NT - 18.03.1985, Blaðsíða 20
STADAN
1. DEILD: Everton 28 17 6 5 61 32 57 2. DEILD: Man. City 31 18 7 6 51 24 61
Tottenh. 29 17 6 6 55 29 57 Blackburn 31 16 8 7 54 33 56
Man. Utd. 30 15 8 7 55 35 53 Portsm. 31 15 11 5 53 39 56
Arsenal 31 15 6 10 50 37 51 Oxford 29 16 7 6 58 25 55
South.ton 30 14 8 8 40 33 50 Birmingh. 30 17 4 9 41 28 55
Liverpool 29 13 9 7 40 24 48 Leeds 32 14 9 9 52 35 51
Sheff Wed 29 12 11 6 44 30 47 Brighton 31 14 8 9 33 23 50
Nott. For. 29 14 4 11 42 37 46 Fulham 31 15 5 11 54 50 50
Chelsea 30 11 10 9 45 36 43 Grimsby 31 14 6 11 59 49 48
Aston V. 30 10 10 10 41 44 40 Shrewsb. 30 12 9 9 53 44 45
West Bro 30 11 6 13 42 44 39 Huddersf. 30 13 6 11 40 43 45
Norwich 29 10 8 11 36 42 38 Barnsley 29 11 11 7 33 27 44
QPR 31 9 11 11 38 50 38 Oldham 32 11 6 15 35 53 39
Newcastle 30 9 10 11 43 53 37 Wimbled. 29 11 5 13 53 57 38
Leicester 29 10 6 13 48 51 36 Carlisle 31 10 6 15 35 49 36
Sunderl 30 9 7 14 35 41 34 Sheff. Utd. 31 8 11 12 45 50 35
West Ham 27 8 9 10 35 41 33 Charlton 31 9 8 14 40 46 35
Watford 28 7 10 11 49 54 31 Middl.bro. 32 7 8 17 33 47 29
Coventry 29 9 4 16 31 48 31 Crystal P. 28 6 10 12 31 45 28
Luton 27 6 8 13 32 48 26 Wolves 32 6 8 18 30 57 26
Ipswich 26 6 7 13 24 38 25 Cardiff 30 6 5 19 35 62 23
Stoke 29 2 8 19 17 56 14 Notts C. 30 5 6 19 24 56 21
TFrá Heimi Bergssyni fréttamanni NT í Englandi:
ottenham vann geysilega mikilvægan sigur nú um helgina,
er liðið lagði sjálft Liverpool aú velli á Anfield Koad. Ekki var þessi
leikur aðeins mikilvægur vegna þess að liðið krækti sér í þrjú stig
og settist í efsta sætið við hlið Everton sem mátti sætta sig við
jafntefli gegn Aston Villa, heldur var hér lokið 73 ára tapsögu
Tottenham á Anfíeld. Já, 73 ára, því Tottenham hefur ekki sigrað
I.ivcrpool á Anfíeld Road síðan árið sem Titanic sökk, 1912.
Everton hefur þó enn forskot á Tottenham, hefur betra markahlut-
l'all og á leik til góða. Manchcstcr United dróst talsvert aftur úr
með jafnteflinu á föstudagskvöld, sem NT skýrði frá á laugardag,
en heldur þó þriðja sæti. Arsenal skaust upp í það fjórða með
góðum sigri á Leicester, en Southampton datt niður í fímmta sæti
eftir markalaust jafntcfli gegn föllnu liði Stoke City. Liverpool er
í 16. sæti, og vonirnar um að ná toppnum hcldur daprari en áður.
Tottenham
Enska knattspyrnan:
■ Ray Clemence var besti maður vallarins í leik Tottenham gegn Liverpool, og maðurinn á bak við
sigur Tottenham.
igur 18. mars 1985 20
ÚRSUT
1. DEILD:
Arsenal-Leicester ...
Aston Villa-Everton ...
Liverpool-Tottenham ..
Newcastle-Coventry ...
Norwich-Sunderland ...
Nott Forest-West Brom .
QPR-Ipswich..........
Sheff. Wed.-Luton ...
Southampton-Stoke ....
Watford-Chelsea .....
West Ham-Manchester Utd.
2. DEILD:
Blackburn-Birmingham
Brighton-Oxford.......
Fulham-Charlton.......
Grimsby-Portsmouth ...
Leeds-Barnsley .......
Manchester C-Schrewsb.
Middlesbro.-Sheffield Utd . 1-0
Wimbledon-Huddersf. .. frestaö
Wolves-Oldham............ 0-3
3. DEILD:
Bournemouth-Bolton .
Bristol R.-Rotherham .
Cambridge-Orient ...
Doncaster-Hull......
Gillingham-Bristol C .
Lincoln-Burnley......
Plymouth-Derby ...
Reading-Preston ...
4. DEILD:
Blackpool-Scunthorpe ..
Chester-Exeter........
Chesterfield-Halifax
Hereford-Hartlepool ...
Port Vale-Rochdale ....
Stockport-Peterborough
Swindon-Crewe.........
Tranmere-Wrexham ...
Colchester-Darlington .
Sá fyrsti síðan Titanic sökk...
