NT - 18.03.1985, Blaðsíða 3

NT - 18.03.1985, Blaðsíða 3
 fff? Mánudagur 18. mars 1985 3 m Fréttir Óánægjan í algleymingi: Vantraust á stjórnar- samstarfið útbreitt Hörð gagnrýni á Framsóknarfundi í gaer ■ Stjórnarsamstarfið vid Sjálfstæðisflokkinn virðist eiga takmörkuðum vinsældum að fagna meðal óbreyttra flokks- manna Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fyrir fáeinum dög- um birtist í fjölmiðluin harðorð ályktun frá Framsóknarfélagi Reykjavíkur, þar sem mótmælt er þeirri vaxtastefnu Seðlabank- ans og ríkisstjórnarinnar sem fylgt hefur verið að undanförnu. I gær efndi sama félag til fundar á Hótel Hofi þar sem Steingríinur Hermannsson for- sætisráðherra og Haraldur Ólafsson, alþingismaður, höfðu framsögu um stöðu Framsókn- arflokksias og samstarfíð við Sjálfstæðisflokkinn. Megn óánægja í umræðunum að loknum framsöguerindunum, létu menn almennt í ljós verulega óánægju með stjórnarsamstarfið og að- gerðir ríkisstjórnarinnar eink- um í vaxtamálum og launamál- um, sættu harkalegri gagnrýni. Pannig sagði Eysteinn Jónsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, það hljóta að vera eitt brýnasta verkefni framundan að setja lög um að lánskjaravísitala mætti aldrei hækka meira en kaup- máttarvísitala. Eysteinn gagn- rýndi forsætisráðherra einnig fyrir að gefa vextina frjálsa og sagði að vaxtahækkunin í lok júlí hefði „rotað traust þús- unda“ á ríkisstjórninni. Stefnubreyting í launamálum Steingrímur Hermannsson kvað nýtt skeið runnið upp í stjórnarsamstarfinu og nefndi m.a. að samkomulag hefði náðst milli flokkanna um breytta stefnu í launamálum, að því leyti að ríkisstjórnin væri nú tilbúin að taka „mjög virkan þátt" í gerð kjarasamninga. Annars varð Steingrími tíðrætt um þau vandamál sem honum þóttu blasa við ríkis- stjórninni, svosemkennaradeil- una og húsnæðismálin. Hann kvaðst hafa orðið fyrir veruleg- um vonbrigðum með það að kennarar skyldu ekki hafa kom- ið aftur til starfa eftir ályktun ríkisstjórnarinnar í fyrri viku. Steingrímur ræddi einnig nokkuð um vaxtamálin og kvað íslendinga ekki hafa verið til- búna fyrir frjálsa vexti í sumar. Hann kvað ennfremur hættu á því að sparifjáreigendur legðu fé sitt fremur á gjaldeyrisreikn- inga ef vextir yrðu lækkaðir eða ■ Heita mátti aö hver stóll væri setinn á fundinum á Hótel Hofí í gær. keyptu fyrir það skuldabréf á almennum markaði. Gruggugtvatn Haraldur Ólafsson lét í fram- söguræðu sinni í Ijós ýmsar almennar efasemdir um rétt- mæti þess að vera í stjórnar- samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Hann kvað vantrú á sam- starfi við þann flokk mjög út- breidda meðal framsóknar- rnanna og gat þess að auki að hann teldi sjálfstæðismenn nú bíða eftir tækifæri til að rjúfa stjórnarsamstarfið. Vatnið á hinum pólitíska vettvangi væri gruggugt, sagði Haraldur. Haraldur lét einnig í ljós andúð á núverandi vaxtastefnu og sagði að hinn góði árangur sem ríkisstjórnin hefði náð í baráttunni við verðbólguna, hefði í raun verið „skotinn í kaf“ eins og hann orðaði það, þegar vöxtunum var sleppt frjálsum. Hann sagðiennfremur að það gengi ekki til lengdar, að hið eina sem verðtryggt væri. væru „peningarnir sem fólk er rukkað um.“ Vinstri gagnrýni Alllangar umræður urðu eftir að framsögumenn höfðu lokið máli sínu og tóku margir til máls. Megn óánægja með stjórnar- samstarfið einkenndi málflutn- ing flestra sem til máls tóku og virtust margir á þeirri skoðun að samstarf við félagshyggjuflokka væri æskilegra. Sjá einnig „í tíma og ótíma.