NT - 18.03.1985, Blaðsíða 6

NT - 18.03.1985, Blaðsíða 6
Ólafur Stefán Sveinsson: Um lýðræði í samvinnuhreyfingunni Ég skil mæta vel að ÓRG vilji innleiða reglur um kosningaslag á 5 ára fresti, hann ætlar trúlega í framboð. Ég mæli með stjórnmálaheiminum sem vettvangi fyrir slíkt en samvinnuhreyfingin verði laus undan slíku enda hefur það gefist vel til þessa. ÓRG skal upplýstur. ■ „Það er jafnan svo að hug- sjónir ber hátt á frumbyggjaár- um og mönnum þykir vegur þeirra oft minnka er margþætt verslunar- og framleiðslustarf- senii hefur risið upp þar sem áður var ekkert slíkt. Enda þótt staðföst sókn í starfi og fjölþættur rekstur stórfyrir- tækja sýni nú á dögum ekki sama eldmóð og áður þá ætla ég samt að óhætt sé að fullyrða að vegur samvinnuhugsjónar- innar hafi aldrei verið meiri hér á landi en nú. Það var draumur frumherj- anna að verk og starf kæmi þar sem áður voru orðin ein og það er gæfa okkar að svo hefur orðið. En samt hvílirsú skylda • á herðum okkar að efla enn til stórra muna þá hugsjón sem er kjarninn og sálin í öllu sam- vinnustarfi.“ Ofangreind orð eru í fullu ' gildi enn í dag en þau voru sögð af fyrrverandi forstjóra Sambandsins, Vilhjálmi Þór, árið 1952. Þessi orð sýna að það hefur alla jafnan verið ofarlega í huga forystumanna samvinnuhreyfingarinnar að finna þær leiðir sem best mættu duga til að efla og viðhalda gildi samvinnuhugsjónarinnar. Grein Ólafs Ragnars Ég rifja upp tilvitnuö orð í tilcfni af grein Ólafs Grímsson- ar í Þjóðviljanum 9. mars s.l. en þar fjallaði hann um lýðræði innan samvinnuhreyfingarinn- ar. Það jaðrar við að lesa megi það úr grein ÓRG að honum þyki miður að nú séu verk þar sem áður voru orð og eru sumar hugmyndir í grein hans slíkar að mér varð viö lestur hennar hugsaði til mannsins sem sagði í ævisögu sinni að sér hefði verið það kærast um ævina „að tala og hugsa - einmitt í þessari röð.“ Það eru einkum 5 atriði i grein ÓRG sem mér finnst vert að fara orðum um og mun ég gera það en láta annað dæma sig sjálft. 1) „Forstjórarnir geta vissu- lega verið stoltir. Þeir hafa skilað stóru verki en hreyf- ingin, fólkið sjálft, er ekki lengur með í för.“ Það ber vott um ótrúlega grunnhyggni að trúa því að kaupfélögin og Sambandið hafi getað þróast og vaxið svo sem raun ber vitni um ef ekki stæðu þar á bak við félagsmenn hreyfingarinnar. Án félags- manna sinna væri samvinnu- hreyfingin ekki neitt en það er vegna þeirra sem hún hefur náð að verða það sem hún er, að verða það afl sem frumherj- ana dreymdi um. Jónas frá Hriflu sagði eitt sinn að félagsmálaþroska manna í hinum ýmsu byggðum mætti ráða af því hversu öflugt samvinnustarf væri á viðkom- andi svæði. Það er nefnilega svo að menn geta staðið þétt um sitt félag þó ekki sé það gert með fyrirgangi og lúðra- blæstri. Það hefur verið skilað stóru vcrki, það er rétt. Samvinnu- hreyfingin hefur lært það af biturri reynslu að hún þarf að vera fjárhagslega sjálfstæð. Það hefur verið gæfa sam- vinnuhreyfingarinnar að hafa frá upphafi haft mikla hæfi- leikamenn í forystu en það er oftrú á forstjórum að ætla að þeir geti skilað því verki sem við horfum á um land allt, ef þeir eru einir í för. 2) „Glati Sambandið (sam- vinnuhreyfingin) einkenn- um jafnréttis, lýðræðis og valdi fólksins þá er Sam- bandið bara venjulegur bisniss og stundum jafnvel heldur slakur.“ Lýðræðislegt form sam- vinnuhreyfingarinnar hefur ekki breyst. Form fulltrúalýð- ræðis er það skipulag sem fjöldahreyfingar almennt hafa talið best tryggja jafnan rétt félagsmanna sinna. Ekkert skipulag hefur hins vegar líf fólgið í sjálfu sér en fyrir þá sem vilja mæta til leiks þá tryggir það form sem við búum við rétt okkar jafnvel og það tryggði rétt fátækra bænda árið 1882 í fyrsta kaupfélagi landsins, KF. Þingeyinga. Það er athyglisvert hversu frumherjar samvinnuhreyfing- arinnar lögðu á það rtka áherslu að atvinnurekstur þeirra væri á traustum fótum byggður. Fljótt komu fram