. Á vissan hátt axlar Jóhanna, og nokkrar aðrar. þær byrðar sem fylgja þessari eyðu. í innri salnum eru litógrafíur og teikning- ar. „Jarðmynd" er litógrafía sem er dæmi- gerð fyrir grafíkmyndir Jóhönnu. Mynd- byggingin er einföld, turninn stendur á fótum sem eru svo oddhvassir að þeir minna í bland á hnífa eða sagir.Úr turninum þyrlast tau á snúrum, eða gaddavír, og fiskar á línu. í öðrum myndum eru rósir á þráðunum. Þær stingajú eins og hver annar gaddavír. Þetta er myndmál þar sem ekkert er örugglega það sem það virðist. Sem betur fer því áhorfandinn hefur þá nægilegt rýnti til að lesa sjálfan sig inn í verkin. Eða eins og Tarkovskí sagði í Háskólabíói í gærkvöldi „Sá sem nýtur listaverks þarf líka að vera skapandi". Það er kolómögulegt fyrir flesta myndlist- armenn að hugsa í grafík og alls ekki litógrafíu. Hugmyndir sem fæðast þurfa að komast fljótt í eitthvað áþreifanlegt form. Það tekur óumdeilanlega langan tíma að vinna þrjár fjórar plötur og þrykkja þær. Jóhanna notar þá aðferð við að fanga þær hugmyndir sem fljóta framhjá að mála þær með mikið útþynntum akríllitum, eða teikna með krít og pastel. Aðrir listamenn nota til .þessa til dæmis kol á pappír, útþynnta olíuliti á olíuborinn pappír eða vatnsliti á vatnslitapappír. Það er mjög mikilvægt að finna aðferð sem hentar, því þessi hugmyndaveiði er grunnur þröska flestra myndlistarmanna. Hitt er svo annað mál hvað gildi slíkar myndar hafa fyrir aðra en myndlistarmanninn/konuna sjálfa. Það er útfærsla þessara hugmynda sem mér finnst miklu betri hjá Jóhönnu en sjálfar teikningarnar. Og þó finnst mér gaman að skoða teikningarnar. Sv.ona á sama hátt og mér finnst gaman að reyna að lesa hugsanir fólks. Teikningin „Á glerfótum II" er bæði frískleg og falleg við fyrstu sýn, en mér finnst hún of hrá við nánari kynni. „Úr glergarðinum" er teikning sem minn- ir mig í stemmningu á Dimmalimm myndir Muggs. Ég hef á tilfinningunni að staða Muggs í íslenskri myndlist sé ekki ólík stöðu Charles Demuth í bandarískri myndlist. Lúmskulega mikil áhrif á fjöldann allan af myndlistarmönnum! í þessari glergarðs- mynd er húsið frekar kona en hús. Eins og balletdansmær sem er 30 kílóurn of þung fyrir svið New York City Ballet. í grænum sokkabuxum og það sem í öðrurn myndum er eldur í liúsi, er í þessari mynd pils guls tjullkjós. Á vatninu eru tveir svanir. Er Dimmalimm komin í flóknari vanda en hjá Muggi? Er þetta Dimmalimm frá sjónarhóli konu? Sefið sem er umhverfis vatnið er úr brotnu gleri. Þetta er ef til vill samtíma- útgáfa á Svanavatninu. Svala Sigurleifsdóttir. HELGAR REISUR

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.