- Tottenham vann Liverpool í fyrsta sinn í 73 ár - Breyting á liði Sheffield Wednesday vegna
Sigurðar Jónssonar - Arsenal í fjórða sætið
Liverpool-Tottenham . . . 0-1
Besti maður leiksins á An-
field á laugardag var Ray Clem-
ence í marki Tottenham, sem
sýndi markvörslu á heimsmæli-
kvarða. Clemence sannaði
þarna að markverðir eru oft
hvað bestir þegar þeir nálgast
fertugsaldurinn, eins og stund-
um liefur verið haldið fram.
Clemence sýndi snilli sína á 39.
rnínútu, er liann varði skalla frá
Steve Nicol á slá, og bjargaði
síðan frá Ian Rush, sem að
sjálfsögðu var nærstaddur.
Sigurmark Tottenham kom á
70. mínútu. Glenn Hoddle
skallaði boltann til félaga síns á
miðjunni, Mike Hazard, sem
hafði komið inn á fyrir John
Chiedozie, sem meiddist. Haz-
ard átti gott skot á mark Liverp-
ool sem Grobbelaar náði ekki að
halda, og Garth Crooks fylgdi
vel á eftir og skoraði sitt 17.
mark á keppnistímabilinu úr
erfiðri aðstöðu. Clemence
bjargaði síðan stórkostlega frá
Phil Neal undir lok leiksins.
Pegar flautað var til loka stigu
leikmenn Tottenham. mikinn
stríðsdans af fögnuði.
Clemence, hetja leiksins,
sagði á eftir: „Þetta var sigur
sem við nauðsynlega þurftum á
að halda, eftir tapleikinn gegn
Manchester United. Og við
hefðum ekki getað valið betur
en að vinna sigur á Liverpool.
Þessi 73 ára saga var orðin alveg
hræðilega niðurdrepandi fyrir
okkur."
Arsenal-Leicester ........2-0
Þrátt fyrir að Charlie Nicho-
las haltraði af velli á60. mínútu,
var þetta öruggt hjá Arsenal.
Steve Williams skoraði sitt
fyrsta mark fyrir félagið, og
Raphael Meade hitt.
Aston Villa-Everton .... 1-1
Everton komst yfir þrémur
mínutum fyrir leikhlé með
marki Kevin Richardson. En
toppliðið varð að sætta sig við
jafntefli eftir að varnarmaður-
inn Allan Evans jafnaði úr víta-
spyrnu 7 mínútum fyrir leikslok.
ShefT.Wed.-Luton.........1-1
Vonir Sheffield Wednesday
um að tryggja sér Evrópusæti
fóru mjög svo dvínandi eftir að
liðið varð að sætta sig við jafn-
tefli gegn Luton á laugardag.
Howard Wilkinson virðist vera
að gera breytingar á leikskipu-
lagi liðsins, og á laugardaginn
lét hann í fyrsta skipti „aðeins"
fjóra menn spila í vörn, og
fjölgaði miðjumönnum þar
með. Var þetta eflaust gert í því
skyni að láta Sigurð Jónsson
setja svip á miðvallarspil liðsins.
Sheffield Wednesday lék nú af
meiri tækni en oftast áður, og
aðeins hægar. Ekki er óliklegt
að liðið sé að ganga í gegnum
ákveðið breytingaskeið, og
veldur því sjálfsagt koma leik-
manna eins og Sigurðar Jóns-
sonar og Simon Stainrod, sem
kom frá QPR.
Sheffield Wednesday tók for-
ystuna í ieiknum með marki
Imre Varadi, eftir góða sam-
vinnu þeirra Lee Chapman og
Gary Shelton, sem settu upp
tækifærið. Varadi var svo aftur
á ferðinni skömmu síðar, með
stangarskot, en eftir það fór
Luton að koma meira inn í
myndina. Wednesday átti í
miklum erfiðleikum með að
vinna á góðri samvinnu Luton-
leikmannanna, sem jöfnuðu í
byrjun seinni hálfleiks. Mick
Harford skoraði, eftir að Brian
Stein hafði þrumað í slá. Sheff-
ield Wednesday var svo heppið
í lok leiksins að fá ekki á sig
mark, er Hodge bjargaði frá-
bærlega frá Stein.
Sigurður Jónsson átti góðan
leik eins og fram kemur í blað-
inu annars staðar, og fékk 7 í
einkunn hjá breska blaðinu
Sunday People. En Brian Mar-
wood þótti þó bestur í liðinu, og
fékk 8 í einkunn. Hjá Luton var
Brian Stein í miklu formi, og
var besti maður vallarins.
Norwich-Sunderland ... 1-3
Sunderland sigraði glæsilega
í viðureign þessara liða sem
koma til með að kljást unt
deildarbikarinn á Wembley
með vorinu. Danny Wallace og
David Hodgson skoruðu fyrir
Sunderland og Greg Downs það
þriðja er hann gerði sjálfsmark.
John Deehan var enn á skot-
skónum í liði Norwich.
Nott.For.-WBA .......... 1-2
Peter Davenport skoraði fyrir
Forest, en fyrir WBA skoruðu
Gary Owen og David Cross.
