NT - 18.03.1985, Blaðsíða 8

NT - 18.03.1985, Blaðsíða 8
r !U Mánudagur 18. mars 1985 L Lesendur hafa ordid „Nú er grafinnsá lýður ■ Þega'r kjaradómur kvað upp úrskurð sinn um laun al- þingismanna, varð éinhverjum að orði: „Nú er best fyrir þingmennina að fara heim, því að nú verður það kjaradómur sem stjórnar landinu það sem eftir er af árinu.“ Sýnt er að þetta stóra stökk skapar gífurlegan óróa og hlýt- ur að stórauka launamismun- inn í landinu, sem er allt of mikill fyrir. Það þýðir ekki að vitna í meiri launamismun í ýmsum öðrum löndum. Við stöndum ekki á þannig menningarstigi, að þeir sem vinna erfið og kannski óvinsæl störf, sætti sig við að lifa við allt önnur og lakari kjör heldur en þeir sem fólki sýnist vinna þægilegri störf og búa við at- vinnuöryggi. „Nú er grafinn sá lýður frá liðinni tíð er sig lagði í duftið og stall- ana hóf“ kvað Einar Benediktsson. Hafi þetta verið sannmæli um síðustu aldamót, er það þá ennþá fremur nú. Það eru þeir sem mest bera úr býtum sem stjórna lífsgæðakapphlaupinu. Enginn er tilbúinn áð beygja sig í duftið. Hugmyndin um ferlaldan eða fimmfaldan launamismun er móðgun við allan almenning í landinu. Háskólamenntað fólk gæti komið með sanngjarnar hug- myndir um tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Þetta þyrfti að gerast áður en fleiri hópar háskólamenntaðra ganga burt með stuttum fyrirvara á miðju starfsári, frá störfum sem þeir hafa ráðið sig til. Hverjir eru það sem skipa kjaradóminn? Hafa þeir legið nægilega lengi undir feldinum? Hefur þeim kannski tekist að höggva á hnútinn, svo að þeirra verði minnst í sögunni líkt og Þorgeirs Ljósvetningagoða? Svo mikið er víst að nú verður erfitt fyrir Alþingi að taka til meðferðar sanngjarna tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Launamismunurinn í land- inu á að vera lítill. Alþingis- mennirnir mega ekki vera ofar en svo sem míðjum Iaunastig- anum. 1 Þeirgetaekkistátaðafneinu sérstöku prófi, til að geta gegnt þessu starfi. Þeirra verkefni er að stjórna landinu þannig að þeir sem lenda fyrir neðan þá í launastiganum, geti komist af með sæmilegu móti. Þeir þurfa að skilja að ef kreppir að í þjóðfélaginu, verður launamismunur að sjálfsögðu að minnka. í mars 1985 Steinar Pálsson ■ Nú verður erfitt fyrir Alþingi að taka til meðferðar sanngjarna tekjuskiptingu í þjóðfélaginu, skrifar Steinar Pálsson. Lesandi Jaínaðarmannahey Hugsum lengra en fram fyrir tærnar Guðmunda hringdi: ■ Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið grein á les- endasíðu NT í gær undir fyrir- sögninni „Alþingismenn eiga að framkvæma vilja meirihlut- ans“. Ég vil alls ekki fá bjórinn inn í landið. Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um börnin og framtíðina. Við megum ekki láta þá ráða sem hugsa bara rétt fram fyrir tærnar á sér. Bjórinn má ekki ná tökum á okkur. Hugs- um t.d. um sjómennina, sem þurfa að mæta um borð á ákveðnum tímum og standa svo við sína vinnu. Ekki er hægt að láta þá vera stanslaust meira eða minna undir áhrifum allan tímann. Ég hef verið með íslending- um erlendis, þar sem bjór er leyfður og mér finnst þeir verða annað fólk, missa sið- ferðiskennd og ábyrgð fyrir sjálfum sér. Ég vil reyndar taka það fram að ég er alls ekki fana- tísk. Ég