NT - 18.03.1985, Blaðsíða 5
Wr- ^
Kartöflubændur
vilja fá kvóta
Kominn í gagnið á þessu ári?
■ Kartöflubændur hafa nú
lagt til að sett verði kvótakerfi á
kartöfluframleiðslu hliðstætt
því sem er á hefðbundinni bú-
vöruframleiðslu. Er tillaga þessi
komin fram í kjölfar tveggja
mjög erfiðra ára, 1983 þegar
algjör uppskerubrestur varð og
síðasta árs þegar uppskera var
með eindæmum góð en sala
langt undir meðalári.
Það er nýafstaðinn aðalfund-
ur Landssambands kartöflu-
bænda sem leggur fyrir stjórn
sína að ráðist verði í að móta
tillögur með búmark, fram-
leiðsluleyfi og svæðaskiptinu í
huga og verði þessar tillögur
lagðar fyrir aukafund Lands-
sambandsins í júlímánuði.
í samtali NT við Magnús
Sigurðsson í Birtingarholti,
formann Landssambands kart-
öflubænda kom fram að mögu-
leikar eru taldir á að þessi
framleiðslustjórn verði innleidd
fyrir næsta haust.
„Það er svo mikil óvissa í
þessari stöðu að það er talið
nauðsynlegt að tryggja þeim
sem lifa á þessu einhverja
ákveðna sölu sem þeir geta
komið á markaðinn," sagði
Magnús.
■ Erfiðleikar í sölumálum og
fyrirsjáanlegt gjaldþrot fjölda
kartöflubænda kallar nú á fram-
leiðslustjórnun og búmark í
þessari grein segja kartöflu-
bændur og hver veit nema það
verði háð leyfl að pota útsæðinu
niður næsta haust. Svo fremi
sem viðkomandi ætli að hafa
atvinnu sína af jarðeplarækt-
Ínili. NT-mynd: Róberf
■ Oddfellow bræðurnir Gunnar Petersen, Óttar Oktosson, Grétar Hjartarson, Ólafur Jónsson og
Sveinn Kragh afhenda yfirlækni augndeildar Landakotsspítalans, dr. med. Guðmundi Björnssyni
skurðtækin.
Oddfellowar halda upp á fimmtugsafmæli:
Landakotsspítali fékk skurðtæki
■ Oddfellow stúkan Þórsteinn
nr. 5 átti 50 ára afmæli í febrú-
armánuði s.l. og minntust
stúkubræður tilefnisins með
veglegri gjöf til augndeildar St.
Jósefsspítala, Landakoti.
Gjöfin er skurðtæki, sem ger-
ir kleift að framkvæma aðgerð
inn í auga með aðstoð smásjár,
sem ekki var hægt áður en þessi
tæki komu til sögunnar. Algeng-
asta aðgerðin á augndeildinni er
svonefnd drer-aðgerð, sem er
fólgin í því að nema burt ógagn-
sæjan augastein. Á síðasta ári
voru gerðar 210 slíkar aðgerðir
við augndeild St. Jósefsspítal-
ans en þessi tæki eru notuð
mikið við slíkar aðgerðir. Kann
stjórn spítalans stúkubræðrum
bestu þakkir.
Mánudagur 18. mars 1985 5
Samtök áhugafólks um
athvarf vímulausra
■ í ráði er að stofna félag
foreldra, aðstandenda og
áhugamanna sem hafa það
markmið að koma á laggirnar
félagslegri afþreyingarstöð fyrir
vímulaust fólk, einkum ung-
linga. Hefur hópur áhugafólks
um þetta málefni þegar hafið
undirbúning að stofnfundi sem
64 félagar munu standa að.
Talsverður áhugi virðist vera
fyrir verkefni þessu, ef marka
má aðsókn að undirbúningsfundi
sem haldinn var á Hótel Hofi,
fyrir skömrnu, en á þann fund
komu hundrað manns.
í fréttatilkynningu frá fundin-
um segir að stór hópur fólks í
þjóðfélaginu hafi lítið sem ekk-
ert félagslegt afdrep vegna þess
að það hefur orðið utangarðs af
ýmsum orsökum, og því eigi
það erfitt með að fóta sig aftur
án stuðnings og aðstoðar ann-
arra. Þá var rætt hvernig hugs-
anlegt væri að virkja unglinga til
að koma í félag þetta og taka
þátt í uppbyggingu þess og starf-
semi.
Hársnyrti-
skóli fyrir
þá gömlu
■ Opnaður hefur verið
Hársnyrtiskóli að Hverfis-
götu 50, sem ætlaður er til
endurhæfinganámskeiða
fyrir þá sem nú þegar hafa
lært hárskurð eða hár-
greiðslu. Skóli þessi er
rekinn af Meistarafélagi
hárskera og í fréttatil-
kynningu þaðan segir að
sakir þess hve hártískan er
síbreytileg sé nauðsyn fyr-
ir hársnyrtifólk að fara
reglulega á námskeið.
Aldarafmæli
Garðyrkju-
félagsins
■ Garðyrkjufélag íslands heldur
upp á aldarafmæli sitt á þessu ári.
Á hvítasunnudag, 26. maí, verður
haldinn afmælisfundur á Hótel Sögu.
Ennfremur verður gefinn út minnis-
peningur vegna afmælisins og Póst og
símamálastjórnin mun minnast þess
með útgáfu frímerkis í júní.
Markmið félagsins er að glæða
áhuga á garðyrkju, bæði matjurta- og
skrúðgarðarækt. Félagið annast inn-
kaup á vor- og haustlaukum á vægu
verði fyrir félagsmenn og hefur auk
þess til sölu ýmsar garðyrkjubækur
og smávörur varðandi garðyrkju.
1 Innifalið í ársgjaldi er veglegt ársrit
sern birtir fjölbreyttar greinar um
allar hliðar garðyrkju. Auk þess fá
félagsmenn sent upplýsinga- og
fréttabréf. Garðinn.
Félagsmenn hafa stofnað til fræ-
skifta, en margir áhugamenn safna
fræi í görðum sínum og leggja í
sameiginlegan sjóð sem aðrir félags-
menn geta notið góðs af og pantað sér
fræ af listanum sem inniheldur um
800 tegundir.
Félagar í Garðyrkjufélaginu eru nú
hátt á sjötta þúsund og hefur þeim
farið ört fjölgandi undanfarin ár eftir
því sern áhugi á garðyrkju hefur
aukist eins og víða sér merki. Sjálf-
stæðar deildir eru víðs vegar um
landið og er starfsemi þeirra blómleg.
Einnig rekur félagið skrifstofu að
Amtmannsstíg 6 Reykjavík og er hún
opin mánudaga og fimmtudaga kl.
2-6 og á fimmtudagskvöldum kl.
8-10.
„Saturno“ leðursettin eftirspurðu fást nú í tveimur
litum. Yerð kr. 67.500.-
m
HÚSGÖGN OG
INNRÉTTINGAR
SUOURLANOSBRAUT18