reglur um nauðsyn þess að hafa varasjóð auk þess sem lagt var í stofnsjóð. Þeir vissu sem var að þeirra atvinnustarf- semi var þrátt fyrir mikla sér- stöðu „bara venjulegur bisniss“ og þurfti því að geta mætt óvæntum áföllum og að- gerðum keppinauta. Það er því þröngsýni að ætla að sam- vinnurekstur geti, vegna sér- stöðu sinnar, þrifist fyrir utan öll venjuleg skilyrði og tak- markanir sem atvinnurekstur þarf við að búa. Til lengri tíma litið mun gott félagsmálastarfogfjárhagslega traustur rekstur alltaf fylgjast að. Hvorugt fær án hins þrifist og því ekki rétt að draga dám af öðrum þættinum þótt mönnum þyki sem herða þurfi róðurinn varðandi hinn. ÓRG vill meina að lýðræðis- áhuginn speglist ekki í dag í þéttsetnum samkomuhúsum svo sem var í eina tíð er kaupfélögin héldu fundi sína, jafnvel þurfi nú kaffi og kökur til að fá menn á fundi. Ég get vel trúað því að ÓRG fari á slíka fundi til að fá kaffi og kökur en þar sem ég þekki til þá er víðast kjörsókn á „rúss- neskan mælikvarða" og kaffi- veitingar gamall og góður bændasiður. 3) „Starfsmenn hafi áhrif á ráðningu yfirmanna. Fái starfsmenn umsagnarrétt um ráðningu helstu yfir- manna í fyrirtækjum samvhr. - Starfsmanna- fundir og atkvæðagreiðslur. Starfsmenn í sérhverri fyrirtækjaeiningu samvhr. geti þar greitt atkvæði um áherslur varðandi málefni líðandi stundar.“ Stjórn samvinnufélags ræð- ur því framkvæmdastjóra og framkvstj. og stjórn ráða svo í aðrar stöður. Stjórn og framkvstj. þurfa að bera ábyrgð gagnvart fulltrúum á aðalfundi, standa og falla með því hvort rekstur gengur vel eða illa. Það er því órökrétt að takmarka rétt þeirra til að fara með starfsmannamál frekar en aðra mikilvæga daglega þætti rekstursins. Það er heldur eng- in vissa fyrir því að umsagnar- réttur starfsmanna laði að eða skili betri mönnum í yfir- mannsstöður. Það er liins veg- ar starfsmönnum alltaf opið að mæla með einhverjum ákv. aðila í tiltekið starf og þarf til þess engar formlegar reglur. Ég tel loks að í samvinnufélagi sé ekki við því að búast að sá yfirmaður sem ekki situr í sátt ■ Ólafur Stefán Sveinsson og samlyndi við starfsmenn sína, sitji hvorki lengi í starfi né skili því starfi sem sam- vinnumenn gera kröfu til. Varðandi atkvæðagreiðslur starfsmanna um alm. stefnu- mál þá væri það hreinn tilflutn- ingur á ákvörðunarvaldi frá fulltrúum félagsmanna á aðal- fundi hvers samvinnufélags, þar er árlega mörkuð sú stefna sem fylgja á. Það er hins vegar sjálfsagt og nauðsynlegt að starfsmenn fái fulltrúa í stjórn hvers sam- vinnufélags og hafi þar um- ræðu og tillögurétt. Starfs- menn eru í raun andlit hvers fyrirtækis. Það er því mikil- vækt að þeir skynji þá ímynd og það gildismat sem sam- vinnuhreyfingin byggir á. Til þess að svo sé þarf á hverjum tíma að leita leiða til að viðhalda þeim jákvæða anda sem gert hefur hreyfinguna að því sem Frelsi furðufólksins ■ Það fer ekki milli mála. að þessa daganaá sér stað óveriju opin umræða og líflegt starf meðal framsóknarmanna. Þessi umræða einkennist fyrst og fremst af tvennu. 1 fyrsta lagi af óánægju með þátttök- una í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum og í öðru lagi af hreinskilni og málefna- legri umræðu um þetta ríkis- stjórnarsamstarf. í þessu sambandi er skemmst að minnast harka- legrar ályktunar Sambands ungra framsóknarmanna, þar sem stjórnin er ásökuð um seinagang í málum nýsköpunar á sviði atvinnumála. Stein- grímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, svaraði þessari gagnrýni reyndar þannig, að Frantsóknarflokkurinn hefði þegar lagt mikið til í nýsköp- unarmálum, en hægagangur- inn væri rnikill hjá sjálfstæðis- mönnum. Þá má einnig minnast harð- orðaðrar ályktunar Framsókn- arfélags Reykjavíkur í síðustu viku, þar sem ríkisstjórnin og Seðlabankinn eru gagnrýnd fyrir stefnuna í vaxtamálum. Þriðja dæmið er síðan fund- urinn á Hótel Hofi í gærdag, sem fjallaði um samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, en