“ Norskur kennari um Halldór Blöndal: „Ég skil ekki manninn" - þótt ummæli hans séu þýdd fyrirmig ■ Frá hinum fjölmenna fundi kennara á Hótel Sögu í gær. Aö sögn starfsfólks hótelsins voru um 800 manns á fundinum. ■ „Ég skildi ekki manninn þegar hann flutti ræðuna, því að ég skil ekki íslensku, og þegar innihald ræðunnar hefur verið þýtt fyrir mig þá verð ég að játa að ég skil ekki ræðu hans að heldur, sagði Anders Fivold fulltrúi Norrænna kennarasam- taka aðspurður um ummæli Halldórs Blöndal alþingismanns þess efnis að fjárstuðningur er- lendra aðila við íslenska kennara væri óviðeigandi. Bridgehátíð ’85: íslendingar í fyrsta sæti ■ tgærlaukkeppniítvímenn- ing á Bridgehátíð ’85, sem hald- in var á Hótel Loftleiðum um helgina. Sigurvegarar urðu þeir Sigurður Sverrisson og Jón Baldursson með 403 stig. í öðru sæti voru Pólverjarnir Rom- anski og Tuszinsky með 401 stig. í þriðja sæti voru Danir, Auken og Koch með 281 stig. Fjórðu voru Mamhmood og Hoffman frá Bretlandi og Pak- istan með 249 stig og fimmtu þeir Jón Ásbjörnsson og Símon Símonarson með 230 stig. í sjötta sæti voru Björn Eysteins- son og Guðmundur Hermanns- son með 200 stig, í sjöunda Myers og Sheehan frá Bretlandi með 194, áttundu Stenkel og Choon frá Bandaríkjunum með 143 stig, í níunda sæti Rúnar Magnússon og Stefán Pálsson með 131 stig og í tíunda sæti voru Ásmundur Pálsson og Karl Sigurhjartarsön með 130 stig. Öll þessi pör fengu viðurkenn- ingu. Alls tóku 48 pör þátt í þessum tvímenning og var keppnin spennandi og skemmtileg. Sig- ■ Menn hugsuðu stíft á Bridgehátíðinni. urður og Jón leiddu keppnina allt fram að næst síðustu umferð en þá komust Pólverjarnir upp fyrir þá. { síðustu umferðinni í gærkvöld hófst svo seinni náðu íslendingarnir aftur for- helmingur mótsins, Flugleiða- ustunni. mótið og keppa þar 36 sveitir. Samtök norrænna tramhalds- skólakennara hafa lagt fram miklar upphæðir til stuðnings við íslenska framhaldsskóla- kennara oghafauppi fjársöfnun meðal kennara á Norður- löndunum. Frivold sagði að þessi stuðningur myndi nægja til að tryggja það að íslenskir framhaldsskólakennarar gætu haldið úti mánaðar vinnustöðv- un. Beint lán sem samtökin hafa að bjóða til íslensku starfsbræðranna nemur 2.5 milljónum sænskra króna. A blaðamannafundi í gær sögðu talsmenn HÍK að farið hefði verið með undirskriftalista í verslanir, stórmarkaði og skemmtistaði um helgina og þeir sem söfnuðu listunum hefðu verið steini lostnir vegna þess hve vel fólk hefði tekið við listunum. Kennarar hefðu búist við að þeir yrðu sakaðir um ólögmætt athæfi, að brjóta gegn hagsmunum nemenda en reynd- in hefði verið sú að fólk hefði staðið í biðröðum til að fá taéki- færi til að votta kennurum stuðning sinn. Á fundinum á Hótel Sögu í gær komu fáar gagnrýnisraddir fram á hendur kennurum. Allir alþingismenn voru boðnir en fáir mættu og enginn ráðherra lét sjá sig. Halldór Blöndal og Árni Johnsen skýrðu frá því að menntamálaráðherra hefði ver- ið búinn að lofa sér á annan fund áður en kennarafundurinn var boðaður. Af viðstöddum alþingismörlnum sem blaða- maður NT sá á fundinum voru Eiður Guðnason, Ragnar Arnalds, Guðmundur Bjarna- son og Eyjólfur Konráð Jónsson, auk þeirra sem áður er getið. Á blaðamannafundinum sem boðað var til eftir opna fundinn lýstu fulltrúar kennara yfir því að þeir tryðu því ekki að beðið yrði eftir kjaradómi. Með því væri verið að leggja framhalds- skólana í rúst og þetta gerðist þrátt fyrir yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar um að launa ætti kennara 4þeim grundvelli sem þeir hafa sjálfir krafist. ASÍ og ríkisstjórnin: Viðræöur um húsnæðismál ■ Fulltrúar ASl gengu á fund ríkisstjórnarinnar í gær og báru fram hugmyndir um aðgerðir í þeim bráða vanda sem nú steðjar að húsbyggj- endum og húskaupendum. „Petta er ekki liður í kjara- samningum, aðgerðir í þess- um málum þola ekki bið eftir kjarasamningum, þær verða að gerast á næstu vikum, svo bráður er vandinn," sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ á blaðamannafundi í gær. Að sögn Ásmundar tóku ráðherrar hugmyndum ASÍ, vel og lýstu yfir að ríkis- stjórnin væri reiðubúin til viðræðna á grundvelli þeirra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.