NT - 18.03.1985, Blaðsíða 7

NT - 18.03.1985, Blaðsíða 7
hún er í dag. Það er hins vegar vafalaust að sú linnulausa gagnrýni sem haldið hefur ver- ið uppi í gegnum árin gegn starfsemi samvinnuhreyfingar- innar dregur úr baráttuþreki starfsmanna sérstaklega og því er mjög mikilvægt að hamra sífellt á því jákvæða í starfsem- inni og láta ekki skekkja þá ímynd sem hún byggir á. „Það er framtíðarverkefni í samvinnuhreyfingunni að fá sem hæfasta menn til starfa og að hreyfingin geti laðað slíka menn til sín sem best starfsfólk. Þetta þýðir að sam- vinnuhreyfingin þarf að vera reiðubúin að greiða góðu fólki gott kaup." Þessi orð Erlendar Einarssonar sýna að mínum dómi skilning á gildi góðra starfsmanna og ég vil trúa því að sá tími komi að verkalýðs- hreyfingin og samvinnuhreyf- ingin geti starfað sem tvær systur eins og Hannibal Valdi- marsson orðaði það eitt sinn og gott kaup verði tryggt með samvinnu og samstarfi. 4) „Kosning forstjóra SÍS. Nú tíðkast sú aðferð að fáeinir menn koma saman á aldar- fjóröungsfresti og velja forstjórann. Forstjóri verði valinn í kósningu á 5 ára fresti þar sem allir sam- vinnumenn hafi atkvæðis- rétt.“ ÓRG skal upplýstur um að engin regla „tíðkast" um starfstímabil forstjóra. Aðeins einn af forstjórum Sambands- ins frá upphafi hefur setið meira en aldarfjórðung í starfi þ.e. Erlendur Einarsson. Nefna má að fyrirrennari hans sat t.d. 8 ár og það hefði Ólafur átt að vita. Löng seta manns í starfi þarf ekki að vera af hinu slæma og hygg ég að flestir telji núver- andi forstjóra hafa skilað góðu starfi og geri enn. Það er einnig svo að maður sem á hverju ári þarf að gefa skýrslu um störf sín á fundi með fulltrú- um samvinnumanna hvaðan- æva af landinu og þola verk sín dæmd af fólki sem grannt fylgist með þróun mála að ef hann ekki skilar því starfi sem við hæfi er þá myndi hvorki stjórn Sambandins né aðal- fundur vilja fela honum starfann. Að kjósa forstjóra almennri kosningu á 5 ára fresti er því í raun afturför frá því sem nú er þegar verk hans eru dæmd árlega. Ég tel einnig varhuga- koma nálægt samningum aðila vinnumarkaðarins. Það má segja, að þessi leið hafi heppnast prýðilega í samningunum í febrúar í fyrra, en þá er afrekaskráin tæmd. Verkföllin s.l. haust eru gott dæmi um afleiðingar afskipta- leysis og samningar sjómanna vert að færa kjör á þcssum oddvita samvinnumanna niður á það „kosningabaráttuplan" og það fjölmiðlafár sem við þekkjum úr heimi stjórnmála- manna. Það er ákaflega auð- velt að láta ímynd fyrirtækis líta vel út á yfirborðinu og hætta er á slíku þegar leggja á málin upp fyrir þeim sem ekki fylgjast með þróun mála og skortir jafnvel þekkingu sem nauðsynleg er. Við höfum dæmi um sýningu af þessu tagi. Undanfarin ár hefur virst svo sem aðeins eitt skipafélag væri í siglingum til og frá land- inu, svo áberandi hafa forstjór- ar þess verið í fjölmiðlum. Allt í einu kemur svo í Ijós að skip sigla á sjónum en ekki í fjöl- miðlum og fyrirtækið er fjár- þrota. Ég skil mæta vel að ÓRG vilji innleiða reglur um kosningaslag á 5 ára fresti, hann ætlar trúlega í framboð. Ég mæli með stjórnmálaheim- inum sem vettvangi fyrir slíkt en samvinnuhreyfingin verði laus undan slíku enda hefur það gefist vel til þessa. 