hef þvert á móti gaman af að skemmta mér og umgang- ast fólk,-en bjórinn vil ég alls ekki inn í landið. Alþingismenneiga að framkvæma vilja meirihlutans , Uki,i .. nililiiiiBjnr«inm 8 Dag h ■ Vísnakvöld verður haldið að Hótel Borg miðvikudaginn 20. mars og hefst kl. 20.30. Eftirfarandi atriði koma fram: Söngflokkurinn Hafið flytur frumsamið efni, þá kemur fram Bræðrabandið, en það hefur nú hafið leik sinn á nýjan leik. Hópur fólks úr Samkór Selfoss mætir á staðinn undir stjórn Helga E. Kristjánsson- ar, en þessi hópur kallar sig „Litla Sam“. Þá mun hin þjóð- lega hljómsveit kvikmynda- versins í Peking flytja nokkur lög, ■ Þann 5. mars síðastliðinn var dregið í happdrætti Bind- indisfélags ökumanna. Vinn- ingsnúmerin voru innsigluð, meðan uppgjör var að berast utan af landi. Nú hafa vinningsnúmerin verið kunngjörð. Þau eru eftirfar- andi: 1. Hljómflutningssamstæða frá Pioneer ... nr. 2834 2. Sharp hljómflutnings- tæki ............. nr.1609 3. Sharp hljómflutnings- tæki ............. nr.2743 4. Sharp hljómflutnings- tæki ............. nr.4656 5. Sharp hljómflutnings- tæki ............nr. 0450 Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Bindindisfélags ökumanna í síma 83533 milli 17.00 og 19.00, þriðjudaga og miðvikudaga. Bindindisfélag ökumanna. Páskaferðir Ferðafélags íslands 1. 4.-8. apríl: Landmanna- laugar - skíðaganga frá Sig- öldu og inn í Laugar. Snjósleð- arflytjafarangur. Gönguferðir jog skíðagönguferðir í nágrenni Lauga.Gist verður í sæluhúsi F.í. í Laugum. í páskavikunni verða húsverðir í Laugum. Ferðamenn, sem hafa hugsað sér að fá gistingu í Laugum hafið samband við skrifstofu F.í. Öldugötu 3, Rvk. 2. 4.-8. apríl: Snæfellsncs - Snæfellsjökull. Gist verður í íbúðarhúsi á Arnarstapa, frá- bær aðstaða. Skoðunarferðir um Nesið og gengið á Snæfells- jökul. 3. 4.-8. apríl: Króksfjörður og nágrenni. Gist á Bæ í Króks- firði í svefnpokaplássi. Gengið á Vaðalfjöll, um Borgarland, út á Reykjanes og víðar. Afar skemmtilegt og forvitnilegt svæði og margt að skoða. 4. 4-8. apríl: Þórsmörk (5 dagar). Gönguferðir um Mörkina. Gist í Skagfjörðs- skála. 5. 6.-8. apríl: Þórsmörk (3 dagar) Allar upplýsingar og far- miðasala á skrifstofu F.í. Meiri umfjöllui um aukabúgre Bóndi hringdi: ■ Þaðgladdi migósegjanlega að heyra um sámstöðu sunn- lenskra bænda sem þeir sýna með stofnun Félags kúabænda, og væntanlega seinna með stofnun félags sauðfjárbænda. Einhvern veginn var þetta sem þeir hafí þannig tekið við af' okkur Norðlendingum sem íorystumenn í réttindamálum bænda. Þá vil ég í leiðinni þakka fyrir ágætt blað ykkar um land- búnaðarmál og Búnaðarþing sem kom út á miðvikudaginn. Umfjöllun um mál okkar bænda eins og þar birtist er til mikils sóma. Sérstaklega vil ég benda ykkur á NT á allar þær aukabú- greinar sem nú ryðja sér til rúms. Umfjöllun og íræðsla um slík máLværi vel þegin öðru hverju og jafnframt gæti verið æskilegt að þið prcntuð- uð verð á t.d. skinnum, an- góru, ull, laxi og öðru sem þessar aukabúgreinar gefa af sér. Þannig gæti maður fylgst með því hversu arðvænlegar- þessar greinar eru. Kveðja, Norðanbóndi Minkarækt er ein af nýju búgreinunum. Hér er verið að flytja finnskar minkalæður til landsins.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.