QPR-Ipswich ............3-0
Gary Bannister, og Wayne
Fereday 2 skoruðu mörk
Drottningargarðsriddaranna,
sem réðu lögum og lofum í
leiknum.
Southampton-Stoke .... 0-0
Lélegur leikur, og kostaði
Soúthampton fjórða sætið.
Stoke er þó enn langefst, og má
bóka það fallið í aðra deild, þó
enn sé langt til loka.
Watford-Chelsea.........1-3
Markahrókar liðanna beggja
voru í sviðsljósinu. Luther Blis-
sett skoraði fyrir Watford, en
Kerry Dixon skoraði eitt marka
Chelsea. Hin skoruðu David
Speedy og McClelland varnar-
maður Watford.
■ Aberdeen tók stórt skref í
áttina að skoska meistaratitlin-
um í knattspyrnu á laugardag,
er liðið sigraði Dundee 4-0 á
útivelli, á meðan aðalkeppni-
nauturinn, Celtic, mátti þola
tap, 0-1, á heimavelli fyrir
Hibernian.
Mark Paul Kane á 22. mínútu
gaf Hibernian sigur, og auknar
vonir um að sleppa við fall úr
skosku úrvalsdeildinni. Celtic
missti þar með stærstan hluta
möguleikanna á að ná Aber-
deen, en átta stig skilja nú liðin
að, en Celtic á tvo leiki inni.
Aberdeen var yfir 2-0 í hálf-
leik eftir að þeir Eric Black og
Önnur deild:
Blackburn vann mikilvægan
sigur á Birmingham í toppbar-
áttu annarrar deildar, 2-1. Bark-
er og Lowey skoruðu mörk
Blackburn, og Mark Rees skor-
aði fyrir Birmingham.
Leeds vann stórglæsilegan og
öruggan sigur á Barnsley, 2-0.
Peter Lorimcr og Scott Sellars
skoruðu.
Oxford er enn í lægð, gerði
afat dapurt jafntefli suður í
Brighton, án marka. Besti mað-
ur vallarins var án nokkurs vafa
gamla kempan Frank Worthing-
ton, sem nú leikur með
Brighton, en hann hefur leikið
með tæplega tuttugu liðum á
um tuttugu ára ferli.
Billy Stark höfðu skorað. Stark
skoraði aftur í upphafi síðari
hálfleiks, og Neale Simpson það
fjórða á 66. mínútu.
Úrslit um helgina:
Celtic-Hibernian ............... 0-1
Dumbarton-Morton...........v<r.... 0-1
Dundee-Aberdeen............, 0-4
Hearts-Dundee................... 0-1
St. Mirren-Rangers ............. 2-1
Staðan:
Aberdeen ..... 29 21 4 4 68 21 46
Celtic........ 27 16 6 5 56 23 38
Dundee United . 28 15 6 7 48 25 36
Rangers....... 29 11 11 7 37 28 33
St. Mirren.... 29 13 4 12 34 43 30
Hearts ....... 28 12 4 12 37 42 28
Dundee ....... 28 10 6 12 37 41 26
Hibernian..... 29 7 5 17 30 48 19
Dumbarton .... 28 6 7 15 28 47 19
Morton........ 29 4 1 24 22 79 9
Fer Rush til Italíu?
Stóru félögin hafa nýliðana sem leppa -
Liverpool vill Davenport
Frá Heimi Bergssyni fréttamanni NT i
Englandi:
■ Liverpool mun að öllum
líkindum bjóðast til að borga
750 þúsund pund fyrir Peter
Davenport, hinn frábæra mið-
herja Nottingham Forest, áður
en leikmannakaupum og söl-
um verður lokað þann 28.
mars. Þetta segir breska blaðið
Mail of Sunday.
Davenport, sem er 24 ára,
er eftirlætisleikmaður fram-
kvæmdastjóra síns, Brian
Clough. Liverpool mun hafa
hugsað sér að hann komi í stað
lan Rush, sem líklega fer til
Ítalíu strax næsta sumar.
Málið er allt saman nokkuð
flókið. Það snýst aðallega um
að þau ítölsku félög, sem koma
upp í fyrstu deild þar í landi í
haust, Pisa og Bari, hafa fengið
leyfi til að kaupa tvo erlenda
leikmenn í því skyni að styrkja
lið sín. Munu stórfélögin, Ju-
ventus og Roma, og jafnvel
Sampdora, hafa áhuga á að
láta nýju félögin kaupa leik-
menn sem síðan þessi stórlið
munu kaupa af þeim. Allt
saman stórsvindl að sjáll-
sögðu, en Liverpool hefur af
þessu áhyggjur.
Liverpool vill því sjálfsagt
vera öruggt með góðan leik-
mann inn í hliðið, ef svo fer að
lan Rush heldur til Ítalíu nú
strax í sumar.
■ Ian Rush fær sjálfsagt ekki
staðist stórsummuna sem
itölsk félög bjóða honum, ef
þau fá að kaupa yfírleitt.
Skoska knattspyrnan:
Aberdeen tók
stórt skref
- í átt að titlinum - vann stórt - Celtic tapaði