5) „1 stað þess að láta stjóra- hjörðina fara með vald hreyfingarinnar á aðalfund- um dóttur- og hliðarfyrir- tækja verði kjörið fulltrúa- ráð skipað félagsmönnum hreyfingarinnar. Þessi full- trúaráð fari með umboð hreyfingarinnar." Um leið og ÓRG agnúast út í fulltrúalýðræðið og þrepa- skiptingu þess leggur hann til að kosið verði fulltrúaráð, væntanlega á aðalfundum kaupfélaganna, eða þá Sam- bandsins, sem á svo væntan- lega að velja fulltrúa úr sínum liópi til setu í stjórnum hinna nú nýlega eru aftur gott dæmi um „hæfileg" afskipti stjórn- valda. Á fundinum í gær og í nýlegu viðtali í NT, hefur forsætisráð- herra einmitt lagt mikla áherslu á þessa samráðsleið, þ.e. að hafa samráð við laun- þegasamtökin í tíma en ekki ýmsu fyrirtækja. Ég fæ ekki séð að þetta auki rétt hins almenna félagsmanns og skil reyndar ekki þá kröfu sem ÓRG setur einnig fram að mönnum í ákv. störfum innan samv.hreyfingarinnar verði bönnuð stjórnarseta í fyrir- tækjum á liennar vegum. Væri það t.d. skynsamlegt að banna forstjóra Sambandsins setu í stjórn fyrirtækis sem Iceland Seafood sem starfar í öðru landi og skiptir gífurlegu máli fyrir gang hreyfingarinnar. Halda menn að nauðsynleg þekking til að glíma á erfiðasta markaðssvæði heims sé eitt- hvað sem hægt sé að tileinka sér á skammri stundu, eða halda menn að það geti engu skipt varðandi innra samræmi í starfi stórs fyrirtækis að einn maður sitji í stjórn eins eða fleiri undirfyrirtækja. Vald- dreifingu á að viðhafa en það verður að gæta þess að með reglu sem þeirri sem hér er lagt til er dregið úr virkni þess skipulags sem stjórnað er eftir. Margt má betur fara Nú er það ekki svo að ég telji ekki margt mega betur fara í starfi samvinnuhreyfing- arinnar en það eru engin ný tíðindi. Það væri óeðlilegt ef ekki á hverjum tíma væri ýmis- legt í slíkri fjöldahreyfingu sem færa þyrfti til betri vegar. Ég er þess þó fullviss að við fáum engu breytt til betri vegar með því að ráðast að störfum og framlagi þeirra manna sem við höfum kosið til að fara með stjórn hreyfingarinnar. Umhverfið er síbreytilegt og það er nauðsynlegt að mark- ótíma. M.ö.o. er óþarfi að ríkisstjórnin ráði mestu í samningum, en hins vegar er nauðsynlegt að samráð sé haft milli launþega, vinnuveitenda og stjórnvalda. Með þessu samráði stendur og fellur vinnufriður á Islandi. I þessari baráttu hljótum við að styðja aðssetja starfsemi samvinnu- hreyfingarinnar í dag á annan hátt en var fyrir 10 árum. Ég vænti þess að í kjölfar skipu- lagsbreytinga á starfsemi Sam- band ísl. samvinnufélaga mun- um við sjá nýjar og markvissar aðgerðir varðandi þessa þætti. Við skulum rækta þá ímynd sem við viljum viðhalda meðal starfsmanna og félagsmanna. Það hefur komið í Ijós í Bandaríkjunum að þau fyrir- tæki sem hafa verið f fremstu röð mjög lengi eiga eitt sameig- inlegt. Þau byggja öll á ákv. gildismati og hefð sem upphaf- lega var sköpuð af frumherjum fyrirtækjanna. Stjórnendur þessara fyrirtækja halda svo þessu gildismati mjög á lofti, gagnvart starfsmönnum, gagn- vart almenningi. Þetta er gert með svo