snerist fljótt upp í deilur um vaxtamál- in sérstaklega. í tíma og ótíma í dag, skul- um við líta aðeins nánar á þennan fund. Hávaxtastefnan gagnrýnd og varin Mikill meirihluti ræðu- manna á fundinum í gær talaði harkalega gegn hávaxtastefn- unni og hinu svokallaða frjáls- ræði, er ríkir nú í vaxtamálum. Rök þessara manna gengu venjulega út á að benda á þá erfiðleika, sem þúsundir hús- næðiseigenda hafa nú lent í af þeim sökum. Þá er bcnt á, að fjölmörg fyrirtæki eru á barmi gjaldþrots, þar sem óeðlilega stór hluti tekna þeirra fer í fjarmagnskostnað. Launakjör- um og atvinnuástandi er þann- ig ógnaö. Þetta eru góð og gild rök, sem NT hefur hamrað á í leiðurum síðustu mánuðina. Við skulum þó líta á mótrök þeirra, sem verja núverandi vaxtastefnu og byggjum vörn- ina upp á ræðu forsætisráð- herra á fundinum í gær. Því má ekki gleyma, sagði Steingrímur, að aðeins lítill hluti lánsfjármagnsins kemur frá bönkunum eða 20-25%. Meirihlutinn kemur að utan eða annars staðar frá, þar sem hið opinbera hefur ekki áhrif. Þctta lánsfjármagn er of lítið til að fara að stýra því með t.d. vaxtastefnu. Segjum svo að vextir þessa hluta verði lækk- aði og spyrjum okkur síðan hvað myndi gerast. Það er ljóst að ásókn í þetta ódýra fjármagn myndi aukast verulega þar sem það væri ódýrara en annað fjármagn. Eftirspurnin væri þannig meiri en framboðið. Hvaða úthlut- unarreglu ætti 'pá að beita?' Þeir, sem koma fyrstir? Þeir sem;. þekkja mann, sem þekkir mann?“ Þeir, sem eru í mestu vandræðunum? Og hver á að dæma um það? Ég held að allir hljóti að gera sér grein fyrir að þessar leiðir eru mjög ófullnægjandi, en sérhver andstæðingur há- vaxtastefnu og vaxtafrelsis verður að svara spurningu þeirri, sem forsætisráðherra beindi óbeint að fundarmönn- um í gær; „Hvernig á að út- hluta takmörkuðu fjármagni, þegar eftirspurn er meiri en íramboð?“ Ótímabært frelsi „Ef okurlögin gömlu væru enn við lýði, væri fyrir löngu búið að setja fjármálaráðherra bak við lás og slá,“ sagði Ey- steinn Jónsson í stórgóðri ræðu sinni á fundinum. „Daglega lifir allur almenningur við nær óbærilegt ástand vegna hávaxt- anna meðan það hefur alltaf verið stefna Framsóknar- flokksins að hafa vextina lága, m.a. til þess að gera fólki kieift að koma þaki yfir höfuðið," sagði þessi fyrrverandi leiðtogi flokksins. Hvernigstendureig- inlega á þessu, spyrja fram- sóknarmenn sig. Hefur stefna flokksins breyst svona mikið eða erú áhrif íhaldsins svo algjör? Það virðist sem seinna svarið sé líklegra, enda sagði forsæt- isráðherra mjög skýrt og skor- inort á fundinum; Við erum alls ekki tilbúin undir frjálsa vexti.“ Þarna í þessum orðum liggur einmitt kjarni málsins. Frelsi eða a.m.k. meira frjálsræði, þarf ekki endilega að vera af hinu slæma. Ég hygg að fáir hafi út á t.d. sparnað í opinber- um rekstri með útboðum að setja. En til að koma meira frjálsræði á, þarf undirbúinn jarðveg. í æði sínu í að keyra alls konar frjálshyggju vitleysu í gegn á íslandi í samræmi við einhverjar útlenskar kenning- ar og fyrirmyndir, hafa íslensk- ir ofstækismenn á hægri vængnum - furðufólkið, eins og Eysteinn kallar þá svifist einskis. Ég held, að flestum sé Ijóst, að það eru alvarleg mistök að segja þjóð, sem hefur aldrei haft frelsi til að græða á ná- grannanum, að nú megi hún gera allt sem henni sýnist til að gera svo. Vilji menn slíkt „frelsi,” verða stjórnvöld að vera búin að breyta hugsunar- hætti þegna sinna fyrst. Varðandi frelsishjalið almennt, má deila um hve langt eigi að fara. Persónulega er ég þeirrar skoðunar. að við höfum lítið að gera með að fá frelsi af þessari gerðinni nema þá hægt sé að taka undir með; forsætisráðherra, að vaxta- frelsið hafi verið ótímabært. Samráðsleiðin mikilvægust í átt að meira frelsi, hefur afskiptaleysi stjórnvalda í kjaradeilum, verið mikilvægur þáttur. Hið opinbera á ekki að

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.