litlu atriði sem því t.d. að viðhalda og segja frá skemmtilegum og jákvæðum sögum af brautryðjendunum, bæði mistökum þeirra og snilldarverkum. Þetta örvar starfsmenn og eflir þá ímynd sem æskileg er talin. - Ég er þess fullviss að í náinni framtíð mun takast að virkja sem aldrei fyrr þann kraft sem er í sam- vinnuhreyfingunni. Ég held að til þess þurfi ekki skipulags- breytingar í þá veru sem ÓRG leggur til, heldur aðlögun og vissa nýbreytni. Ég hygg þó og þrátt fyrir allt skipti það nú mestu fyrir sam- vinnuhreyfinguna að verjast af fullri hörku sífelldum áróðri sem beint er gegn starfsemi hennar á öllum sviðum. Það mun hafa afdrifaríkar af- leiðingar ef sá áróður nær að festa rætur meðal samvinnu- manna sjálfra. „Nútíminn er stór í sniði og á þeim sviðum þar sem sam- vinnufélög starfa teflir heildin við einstaklingana örlagaríkt tafl og eru mikil verðmæti í húfi. Þess vegna er allri áróðurstækni nútímans beitt gegn samvinnufélögunum heiðarlegri og óheiðarlegri. Gegn slíkum gerningum eiga samvinnumenn ekki annars' kost en tygja sig sem best þeir mega til sóknar og varnar. Vanmat á þessum þætti barátt- unnar getur nú á dögum ráðið úrslitum.“ Þessi orð Benedikts Gröndal, þó tveggja áratuga séu, eru enn í fullu gildi og minna okkur á að aldrei er komið að lokapunkti eða í örugga höfn í starfi fyrir sam- vinnuhreyfinguna. forsætisráðherra af öllum mætti. Framtíð flokksins Á fundinum í gær kom fram áhyggjutónn í mörgum út af framtíð Framsóknarflokksins. Eftir vinnudeilurnar í haust „hljóp fylgi flokksins í felur og hefur verið þar síðan,“ eins og einn fundarmanna Ólafur A. Jónsson orðaði það. Eysteinn Jónsson var þó ibjartsýnni. Meðan það veður allt í „furðufólki" í flokknum vinstra megin jafnt sem hægra megin við Framsóknarflokk- inn, þarf ekki að kvíða fram- tíðinni. Það þarf einungis að koma stefnu flokksins á fram- færi. Það virðist einmitt vera ein helsta afleiðing þessarar líf- legu og opnu umræðu í Fram- sóknarflokknum að undan- förnu, að hún hefur komið mörgurn mikilvægum stefnu- málum hans á framfæri við almenning. Þar ræður mestu að umræðan hefur verið fyrst og fremst málefnaleg og hún hefur ekki einskorðast við ein- litan hóp jábræðra. Meðan slík umræða er í gangi hjá stjórnmálaflokki, þarf sá flokkur ekki að kvíða framtíðinni. Magnús Ólafsson ■ Tveir gamalreyndir á fundinum í gær; Þórarinn Þórarinsson og Eysteinn Jónsson. Þeir tóku báðir til máls á fundinum og skipuðu sér í raðir þeirra sem gagnrýndu stefnu ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum. NT-mvnd: Ari Málsvari frjálslyndls, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútiminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstolur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 . og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. r Merk grein Björns á Löngumýri ■ Björn Pálsson frá Löngumýri ritar merka grein í Morgunblaðið síðasta föstudag þar sern hann rekur þróun efnahagsmála síðustu áratugi og gagnrýnir það vald sem Seðlabankanum hefur verið veitt í vaxtamálum. í grein sinni segir Björn: „Eldri menn, sem muna þá tíma að lítið var um vegi og símalínur, vita, að þeir sem villtust af réttri leið, áttu erfitt með að átta sig og hætti til að villast aftur. Ljóst er að alþingismennirnir bera ábyrgð á stjórn efnahagsmála gagnvart kjósendum. Peir hafa falið Seðlabankanum að fara með þessi mál að verulegu leyti. Tvisvar hafa fulltrúar þjóðarinnar áður afsalað sér hluta af því valdi, sem þeir höfðu. Það var 1262 á Þingvöllum og 1662 í Kópavogi. Fáir munu álíta, að það valdaafsal hafi orðið til hagsbóta fyrir þjóðina. Seðlabankinn og að einhverju leyti ráðherr- arnir hafa stjórnað gengis- og vaxtamálum í 24 ár. Þingmenn hafa litlu ráðið, í mesta lagi fengið aðgerðum frestað. Pessir aðilar virðast eigi hafa komið auga á aðrar leiðir til úrlausnar fjárhagslegum vandamálum en lækka gengi og hækka vexti. Sé gengið óbreytt getur 1-2% vaxtahækkun dregið úr eftirspurn eftir lánsfé án þess að verðbóiga aukist og það vita hagfræðingar að sjálfsögðu. Séu vextir hins vegar 20-40% að ekki sé minnst á 70-100% eru vextir enn meiri verðbólguvaldur en gengislækkun því að þeir dreifast á lengri tíma. Það eru verðtryggðu, vextirnir, sem eru nú að sliga alla þá aðila, sem skulda. Þetta gengur tölfræðingum bankanna illa að skilja. Alþingismenn okkar ættu að leggja þá spurningu fyrir sjálfa sig, hvort gengis- og vaxtamálum hefði verið stjórnað af meiri óvisku, ef Alþingi hefði tekið ákvörðun um þau mál. Ég held það hefði tæpast verið hægt, ef miðað er við síðastliðin 10 ár. Á Alþingi eru málin rædd og skoðuð frá ýmsum hliðum. Þjóðin fylgist þá með hlutun- um, en stendur eigi varnarlaus gegn ákvörðun fárra manna. Að sjálfsögðu yrði leitað álits banka og fulltrúa launþega og atvinnurekenda. Það er einnig jákvætt, að það tekur lengri tíma að koma vafasömum ákvörðunum í gegnum þingið en bankaráð Seðlabankans. Ég álít því að þingmenn ættu að breyta lögum um Seðlabankann. Hætta að nota bankastjórana fyrir syndahafra og taka sjálfir ákvarðanir um þau mál, sem þjóðin hefur falið þeim og þeir bera siðferðilega og stjórnskipulega ábyrgð á. Ég veit, að þeir, sem farið hafa villir vegar eiga erfitt með að átta sig. Ég hefi því litla trú á því að þeir sem þróað hafa ráðandi stefnu í peningamálum hjá okkur undanfarin ár breyti þeirri stefnu allt í einu. Ég efa eigi, að stjórnendur Seðlabankans séu greindir og velviljaðir menn. Hitt dreg ég í efa, að þeir hafi það fjármálalega lyktnæmi, sem fésýslumenn þurfa að hafa.“ Astæða er til að gefa gaum að orðum þessa fyrrverandi alþingismanns Framsóknarflokksins, hins ágæta bónda Björns Pálssonar. Semjum við kennara ■ NT vill enn vekja athygli á yfirlýsingu ríkisstjórnar frá 12. mars þar sem segir m.a. að ríkisstjórnin telji eðlilegt „að tekið verði tillit til þeirra auknu krafna, sem gerðar eru til kennarastarfsins“ og að „leiðréttur verði við röðun í launaflokka sá launamunur, sem er með kennurum og öðrum ríkisstarfsmönnum með sambærilega menntun.“ Þess verður að krefjast að fjármálaráðherra fari að vinna eftir þessari ályktun og gangi til samninga við kennara. Það á engum ráðherra að líðast að fórna menntakerfi þjóðarinnar á altari kennaraandúðar og prófkjörsbaráttu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.